Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÖBER 1995 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar um umferðaröryggismál Æskilegt að setja upp örygg- isbelti í áætlunarbifreiðum NEFND sem skilaði niðurstöðu um áætlun í umferðaröryggismálum í byijun þessa árs, taldi æskilegt að komið yrði fyrir öryggisbeltum í áætlunarbifreiðum. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður var formaður nefndarinnar og segir hún að nefndin hafi lagt áherslu á að setja öryggisbelti í skólabfla. Þá hafi nefndin talið æskilegt að búa áætlunarbifreiðar öryggisbeltum í framtíð- inni. Rútur hér á landi séu margar komnar til ára sinna og talsverður kostnaður fylgi því að setja í þær öryggisbelti. Því væri spurning um að gera það að skyldu að búa nýja bíla þessum öryggisbúnaði. Strangari reglur Nú eiga að vera öryggisbelti á sætum fremst í rútum, samkvæmt evrópskum reglum. í kjöl- far slyssins í Hrútafirði á sunnudagskvöld, þegar rúta með 42 farþegum valt út af vegin- um, hefur þeirri skoðun verið lýst, meðal ann- ars af hálfu Slysavarnafélags íslands, að lö- gleiða eigi bílbelti í hópferðabifreiðum sem allra fyrst. Efasemdir hafa verið um að heim- ilt sé að setja strangari reglur hérlendis en gilda annarstaðar á Evrópsku efnahagssvæði. Lára Margrét Ragnarsdóttir sagðist þó ekki hafa trú á öðru, en Islendingar gætu sett strangari reglur um þetta atriði en gilda í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins. „Það hlýtur að vera olnbogarými að setja slíkar reglur ef fólk telur það vera eðlilegt og rétt,“ sagði Lára Margrét. I niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. að samræma þurfi reglur um ökutæki og búnað þeirra EES-reglugerðum og þar sem leyfilegt sé að hafa strangari séríslenskar reglur sem stuðli að auknu umferðaröryggi skuli það gert þar sem rök mæli með. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra flutti þingsályktunartillögu í febrúar um að stefnt skuli að fækkun alvarlegra umferðarslysa um 20% fram til aldamóta, miðað við meðaltal ár- anna 1982-1992. Þessi tillaga, sem byggð var á starfi áðurgreindrar nefndar, var ekki af- greidd, en að sögn Láru Margrétar hyggst ráð- herra leggja þessa þingsál-yktunartillögu fram aftur nú í haust. Á á r w ■ / á Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðarkertum fleytt FIMMTIU ára afmælis Sameinuðu þjóðanna son, flutti ávarp. Barnakór Grensáskirkju var minnzt með hátíðarsamkomu í Tjarnar- söng og að því loknu fóru kórfélagar og sal Ráðhússins í gærkvöldi, þar sem meðal samkomugestir að Tjörninni og fleyttu frið- annarra utanríkisráðherra, Halldór Ásgríms- arkertum. Viðræður um Síldarsmuguna í Moskvu Nýr fundur boðaður fyrir ársfund NEAFC LAGT er til að sett verði bílbelti í allar rútur. Rannsókn- arnefnd tekin til starfa NEFND sem dómsmálaráð- herra skipaði á mánudag til að rannsaka orsakir umferðar- slyssins í Hrútafirði á sunnu- dagskvöld tók til starfa í gær og er stefnt að því að niður- stöður liggi fyrir sem fyrst. Magnús Einarsson yfirlög- regluþjónn og formaður nefndarinnar sagði að ákveðið hefði verið að nefndarmenn tjáðu sig ekki um verkefnið fyrr en því væri lokið og niður- stöður sendar dómsmálaráð- herra. Rannsókn nefndarinnar er ekki ætlað að koma í stað þeirrar rannsóknar sem fer fram á slysinu á vegum sýslu- mannsembættisins á Blöndu- ósi. Þegar Magnús var spurð- ur um markmið rannsóknar- innar sagðist hann ekki vera tilbúinn til að tjá sig um það. Kristín Halldórsdóttir Létust í rútuslysinu TVÆR konur létust í rútuslysinu í Hrútafirði á sunnudagskvöld. Krist- ín Halldórsdóttir frá Akureyri og, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, Laufey Marteinsdóttir, bú- sett á Blönduósi. Kristín Halldórsdóttir bjó að Dalsgerði 1B á Akureyri. Hún var sextug að aldri, fædd 30. mars árið 1935. Hún lætur eftir sig eiginmann og þijár uppkomnar dætur. VIÐRÆÐUM íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjómun veiða í Síldarsmugunni svokölluðu lauk í Moskvu í gær. Ekki varð nein niðurstaða af fundunum, en nýr fundur hefur verið boðaður fyr- ir ársfund Norðaustur-Atlantshafs- fískveiðinefndarinnar (NEAFC) um miðjan nóvember og annar fundur í Færeyjum í desember. Á fundinum var farið yfír niður- stöður starfshóps vísindamanna frá löndunum fjórum, um dreifingu síldarstofnsins og rætt um stjórn- unarfyrirkomulag, að sögn Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra. Ekki voru settar