Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUfoBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Miðborgin - Opnunar-
tími vínveitingahúsa
í LOK síðasta árs
skipaði borgarstjóri
starfshóp til að taka
saman gögn og gera
tillögur til úrbóta varð-
andi ýmis atriði varð-
andi miðborg Reykja-
víkur. Starfshópurinn
skilaði af sér í maí
1995. Helstu tillögur
voru fólgnar í því að
skipuð yrði nefnd til
tveggja ára til að
hrinda í framkvæmd
framkomnum tillögum
sem og öðrum úrræð-
um, annast tengsl við
lögreglu, borgaryfir-
völd, hagsmunasam-
tök, félagsmálayfirvöld, skólayfir-
völd, einstakar borgarstofnanir og
alla þá aðila sem áhrif geta haft
á þróun þeirra mála.
Helstu tillögur starfshópsins
voru fólgnar í uppsetningu eftir-
litsmyndavéla, aðgerðum löggæslu
og félagsmálayfirvalda til að halda
börnum og unglingum yngri en 15
ára frá miðborginni að næturlagi,
að draga úr fjölda ungs fólks á
aldrinum 16-19 ára á svæðinu á
þeim tíma og unnið var með hug-
myndir um breyttan opnunartíma
vínveitingahúsa og sölustaða. Þá
er vakin athygli á nauðsyn bættrar
þjónustu við almenning í miðborg-
inni að næturlagi, hlutverki lög-
gæslu, aukinni skilvirkni á af-
greiðslu mála, sem lögreglumenn
þurfa að hafa afskipti af, rekstur
unglingaathvarfsins, samstarfí
þeirra aðila sem unnið geta að
framgangi úrbóta o.s.frv.
Flestir geta verið sammála um
að úrbóta er þörf í málefnum mið-
borgarinnar. Menn hafa hins vegar
hingað til ekki verið og verða lík-
lega aldrei alveg sammála um
hvemig eigi að taka á þeim málum
eða að hveiju athyglin eigi að bein-
ast öðru fremur.
Eins og flestum er kunnugt hafa
þúsundir ungmenna og fullorðinna
um árabil kömið saman við mis-
jafnar aðstæður og í mismunandi
ásigkomulagi í Kvosinni að kvöld-
og næturlagi um
helgar. Um er að
ræða tiltölulega af-
markað svæði á til-
teknu tímabili aðfara-
nætur laugardags og
sunnudags. Flest er
fólkið þar eftir að
skemmtistöðunum er
lokað kl. 03.00. Telja
má að á meðan fólk
fær tækifæri til þess
að safnast saman í
miðborginni að kvöld-
og næturlagi um
helgar, miðað við nú-
verandi háttalag þess
og aðstæður allar á
svæðinu, verður erfitt
að koma algerlega í veg fyrir meið-
ingar, rúðubrot og önnur skemmd-
arverk á svæðinu, jafnvel þó lög-
reglumönnum yrði enn fjölgað þar
tíl mikilla muna. -
Með áframhaldandi einhliðá að-
gerðum verður einungis hægt að
draga úr líkum á meiðingum og
öðrum ósóma s.s. gert hefur verið.
Rúmlega helmingur meiðing-
anna í miðborginni er jafnan á eða
við vínveitingastaðina. Á síðasta
ári voru á fjórða hundrað einstakl-
ingar handteknir vegna þeirra
mála í miðbænum. Hlutfallslega
flestir voru á aldrinum 19-24 ára.
Lögreglan hefur á hverju ári þurft
að handtaka helmingi fleiri ein-
staklinga á miðborgarsvæðinu
vegna ölvunarástands og slsémrar
hegðunar, nær undantekningar-
laust ungt fólk á aldrinum 16-24
ára. Ef afskipti hafa verið höfð af
yngra fólki er því komið í sérstakt
barna- og unglingaathvarf, sem
rekið er af íþrótta- og tómstundar-
áði í samvinnu við lögreglu.
Fyrir átta árum, eða árið 1987,
voru vínveitingastaðirnir í Reykja-
vík 50 að tölu, þar af 27 á miðbæj-
arsvæðinu. Þá hafði þeim fjölgað
mikið á nokkrum árum. Af u.þ.b
140 vínveitingahúsum í borginni
eru nú 84 á svæðinu frá Rauðarár-
stíg að Garðastræti. Leyfilegur
gestafjöldi þessara staða er u.þ.b.
