Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 17
ERLENT
Clinton og* Jeltsín leiddu
hjá sér mikil ágreiningsmál
New York. Reuter.
Ungum
flóttamanni
bjargað
á Sri Lanka
EKKERT lát hefur verið á
deilum Tamíla, sem berjast
fyrir sjálfstæðu ríki á Sri
Lanka fyrir þjóð sína, og
stjórnarhersins. Sveitir
stjórnarhersins bjuggu sig í
gær undir áhlaup á Jaffna-
borg í norðurhluta landsins
til að brjóta á bak aftur upp-
reisn skæruliða Tamíla. Tam-
ílskir skæruliðar myrtu 85
singalska íbúa fjögurra þorpa
í austurhluta landsins um
helgina og drengurinn á
myndinni er einn þeirra sem
komust undan. Stjórnarher-
menn fundu hann í skógi eft-
ir að hann hafði verið þar í
felum í sólarhring.
SÁTT og samlyndi virtist einkenna
fund Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta og Borís Jeltsíns Rússlandsfor-
seta í New York á mánudag en nið-
urstaða fundarins þótti harla efnis-
rýr. Jeltsín tókst að halda samskipt-
unum við Bandaríkin á réttri braut
án þess að gefa nokkuð eftir í mikil-
vægum ágreiningsmálum. „Sam-
komulag þeirra ber þess merki að
forsetarnir standa báðir frammi fyr-
ir kosningum," sagði heimildarmað-
ur sem tengist rússnesku sendi-
nefndinni.
Forsetamir minntust vart á deil-
una um hugsanlega stækkun Atl-
antshafsbandalagsins (NATO) í
austur og náðu ekki samkomulagi
um hvort rússneskir hermenn, sem
yrðu sendir til friðargæslu í Bosníu,
ættu að vera undir yfirstjórn NATO.
Ciinton sagði þó eftir fundinn að
forsetarnir hefðu náð „fullu sam-
komulagi" um að vinna saman að
friði í Bosníu og að Rússar myndu
taka þátt í friðargæsiunni.
Forsetarnir virtust sammála um
að leiða deilumálin hjá sér til að
koma í veg fyrir að samskipti ríkj-
anna versnuðu frekar og til að auð-
velda Jeltsín baráttuna gegn rúss-
neskum þjóðernissinnum sem hafa
sakað hann um undirgefni við
Bandaríkin.
Vildu segja eitthvað jákvætt
Clinton og Jeltsín standa báðir
frammi fyrir forsetakosningum á
næsta ári og hvorugum þeirra yrði
akkur í frekari spennu í samskiptum
ríkjanna. „Báðir forsetarnir vildu
geta sagt eitthvað jákvætt heima
fyrir um þennan fund. Þeir máttu
ekki við misheppnuðum viðræðum,"
sagði stjórnarerindreki í New York.
„Helsta markmið slíkra leiðtoga-
funda nú um stundir er einfaldlega
að afstýra því að samskiptin versni,"
sagði Alexander Golts, fréttaskýr-
andi Krasnaja Zvezda, málgagns
rússneska varnarmálaráðuneytisins.
Forsetarnir drógu báðir upp bjarta
mynd af samskiptum ríkjanna eftir
fundinn. Til að tryggja sátt og sam-
lyndi á fundinum leiddi Clinton hjá
sér ítrekaðar árásir Jeltsíns á NATO
síðustu vikurnar, meðal annars í
ræðu á fundi Sameinuðu þjóðanna
á sunnudag í tilefni af 50 ára af-
mæli samtakanna.
Jeltsín sagði í ræðu sinni að ekki
kæmi til greina að verða við kröfu
Bandaríkjamanna um að friðargæsl-
uliðið í Bosníu yrði undir yfirstjóm
NATO. Bandarískir embættismenn
sögðu að hann hefði hvergi hvikað
frá þeirri afstöðu á leiðtogafundinum
þrátt fyrir staðhæfíngu Clintons um
„fullt samkomulag" í Bosníumálinu.
Jeltsín sagði forsetana hafa kom-
ist að samkomulagi um að rússnesk-
ar hersveitir tækju þátt í friðargæsl-
unni, en það væri mál hersins hvern-
ig að því yrði staðið og kæmi forset-
unum ekki við.
Reuter
Læknir „Æðsta sannleiks“ fyrir rétt
Játar að hafa bú-
ið til taugagasið
Tókýó. Reuter.
