Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sinfóníuhljómsveit íslands á Egilsstöðum
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
KÍNVERSKI fiðlusnillingurinn Li Chuan Yun, aðeins 15 ára
gamall, vakti mikla athygli á tónleikunum. UM 300 gestir sóttu
tónleikana.
15 ára kínverskur
fiðlusnillingur
Egilsstöðum - Sinfóníuhljómsveit
íslands hélt tónleika í íþróttahúsinu
á Egilsstöðum á dögunum. Voru
þeir í grænni tónleikaröð hljóm-
sveitarinnar og þeir einu sem haldn-
ir eru á landsbyggðinni. Um 300
manns sóttu tónleikana og voru
gestir hvaðanæva af Austurlandi.
Sérstaka athygli vakti kínverski
fiðlusnillingurinn Li Chuan Yun, en
hann er aðeins 15 ára gamall. Hann
flutti fiðlukonsert nr. 1 í D-dúr eft-
ir Niccolo Paganini. Li Chuan Yun
hóf fiðlunám þriggja ára gamall og
þótti strax sýna yfirburða tónlistar-
hæfileika. Hann hefur stundað nám
hjá einum fremsta fiðlukennara í
Kína.
Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar-
innar var japanski hljómsveitar-
stjórinn Takuo Yuasa. Aðspurður
eftir tónleikana sagði Yuasa þá
hafa tekist vel. Hann er ánægður
með hljómsveitina og telur hana
mjög sambærilega öðrum sinfóníu-
hljómsveitum. Þegar hann var
spurður út í stærð hennar sagði
hann hana litla hljómsveit og'gæti
hann vel séð hana fyrir sér með
10 strengjaleikurum í viðbót.
Runólfur Birgir Leifsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
íslands sagði tónleika þessa með
betri tónleikum vetrarins. Hann
sagði það ánægjulegt að geta heim-
sótt landsbyggðina með slíka tón-
leika og lýsti ennfremur ánægju
sinni með viðtökur Austfirðinga.
Lesið í prjón
ÍSLENSKUR heimilisiðnaður,
Hafnarstræti 3, hefur á undanförn-
um árum kynnt listafólk sem vinnur
fyrir verslunina. Nú hefur nýr lista-
maður bæst í hópinn. Dagana
20.-31. október kynnir fslenskur
heimilisiðnaður textílhönnuðinn Ás-
dísi Birgisdóttur í versluninni í
Hafnarstræti 3.
Ásdís lauk námi í textíl og hönn-
un frá Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Hún hefur hannað peysur
fyrir handpijón allt frá árinu 1982,
og hafa þær birst í tímaritum og
pijónablöðum. Undanfarinn vetur
hefur hún hannað mynstur að peys-
um, sem eingöngu eru seld í versl-
uninni.
Peysumar á sýningunni eru úr
íslensku hráefni, bæði bandið og
tölurnar, sem eru handunnar. Yrk-
isefnið er margþætt. Hugmyndir
sínar sækir Ásdís í þjóðlegar hefð-
ir. Hún færir gömul útskurðar- og
útsaumsmynstur í nýjan búning,
þ.e. lopapeysuna. Barðapijón, klöm-
bruhleðslur, búningar miðalda og
litbrigði landsins verða kveikja að
nýjum verkum, segir í kynningu.
Sýningin er opin á verslunartíma.
Nýjar bækur
Draumaráðningar
ÚT ER komin ný drauma-
ráðningabók sem ber heit-
ið Draumamir þínir. Þóra
Elfa Bömsson tók saman
efni bókarinnar. Þar er að
finna svör við spurningum
um merkingu drauma, svo
sem ást og hamingju,
gleði og sorg, liti, tákn og
mannanöfn, svo nokkuð
sé nefnt.
í formála segir höfund-
ur meðal annars: „Draumar geta
verið heillandi og gefið sterka
þæginda- og öryggistilfinningu.
