Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ I 34 MIDVIKUDAGUK 25. ÖKTÓBER 1995 AÐSENDAR GREINAR í l \ ? Hefur ofbeldi aukist í miðbæ Reykjavíkur? NOKKUR umræða hefur orðið undanfarið um aukið ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Vegna hennar teljum við rétt að benda á nokkrar tölulegar staðreyndir og freista þess þar með að skapa traustari grunn undir umræðuna. Nokkur atriði vega hér þyngst. Meðal þess sem umræðan hefur einkennst af er að aukning hafí orðið á tilefnislausum líkamsárásum í miðbænum. Stað- reyndin er hins vegar sú að tilefnis- lausum árásum hefur ekki fjölgað svo að séð verði og ekki er ástæða til að ætla að auknar líkur séu á því að borgarar verði fyrir slíkum árásum nú en áður. Guðmundur Guðjónsson Karl Steinar Valsson hefur fækkað (7%) og rúðubrotum einnig (19%). Þjófnuðum hefur fjölgað undanfarin ár og fjöldi inhbrota er svipaður því sem verið hefur. Rán í miðbænum voru flest árið 1989 en síðan hefur verið um svipaðan fjölda rána að ræða en þó fæst í ár í miðborginni miðað við undanfarin ár. Hvert er form þess ofbeldis sem er beitt? Yfirlit yfir nokkra brotaflokka i miðborg Reykjavíkur fyrstu 6 mánuði undanfarinna ára Tafla 1 Brotaflokkur 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Eignarspjöll 65 64 74 68 59 72 67 Rúðubrot 110 90 114 96 70 117 95 Líkamsmeiðingar 71 76 101 89 100 131 126 Innbrot 89 55 59 77 106 76 77 Þjófnaðir 84 73 34 79 84 79 94 Rán 11 5 5 3 3 4 2 (1) Miklu skiptir að skoða ýtarlega tilbrigði ofbeldis í miðbænum. I töflu 2 eru niðurstöður úr rannsókn þar sem lögreglan í Reykjavík gerði saman- burð á ofbeldisverkum á árunum 1985 og 1992.1 þeirri rannsókn kom eftirfarandi fram. Tafla 2 Aðdragandi ofbeldis: 1985 1992 Deilur 25,2% 57,7% Afbrigðisemi 3,3% 1,6% Samkvæmt töflu 1 má sjá þá þróun sem verið hefur í einstökum brota- flokkum í miðborg Reykjavíkur. Sam- kvæmt þessum tölum er ljóst að skráðar líkamsmeiðingar eru heldur færri í ár en í fyrra (4%). Hins vegar hefur skráðum líkamsmeiðingum hjá lögreglu fjölgað frá árinu 1989 og hefur lögreglan meðal annars bent á þá skýringu að aukinn fjöldi lögreglu- manna hafí leitt til tíðari afskipta lögreglu af þessum málum — og að ijölgunin liggi í fleiri skýrslum en ekki endilega fleiri ofbeldistilvikum. Það er hins vegar oft svo að eftir því sem lögreglan reynir betur að vera í meiri nálægð við þann vettvang þar sem ofbeldi er helst líklegt og að ná betur utan um heildarfjölda líkams- meiðinga, virðist umræðan ekki taka mið af því, heldur sífellt talað um mikla íjölgun ofbeldisverka. Þetta fær einnig stoð í samanburði á fjölda lög- regluskýrsla annars vegar og fjölda þeirra sem leita til slysadeildar Borg- arspítalans vegna ofbeldisáverka hins vegar. í því samhengi má benda á að fyrir 20 árum, þ.e. árið 1975, leit- uðu 12.5. aðilar af hveijum 1.000 íbúa Reykjavíkur til slysadeildar vegna ofbeldisáverka, árið 1989 var hlutfallið 14.1. og árið 1994 var það 11.7. Þá virðist sem lögreglan hafí tíðari afskipti af slagsmálum aðila í upphafí mála, áður en alvarlegir áverkar hljótast af en áður. Ef veru- leg íjölgun hefði átt sér