Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Medal annarra orða
Ur fjötrum vímunnar
NÝLEGA var skýrt frá því í
fréttum, að fundist hefði eitt kíló
af amfetamíni og tvö kíló af hassi
í fórum fólk-s, sem var að koma
til landsins. Þetta er dæmi þess,
að innflytjendur fíkniefna _séu að
verða æ umfangsmeiri. Ólögleg
fíkniefni flæða inn í landið og sí-
fellt fleiri ungmenni ánetjast
þeim. Varla leikur nokkur vafi á
þvi, að ofneysla vímuefna, áfengis
og fíkniefna, er að verða eða er
þegar orðin eitt alvarlegasta
vandmál þjóðarinnar. Til marks
um það er, að ég hef spurt fjölda
kunningja minna, hvort þeir þekki
einhveija fjölskyldu (tvær til þijár
kynslóðir), þar sem hvergi örlar á
vanda vegna áfengisneyslu eða
annarra vímuefna. Enginn hefur
svarað þvi játandi. Samkvæmt því
ættu flestir íslendingar að hafa
einhveijar spurnir eða reynslu af
þessum bölvaldi, sem skaðar ekki
einungis þann einstakling, sem í
þvílíka ógæfu ratar, heldur hefur
einnig áhrif á þá sem nánir honum
eru. Samt er ekki að sjá, að neitt
ofurkapp sé á það lagt að snúast
gegn þessum vanda. Enginn vafi
er þó á því, að unnt væri að ná
umtalsverðum árangri, ef menn
sneru sér að því af alefli. Það
kostar að vísu bæði fé og fyrir-
höfn, en í raun kostar það þjóðina
miklu meira að sjá á eftir fjölda
ungmenna inn fyrir hin ósýnilegu
landamæri ólöglegra fíkniefna.
Vítahringur
í baráttu gegn þessari ógn hef-
ur helst verið lögð áhersla á að
finna sölumenn og smyglara. Það
er auðvitað bæði þarft og nauð-
synlegt, en kemur þó í reynd að
takmörkuðu gagni. Þar virðist
jafnan koma maður í manns stað.
'Ég hef meira að segja séð því
haldið fram í erlendu riti, að elt-
ingaleikurinn við sölumenn og
forsprakka þeirra líkist því að
sneiða topp af píramíta og halda
að þar með hafi hann verið jafnað-
ur við jörðu. Undirstaða þessa
píramíta er neytendurnir. Þvi þarf
að leitast við að uppræta hvort
tveggja samtímis, sölu og neyslu.
Sá sem hefur horft á eftir barni
sínu í hina skelfílegu ógæfu fíkni-
efnaneyslu, fær smám saman
vitneskju um, hvílíkur vítahringur
það er, sem barn hans hefur lok-
ast í. I raun má segja að fyrsta
skrefið þangað sé þegar orðið
arlvarlegt. Strax þá þarf ungling-
urinn að dylja hluta af lífi sínu
fyrir öðrum, fela neyslu sína og
fíkn, — og þar með er hann ekki
lengur heill í samskiptum við sína
nánustu.
Sá sem ánetjast eiturlyfjum
fyrir alvöru getur tæpast stundað
reglubundið starf. Tímaskyn hans
brenglast og fer að snúast um
útvegun efnis. Aðrar framtíðar-
áætlanir hverfa. Undir fíkn sinni
getur hann þá trauðla staðið með
heiðarlegum hætti. Vanlíðan
vegna fráhvarfseinkenna kallar á
skjóta úrlausn. Þá er gripið til
allra tiltækra ráða, jafnvel af-
brota. Um leið brenglast siðferðis-
kenndin og víman veldur því, að
Varla leikur nokkur
vafi á því, að ofneysla
vímuefna, áfengis og
fíkniefna, er að verða
eða er þegar orðin eitt
alvarlegasta vandamál
þjóðarinnar. Njörður
P. Njarðvík segir að
það þurfi að leitast við
að uppræta hvort
tveggja samtímis, sölu
og neyslu.
veruleikaskyn ruglast. Skil milli
raunveruleika og ímyndunar
verða óljós. Örvæntingin eykst og
örþrifaráðin verða sífellt fálm-
kenndari. Þessi einstaklingur er
orðinn líkt og fiskur, flæktur í
net, og hann fínnur enga úrlausn.
„Hægt er að festast, bágt mun
úr að víkja!“ segir Jón Helgason
i kvæði.
Ef til vill er einstaklingur okkar
nú að þrotum kominn, ofsókna-
rótti farinn að gera vart við sig
og sjálfsvirðingin að engu orðin.
