Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 11 FRETTIR Hverfafundur borgarstjóra um Fossvogs-, Smáíbúða-, Háaleitis- og Múlahverfi Hverfín skorín af umferðar- æðum og íbúar vilja úrbætur Umferðarmál og öryggi barna bar hæst á hverfafundi borgar- stjóra sem Sigurjón Pálsson fylgdist með í Réttarholtsskóla síðast- liðið mánudagskvöld. HVAÐ er að gerast nákvæmlega í mínum málum? Þannig eru spurn- ingarnar, sem fólk getur borið upp á hverfafundum með borgarstjóra. íbúar Fossvogs-, Smáíbúða-, Háa- leitis- og Múlahverfa ijölmenntu á fund með borgarstjóra sl. mánu- dagskvöld og ekki skorti spurning- arnar. T.d. sagði Guðríður Stefáns- dóttir að sjö til átta skólastofur vant- aði við Fossvogsskóla og spurði um úrbætur. Hún fékk það svar hjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra að Fossvogsskóli teldist ein- setinn skóli jafnvel þótt vitað væri að þar væri þröngt um. Miklar þarf- ir væru í öllum skólum borgarinnar og nú væri vinna í gangi við að for- gangsraða úrbótum. Fyrst á fundinum fór Ingibjörg á um hálftíma yfir það helsta, sem væri að gerast í hverfunum. Sagði hún meðal annars að unnið yrði að því með Kópavogi að Víkingur mundi hafa tvo grasvelli og einn malarvöll. Varðandi mótmæli um að leikskóli yrði byggður við Hæðargarð sagði Ingibjörg að engin lausn væri enn fundin og svo virtist, sem Hæðar- garðurinn væri hagstæðasti kostur- inn. Til að fyrirbyggja aukna umferð um Hæðargarð í kjölfarið mætti hugsa sér að koma í veg fyrir gegn- umumferð með því að loka honum í miðju. Enn mikil umferð um Sogaveg Varðandi strætisvagnasamgöng- ur sagði Ingibjörg að gert væri ráð fyrir að vagn númer þrjú færi í Mjóddina um kvöld og helgar til við- bótar við það, sem nú væri. Leiðir átta og níu myndu hætta að ganga um leið og aðrir vagnar tækju við hlutverki þeirra, m.a. vagn númer fimm. Ennfremur væri fyrirhugað að á milli klukkan 7 og 9 á morgn- ana og 16 og 19 myndu fleiri hrað- ferðir fara um borgina en nú er. Að loknu framsöguerindi borgar- stjóra var orðið laust. Sjöfn Sigur- gísiadóttir vildi fá að vita hvort langt væri í land með að Hvassaleitisskóli yrði stækkaður. Ingibjörg svaraði því að nokkuð væri í land með að einsetja Hvassaleitisskóla. Nú væri reynt að taka fyrst skóla, sem ættu styst í land með að verða einsetnir en fyrirhugað væri að einsetningu allra skóla yrði lokið árið 2001. Lára Júlíusdóttir hafði áhyggjur af umferð um Sogaveginn og sagði að hún hefði lítið orðið vör við minni umferð þar. Ingibjörg sagði að fram- kvæmdum við Sogaveg væri nær lokið og hefðu þær átt að skila sér í lægri umferðarhraða þótt ekki væri víst hvort tekist hefði að minnka umferð um hann. Lára vildi einnig fá að vita hvort langt væri í að ljós yrðu sett upp á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar, sem hún taldi hættuleg gatnamót. Ingi- björg sagði þessi gatnamót myndu lagast með því að brú yrði byggð yfir Miklubrautina, sem tengdi sam- an Réttarholtsveg og Skeiðarvog. Börnin í mikilli hættu Sigrún Ólafsdóttir sagði að gang- stígar milli raðhúsa og víðar væru oft skakkir og skældir í Fossvogs- hverfinu. Hún hefði aðeins fengið þau svör hjá gatnamálastjóra að SPURT var hvenær umferðarljós kæmu á gatnamót Réttarholtsvegar og Sogavegar. HVASSALEITISSKOLI á langt í að geta talist einsetinn Mikilvægir punktar! # Leikur að eigin vali! Þú ræður upphæðinni sem þú spilar fyrir (frá 50 kr. uppí 250 kr.) og hve margar tölur þú velur, minnst eina og mest sex, en sjö tölur eru dregnar út. Þú getur einnig notað sjálfval. # Leikurinn endurgreiddur! Ef þú velur 6 tölur og færð enga rétta tölu í útdrætti. # Mikill fjöldi vinninga! # Kínó er selt á öllum sölustöðum íslenskrar getspár (lottósölustöðum). # Útdregnar tölur birtar í Sjónvarpinu laust fyrir kl. 20:00. Upplýsingar um úrslit í símum 568 1511 og Grænu númeri 800 6511, Textavarpinu, Morgunblaöinu og DV. # Sölukerfinu lokað fyrir Kínó-sölu kl.19:00. Morgunblaðið/Júlíus FJÖLMENNI var á fundinum í Bústaða- og Fossvogshverfi. stígarnir væru á einkalóðum og éig- endur þeirra ættu að hugsa um þá. Hún spurði hvort þetta væri rétt. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur sagði að margir stígar í þessu hverfi væru á einkalóðum. Hins vegar bæri einnig að líta á það að í hverfinu væru almennt séð mjög margir stígar. Svar frá gatnamála- stjóra væri því að öllum líkindum rétt. Gerður Stefánsdóttir sagði að það þyrfti að gera göng undir Miklu- braut við Hvassaleitið. Börn þyrftu að fara yfir Miklubrautina á þessum stað til að sækja íþróttaæfingar hjá Fram. Göngin undir Miklubraut við Kringluna sagði hún vera ónothæf því til að fara þau þyrftu krakkarn- ir að fara yfir flókin slaufugatna- mót. lngibjörg svaraði því til að engin undirgöng væru fyrirhuguð þarna en tók vissulega undir áhyggj- ur Gerðar. Ollum væri ljóst að í hverfunum væru miklar umferða- ræðar eins og Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Grensásvegur og Bústaðavegurl sem GANGSTIGAR í Fossvogs- hverfi eru víða skakkir og skældir. erfitt gæti reynst að komast yfir og það væri vandamál þegar börn þyrftu að sækja yfir þær. Ríki frestaði heilsugæslustöð Fjóla Kristjánsdóttir spurði hve- nær Heilsugæslan, sem fyrirhuguð væri í Efstaleiti yrði byggð. Borgar- stjóri sagði að borgin byggði ekki heilsugæslustöðvar heldur ríki og nú hefði verið tekin ákvörðun um að fresta þessari framkvæmd á þessu ári. Þorsteinn Haraldsson spurði hvort og með hvaða hætti samstarf væri milli þingmanna og borgar um að sækja fram í hagsmunamálum borg- arbúa. Ingibjörg sagði að samstarf við þingmenn hefði ekki verið mikið en verið væri að vinna í því. Bréf hefði verið skrifað til allra átján þingmanna Reykjavíkur, þar sem boðið er að kynna þeim hvað sem þeir vilji um borgina vita og enn- fremur hefði þeim verið boðið á kynningarfund á miðvikudag [í dag] en ennþá hefðu aðeins um sjö þekkst boðið. UM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.