Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 22
22 MÍÐVIKÚDAGUR 25. OKTÓBÉR 1995 MCRGUNBLAÐIÐ f REYKIIMGAR • Herða þarf lög um tóbaksvamir • Lítið þýðir að leggja fram ítmstu óskir ráðherra • Hærri upphæðir til tóbaksvarna • Ekki reykingafólki til höfuðs Heilbrigðisráðherra legg- ur fram frumvarp til breytinga á gildandi lögum um tóbaksvarnir á yfirstandandi þingi. Frumvarp um þetta efni hefur lengi verið í bígerð. Það var lagt fram á síð- asta þingi, en náði ekki samþykki sl. vor. „Eg hef látið endurskoða frumvarpið og það er tilbúið. Það þarf þó að leita samkomulags um ýmis atriði, því menn greinir á um hve langt á að ganga í tóbaksvörn- um. Ég vil herða löggjöfina veru- lega, en það þýðir lítið að leggja fram ítrustu óskir ráðherrans og fá það ekki samþykkt. í þessu sem öðru þarf málamiðlanir,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir. Ingibjörg vill herða þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra sem selja tóbak. „Það verður að fylgja því eftir að aldurstakmark til kaupa á tóbaki sé virt. Ég hef einnig áhyggjur af óbeinum tóbaksaug- lýsingum og vil slá varnagla við þeim í frumvarpinu. Það er flókið að skilgreina óbeinar auglýsingar, en við verðum þó að ganga svo frá málum að börnum og ungling- um sé ekki seldur fatnaður, sem merktur er tóbaksframleiðendum, eða leikföng, sem líkjast tóbaks- Dýrara tóbak og hjálp tíl að hætta Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra vill herða lög um tóbaks- vamir. í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur segir hún að áróður gegn tóbaki þurfí að endurskoða og leggur áherslu á að þeir fái hjálp, sem vilja hætta reykingum. Samhliða slíkum aðgerðum eigi að hækka tóbaksverðið í áföngum. nefnd 8,9 milljónir króna, sam- kvæmt ákvæðum núgildandi laga um tóbaksvamir. „Við verðum að hækka þær Hertar reglur upphæðir sem renna til forvarnarstarfa og jafn- framt fara á gagnrýninn hátt yfír áróður og um óbeinar auglýsingar vorum. Á þessu ári fær Tóbaksvarna- fræðslu varðandi reykingar. Við þurfum fýrst og fremst að ná til unga fólksins, sem er ekki byijað að reykja, en við megum ekki gleyma þeim sem vilja hætta og þarfnast hjálpar til þess.“ Ingibjörg segir að hún telji vel koma til greina, að kaupmenn verði að sækja um sérstakt leyfi til að versla með tóbak. „Sú hugmynd hefur hins eigi ekki að vera heimilt að hafa tóbak frammi á svo áberandi stað, að það kalli beinlínis á viðskipta- vininn þegar hann kemur inn.“ Stuðningur verkalýðsfélaga vegar mætt andspyrnu á þingi og við þurfum að ná samkomulagi um leið til að fjármagna tóbaks- varnir. Ég tel líka að verslunum Ingibjörgu er ofarlega í huga, að óvíða reykir jafnhátt hlutfall kvenna og hér á landi. „Afleiðing- arnar eru til dæmis þær, að tíðni lungnakrabbameins hefur aukist. í þessu sambandi verður mér sér- staklega hugsað til kvenna, sem stunda erfiðisvinnu, en hlutfall þeirra er hátt er litið er til reyk- inga. Hingað í ráðuneytið komu fyrir skömmu tvær konur, sem eru í forsvari fyrir verkalýðssamtök. Þær buðu fram aðstoð sinna sam- taka og nefndu þann möguleika að verkalýðsfélögin greiddu úr sjúkrasjóðum sínum fyrir nám- skeið og annan stuðning við konur sem vilja hætta að reykja." Ingibjörg segir að fólk, sern er þjakað af vinnu og Ijárhagserfið- leikum, líti stundum á sígarettuna sem sína huggun. „Þetta fólk þarf hjálp og hún gæti ef til vill falist í helgarnámskeiði á góðum stað, þar sem frætt væri um skaðsemi tóbaksreykinga, um leið og fólk fengi almennar leiðbeiningar um hollari og betri lífshætti. Krabba- meinsfélagið og Heilsuverndar- stöðin í Reykjavík hafa haldið mjög góð námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og ef verka- lýðsfélög eru fús til að taka þátt í kostnaði við slík námskeið þá örvar það fólk til að sækja þau.