12.600. Fjölmargar kvartanir ber-
Aukið frelsi krefst auk-
ins aðhalds, segir Omar
Smári Armannsson,
sem hér fjallar um mið-
borgina og opnunartíma
öldurhúsa.
ast frá íbúunum til lögreglu um
ónæði og hávaða að næturlagi um
helgar. I kyrru veðri er mjög hljóð-
bært á milli húsanna og samkomu-
haldið á götum úti vill oft dragast
fram á morgun, sérstaklega eftir
að gefin voru leyfi til að hafa
nætursölurnar opnar svo til allan
sólarhringinn.
í tillögunum til borgarstjóra er
í fyrsta lagi stungið upp á því að
opnunartíminn verði takmarkaður
frá því sem nú er. Með takmörkun
frá því sem verið hefur er aðallega
átt við að meginreglan verði á
miðnætti eða kl. 01.00. Þá er fyrst
og fremst verið að tala um grunn-
leyfið. Þannig telja menn sig geta
haft betri sjórn á aðstæðum á
hverjum stað og á ástandinu á
hverjum tíma. Síðan er gert ráð
fyrir að það verði metið út frá
aðstæðum hvort ástæða er til að
gefa einhverjum stöðum kost á
rýmri opnunartíma að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum. Þannig yrði
væntanlega tekið sérstakt tillit til
íbúa í nágrenni við viðkomandi
stað. Þetta er t.d. gert viða erlend-
is, s.s. í Bretlandi.
í Danmörku er aðalreglan sú nú
að veitingastaðir skuli vera lokaðir
fyrir almenningi á tímabilinu frá
kl. 24.00-05.00. Reglumar segja
þó að sveitastjórn geti heimilað
styttri lokunartíma, en hún getur
þó ekki gefíð út almennt opnunar-
leyfi á tímabilinu frá kl. 02.00-
05.00. Ef veitingastaðir vilja hafa
opið frá miðnætti til kl. 05.00 sækja
þeir um til bæjaryfirvalda. Leyfíð
er _háð samþykki lögreglu.
í Noregi er heimilt að hafa veit-
ingahús opin til 04.00 eða jafnvel
Ómar Smári
Ármannsson
til 06.00 en í öllum tilvikum og
án undantekninga skal áfengi-
sveitingum hætt til 02.30. Eftir
kl. 02.30 getur fólk setið inni á
veitingahúsunum og drukkið vín,
sem það keypti áður en barnum
var lokað og spjallað og keypt sér
mat til kl. 04.00 eða 06.00. Sam-
kvæmt norsku áfengislögunum er
óheimilt að selja sterkt áfengi
manni sem er undir 20 ára aldri
og annað áfengi má ekki selja
fólki undir 18 ára aldri. Fyrir
nokkrum árum var heimilt að selja
áfengi til 03.30 en vegna slæmrar
reynslu Norðmanna af drykkju-
skap var tíminn styttur um
klukkustund. Áður urðu menn
drukknari þegar þeir komu út af
veitingahúsunum, sem leiddi af
sér ýmiskonar vandræði svo sem
ofbeldi og önnur brot.
í öðru lagi liggur fyrir tillaga
um að opnunartími vínveitinga-
staða skuli gefinn frjáls. Ef sagan
er skoðuð kemur í ljós að rök, sem
hingað til hafa verið færð fyrir að
rýmka eigi opnunartímann, hafa
því miður ekki reynst haldgóð.
Kannski er það vegna þess að rök-
in hafa oftar en ekki verið byggð
á ákveðnum hagsmunum og
sjónarmiðum, en ekki á raunhæfni
eða með hliðsjón af stefnumark-
andi aðgerðum.
Ef marka má reynslu margra
landa getur frjálslegra skemmtana-
hald haft í för með sér aukna spill-
ingu. Öfugt við það sem menn hafa
haldið fram krefst aukið frelsi
venjulega aukins aðhalds opinberra
aðila. Aukið skemmtanafrelsi hefur
t.d. sums staðar ýtt undir auka
fíkniefnasölu og -neyslu á veitinga-
stöðum jafnframt því sem rekstrar-
form staðanna breyttist. í stað þess
að bjóða upp á áfengi og létta
skemmtan jókst sérhæfíngin og
mismunandi staðir fóru að höfða
til ólíkra hópa og mismunandi hvata
fólks. Þannig sérhæfðu sumir stað-
ir sig í sýningu og birtingu kláms
og á meðan aðrir reyndu að skapa
rétt andrúmsloft fyrir sameiginleg
áhugamál. Fyrirkomulag staðanna
tók óhjákvæmilega mið af áhuga
og óskum viðskiptavinanna sem og
þeim möguleikum sem buðust með
tilliti til þess hvernig rekstrinum
varð best borgið og þá stundum
án sérstaks tillits tii velferðar við-
skiptavinanna. Ekki er ástæða til
að ætla annað en að svipuð þróun
gæti orðið hér á landi ef ekki verða
gerðar ráðstafanir til að draga úr
líkum á slíku.