Stundum segir fólk þegar
vel gengur - Þetta er eins
og draumur. En draumar
geta líka verið ógnvekj-
andi. Hver þekkir ekki
hvernig það er að sofna
út frá þungum áhyggjum
en dreyma síðan skýra og
einfalda lausn vanda-
mála?“
Útgefandi er Hörpuút-
gáfan. Bókin er 176 bls.
Bjarni Jónsson listmálári teiknaði
kápu og titilsíðu. Prentvinnsla
Oddi hf. Verð 1.990 kr.
Þóra Elfa
Björnsson
Á mörkum draums
og veruleika
BOKMENNTIR
Smásögur
HVÍLDARLAUS FERÐ
INNÍ DRAUMINN
Eftir Matthías Johannessen, 189
bls. Hörpuútgáfan 1995.
MILLI draums og veruleika em
einatt óljós skil og í þeim þoku-
kennda heimi leitar Matthías Jo-
hannessen óspart fanga í nýju
smásagnasafni sem hann nefnir
Hvíldarlaus ferð inní drauminn.
Megineinkenni verksins er friðlaus
leit höfundarins og persóna sagn-
anna að merkingu lífs, tilvem og
skáldskapar. En líkt og gerist í
mörgum bestu verkum módernis-
mans er leitarmaðurinn oftar en
ekki staddur í landslagi hugans,
í djúpi mannssálarinnar eða í und-
irvitundinni á mörkum draums og
veru. í bókinni eru 22 smásögur
og þættir. Verkin em töluvert ólík,
bæði hvað varðar efni og form.
Hér gefur að líta stutta þætti, sem
eru fyrst og fremst mannlýsingar,
t. d. Geimferð, Bréf til Louis, Af
Ströndum og Einsog Hamsun. En
flestar sögumar einkennast þó af
rannsókn á mannlegum aðstæðum
og tilvistarlegum spurningum,
oftar en ekki í ljósi ákveðinna
kennisetninga eða tilgátna.
Lengsta saga bókarinnar, Hvar
er nú fóturinn minn?, fjallar t.d.
um forlögin og hinn fátæka Absal-
on sem frammi fyrir fátækt og
föðurmissi tekur þá ákvörðun að
hafna örlögunum, storka þeim og
stefna að því með allri vera sinni
að verða ríkur. Þegar á reynir
brotnar Absalon þó undan þunga
forlaganna í stað þess að bogna
og reisa sig við aftur eins og
móðir hans sem reyndi að lifa í
sátt við þau.
í annarri sögu, Sunnudagur
með klukknahljómi, veltir aldrað-
ur maður fyrir sér nautninni,
hvernig guð leggur hana á mann-
skepnuna án þess hún geti notið
hennar refsingarlaust. Og í sög-
unni Völundarhúsi leiðir tilgátan
um að tilveran sé rökræða af sér
þá niðurstöðu að veruleikinn sé
samsafn margra drauma sem aft-
ur bergmálar í þættinum Borges
í farteskinu þar sem haft er eftir
hinu ágæta argentínska skáldi að
við lifum í annars draumi. Á viss-
an hátt má skoða slíkar sögur sem
dæmisögur, þó ekki í þeim skiln-
ingi að við eigum endilega að
draga af þeim lærdóma því að
niðurstaða þeirra er oftar en ekki
óræð mynd eða tákn og skáldið
lætur lesendum um frekari álykt-
anir. Stundum beitir Matthías
einnig því móderníska stílbragði
að blása út tiltekin smáatriði lík-
ingar eða tákn og tákngera þann-
ig persónur og per-
sónuleika þeirra.
Þannig upplifir sögu-
maður titilsögunnar,
sem er í angistarfullu
hugarástandi mitt á
milli draums og vöku,
sig sem öskutunnu
sem fyllist og tæmist
á víxl en í annarri
sögu sjáum við síðan
sömu hugmynd
tengda skapandi
starfi rithöfundar og
af því getum við
dregið okkar álykt-
anir.
í enn öðrum sög-
um birtast okkur svo
skáldleg myndgos sem byggja að
mestu leyti á hugflæði en snúast
á sérkennilegan hátt um ákveðinn
kjarna, t.a.m. í sögunni Það sefur
í djúpinu sem er eins konar óður
til jarðárinnar.
