Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________________MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 , 2$
AÐSENDAR GREIIMAR
Besti kosturinn fyrir bæjarsjóð
ÞEGAR rannsókn-
um var lokið á jarð-
vegi undir húsinu
kom í ljós að skipta
þurfti um jarðveg
undir því niður á sex
metra dýpi. í fram-
haldi af því vaknaði
hjá bæjarfulltrúum
áhugi á því að í kjall-
ara hússins yrðu
byggð bílastæði í stað
þess að fylla grunninn
að öllu leyti með jarð-
vegi aftur. Áhyggjur
höfðu; þá þegar vakn-
að út af því að skortur
yrði á bílastæðum í
miðbænum ef vænt-
Jóhann G.
Bergþórsson
ingar gengju eftir með líflega starf-
semi í miðbæ. Því var óskað eftir
mati á því hver kostnaðarmunurinn
yrði á því að byggja bílakjallara
undir húsinu eða fylla undir það.
Áætlun um þann kostnað var
kynntur fyrir bæjarráði og var talið
að heildaraukakostnaður næmi um
80 milljónum, sem kallað var leiga
til 15 ára en um það var aldrei
gerður endanlegur samningur.
Þessi upphæð svarar til um 50 þús-
und pr. bílastæði, sem er ekki ósvip-
að kostnaði við almenn opin bíla-
stæði. Þær 30 milljónir sem út af
stóðu var áætlað að húsbyggjendur
fengju greiddar í verðmætaaukn-
ingu á efri hæðum hússins.
Þannig hefur bæjarsjóður í raun
skuldbundið sig með kaupum,
ábyrgðum og styrkjum eða leigu
fyrir 60+120+50=230 milljónum
króna, óháð stöðu framkvæmda eða
fyrirtækisins Miðbæjar Hafnar-
fjarðar hf.
Sölutilraunir
Miðbæjarmönnum tókst með
þessari fyrirgreiðslu að byggja upp
húsið og opna það í nóvember síð-
astliðnum. Mestur hluti verslunar-
plássins er í notkun en Jairnarnir
eru báðir ófullgerðir og engin starf-
semi hafín í þeim. Húsið er ekki
fullbúið að utan og hefur ekki feng-
ið fokheldisvottorð
þannig að fasteigna-
mat hefur ekki farið
fram og því ekki unnt
að leggja á húsið fast-
eignagjöld á árinu
1995. Sölutilraunir
hafa gengið erfiðlega
og hefur þar einnig
áhrif sú staðreynd að
húsið er ekki fullbúið
og fasteignaverð hef-
ur lækkað, þannig að
erfitt er að ná inn
byggingarkostnaði
við sölu eigna. Þannig
eru turnarnir orðnir
fullveðsettir og frek-
ari fjármögnun verk-
efnisins ekki lengur möguleg. Starf-
semin í öðrum hlutum hússins geng-
ur almennt nokkuð vel. Litlar breyt-
ingar hafa orðið á rekstraraðilum
í húsinu, sumir eiga húsnæði og
aðrir leigja, ýmist af Miðbæ Hafnar-
fjarðar hf. eða öðrum eigendum í
húsinu, sem flestir hafa eignast
húsnæðið sem greiðslu fyrir unnin
verk í húsinu.
í þessari stöðu og við mikla
greiðsluerfiðleika Miðbæjar Hafn-
arfjarðar hf. barst bæjaryfirvöldum
erindi um að bæjarsjóður kaupi svo-
kallaðan „hótelturn" og bílakjallar-
ann. Baktryggingar bæjarsjóðs
vegna ábyrgðanna hvíla á þessum
eignarhlutum, svo og skuldabréf
vegna leigu á bílakjallara. Að vand-
lega athuguðu máli og eftir gerð
greinargerða hjá rekstrarráðgjaf-
anum Sinnu hf., lögfræðingnum
Eyjólfí Kristjánssyni auk ítarlegrar
skoðunar Steingríms Eiríkssoanr
hdl. hefur verið valinn sá kostur
að bæjarsjóður leysi til sín „hótel-
turninn" og bílakjallarann, á grund-
velli þeirra skuldbindinga sem hann
hefur þegar tekið á sig, auk þess
að ljúka frágangi „hótelturnsins"
en það er nauðsynleg forsenda þess
að unnt sé að selja eignarhluta úr
honum og að taka húsið í fasteigna-
mat og leggja á það fasteignagjöld.