FYRSTI sakborningurinn í réttar-
höldunum vegna gastilræðisins í
Tókýó 20. mars var leiddur fyrir
rétt í gær og játaði að hafa búið
til taugagasið sem notað var. Sak-
sóknarinn sagði að sértrúarsöfn-
uðurinn „Æðsti sannleikur" hefði
staðið fyrir tilræðinu til að skapa
ringulreið í Tókýó í von um að
geta þannig komið í veg fyrir fyrir-
huguð áhlaup lögreglunnar á höf-
uðstöðvar safnaðarins.
Tomasa Nakagawa, 32 ára
einkalæknir Shokos Asahara, leið-
toga safnaðarins, var leiddur fyrir
réttinn í gær og kvaðst saklaus
af ákærum um morð og morðtil-
raunir vegna gasárásarinnar, sem
varð ellefu manns að bana, auk
þess sem þúsundir manna veikt-
ust. Hann kvaðst hafa búið til
sarin-gasið, sem notað var í tilræð-
inu, en neitaði að hafa vitað af
því að til stæði að nota það.
Verði Nakagawa fundinn sekur
um morð og morðtilraunir á hann
yfir höfði sér dauðadóm. Talið er
að vitnisburður læknisins geti veg-
ið þungt í réttarhöldunum yfir
Asahara, sem eiga að hefjast á
fímmtudag. Þeim kann þó að verða
frestað vegna meiðsla veijanda
hans sem lenti í bílslysi.
Að sögn veijanda Asahara ætl-
ar hann að halda fram sakleysi
sínu og neita því að hafa vitað að
félagar í söfnuðinum hygðu á
gastilræði. Nakagawa sagði hins
vegar að Asahara hefði gefið fyrir-
mæli um framleiðslu sarin-gass-
ins.-
Ásókn í sæti
Margir hafa hug á að fylgjast
með réttarhöldunum og gripið var
til þess ráðs að úthluta fjölmiðlum
40 sætum í réttarsalnum en 56
sæti voru ætluð almenningi. Um
5.000 manns, sem komu í dóms-
húsið í gær, fengu númer og dreg-
ið var um hveijir hrepptu sætin.
Flest þeirra féllu í hlut náms-
manna á vegum fjölmiðla, sem
vildu tryggja sér fleiri sæti.
HEIMILISSTÖRF eru hluti af
efnahagsstarfsemi allra þjóða
en gleymast hins vegar ávallt
þegar þjóðarframleiðslan er
metin. Kemur þetta fram í
grein, sem hagfræðingurinn og
Nóbelsverðlaunahafinn Gary S.
Becker ritaði í bandaríska tíma-
ritið Business Week fyrir hálf-
um mánuði. Segir hann, að með
þessu sé verið að vanmeta mikil-
vægan þátt þjóðarbúskaparins
og draga úr sjálfsvirðingu
þeirra, sem verkin vinna, eink-
um kvenna.
Becker segir, svo stiklað sé á
stóru í greininni, að heimilin séu
í raun litlar verksmiðjur, sem
veiti þýðingarmikla þjónustu,
jafnvel í iðnvæddum ríkjum. Þar
fer fram barnauppeldi og mat-
argerð, hlynnt er að sjúkum og
öldruðum og svo má lengi telja.
Þessi störf eru að 70% unnin af
konum og raunar næstum ein-
göngu í hinum fátækari löndum.
Sumar kvenréttindakonur telja,
að yrðu heimilisstörfin reiknuð
inn í þjóðarframleiðsiuna myndi
það styrkja stöðu kvenna í þró-
unarlöndum vegna þess, að þá
mætti jafnvel sýna fram á, að
þær hefðu meiri „tekjur“ en
karlarnir. Aðrar mæla hins veg-
Heimilisstörfm
— týnda stærðin
í efnahagslífinu
lega einfaldast að
hafa mið af því hvað
sama þjónusta kost-
ar á markaðinum.
Vitnar hann í rann-
sókn hagfræðings-
ins Roberts Eisners,
sem telur heimilis-
störfin hafa sam-
svarað 20% af
vergri þjóðarfram-
leiðslu í Banda-
ríkjunum frá miðj-
um fimmta áratugn-
um og fram á þann
níunda, og nefnir
o „ D D . einnig óljósari út-
fyrir að vinna þau, ^ary a. Becker reikninga Samein-
þá sé framlag hennar talið með uðu þjóðanna, sem sýna, að hús-
en ekki þegar foreldrar inni þau verkin svari til 40% af heims-
af hendi. Becker segir, að um framleiðslunni.
sé að ræða nokkrar aðferðir við Becker segir, að það gefi ekki
að meta heimilisstörfin og lík- rétta mynd af hagvextinum þeg-
ar gegn þessu og
segja, að mikilvæg-
ara sé að koma kon-
unum út af heimil-
inu og út á vinnu-
markaðinn.