Eftir langa neyslu er hann ekki
lengur unglingur, og vera kann
að hann leiti sér hjálpar og fari
í meðferð. Sé honum alvara tekur
hann meðferð af einlægni og
gengur út staðráðinn í að lifa lífí
sínu allsgáður. Fjölskylda hans
fagnar og vonir vakna.
En þessi einstaklingur dregur
ef til vill á eftir sér langa slóða
synda og afbrota. Þegar hann er
að jafna sig kemur réttvísin og
heimtar sitt. Hann er dæmdur til
refsingar og fer í fangelsi eftir
þó nokkra bið. Þegar hann kemur
þaðan út er ekki auðvelt að fá
vinnu. Honum er ekki treyst og
varla von. Og þó að hann fái vinnu
er hann skuldum vafinn. Hann
hefur því úr litlu að spila, og það
hrekkur vart fyrir húsaleigu og
fæði. Hann verður þá að leita til
ættingja eða vina, sem hann hefur
kannski áður gerst sekur við, eða
til félagsmálastofnunar. Þá er
hætt við að hann líti á sig sem
vonlausan þurfaling. Og úr því
er ekki langt í að hann hugsi sem
svo: Til hvers er eiginlega að vera
edrú? Það snúast allir gegn mér.
Hann á erfitt með að skilja, að
vandamál hans eru innra með
honum. Nærtækara er að lítá svo
á að allir séu vondir við hann.
Hann kann ennþá að vera með
brenglaða siðferðiskennd, brengl-
að tíma- og veruleikaskyn. Þá
kann að verða stutt í fall hans,
og það fall getur orðið mikið.
Sóun
Ég hef hér fyrst og fremst
rætt um þá, sem verða ólöglegum
fíkniefnum að bráð, en það táknar
ekki að ég sé að gera lítið úr
þeim vanda, sem hlýst af ofneyslu
áfengis. Hann er bæði algengari
og fyrirferðarmeiri. Fíknin er í
grundvallaratriðum svipuð og af-
leiðingamar að mörgu leyti
áþekkar. Fíkniefnavandinn er þó
að því leyti alvarlegri fyrir ein-
staklinginn, þótt hann sé ekki eins
útbreitt þjóðfélagsvandamál, að
með neyslu þeirra einni saman er
sjúklingurinn í raun stiginn út úr
lífi heiðarleikans. Og þar sem
miklu meiri fjármunir koma við
sögu er enn meiri hætta á afbrot-
um. En segja má, að margt af
því, sem sagt er um fíkniefna-
sjúkling, eigi líka við um áféngis-
sjúkling, þegar drykkja hans er
orðjn stjómlaus.
Ég sagði hér að framan, að
nauðsynlegt væri að uppræta
samtímis sölu fíkniefna og neyslu
þeirra. Þar sem neyslan er ólögleg
ber að hafa strax afskipti af þeim
sem ánetjast þeim. Að mínu viti
er rangt að dæma fíkniefnasjúkl-
ing í fangelsi, jafnvel þótt hann
hafi brotið af sér, því að honum
var þá varla sjálfrátt. En það á
ekki að láta hann afskiptalausan
eða leyfa honum að komast upp
með að halda áfram uppteknum
hætti. Það þarf að endurskoða
refsilöggjöf í þessum málum. Sú
endurskoðun þarf að fela í sér það
viðhorf að reyna að bæta sjúkling-
inn og koma honum aftur til
manns, ef þannig má að orði kom-
ast. Hann batnar ekki við fangels-
isvist. Þvert á móti eru líkur til
að hann fjarlægist enn það mark-
mið að verða nýtur þjóðfélags-
þegn. Þess vegna þurfa að vera
til þau úrræði að dæma unga
fíkniefnaneytendur í meðferð,
langa meðferð, á stofnun þar sem
kunnáttumenn munu reyna að
hjálpa honum. Ég veit, að sú and-
bára er til að meðferð sé gagns-
laus, ef einstaklingurinn leitar
ekki eftir henni sjálfur. En á slíkri
stofnun eru alltént meiri líkur til
að hægt sé að ná til sjúklingsins
en í fangelsi. Ég trúi því ekki, að
fangelsisvist bæti nokkurn mann.
Hún er refsing, sem í þessu tilviki
getur aukið á ofsóknarkennd fík-
ilsins, og er þar af leiðandi til-
gangslaus. Mér skilst að það sé
tiltölulega auðvelt að afeitra fíkil-
inn. Það sé eftirleikurinn, sem sé
erfíður. Að fá hann til að snúa
varanlega baki við fíkn sinni. Því
þarf að byggja hann smám saman
upp og kenna honum að aðlagast
venjulegu lífi á ný.