Skuldabréf vegna leigu eða styrks
sem nú er að eftirstöðvum um 49
milljónir breýtist í greiðslu til kaupa
á bílakjallaraijum. Umræða um tví-
greiðslur eru þannig alveg út í hött.
Samið við SÍF
I sölusamningum um húsnæði í
verslunarmiðstöðinni er gert ráð
fyrir að rekstrarkostnaður bílakjall-
arans sé borinn af eigendum og
rekstraraðilum í húsinu. Þannig er
bærinn ekki að taka að sér allar
skuldbindingar végná rejcsturs
kjallarans, aðeins áð því leyti sem
hann kaupir aðrar eignir í húsinu
og á áfram. Hins vegar getur hann
ráðstafað og hugsanlega selt stæði
í kjallaranum til aðila sem á því
hefðu áhuga.
Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður
selji það húsnæði sem hann yfirtek-
ur vegna ábyrgða sinna sem fyrst
til annarra aðila. Þegar hefur verið
gerður samningur við SIF um kaup
á'5. og 6. hæð í hótelturninum, auk
fastra leigu á 20 bílastæðum til 10
ára, en það var ein forsenda samn-
inganna við SÍF. Aðrir aðilar hafa
sýnt áhuga á kaupum á húsnæði í
turninum nú þegar tryggt er að
húsinu verði lokað og unnt að taka
húsnæðið í notkun.
Eftir þessar aðgerðir á bæjar-
sjóður hótelturninn að undanskildu
húsnæði seldu til SÍF, húsnæði sem
ætlað var fyrir bókasafn á 2. og
3. hæð skrifstofuturnsins, sem
hugsanlega verður selt aftur og
húsnæði á 2. hæð næst hótelturnin-
um. Söluverðmæti eignanna ætti
að aukast þegar fullnaðarfrágangi
verður lokið og sterkur aðili eins
og SÍF flytur í húsið. Þá á bærinn
bílakjallarann og getur ráðstafað
honum að vild sbr. ofanskráð.
Eignir bæjarsjóðs í húsinu og
kaupverð eru þá eftirfarandi:
a) 1., 2., 3., 4. og 7. hæð hótel-
turnsins að kaupverði skv. kaup-
samningi og eftir sölu til SÍF sam-
tals kr. 118,6 milljónir.
b) Áætlað bókasafnshúsnæði á
2. og 3. hæð skrifstofuturns kr.
35,7 milljónir.
Gert er ráð fyrir, segir
Jóhann G. Bergþórs-
son í síðari hluta grein-
ar sinnar, að bæjarsjóð-
ur selji sem fyrst það
húsnæði sem hann yfir-
tekur vegna ábyrgða
sinna.
c) Bílakjallari, kaupverð umfram
leigugreiðslur 83,8-49,6, kr. 34,2
milljónir.
Seljist húsnæðið á viðunandi
verði og sölu- eða leigutekjur verða
af bílakjallara gæti endanlegur
kostnaður bæjarins af málinu verið
eftirfarandi:
a) Leiga eða styrkur vegna bíla-
kjallara 50 milljónir, smbr. fyrri
ákvörðun.
b) Niðurfelld gatnagerðargjöld
45 milljónir af 81 milljón, (þ.e.
greidd gatnagerðargjöld samsvar-
andi til 4.000 kr. pr. fermetra í
húsnæðinu sem er svipað og reikn-
að var hjá nágrannasveitarfélögun-
um, samtals kr. 36 milljónir).
c) Sölutap af eignunum gæti orð-
ið eitthvað, en tæpast meira en 30
milljónir.' Hugsanlegt er jafnvel að
hagnaður gæti orðið af sölu eign-
anna.