“ Aukin tóbaksnotkun unglinga veldur heilbrigðisráðherra einnig áhyggjum. „Notkun fínkorna munn- og neftóbaks virðist vera tískufyrirbrigði, en þetta tóbak er i i » I í ÞETTA ER OSIÐUR OG ÉG ER HÆTT! EG REYKTI í rauninni ekkert. Eða nánast ekki neitt. Alla vega voða lít- ið. Nema stundum. Þá fékk ég mér aðeins fleiri sígarett- ur. Kannski allmargar einstaka sinnurn. Núna er ég hins vegar hætt. Ég get einfaldlega ekki látið eins og ég viti ekki af skaðlegu áhrifunum. Og sóðaskapurinn var fyrir löngu farinn að ergja mig verulega. Það var alltaf slæmt loft í íbúðinni. Sérfræðingar í forvamarstarfi segja að ef unglingur kemst í gegnum grunnskóla og framhalds- skóla án þess að byija að reykja, þá séu litlar líkur á að hann ánetj- ist nikótíninu. Þessi kenning bygg- ist sjálfsagt á því, að flestir eru um tvítugt orðnir nógu skynsamir til að láta. óþverrann eiga sig. Ekki ég. Ég byijaði nefnilega að fikta við reykingar eftir stúdents- prófið. 'Uón af takkasýki Satt best að segja var ástæða þess að ég byijaði að reykja af- skaplega hallærisleg, eins og flest sem tengist reykingum. Ég fór til Þýskalands í einn vetur og þar er fyrirkomulagið þannig, að sígar- ettur eru seldar í sjálfsölum um allar trissur. Mamma hafði löngum haft áhyggjur af því að ég væri „takkaóð", þar sem ég gat aldrei séð takka án þess að reyna hvern- ig hann virkaði. Og ótti hennar reyndist ekki ástæðulaus, því ég fór mér að voða með fikti í sjálfsalatökkunum í Þýskalandi. Ekki virtist ég þó al- Reykingar eru óhollar, dýrar og þeim fylgir sóðaskapur. Ragnhild- ur Sverrisdóttir vissi þetta, líkt og allir sem ánetjasttóbakinu, en lét sér ekki segjast fyrr en hún kynnti sér afleiðingar reykinga til fulls. Núna er hún hætt og heitir því að byija aldrei aftur. Skammaðist mín fyrir reyk- ingarnar eða ekki og lengst af hefði ég þrætt hressilega fyrir að ég væri reykingamaður. Ó, nei, það voru nú einhveijir aðrir svo vitlausir. Þess vegna sá ég heldur enga ástæðu til að hlusta of mikið á athugasemdir sem mamma var iðin að gera við takkaóðu dóttur- ina, frásagnir hennar af heimsókn- um á Vífilsstaði og fleira í þeim dúr. Auðvitað vissi hún hvað klukkan sló, en mamma hefur aldrei reykt og hún gat því tæpast skilið að örlítið fíkt telst bara ekki með. Ég viðurkenndi aldrei berum orðum fyrir henni að ég reykti, en núna kemst upp um strákinn Tuma. varður: „Reykir þú, eða hefur þú reykt?“ „Hef reykt,“ svaraði ég án þess að hugsa mig um. Ég vissi samt sem áður að ég var að skrökva, en það var bara svo ótta- lega vandræðalegt að viðurkenna veikleikann fyrir manni hjá Krabbameinsfélaginu. Þessi lygi raskaði hins vegar ró minni: Til hvers var ég að þessu ef ég skammaðist mín svona? Vonandi fyrirgefur Þorvarður mér núna. Svo tók ég viðtal við Þorstein Blöndal, yfirlækni, sem leiddi mér fyrir sjónir hve skaðlegar reyking- ar eru. Og enn verri fýrir konur en karla. Nú var ég verulega farin að ókyrrast. Ekki tók betra við þegar Halldóra Bjarnadóttir, for- maður Tóbaksvamanefndar, bætt- ist í hópinn, því ég vissi að ef hún frétti einhvern tímann af „fiktinu“ mínu fengi ég ekki stundarfrið. Ótti við hörkuna í Halldóru átti því einnig hlut að máli. Börnin og bannið Nei, ég reyki ekki I veg fallin fyrir nikótíninu í Þýska- landi, því ég lét það eiga sig um langa hríð. Alltaf var ég þó að fikta af og til, en hver einasti reyk- ingamaður veit auðvitað að það telst nú ekki með. Svo liðu árin. Ýmist reykti ég byijun október var mér falið að skrifa greinaflokk um skað- semi reykinga. Ég byijaði á að hafa samband við Þorvarð Örlygs- son, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, og hann var að vonum ánægður með fyrir- huguð skrif. Við ræddum fram og til baka og skyndilega sagði Þor- Eitt var það sem vakti sérstaka athygli mína þegar ég var að vinna reykingagreinarnar. Svo virðist sem enginn geri nokkra minnstu tilraun til að koma í veg fyrir að unglingar geti nálgast tóbak. 