stað á ofbeld- isverkum hlyti það að fylgja aukningu á þeim sem leita aðstoðar slysadeildar vegna ofbeldisverka. Eignaspjöllum Hefnd 3,3% 0,9% Fyrirvaralaus árás 34% 34,4% Gáleysi 2,8% 2,0% Ekkúvitað 31,4% 3,4% Samkvæmt þessari rannsókn sést að hlutfall tilefnislausra árása er svipað milli áranna 1985 og 1992. Hins vegar hífur fjölgun orðið á of- beldisverkum eftir deilur einstakl- inga. Athyglisvert er að sjá að mun meira er vitað um aðdraganda of- beldisverka nú en árið 1985, sem við teljum að megi túlka svo að upplýs- ingar frá lögréglu séu mun ýtarlegri og nákvæmarii en áður. Samhliða umræðu um tilefnis- lausar árásir erlfróðlegt að sjá tengsl árásaraðila og árásarþola. . Skráðum líkamsmeið- ingum hefur fjölgað frá árinu 1989, segja Guð- mundiir Guðjónsson og Karl Steinar Vals- son, en eru heldur færri enífyrra. Tafla 3 Tengsl aðila 1985 1992 Skyldir/tengdir 3,3% 5,5% Þekkjast 11,7% 26,8% Vita engin deili á 85% 67,7% Samkvæmt þessum tölum hefur hlutfall þeirra sem þekkjast aukist til muna en lækkað hlutfall þeirra sem ekki þekkjast að sama skapi. Hvar er ofbeldið framið? Tafla 4 Vettvangur ofbeldis 1985 1992 Heimahús 14,5% 27% Almannafæri 21% 22% Vínveitingah. inni 44,9% 24,5% V ínveitingahús úti 13,5% 10% Nætursala inni 0,5% 2,3%. Nætursala úti 0,5% 2,3% Versl./söluturn 1,5% 4,5% Skóli 0,5% 0,5% Annar staðar 3,6% 8,7% (2) Tafla 5 Beiting eggvopna og barefla í ofbeldismálum Heimahús Almannafæri V ínveitingastaður Verslun Annars staðar 1985 1992 16,7% 50% 33,3% 30,4% 50% 8,7% 0% 4,35% 0% 4,35% Samkvæmt töflu 4 hefur ofbeldið færst meira inn á heimilin af veit- ingahúsum, en hlutfall ofbeldis á al- mannafæri er svipað. Þessi þróun á ofbeldi kemur einnig fram ef skoðuð er grófasta beiting ofbeldis, þ.e. beit- ing eggvopna og barefla. Það kemur skýrt fram í töflu 5 að beiting egg- vopna og barefla hefur færst af veit- ingarstöðum inn á heimilin en hlut- fallið á almannafæri lækkað lítillega. Geymsluáætlun fyrir skjöl Kristín Jóhanna Ólafsdóttir Gunnlaugsdóttir ÖR þróun í skrif- stofutækni hefur haft í för með sér stóraukið skjalamagn hjá fyrir- tækjum og aukið á vanda þeirra fyrir- tækja sem ekki hafa komið kerfísbundínni stjóm á þennan þátt í rekstrinum. Einn mik- ilvægasti þátturinn í skjalastjóm hjá fyrir- tækjum er geymslu- áætlun fyrir öll skjöl fyrirtækisins (retenti- on and disposition schedule) og em helstu markmið hennar eftir- farandi: • Að tryggja öryggi mikilvægra skjala. • Að varðveita skjöl sem hafa sögu- legt gildi. • Að eyða skjölum um leið og heim- ilt er samkvæmt lögum. • Að fyrirbyggja ótímabæra eyð- ingu skjala. Mikilvæg skjöl Skjöl fyrirtækja em mismikilvæg. Vemdun mikilvægra skjala er mjög þýðingarmikill þáttur í skjalastjóm fyrirtækja og því þurfa nákvæmar upplýsingar að liggja fyrir um hvaða skjöi em ómissandi, hver em mikil- væg og hvaða skjöl skipta óvemlegu máli. Mikilvægasti þátturinn í skjalastjórn hjá fyrir- tækjum, segja Kristín Olafsdóttirog Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, er geymsluáætl- un fyrir öll skjöl fyrir- tækisins. Ómissandi skjöl em þau skjöl sem ekkert getur komið í staðinn