Niðurstaða af þessu dæmi fæst
fyrst eftir 1-2 ár, þegar húsnæðinu
hefur væntanlega öllu verið ráðstaf-
að.
Hagur bæjarins hins vegar er
fullbúið skrifstofu- og verslunarhús
í miðbænum sem á að gefa af sér
milli 20 og 30 milljónir í fasteigna-
gjöld á ári auk tekna af umsvifum
og starfsemi í húsinu. Þannig á
húsið á 4-5 árum að gefa af sér
tekjur til bæjarfélagsins sem endur-
greiðir útlát hans við þessar aðgerð-
ir til stuðnings uppbyggingu í
miðbæ.
Hagsmunir bæjarins
Þessar aðgerðir tryggja hins veg-
ar*á engan hátt að fyrirtækið Mið-
bær Hafnarfjarðar hf. verði ekki
gjaldþrota, enda ekki hlutverk bæj-
arsjóðs eða tilgangur, heldur hitt
að hagsmunum bæjarins sé sem
best borgið miðað við stöðu mála
eins og hún er í dag. Jafnframt er
samið um að eigendur hlutafélags-
ins leggi fram meira hlutafé og
skilyrði sett fyrir niðurfellingu
gatnagerðargjalda um að uppgjör
við undirverktaka við bygginguna
fari fram.
Við samningagerðina alla var
stuðst við samþykkt bæjarráðs þar
sem megináhersla var lögð á eftir-
farandi: Leiðarljós samningsgerðar-
innar sé að tryggja sem best hags-
muni bæjarsjóðs og bæjarbúa.
Niðurstaða Steingríms Eiríks-
sonar hdl. sem hefur farið yfir
málið er eftirfarandi: Bærinn gæti
með öðrum orðuð aldrei orðið verr
settur með kaupum þessum ef
gjaldþrot fylgdi í kjölfarið, en hins
vegar er ljóst að líkur stóraukast á
því að hann verði betur settur.
Tíminn sem gjaldþrotameðferð tæki
myndi skaða bæinn verulega við
að tryggja hagsmuni sína auk þess
sem afleitt tjón yrði ófyrirsjáanlegt,
leysti bærinn ekki til sín þá eignar-
hluta, þar sem hann hefur hags-
muni að gæta fyrir gjaldþrota-
skipti. Jafnframt myndu dráttar-
vextir, innheimtuþóknanir og
kostnaður vegna uppboðsgerða
stórauka þann kostnað sem bærinn
yrði fyrir.
Besti kosturinn
Lokaorð lögmannsins er: Sam-
kvæmt framanrituðu er það skoðun
undirritaðs að besti kostur bæjar-
sjóðs, með tilliti til stöðu mála, er
að bæjarsjóður geri áðurgreind
kaup við Miðbæ Hafnarfjarðar hf.
Það er því augljóslega besti kost-
urinn í þessu máli sem núverandi
meirihluti í bæjarstjórn velur, í stað
þess að sitja með hendur í skauti
og láta málin fara á versta veg,
bæjarsjóði til mikils skaða.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði.
V ettvangnr án hliðstæðu
SÁ ÁRANGUR sem
felst einfaldlega í til-
vist Sameinuðu þjóð-
anna verður ekki
mældur. Samtökin
hafa stuðlað að öryggi
og stöðugleika í heim-
inum, hvort tveggja
með alþjóðlegu að-
haldi, jafnvel þar sem
framkvæmd ályktana
og ákvarðana er ekki
tryggð, og sem vett-
vangur þar sem aðild-
arríki geta leitað ásjár
eða stuðnings, ef þörf
krefur.