Með lengingu á opnunartíma
skemmtistaða mun dreifing fólks
að öllum líkindum verða jafnari svo
og álag á leigubifreiðastjóra, en
óvíst er að sú ráðstöfun að óbreyttu
hugarfari muni draga úr áfengis-
neyslu fólks. Víða erlendis er sú
hugsun ríkjandi að engin ástæða
sé að drekka frá sér vit og rænu
ef hægt er að komast hjá því. Þar
fá menn sér jafnvel kaffibolla á
vínveitingastað, ef ástæða er talin
til að slá á áfengisáhrifin. Hér á
landi virðist allt of margt fólk þurfa
að drekka sem mest á sem
skemmstum tíma og allt of margir
vita hreinlega ekki í hvorn fótinn
þeir eiga að stíga að því búnu,
hvað þá að þeir viti í hvaða átt
þeir eiga að fara þegar komið er
út af stööunum. Þessu viðhorfi
verður erfiti að breyta.
Önnur hugsanleg „afleiðing" er
kann að hljótast af lengingu á opn-
unartíma skemmtistaða er sú að
með aukinni samkeppni muni minni
stöðunum fækka smám saman.
Áður en af lengingu opnunar-
tíma skemmtistaða verður, ef það
er á annað borð vilji manna, er
nauðsynlegt að þeir aðilar, sem þá
ákvörðun taka, hafi gert sér ná-
kvæmlega grein fyrir nauðsyn
ákveðinna skilyrða varðandi leyfis-
hafa, nákvæmra skilyrða varðandi
leyfin sjálf og skýrra heimilda um
til hvaða viðurlaga verður hægt
að grípa ef út af reglum er brugð-
ið. Þá þarf að ákveða með hvaða
hætti halda skuli uppi virku eftir-
liti með rekstrinum.
Flestir geta verið sammála um
að ástandið sé ekki með þeim
hætti að hægt sé vel við að una.
Tími er kominn til að hlutaðeig-
andi aðilar skoði málefni miðborg-
arinnar með hliðsjón af því
ástandi, sem þar hefur ríkt og
þeim tillögum, sem þegar eru
komnar fram. Þar er opnunar-
tíminn ekki undanskilinn. Lengi
hefur verið beðið eftir víðtækum
aðgerðum. Víst er að alltaf verða
skiptar skoðanir um í hveiju þær
eiga að felast, en komi fram betri
hugmyndir er leitt geta til úrbóta
í málefnum miðborgarinnar munu
viðkomandi aðilar vafalaust nýta
sér þær til árangurs. Ef mögulegt
á að vera að færa ástandið í mið-
borginni í „eðlilegt“ horf þurfa
allir að leggjast á eitt til þess að
svo megi verða.
Höíundur er aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Reykjavík.
Af glasafrjóvgun og
fóstureyðingum
Opið bréftil heil-
brigðisráðherra
ÉG VIL þakka Gísla Helgasyni,
blokkflautuleikara, þarft innlegg
til málaflokks sem varðar ijölda
fólks þ.e. glasafijóvgun — og fóst-
ureyðingar (Morgunblaðið 12.
október 1995).
Fjölmiðlum hefur upp á síðkast-
ið orðið tíðrætt um halla ríkissjóðs
og niðurskurð til heilbrigðismála
og enn og aftur er glasafijóvg-
unardeild Landspítalans og við-
skiptavinir hennar í sviðsljósinu.
Mér, eins og fleirum, finnst nóg
komið og tími til kominn að beina
athyglinni í nýjan farveg. Það má
vara sig á að ganga of nærri þess-
um hópi og spila með aðstæður
þeirra.
Margir álíta að glasafijóvgun sé
ein af stórkostlegustu læknisað-
gerðum sem framkvæmdar eru án
þess að um líf eða dauða sé að
tefla. Aðgerðin er einstök ef hún
ber árangur og því má álíta að lít-
ið sem ekkert samhengi sé milli
verðs og eftirspurnar, hvort heldur
að uppsett verð er kr.
10.000,- á meðferð eða
kr. 300.000,-. Þetta
notfæra ráðamenn sér
og hafa þannig að
mínu mati leikið sér
með aðstöðu og tilfinn-
ingar þessa fólks. Nú
gangast að meðaltali
um 360 pör undir
glasafijóvgunarmeð-
ferð á ári eða um 30
á mánuði. Bið eftir
meðferð er um 2-2 Vi
ár.
Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofu
íslands voru fram-
kvæmdar 827 fóstur-
eyðingar árið 1993 (nýjustu tölur
fáanlegar) og árið 1992 voru þær
743. Til glöggvunar má geta þess
að árið 1993 fæddust 4.623 börn
þannig að gera má ráð fyrir að 15
af hveijum 100 þungunum það ár
hafi endað með fóstureyðingu. í
skýrslu Hagstofu kemur ennfremur
fram að 51% (378) þeirra kvenna
sem gengust undir fóstureyðingu
árið 1992 voru giftar eða í sambúð
og 25% (182) höfðu
farið í eina eða fleiri
fóstureyðingar áður.
Með þessar upplýs-
ingar í farteskinu lék
mér fowitni á að vita
hver kostnaður ríkisins
væri við fóstureyðing-
ar og glasafijóvganir.
Hjá fjárhagsdeild
skrifstofu ríkisspítala
var mér tjáð að aldrei
hefði verið beðið um
útreikning á kostnaði
við fóstureyðingu.
Hins vegar væru til
útreikningar sem
sýndu að kostnaður við
glasafijóvgun væri kr.
200.000,-.
Frá mínu sjónarmiði séð er
óæskileg þungun í flestum tilfellum
áskapað ástand sem hægt er að
koma í veg fyrir á auðveldan hátt
án nokkurra óþæginda, áreynslu
eða erfiðleika. Aftur á móti eru
ástæður fyrir ófijósemi margar og
misjafnar en sjaldnast áskapað
ástand. Fijósemi spyr ekki um fjár-
hag og er pyngja þessara einstakl-
Óeðlileg þungun er í
flestum tilfellum áskap-
að ástand, segir Lára
Liv Olafsdóttir, en
ófrjósemi verður að
flokka á annan hátt.
inga ekki þyngri en annarra lands-
manna.
Þegar nú hefur komið til tals að
hækka enn gald fyrir glasafijóvgun
vil ég beina eftirfarandi spurning-
um til heilbrigðisráðherra:
Ég spyr:
1. Hvaða rök eru fyrir því að
glasafijóvgun greiðist dýrum dóm-
um en fóstureyðingar eru ókeypis?
2. Er óæskileg þungun skilgreind
sem líkamleg fötlun sem hinu opin-
bera beri að greiða kostnað af?
3. Hefur verið borinn saman
kostnaður Tryggingastofnunar rík-
isins vegna glasafijóvgana erlendis
undanfarin ár og kostnaður við
rekstur GF-deildarinnar?
4. Hver er kostnaður ríkisins
vegna GF-deildarinnar á ári?
5. Hver er áætlaður kostnaður
ríkisins við fóstureyðingar á ári?
Uppsett gjald fyrir glasafrjóvg-
un er lítil upphæð í sjálfu sér ef
meðferðin ber árangur en þess
má geta að gjaldið er eitt hið
hæsta sem greitt er af einstaklingi
fyrir læknisþjónustu hér á landi
(kr. 105.000,- fyrir fyrstu meðferð
auk þátttöku í lyfjakostnaði).
Á tímum niðurskurðar og þreng-
inga er mér ekki ljóst hvernig stofn-
anir eins og heilbrigðisráðuneyti
og ríkisspítalar geta mótað trúverð-
uga stefnu í sparnaði þegar ráða-
menn vita ekki hvar kostnaðurinn
liggur. Ólík sjónarmið og hags-
munamál eru mjög til umræðu og
mörg mál í brennidepli þegar kem-
ur að niðurskurði í heilbrigðismál-
um. Margir einstaklingar eru vissu-
lega sjúkir og illa settir og þeim
má ekki misbjóða en jafnframt má
ekki ofbjóða öðrum einstaklingum
sem þó eru ekki sjúkir en þurfa á
læknisaðstoð að halda.
Ég vil beina þeim tilmælum til
heilbrigðisráðherra að hann gerist
víðsýnni og beini spjótum sínum í
aðrar áttir. Án efa er hægt að hag-
ræða í heilbrigðiskerfinu og skera
niður kostnað, en það ætti ekki að
gerast í eins miklum mæli og raun
ber vitni á kostnað eins hóps við-
skiptavina sem nú þegar greiðir
hátt gjald fyrir sína læknisþjónustu.
,Þeir sem þiggja þjónustu glasa-
fijóvgunardeildar eru fremur þög-
ull minnihlutahópur sem ekki ber
sín mál á borð fyrir almenning því
þau eru oft mjög persónuleg og
viðkvæm til umfjöllunar. Þess
vegna eru þessir einstaklingar ber-
skjaldaðir fyrir hvers konar ákvörð-
unum sem stjórnvöld taka varðandi
málefni þeirra.
Höfundur er rekstrarfræðingur.