En þá þurfa líka að vera til
stofnanir, sem sinna áfengis- og
fíkniefnasjúklingum. Þá er ráðið
ekki að fækka þeim stofnunum
og skera niður fjármagn til þeirra,
sem áfram fá að tóra. Þótt dýrt
sé að hjálpa þessum ógæfusömu
einstaklingum er enn dýrara að
gera það ekki. Niðurskurður á
þessu sviði skilar ekki sparnaði.
Hann leiðir þvert á móti til sóun-
ar. Til sóunar á því sem við eigum
dýrmætast. Til sóunar á mannslíf-
um.
Höfundur er prófessor í íslensk-
um bókmenntum við Háskóla
íslands.
IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
-------—-----------------—----^--------------
AÐSENDAR GREINAR
Um þjónustu
prestsins
í NÚTÍMA þjóðfé-
lagi kemur mönnum
fátt á óvart af því sem
tekið er til umfjöllunar
í ræðu og riti og ástæða
þykir að beina athygli
manna að í fjölmiðlum.
Svo er margbreyti-
leika og fjölhyggju
samtímans að þakka
eða kenna, eftir því
hvernig á máiin er litið.
Einn er sá málaflokkur,
sem furðu hljótt er um
þótt undantekningarlít-
ið hafi flestir skoðanir
á honum og álíti sig vel
dómbæra á því sviði ef
marka má tilsvör manna þá sjaldan
þau ber á góma í opinberri umræðu.
Hér á ég við þjónustu kirkjunnar og
embættishlutverk prestsins.
Kirkjan, samfélag skírða manna,
þeirra sem vilja kristnir kallast og
leitast við að feta í fótspor trúarhöf-
undarins Jesú Krists, lætur sig varða
líf hvers einstaklings og hefur áhrif
á hann beint og óbeint frá vöggu
til grafar. Þar er vígðum þjónum
kirkjunnar, prestunum, falin ábyrgð-
Kirkjan er samfélag
-------------------------------
skírðra, segir Olöf 01-
afsdóttir, þeirra sem
vilja kristnir kallast.
armikil og vandasöm hlutverk í söfn-
uðunum. Embættishlutverk prests-
ins hefur frá upphafi spannað mikla
breidd í lúthersku kirkjunni, kirkju
orðs og sakramenta, þ.e. þjónustu
að helgihaldi, predikun, sálgæslu og
uppfræðslu. Fjölhyggjusamfélag nú-
tímans og félagslegir þættir gera í
sívaxandi mæli auknar kröfur til
allra þessara ijögurra þátta í prests-
starfínu. Kirkjan stendur því frammi
fyrir þeim vanda ef hún á að vera
köllun sinni trú-að þurfa að þróa
starfshætti sína til móts við þær
kröfur sem síbreytiiegt þjóðfélag
gerir til hennar.
Fjölbreyttari starfshættir krefjast
að vonum aukins starfsliðs og fjöl-
breytni og sérhæfingar starfs-
manna. Presturinn einn af ruörgum
innan starfshóps kirkjunnar sem
sakir menntunar sinnar er stjórnandi
og frumkvöðull í þróunarstarfi og
leiðtogi safnaðarins þarf í síauknum
mæli að endur- og símennta sig til
þess að koma til móts við kröfur
kirkjunnar og samfélagsins. Kirkjan
og eðli prestsstarfsins gerir þá kröfu
til prestsins að ástunda símenntun
bæði á sviði guðfræðinnar, fræði-
greinar sinnar og eins að vinna að
endurnýjun í safnaðarstarfí á sviði
predikunar, fræðslu og sálgæslu svo
dæmi séu nefnd. Þjóðfélagið sem er
í sífelldri mótun og gengur í gegnum
meiri breytingar en nokkru sinni
fyrr gerir kröfur til kirkjunnar um
þjónustu á æ fleiri sviðum og til
stærri og mismunandi markhópa.
Sérhæfing innan prestsþjón-
ustunnar þarf því að fylgja þeirri
þróun sem á sér stað í samféiaginu
í heild. Prestar hafa í síauknum
mæli verið kailaðir til sérþjónustu
innan kirkjunnar til hópa sem vegna
sérstöðu sinnar gætu einangrast frá
kirkjulegu starfi.
Má þar nefna fangaprest, prest
heyrnleysingja, sjúkrahúspresta,
prest fatlaðra, skólaprest og presta
í öldrunarþjónustu. Ekki eru allir
sérþjónustuprestar ríkisstarfsmenn,
heldur hafa verið kallaðir til starfa
af stofnunum sem hafa gert sér
grein fyrir þörfinni á þjónustu þeirra.