Sem fyrr sagði er
skortur á pólitískum
vilja einstakra aðildarríkja grund-
vallarvandi Sameinuðu þjóðanna.
Það er engin launung á því að svo
fjölmenn og víðtæk alþjóðleg sam-
tök lúta öðrum lögmálum stjórn-
unar og afraksturs en flestar stofn-
anir og fyrirtæki, en það skiptir
mestu að samtökin verða aldrei
öflugri eða skilvirkari en nemur
pólitískri eða fjárhagslegri áherslu
aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna,
eiga sér ekki sjálfstæða tilveru og
hafa ekki vald þjóðum æðra, óháð
öryggisráði og allsherjarþingi.
Samtökin eru einungis rammi utan
um samstarf aðildarríkja og fram-
kvæmd skuldbindinga, ályktana og
ákvarðana sem samþykktar eru á
vettvangi þeirra er, með beinum
eða óbeinum hætti, á ábyrgð ríkj-
anna sjálfra. Ef mörg aðildarríki
ýmist hunsa eða hafa hentisemi
sína gagnvart yfirlýstum vilja
meirihluta samfélags
þjóðanna, og vilja ekki
axla þær fjárhagslegu
byrðar sem rekstur
Sameinuðu þjóðanna
hefur í för með sér eða
leggja til mannafla og
tækjabúnað til ein-
stakra verkefna, þá er
ekki við samtökin að
sakast.
Svo tekið sé nær-
tækt dæmi í friðar-
gæslu Sameinuðu
þjóðanna í fyrrverandi
Júgóslavíu, þá getur
ekki talist sanngjamt
að aðildarríkin í ör-
yggisráðinu feli sam-
tökunum að gæta þar friðar án
þess að um frið hafi verið samið
og án viðeigandi umboðs, mannafla
eða tækjabúnaðár, og síðan þegar
illa fer er samtökunum sem slíkum
legið á hálsi. Almennt er ekki rétt-
lætanlegt að öryggisráðið sam-
þykki ályktanir í nafni Sameinuðu
þjóðanna án þess að hugað sé að
framkvæmd eða kostnaði.
Auknar kröfur
Kalda stríðið hafði heftandi áhrif
á alla starfsemi Sameinuðu þjóð-
anna og að loknu þessu óvenjulega
kyrrstöðutímabili í mannkynssög-
unni báru margir vonir um að sam-
tökin myndu losna úr viðjum. Þetta
hefur að nokkru leyti gerst, eins
og stóraukin virkni öryggisráðsins
og fjöldi alþjóðlegra sérráðstefna
bera með sér, nú síðast á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um málefni
í þessari síðari grein-
Halldórs Ásgrímsson-
ar um Sameinuðu þjóð-
irnar fimmtíu ára segir
hann að framtíðarstyrk-
ur og skilvirkni samtak-
anna ráðist af pólitísk-
um o g fjárhagslegum
áherzlum
aðildarríkjanna.
kvenna í Peking. Á hinn bóginn
gildir það sama um Sameinuðu
þjóðirnar og stjórnvöld, samtök og
stofnanir víða um heim, að þessi
skyndilegu umskipti hafa orsakað
aðlögunarerfiðleika. Um leið hafa
kröfurnar sem gerðar eru til Sam-
einuðu þjóðanna aukist um allan
helming. Aðildarríki virðast öll vilja
efla starfsemi Sameinuðu þjóðanna
og í grundvallaratriðum er sam-
staða um nauðsyn umbóta í skipu-
lagi og rekstri samtakanna, en
þegar kemur að útfærslunni skilur
á milli. Framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna hefur m.a. unnið
gott verk við að setja fram málefna-
grundvöll framtíðarstarfs samtak-
anna í skýrslum sem nefnast
Starfsskrá friðar og Starfsskrá
þróunar.