fram beinar kröfur um kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Miðar í átt að samkomulagi Aðspurður hvort löndin fjögur yrðu ekki að koma sér saman inn- byrðis til þess að vera í sterkari stöðu gagnvart t.d. Evrópusam- bandinu á NEAFC-fundinum, segir Þorsteinn að það hafi einmitt verið tilgangur fundarins í Moskvu og á fundinum, sem haldinn verði fyrir NEAFC-fundinn, verði sömuleiðis reynt að samræma þau sjónarmið. Þorsteinn segist telja að miðað hafi í átt að samkomulagi, þótt aldrei hafí verið búizt við beinum niður- stöðum af fundinum. Skýrsla vísindamanna birt fljótlega Skýrsla vísindamannanna um dreifingu og göngumynztur síldar- innar á hafinu milli íslands og Noregs og veiðireynslu einstakra landa hefur verið trúnaðarmál til þessa. Þorsteinn segir slíkt eðli- legt; starfshópurinn hafi afhent stjórnvöldum landanna skýrsluna með formlegum hætti á fundinum í Moskvu og ekki hafi verið viðeig- andi að birta hana fyrr, hún verði birt fljótlega. Aðspurður hvort hann telji niður- stöður skýrslunnar hagstæðar mál- stað íslendinga, segir Þorsteinn: „Þær sýna veruleikann eins og hann var, en auðvitað er það svo að við vitum ekki allt um það hvernig síld- arstofninn mun hegða sér í framtíð- inni. Það getur reynzt vandasamt að tengja upplýsingarnar um fortíð- ina saman við þann veruleika, sem við göngum til móts við.“ Þorsteinn bendir á að síldin hafi að hluta tek- ið upp fyrra göngumynztur, en hún hafi ennþá ekki gengið alla leið inn í íslenzka lögsögu, eins og hún gerði áður fyrr. „Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þar verða breyt- ingar á næstu árum,“ segir sjáv- arútvegsráðherra. Lengjan 50% fram úr áætlun ÍSLENSKAR getraunir hleyptu nýjum getraunaleik, Lengjunni, af stað í liðinni viku og fór sal- an fyrstu vikuna 50% fram úr áætlun. Giskað var á fyrir 4.511.900 krónur og voru vinn- ingar samtals 2.659.414 krónur eða 58,94%. Áætlun gerði ráð fyrir sölu upp á þijár milljónir og þar af um 1,5 millj. kr. í vinninga. „Salan fyrstu vikuna er framar vonum og mun meiri en ég hafði áætlað," sagði Sig- urður Baldursson, fram- kvæmdastjóri. „Það er greini- legt að leikurinn fer vel af stað og á eftir að skila íþróttahreyf- ingunni miklum fjármunum í framtíðinni. Þetta er ekki besti tíminn til að setja leik á markað en viðbrögðin eru þess eðlis að starfsmenn og stjórn Getrauna eru í sjöunda himni.“ Körfuboltaleikur hæstur Leikurinn byggist á því að giskari spáir fyrir um úrslit í þremur til sex leikjum af viku- legum 60 leikja seðli og velur sjálfur upphæðina sem sett er á röðina. Merkin 1, X eða 2 eru sett á leikina og á bak við hvert merki er hlutfallsstuðull sem vísar til þess hve miklar líkur eru á sigri, jafntefli eða tapi. Um er að ræða leiki í knatt- spyrnu, handknattleik og körfu- knattleik, innan lands og utan. Fyrstu vikuna var körfu- boltaleikur ÍA og Keflavíkur söluhæstur en næst kóm leikur Newcastle og Wimbledon í ensku knattspyrnunni og síðan körfuleikur Þórs á Akureyri og Njarðvíkur. Sala hafin í 4. Bahama- ferðina SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hefja í dag sölu í fjórðu hópferð- ina til Bahamaeyja, sem farin verður 19. nóvember. Fyrsta sex daga ferðin þangað um miðjan október seldist upp á örskömmum tíma og var tveim- ur ferðum því bætt við, 2. og 12. nóvember og var uppselt í þær báðar á mjög skömmum tíma. Hefur nú verið ákveðið að bæta fjórðu ferðinni við. 200 manns á biðlista Um er að ræða sex daga ferð og er verð á þessum ferðum 39.800 kr. með gistingu í fimm nætur, flugvallasköttum og far- arstjórn. Er ferðin, sem farin verður 19. nóvember, jafnframt seinasta ferðin sem ferðaskrif- stofan býður til Bahamaeyja á þessu verði. Flogið er með Bo- eing 747-100 júmbóþotu flugfé- lagsins Atlanta, sem er 487 sæta vél. Um 200 manns hafa nú þeg- ar látið skrá sig á biðlista í fjórðu ferðina og að sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Samvinnuferða-Landsýn- ar, eru allar líkur á að takist að fylla vélina á skömmum tíma. Að þeirri ferð meðtalinni má því áætla að nokkuð á þriðja þúsund íslendinga ferðist til Bahamaeyja á rúmlega einum mánuði og eru eyjarnar þar með orðnar þriðji vinsælasti sólar- landastaður íslendinga á þessu ári, á eftir Spáni og Portúgal, að sögn Helga. „Við erum búnir að afsanna þá kenningu að ekki sé hægt að bjóða upp á stuttar sólar- landaferðir í nóvember," segir Helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.