Mat á
heimilisstörfum
í greininni segir
Becker, að kominn
sé tími til að reikna
heimilisstörfin inn í
þjóðarframleiðsl-
una og bendir á, að
sé utanaðkomandi
ar heimilisstörfin eru ekki talin
með. Hinn mikli vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar á síðustu ára-
tugum, sem stafi af aukinni úti-
vinnu kvenna, sé.ekki alveg rétt-
ur því að gleymst hafi að taka
tillit til minni vinnu á heimilun-
um á móti.
Vöxtur dagvistunarkerfisins
Meiri útivinna kvenna er aðal-
ástæðan fyrir vexti dagvistunar-
kerfisins á síðustu tveimur ára-
tugum og Becker vitnar í rann-
sókn, sem Sherwin Rosen við
Chicagoháskóla vann að í Sví-
þjóð. Er það niðurstaða hans,
að niðurgreidd barnagæsla hafi
ýtt undir töluverða óskilvirkni
með því að hvetja þær konur til
að fara út á vinnumarkaðinn,
sem jafnvel höfðu ekki áhuga á
því.
Becker segir að lokum, að það
muni verða til að auka sjálfs-
virðingu þeirra, sem vinna
heimilisstörfin, að reikna þau
inn í þjóðarframleiðsluna. Það
myndi einnig gefa réttari mynd
af henni og leiða kannski til
nýrrar stefnumótunar hvað
varðar eðlilega skiptingu tímans
milli heimilisstarfa og annarrar
vinnu.
29 farast í
skjálfta í
S-Kína
AÐ MINNSTA kosti 29
manns létu lífið og 100 slös-
uðust í hörðum jarðskjálfta í
Yunnan-héraði í Kína í fyrra-
kvöld. Fjöldi fólks missti
heimili sín í skjálftanum sem
mældist 6,5 stig á Richter.
Talið er að hann og öflugir
eftirskjálftar hafí staðið í allt
að fímmtán mínútur en um
200 eftirskjálftar fylgdu í
kjölfarið. Miklar rigningar
eru nú í héraðinu, sem gerðu
björgunarstarf erfitt og juku
á erfiðleika þeirra sem misstu
allt sitt í skjálftanum. Hann
varð skömmu fyrir kl. 7 að
staðartíma og voru því flestir
enn heima. Fórust 27 manns
er veggir heimila þeirra
hrundu yfír þá, en alls eyði-
lögðust um 200 hús. Ekki
hafa enn borist fréttir frá
stijálbýlustu svæðunum og
kann tala látinna því að
hækka.
Flytja sendi-
ráð til Jerú-
salem
ÖLDUN GADEILD Banda-
ríkjaþings samþykkti í gær,
að sendiráð landsins í ísrael
skyldi flutt frá Tel Aviv til
Jerúsalem fyrir 31. maí 1999.
í lögunum er þó Bandaríkja-
forseta veitt heimild til að
fresta flutningum sex mánuði
í senn ef þeir væru taldir
geta skaðað friðargjörð í Mið-
austurlöndum.
Ungverjar og
Rúmenar
ræðast við
UNGVERJAR og Rúmenar
hafa að tillögu Ions Iliescus
Rúmeníuforseta ákveðið að
hefja viðræður í næsta mán-
uði þar sem þess verður frei-
stað að sætta sögulegar deil-
ur ríkjanna tveggja um rétt-
indi ungverska minnihlutans
í Rúmeníu.
17 fórustí
lestarslysi
ALLT að 17 manns biðu bana
og um 100 slösuðust þegar
farþegalest fór út af sporinu
í afskekktum fjallahéruðum
Vestur-Jövu í fyrradag.
Sautján stundum eftir slysið
voru fregnir af því enn óljós-
ar.
Fagna dómi
fyrir mis-
notkun
ALÞJÓÐLEG samtök sem
láta sig réttindi og velferð
bama varða fögnuðu í gær
dómi yfír breskum lækni,
Gavin Scott, sem var dæmdur
í tveggja ára fangelsi í
Kambódíu í gær fyrir að hafa
misnotað 14-16 ára pilta kyn-
ferðislega. Jafnframt var
hann sviptur lækningaleyfi í
landinu.