Einna athyglisverðust þótti mér
þó sagan Seglin og vindurinn,
kannski ekki síst fyrir þá sök að
þar tekst höfundi mæta vel að
flétta saman hlutlæga frásögn og
túlkun huglægrar reynslu. Þetta
er nokkuð löng saga en í raun
tvær sögur í einni, annars vegar
saga af pilti sem liggur veikur í
smábæ í Bretlandi og hins vegar
af sögumanni sem staddur er í
Bolonía og telur sig finna einhver
óútskýranleg tengsl við sögu
drengsins í eigin hugrenningum:
„Og kannski er saga hans einnig,
svo undarleg sem hún er, einung-
is ferðalag um vitundarlíf á mörk-
um draums og veruleika, ég veit
það ekki. En hann hafði tilhneig-
ingu í þá átt, sýnist mér, og hefur
reynt margt sem er í einhveijum
óútskýranlegum tengslum við
mína eigin undarlegu reynslu í
Bolónía.“ (149)
Það eru allmörg ár síðan
Matthías sendi síðast frá sér heilt
skáldverk í söguformi. Margt hef--
ur á þessu tímabili breyst 5 frá-
sagnarhætti hans og efnisvali þótt
annað sé líkt. Sagnarminni og
frásagnarhættir sem tengja má
við hefð og raunsæi og algeng
voru í Konungi af Aragon (1986)
eru miklu færri í hinni nýju bók.
Eigi að síður eru þau nokkur og
raunar má greina á stöku stað
efnisleg tengsl milli þessara bóka,
bæði hvað varðar minni og önnur
viðfangsefni t.a.m tengsl draums-
ins og svefnsins við dauðann.
Þannig eru í báðum bókum
draumkenndar frásagnir af fólki
sem birtist sögumönnum ljóslif-
andi eftir dauðann.
Svipuð efnisleg tengsl má sjá
við skáldsöguna Sól á heimsenda
(1987). Á það jafnt við um sögu-
svið sumra smásagnanna við hið
suðræna sögusvið skáldsögunnar
og ýmsa efnisþætti.
Þannig verður sú
hugmynd Voltaires
að heimurinn sé mar-
tröð brjálæðings per-
sónum beggja verka
tilefni til hugleið-
inga. Að auki notar
Matthías persónuleg
tákn, t.d. flugur og
ekki síst vespur sem
mikilvægar tákn-
myndir í bókunum.
Meginmunur bók-
anna snertir þó einna
helst djúpgerð verk-
anna. í mörgum sög-
um hinnar nýju bók-
ar stígur Matthías
miklu stærri skref í átt frá rök-
rænum epískum kjarna sagnanna
en i hinum fyrri bókum og við
göngum með honum inn í mynd-
smiðju ljóðskáldsins sem fer
stundum hamföram eins og ham-
faramálari. Óhlutbundnar myndir
og hlutkennd form líkamnast og
leysast upp á víxl svo að textinn
fær á sig súrrealískan blæ:
„Himnar og höf leggja hlustir við
hjartslætti fljúgandi hvala og
syndandi hnatta í skelhvítu brim-
andi myrkri vors einmana hugar.“
(133) Samt er ákveðin viðleitni til
að skapa reglu úr óreiðunni eða
eins og sagt er um rithöfundinn
í Borges í farteskinu: „Það er aldr-
ei nein kyrrstaða í huga hans.
Allt á fleygiferð, eitt minnir á
annað, jafnvel ólíkustu viðfangs-
efni kveikja nýjar hugmyndir um
allsendis fjarskyld viðfangsefni og
hann hefur þörf alheimsins fyrir
að breyta þessari óreglu í reglu.“
(84)
Grundvöllur þessa alls er mark-
viss huglægni textans. Á henni
byggist hugflæðið sem er eitt af
meginstíleinkennum bókarinnar
og sá draumkenndi og ljóðræni
blær sem er á mörgum verkanna.