14 ára unglingur kaupir sér einfald- lega pakka, kaupmaðurinn réttir pakkann yfir borðið með bros á vör, foreldramir skammast kannski í unglingnum en láta sér standa á sama um hvar hann fær tóbakið og heilbrigðisfulltrúarnir, sem eiga að hafa eftirlit með þessu öllu saman, fá ekki eina krónu af þeim rúmu 3 milljörðum sem ríkið fær í kassann af tóbakssölu á ári hveiju. Er nema von að unglingar, sem að eigin mati eru ódrepandi, byiji á bölvuðu fiktinu? Það er ekkert gert til að koma í veg fyrir það, fyrir utan forvarnarstarf, sem er allt of lítið. Til hvers eru sett ÞEGAR ÞU H/ETTIR AÐ REYKJA Innan 20 rnínútna frá því að þú reykir síðustu sígarettuna verða ýmsar breytingar í líkamsstarfseminni og þær halda áfram í mörg ár. Þú getur eyðilagt þessi jákvæðu áhrif, jafnvel þótt þú reykir aðeins örfáar sígarettur. 20 mínútur - Blóðþrýstingur og hjartsláttur verður eðlilegur. Húðhiti í höndum og fótum verður eðlilegur. 8 tímar - Kolsýrlingur í blóði minnkar og súrefnisburðargeta blóðsins eykst. 24 tímar - Hættan á kransæðastíflu minnkar. 48 tímar - Lyktar- og bragðskyn batnar. 2 VÍkur-3 mánuðir - Blóðrásin batnar, gönguferðirnar reynast auðveldari og starfsemi lungnanna batnar. 1-9 mánuðir - Hósti, þreyta og öndunarerfiðleikar líða hjá. Áhætta á blóðtappa minnkar. Bifhár í öndunarvegi verða virkari, en þau sjá um að losa líkamann við slím. Það hreinsar lungun og dregur úr sýkingarhættu. 1 ár - Hættan á hjarta- og æðasjúkdómum er þrisvar sinnum minni en á meðan þú reyktir. 5 ár - Dánaráhætta af völdum lungnakrabbameins hefur minnkað um helming. 5-15 árum eftir að þú hættir reykingum er hættan á að fá slag álíka lítil og hjá þeim sem aldrei hefur reykt. Krabbamein í munni, hálsi og vélinda helmingi sjaldgæfara en hjá reykingamönnum. 10 ár - Dánaráhætta af völdum lungnakrabbameins er nú hin sama og hjá þeim sem aldrei hefur reykt. Enn dregur úr hættu á öðru krabbameini, s.s. í munni, hálsi og vélinda. ákvæði í lög sem banna sölu tób- aks til unglinga undir 16 ára aldri, ef það stendur alls ekki til að fram- fylgja banninu? Upplýst fólk Ég gæti skrifað langt mál og rakið ástæður þess að ég lagði frá mér síðustu sígarettuna þriðjudaginn 3. október. En auðvitað þarf ekki margar ástæður. Það er vísindalega sannað, svo ekki verður um villst, að reykingar hafa mjög skað- Hvers vegna bann ef ekk- ert er gert? leg áhrif á heilsuna. I viðtali við Ástu Söberg, 65 ára konu sem ég hitti á Vífilsstöðum, útskýrði hún að hún þyrfti alltaf að hafa súr- efniskútinn í eftirdragi af því að lungun eru ónýt eftir reykingarn- ar. Það þarf ekki frekari vitnanna C: i c c i i við, en ef fólk metur budduna meira en heilsuna, þá getur það dundað sér við að reikna út þær upphæðir, sem brenna upp á hveij- um degi, í hveijum mánuði eða árlega. Ég hef tíundað skaðsemina og kostnaðinn í greinaflokki undan- farna viku og í raun kom ekkert nýtt þar fram. Við vitum öll að það er tóm tjara að reykja. En þegar viti borið fólk sér þessar upplýsingar allar á ein- C'; i c um stað, þá getur það tæpast lát- ið eins og ekkert sé. Halldóra Bjarnadóttir sagði að þeir sem væru betur upplýstir um skaðsemi tóbaks tækju skynsamlegri ákvarðanir. Ég var upplýst og ég hef tekið skynsamlega ákvörðun. c < i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.