fyrir og ekki er hægt að búa tii aftur ef þau eyðileggjast, týnast eða er stolið. Fyrirtækið yrði hugsanlega að hætta rekstri ef skjölin glötuðust. Dæmi um ómissandi skjöl eru upplýsingar um inneignir hjá viðskiptamönnum, framleiðslulýsingar, verkfræðiteikn- ingar, einkaleyfi, niðurstöður rann- sókna, samningar og önnur skjöl sem ætluð era til þinglýsingar o.s.frv. í geymsluáætlun er tekið fram hvaða gögn em ómissandi og hvernig með- ferð þeirra og varðveislu skuli háttað þannig að hagsmunir fyrirtækisins séu sem best tryggðir. Skjöl sem hafa sögulegt gildi Skjölum fyrirtækja má skipta í söguleg skjöl annars vegar og eyðing- arskjöl hins vegar. Með sögulegum skjölum er átt við bréfasöfn/mála- söfn, en þeim tilheyra aðsend og út- send bréf ásamt fyigigögnum mála, fundargerðir, samningar, orðsend- ingar innanhúss, greinargerðir og skýrslur sem gerðar em á vegum fyrirtækisins og þess háttar gögn. Söguleg skjöl, era mikilvægar heimildir um sögu'viðkomandi fyrir- tækis svo og sögu þjóðar og þvi er nauðsynlegt að varðveita þau var- anlega. I geymsluáætluninni er kveð- ið á um varanlega varðveislu sögu- legra skjala og þannig tryggt að þau glatist ekki. Þess má geta, að sögu- leg skjöl fyrirtækja em einungis um 5% af heildarskjalamagni þeirra. Eyðingarskjöl Eyðingarskjölum er heimilt að eyða samkvæmt lögum að tiiteknum tíma liðnum. Dæmi um þess háttar skjöl era fylgiskjöl með bókhaldi. Tryggja þarf að eyðingarskjölum sé eytt á tilsettum tíma, en alltof al- gengt er hjá fyrirtækjum að þessi þáttur sé vanræktur. Afleiðingamar geta þá annars vegar orðið þær að skjöl em geymd óþarflega lengi í fyrirtækinu eða hins vegar að þeim er eytt áður en heimilt er lögum sam- kvæmt. I geymsluáætluninni er kveð- ið á um eyðingartíma eyðingarskjala og þannig komið í veg fyrir handa- hófskennda eyðingu skjalanna. Gerð geymsluáætlunar I geymsluáætlun er tekið fram hvort geyma á skjal, hve lengi, hvar og í hvaða formi. Þar er einnig tek- ið fram hvaða skjöl eru mikilvæg og hverjir hafa aðgang að tilteknum skjöium. í geymsluáætluninni eru jafnframt fyrirmæli um hvenær skuli flytja skjöl af skrifstofum í geymslu- safn og hvernig eyðingu skjala skuli háttað. Við gerð geymsluáætlunar eru Tískufataefni - vetrarefni • Nýjar sendingar í hverri viku. • Flísefnaúrvalið aldrei meira. • Teygjuflís og skyrtuflís nýkomin. • Malden flís kr. 1.380 pr. m. og venjuleg kr. 890. * *VIRKA Opið mán.-föst. %# Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. S' Sími 568-7477 kl. 10-18. og laugard. kl. 10-14. Er ástandið í miðbæ Reykjavíkur viðunandi? Oft hefur verið spurt um það hvort hægt sé að sætta sig við það ástand sem ríkir í miðbænum. Umræðan um þessi mál hefur of mikið einkennst af því að ástandið í miðbænum sé bara vandamál sem lögreglan verði að ráða fram úr. Rætur og umgjörð vandans liggja dýpra og ná til miklu fleiri þátta en lögreglan ein og sér fær við ráðið. Skilningur er að vakna á þessu og þá má líka vænta meiri árangurs. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglu og tryggja öryggi borgara eins og frekast er unnt. Þessu hlutverki hefur verið reynt að framfylgja og hefur lögregl- an í Reykjavík verið leiðandi í því að fínna leiðir til úrbóta á málefnum miðbæjarins. Má þar nefna opnun athvarfs fyrir unglinga, uppsetningu eftirlitsmyndavéla o.fl. Löggæslan í miðborginni er stærsti einstaki verk- þáttur lögreglunnar og þrátt fyrir talsverðan samdrátt hjá embættinu og hefur það verið kappsmál hjá lög- reglunni í Reykjavík að stemma stigu við ástandinu þar. Tölulegar stað- reyndir sem hér hafa verið nefndar sýna svo ekki verður um villst að nokkuð hefur áunnist. Til frekari skýringa má nefna að þegar lög- gæsluátak hófst í miðbænum 1989 var hlutfall alvarlegra líkamsárás 11% en árið 1993 var það orðið 5,7%. Það hlutfall er jafnframt lægra í Reykjavík en í sumum byggðarlögum ti á landi. Betur má ef duga skal og fullur vilji er fyrir því hjá lögreglunni í Reykjavík að gera enn betur ef til þess fæst stuðning og styrkur. Til að ná frekari árangri þarf að koma raun- hæf umræða þar sem skoðaðar era málefnalega allar hliðar fordóma- laust. Foreldrar bama og unglinga sem sækja miðbæinn verða að taka ( þátt i þessari umræðu auk þeirra ein- staklinga sem þangað sækja skemmt- anir. Það þarf að mynda breiða sam- stöðu um að taka á þeim vandamál- um sem hafa skapast í miðbænum. Ein leið til þess er að líta sérstak- lega á þær helgar þar sem mest hefur borið á ofbeldisverkum eins og við upphaf og lok skólaárs. Höfundar eru. Guðmundur Guð- jónsson yfirlögregluþjónn og Karl Steinar Valsson afbrotafræðingur og lögregluma ður. lagalegar, rekstrarlegar og sögu- legar forsendur lagðar til grundvall- ar við mat á skjölunum. Geymslu- áætlun þarf að vinna_í samvinnu við endurskoðanda og lögfræðing fyrirtækisins svo og stjórnendur viðkomandi sviða og deilda. Þá er einnig nauðsynlegt að endurskoða geymsluáætlunina með reglulegu millibili með hliðsjón af breyttum forsendum, t.d. nýjum lögum. Geymsluáætlunin á að taka til allra skjala fyrirtækisins og án til- lits til þess í hvaða formi þau eru, þ.e. hvort þau eru geymd á pappír, fílmum, diskum eða böndum. Fyrsta skrefið er að skrá allar tegundir skjala, sem unnið er með í fyrirtæk- inu, á sérstakt eyðublað. Næsta skref er síðan að kanna notkun skjalanna allan líftíma þeirra innan fyrirtækisins og að lokinni söfnun þeirra upplýsinga er orðið tímabært að hefjast handa við nánari út- færslu geymsluáætlunarinnar í samræmi við framangreind atriði þ.e. að ákveða hve lengi geyma á hinar mismunandi skjalategundir, hvar, í hvaða formi o.s.frv. I stærri fyrirtækjum þarf hver deild fyrir sig að hafa eigin geymsluáætlun sem á að taka til allra skjala sem unnið er með innan deildarinnar. í minni fyrirtækjum nægir hins vegar að hafa eina og sömu geymsluáætl- unina fyrir allt fyrirtækið. Með altækri og ítarlegri geymslu- áætlun fyrir skjöl er tryggt að mikil- væg skjöl glatist ekki, komið er í veg fyrir að ónauðsynlegar upplýs- ingar í hvaða formi sem er safnist fyrir á skrifstofum og í geymslum og ótímabær eyðing skjala jafnframt fyrirbyggð. Höfundarnir eru bókasafnsfræð- ingar og starfa við eigið fyrir- tæki, Gangskör sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.