Sögumaður í sögunni Seglin og
vindurinn orðar þessa hugsun svo
og túlkar að því er mér sýnist
viðhorf höfundarins: „Ég skil bet-
ur skáld hugrænna tilfinninga
sem flétta hrifningu sína úr ljóð-
rænum stefjum fremur en stóískri
hófstillingu.“ (186)
Hvíldarlaus ferð inní drauminn
er margbrotið verk og stundum
stórbrotið. Það er ef til vill ekki
aðgengilegasta rit Matthíasar en
sannarlega nokkurrar yfirlegu
virði. Stundum eru vinnubrögð
skáldsins svo markviss að engu
er líkara en það sé að greina eig-
ið verk. Það ásamt ljóðrænum
krafti, upphöfnu málfari, meðvit-
aðri notkun tákna og tilvísana
gerir bók þessa að mínu mati að
einhveiju merkasta smásagna-
safni seinni ára.
Skafti Þ. Halldórsson
Matthías
Johannessen
MINIATURES
TONLIST
Hafnarborg
FLAUTUTÓNLEIKAR
Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari
og Selma Gunnarsdóttir píanóleikari
fluttu smáverk fyrir flautu og píanó
í tilefni af útgáfu hljómdisks. Sunnu-
dagurinn 22. október, 1995.
EINS konar útgáfutónleikar
voru haldnir á vegum menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar í
Hafnarborg sl. sunnudag og voru
það listakonurnar Áshildur Har-
aldsdóttir og Selma Gunnarsdóttir
er fluttu tónleikagestum frönsk,
þýsk og íslensk tónVerk. Viðfangs-
efnin voru valin af hljómdiski, sem
Áshildur og Selma hafa gefið út
og ber nafnið „Miniatures", sem
útleggja mætti sem „Litlar tón-
myndir“ og gefur það nokkra hug-
mynd um val viðfangsefna. Tón-
leikarnir hófust á fjórum frönskum
verkum; fantasíu eftir Philippe
Gaubert, tveimur lögum, Réverie
og Petite Valse, eftir André Cap-
let og yndislegu verki, Sicilienne,
eftir fagurkerann Gabriel Fauré.
Það má vera að rétt sé að kalla
viðfangsefni tónleikanna smáverk
en það á ekki að öllu leyti við um
síðastnefnda verkið. Tvö næstu
verk voru hins vegar frekar smá-
leg í sér en það vora Notturno og
Capriccio eftir Salomon Jad-
assohn. Trúlega hefur lítið heyrst
til þessa höfundar hér á landi og
þekkir undirritaður aðeins til hans
sem tónfræðings.
Þijú íslensk tónverk vora næst
á efnisskránni en það vora Ró-
mansa op. 6, nr. 1 eftir Árna
Björnsson, ágætt verk, Intermezzo
úr Dimmalimm eftir Atla Heimi
Sveinsson og Siciliana úr Cólumb-
ínu eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Franz Doppler átti þarna auðvitað
smáverk og einnig gat að heyra
„Cavatínuna“, eina verkið sem enn
er leikið eftir Joachim Raff.
Mörg fleiri verk voru leikin og
öll flutt af þeim yndisþokka og
„músikaliteti“, sem ávallt einkenn-
ir leik Áshildar Haraldsdóttur og
naut hún öruggrar samferðar
Selmu Gunnarsdóttur píanóleik-
ara. Umræddur hljómdiskur inni-
heldur 20 smáverk, sem mörg
hver hafa notið mikilla vinsælda,
lög eins Sicilienne op. 78 eftir
Faure, Salut dámour eftir Elgar,
Skógarfuglarnir eftir Doppler og
litla lagið úr Dimmalimm, Int-
ermezzóið, eftir Atla Heimi
Sveinsson. Er næsta víst að hlust-
endur eiga eftir að heyra þessi
verk í fjölmiðlum næstu árin og
hljómdiskurinn að gleðja marga,
sem unna fagurleikinni tónlist.
Umfjöllun um sjálfan diskinn er
ekki verk undirritaðs og munu
þeir sem þar um sýsla, fjalla um
þá hlið málsins.
Jón Ásgeirsson