Brýnt er að öryggisráðið verði
Halldór
Ásgrímsson
endurskipað og starfshættir alls-
herjarþingsins bættir fyrir aldamót.
Röksemdir fyrir breyttri skipan
öryggisráðsins, þ.e.a.s. að allar
aðstæður í heiminum hafí breyst á
undanförnum áratugum, eiga jafn-
framt við um marga aðra þætti
starfseminnar. Þótt Sameinuðu
þjóðimar séu hvorki dýr né mann-
frek samtök í samanburði við ýms-
an annan opinberan- og einkarekst-
ur, þá væri hægt að ná þar fram
töluverðri hagræðingu með því að
koma í veg fyrir tvíverknað og með
því að ljúka tímabundnum verkefn-
um sem eiga ekki lengur við. Það
hlýtur t.d. að teljast tímaskekkja
að stofnanir Sameinuðu þjóðanna
verji enn umtalsverðum tíma og
fjármunum til að fjalla um sjálf-
stæði nýlendna og starfsemi mála-
liða og erfiðlega gangi að taka
kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í
Suður-Afríku af dagskrá.
Enginn annar kostur
Fimmtíu ára afmæli eru yfirleitt
álitin merk tímamót, sem gefa til-
efni til að líta um öxl og til framtíð-
ar, en það endurspeglast svo ýmist
í minnkandi umsvifum eða nýjum
verkefnum. Þeir erfiðleikar sem
Sameinuðu þjóðirnar hafa þurft
að glíma við í kjölfar loka kalda
stríðsins hafa orðið þess valdandi
að raddir heyrast sem vilja tak-
marka starfsemi samtakanna og
jafnvel draga verulega úr henni.
Aðrar háværari raddir segja að oft
hafí verið þörf fyrir samtök eins
og Sameinuðu þjóðimar en aldrei
meiri nauðsyn en einmitt nú.
í ljósi þess hversu mikill sam-
runi hefur orðið í heiminum og að
alvarlegustu vandamál mannkyns
eru hnattræn og verða ekki leyst
nema alþjóðlega er ekki um aðra
valkosti að ræða en Sameinuðu
þjóðirnar. Fólksfjöldi í heiminum
fer vaxandi og náttúruauðlindir
þverrandi. Landlæg vanþróun í
sumum heimshlutum heldur við
fátækt, sem er svo uppspretta
spennu og jafnvel ófriðar. Vígbún-
aðarkapphlaup og umhverfisspjöll
eru á meðal þess sem fylgir óhjá-
kvæmilega í kjölfarið. Það er ekki
á valdi einstakra ríkja eða ríkja-
hópa að fást við viðfangsefni af
þessu tagi.
Þá er ónefnt hversu miklu sam-
tökin skipta ríki á borð við ísland
sérstaklega.
Gerð hafréttarsamningsins hefði
verið óhugsandi á öðrum vettvangi
og einungis þar verður hægt að
byggja frekar á samningnum, t.d.
hvað varðar úthafsveiðar og vemd-
un sjávar. Almennt er nauðsynlegt
að virk þátttaka í starfsemi Sam-
einuðu þjóðanna af íslands hálfu
verði tryggð, hvort heldur það er
af eigin rammleik eða í samvinnu
við önnur aðildarríki. Tilhögun
norræns samstarfs á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna hefur tekið
breytingum með aðild Finnlands
og Svíþjóðar að ESB, en íslensk
stjórnvöld leggja mikla áherslu á
að norrænni samstöðu og samráði
verði haldið eins og kostur er og
að byggt verði á samráði EES-
ríkja við ESB um málefni Samein-
uðu þjóðanna.
Sameinuðu þjóðirnar eru eigin
smíð aðildarríkjanna, sem hægt er
að breyta og bæta eftir þörfum,
og nú er tímabært að samþykkja
og framkvæma eðlilegar viðgerðir,
fremur en að láta þetta mannanna
verk falla í niðurníðslu.
Höfundur er utanríkisráðherra.