Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Krafa um bætta löggæzlu í KJÖLFAR hörmulegs slyss við Hveragerði hafa „fjölmiðlasérfræð- ingar" spáð mikið í eftirfarir lög- reglu við afbrotamenn á bifreiðum. DV sló upp fréttum um að engar reglur væru til um eftirfarir lög- reglu, notkun naglamottu o.fl. og þótti fréttnæmt. Fleiri „spekúlant- ar“ gerðu sér mat úr svipuðum vangaveltum. Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn á Selfossi, sagði í við- tali á Bylgjunni að þetta væri ein af erfiðustu ákvörðunum lögreglu- manns og er það alveg hárrétt hjá honum en jafnframt því er þetta eitt það hættulegasta sem lögreglu- maður gerir, því líf afbrotamanns- ins, lögreglumannanna og sak- lausra borgara er í hættu. Einmitt vegna þess hve þessi mál eru erfið, hættuleg og ólík innbyrðis er það harla vonlítið að ætla sér að setja reglur um eftirfarir lögreglu. Leið- beinandi og almenns eðlis reglugerð dómsmálaráðuneytis um neyðar- akstur verður því að duga. En það er mun meira sem snýr að þessu máli. Við skulum víkka sjónsviðið og líta á vanda löggæzluiinar. Allir eru sammála um að lög- reglumennirnir frá Selfossi hafí brugðist rétt við og tekið hárrétta ákvörðun er þeir hættu beinni eftir- för laugardaginn afdrifaríka. En margir lögreglumenn hafa bent á að þessir sömu lögreglumenn, betur þjálfaðir og á öflugri lögreglubifreið hefðu ekki hætt eftirför. Staðreynd- in er sú að einungis örfáir lögreglu- menn fá einhverja akstursþjálfun að loknum lögregluskóla. Nokkrum dögum er eytt til þjálfunar á meðan skólavist stendur og í flestum tilfell- um er það allt og sumt líkt og með alla aðra þjálfun. Annað er einnig ámælisvert en það eru lögreglubif- reiðarnar sem lögreglumönnum er gert að vinna á. Þó að mikið hafi áunnist hin síðari ár þá er það óve- fengjanleg staðreynd að lögreglu- fólksbifreiðar þær sem notaðar eru í dag eru kraftlitlar fjölskyldubif- reiðar, óhæfar til neyðaraksturs í eftirförum á mikilli ferð. Lögreglu- sendibifreiðarnar koma með þeim skilaboðum frá framleiðendum að þær séu ekki ætlaðartil neyðarakst- urs. Þessar staðreyndir eru afskap- lega skýrar og hafa vafalaust átt stóran þátt í þeirri ákvörðun lög- reglumannanna að hætta eftirför á Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerðis, enda sáu þeir ekki stóra, svarta ameríska bílinn nema í skamma stund. Lögreglumennirnir voru nefnilega á sænskum fjöl- skyldubíl með minnstri fáanlegri vélarstærð. íslenskir skattborgarar eiga full- an og óskoraðan rétt á því að lög- reglan, þjónustuaðili hins almenna borgara, sé vel þjálfuð til allra verka stórra og smárra og einnig vel tækj- um búin, nægilega vel búin til að takast á við erfiðistu verkefnin. Því miður er langur vegur frá því að lögreglumenn geti sinnt þeirri skyldu sinni að gæta laga og réttar TRAUSTAR VORUR OG ÞJÓHUSTA VIÐ ÍSLENSKAN FISKIÐNAÐ OG SJÁVARÚTVEG = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 °g tryggja öryggi sam- borgara sinna. Lögreglumenn í dag búa við mikið fjár- svelti, lág laun, mikla vinnuskyldu, íhalds- saman, miðstýrðan og gamaldags stjórnun- arstrúktúr og oft á tíð- um vanhæfa yfirmenn sem eru í engum tengslum við raun- veruleika lögreglu- starfsins á götunni. Þetta er vond blanda og skyldi engan undra þó að langt sé í brosið Runólfur Þórhallsson hjá lögreglumanninum sem þú hittir dags dag- lega. Umferðardeildin hefur minnkað stór- lega á síðustu árum, vegaeftirlit lagt niður, samhliða stóraukinni bílaeign landsmanna, fíkniefnadeild er undirmönnuð, auka- vinnusvelt og tækja- laus, samhliða stór- aukinni veltu í fíkni- efnaheiminum, vík- ingasveitin býr við minnkandi og allt of lítinn æfingar- og þjálfunartíma og er útbúin lág- marks tækjabúnaði, samhliða víg- væðingu harðari fíkniefnaheims og stóraukinnar vopnaeignar lands- manna og almennu deildinni, sólar- hringsgæzlunni, hjarta löggæzl- unnar, er gert ókleift að uppræta tiltölulega fámennan hóp atvinnu- innbrotsþjófa og skemmdarvarga. Allt púðrið fer í gæslu á afgirtri heimatilbúinni útihátíð 52 sinnum á ári. Það er skýlaus krafa lögreglu- manna fyrir hönd samborgara sinna að lögreglan í heild sinni verði skor- in upp og skoðuð rækilega ofan í kjölinn. Róttækra breytinga er þörf, tiltekt í stjórnunarstrúktúr, auknar fjárveitingar, betri menntun og mun hertari hæfniskröfur til yfirmanna jafnt og undirmanna er nauðsynleg- ur grundvöllur þess að lögreglu- Róttækra breytinga er þörf, segir Runólfur Þórhallsson, tiltektar í stjórnunarstrúktúr, aukinna fjárveitinga, betri menntunar og hertra hæfniskrafna. mönnum, vel þjálfuðum og vel tækj- um búnum, verði gert kleift að vinna að því óbundnum höndum að tryggja öryggi heiðarlegs fólks fyr- ir verkum hinna ógæfusamari. Höfundur er lögreglumaður í Reykjavík. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 9. tímabili með eindaga 15. október 1995 og virðisaukaskatti til og með 32. tímabili með eindaga 5. október 1995 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. október s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlits- gjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdóma- gjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatrygginga- gjald atvinnurekanda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjárnámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisauka- skatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. október 1995 Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjarnarnesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Gjaldheimta Suðurnesja Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn Sýslumaðurinn í Borgamesi í Stykkishólmi í Búðardal á Isafirði í Bolungarvík á Patreksfirði á Hólmavík á Siglufirði á Sauðárkróki á Blönduósi á Akureyri á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austfjarða Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.