Aldraðir eru sá hópur í samfélag-
inu sem kirkjan mun þurfa í framtíð-
inni að veita aukna þjónustu á sviði
sálgæslu og einslegrar predikunar.
En eins og flestum er kunnugt fer
þeim ört fjölgandi sem háum aldri
ná. Efri árin eru ár hugarrósemi og
yfírvegunar þegar slakað hefur verið
á kröfum um starfs-
frama, vinnuafköst og
veraldargengi. Hugur-
inn leitar þá gjarnan
inn á við tii sjálfsskoð-
unar og gagnrýni og
spurningar um hinstu
rök tilverunnar um líf
og dauða og tilgang
Guðs brenna á vörum.
Ekki hvað síst á þetta
við þegar takast þarf á
við sorg og missi. Miss-
ir af ýmsum toga, sjúk-
dómar og áföll, þján-
ingar í einhverri mynd
verða óhjákvæmilega
oft og títt hlutskipti
þess sem lengi lifir. Við fáum það
ekki umflúið fremur en dauðann -
það fylgir því að vera maður.
Hnignun og afturför fylgir oft í
kjölfar ellinnar svo sjúkrahúsvist
og/eða dvöl á vist- eða hjúkrunar-
heimili verður ekki umflúin, en hún
verður mörgum þungbær einkum í
fyrstu. Sem betur fer eykst skiining-
ur á því jafnt og þétt í umönnun
fyrir manninum, að sinna þarf fleiri
þörfum hans en þeim líkamlegu.
Félagslegar, tilfinninga- og trúar-
legar þarfir hans eru ekki síður mik-
ilvægar. Kemur þetta glöggt í ljós
í öldrunarþjónustunni. Þjónusta
prestsins verður hinum aldraða mik-
ilvægari en nokkru sinni fyrr. Til
prestsins beinast áleitnar spuming-
ar, sem ekki hafa bært á sér í hita
og þunga starfsdagsins:
Er líf að loknu þessu, hvað tekur
við?
Hvaða tilgangi getur það þjónað
að láta mann verða gamlan og einsk-
is nýtan?
Af hveiju fæ ég ekki að deyja?
Efri árin eru okkur mönnum gefin
til andlegrar uppbyggingar, endur-
skoðunar og endurmats á lífsgildum
og verðmætum en umfram allt tii
sáttagjörðar.
Hið biblíuiega hugtak um sátt og
sáttagjörð hefur grundvallargildi í
lífí mannsins á hvaða æviskeiði sem
er, ekki síst á hinu síðasta. Hjá sátt-
inni verður ekki komist, hvort sem
hún beinist að því að ná sáttum við
sjálfan sig, náunga sinn, aðstæður
sínar eða Guð. Sáttagjörðin er ávallt
nýtt upphaf, fæðing til nýs raun-
veruleika, nýs lífs. Og margur mað-
urinn stendur frammi fyrir þeim
sannleika að erfiðasta baráttan sé
ekki við ytri öfl og aðstæður heldur
sú sem háð er hið innra, glíman við
eigið ■ sjálf. Já sáttarinnar er mikil
þörf, sáttar við sjálfan sig, guð og
mann, án hennar verður engin end-
urnýjun, engin framför, enginn frið-
ur, engin von.
Viðkvæmara samfélag en samfé-
lag sjúkra/aldraðra á hjúkrunar- og
dvalarheimilum er vandfundið. A
þeim vettvangi er mörg orustan háð
jafnt hið innra með manninum sem
hið ytra. Þar er tekist á við tilvistar-
spurningar, hinstu rök tilverunnar,
þjáninguna, líf og dauða samfara
baráttu við sjúkdóma og síendurtek-
in líkamleg áföll. Hvergi er ríkari
þörf fyrir sátt - sátt við sjálfan sig,
aðstæður sínar, náunga sinn og Guð.
Hvergi er meiri þörf fyrir að raun-
gera orð Páls postula:
„Þótt vor ytri maður hrörni, end-
urnýjast dag frá degi vor innri mað-
ur.“
„Þegar ég er veikur er ég máttug-
ur.“ (2. Kor.) Það er hlutverk prests-
ins að stuðla að því með þjónustu
sinni að svo megi verða. Stuðla að
sáttagjörðinni og samfélagi sem er
grundvallað á kærleika Krists og
einkennist af ávöxtum andans, kær-
leika, gleði, friði, langlyndi, hógværð
og stillingu.
Samfélagi, þar sem hver einstakl-
ingur er bæði gefandi og þiggjandi
o g stöðug víxlverkun líkamlegs
styrks og andlegs þroska á sér stað.
Höfundur er prestur á fijúkrunar-
heimiUnu Skjóli.
Ólöf Ólafsdóttir