Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 7'
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson
Daggarskríkja
á íslandi
Daggarskríkja sást um
helgina við Selljörn á
Reykjanesi og er þetta í
fyrsta skipti, sem hennar
verður vart á Islandi og
aðeins annað skiptið,
sem hún finnst í Evrópu,
en fyrsta sinni var það í
Englandi 1981. Daggars-
kríkja að hausti þekkist
á grágrænu höfði og
baki og á óljósum síður-
ákum, en mikið ber á
svarthvítu stélinu og
gula litnum á kviðnum.
Daggarskríkja er á
stærð við auðnutittling
og mjög kvik. Skríkju-
tegund þessi verpir víða
í Kanada, en hefur vetur-
setu í Suður - Ameríku.
Vilja að-
stoðar-
__ prest til
Isafjarðar
LÖGÐ hefur verið fram tillaga á
kirkjuþingi um að unnið verði að
því að aðstoðarprestur verði ráðinn
til ísafjarðarprestakalls. Flutn-
ingsmenn tillögunnar eru séra
Karl Matthíasson og Gunnlaugur
Finnsson. Séra Baldur Kristjáns-
son segir að málið snerti Súðavík,
því að aðstoðarprestur gæti sinnt
þeirri sókn betur en nú eru tök á
að _gera.
í ísafjarðarprestakalli eru þijár
sóknir, Hnífsdalssókn, Súðavíkur-
sókn og ísafjarðarsókn. Sam-
kvæmt lögum er gert ráð fyrir að
haldnar skuli að minnsta kosti sjö
guðsþjónustur í mánuði. Baldur
segir það_ vitað að álag á sóknar-
presti á ísafirði sé mikið og hafi
verið í mörg ár.
-----» ♦ ♦--—
Biskupsstofa
Nýr sóknar-
prestur í
Hruna
SÉRA Eiríkur Jóhannsson hefur í
lögmætri kosningu verið kjörinn
sóknarprestur í Hrunaprestakalli
í Árnesprófastsdæmi.
Séra Eiríkur, sem er 35 ára
gamall, hefur verið sóknarprestur
á Skinnastað í Þingeyjarprófasts-
dæmi undanfarin ár.
DU PONT bílalakk notað af
fagmönnum um land allt.
BEr bíllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONT lakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
GK5T&S15
Faxafeni 12. Sími 553 8000
Happadrjúgur
mánuður í Gullnámunni!
Fjórði Gullpotturinn á einum mánuði.
Hvenær kemur röðin að þér? 1H
Um síðustu helgi féll Gullpotturinn í En það eru fleiri sem hafa verið heppnir
Háspennu, Laugavegi og var hann undanfarið því útgreiddir vinningar úr happ-
4.599.662 kr. Þetta er fjórði Gullpotturinn drættisvélum Gullnámunnar hafa að undan-
sem fer á aðeins einum mánuði. förnu verið að jafnaði yfir 70 milljónum
Gullpottarnir koma vafalaust í góðar þarfir króna í hverri viku.
og fá vinningshafarnir bestu hamingjuóskir.
P.S. Nú er nýr Gullpottur að hlaðast upp aftur og
byrjar hann í 2.000.000 króna. Góða skemmtun!