Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLABIÐ MIÐVIKUDAGUR 25$ OJÍTÓBER 1995 35 I I I I < < I I < | I I AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til foreldra ÞETTA bréf er til allra foreldra, einkum þó foreldra skólabarna. Þetta er sönn saga úr daglega lífinu og hefst eins og ævintýrin á - Einu sinni var lítil stúlka. Hún hét Lilja. Lilja var sjö ára þegar sagan gerðist og var að byrja í skóla. Hún þekkti alla stafina, en gat ekki ennþá kveðið að. Hún var svo ánægð með skólann sinn, þar var svo gaman og allir voru svo góðir við hana. Kennarinn henn- ar var ungur og elsku- legur. Lilja átti tvær vinkonur sem bjuggu í sömu götu og hún, þær voru líka sjö ára og að byija í skóla en þær voru ekki í sama bekk og Lilja. Foreldrar Lilju fylgdust spenntir með skólagöngu litlu stúlk- unnar sinnar, hún var svo skýr og skemmtileg, henni hlaut að ganga vel að læra. Fyrstu vikurnar þurfti ekki að spyrja Lilju um skólann. Fyrsta verk hennar þegar heim kom var að taka upp stafabókina sína og stafa fyrir mömmu. Þegar pabbi kom heim um kvöldið var líka staf- að fyrir hann. En eins og ykkur grunar ef til vill kom bráðlega babb í bátinn. Þegar komið var fram í október var Lilja hætt að taka upp bókina sína. Hún var heldur ekki lengur glöð þegar mamma og pabbi spurðu um skólann. „Það hlýtur að ama eitt- hvað að henni Lilju minni,“ sagði pabbi loks eitt kvöldið. „Já, ég hef tekið eftir því,“ sagði mamma, „hún er alveg hætt að sýna mér bækurn- ar sínar og svo segist hún ekkert eiga að læra heima. Það er eitthvað bogið við þetta.“ Til að gera langa sögu stutta varð endirinn sá að mamman gerð- ist leynilögreglumaður. Hún fór að tala við mæður hinna telpnanna í götunni, jafnaldra Lilju. Þá kom í ljós að þær áttu alltaf að læra heima. Þær voru staut- andi þegar skólinn byijaði og þeim hafði farið mikið fram þá tvo mánuði sem liðnir voru. Þær lærðu líka ljóð, voru farnar að skrifa skrifstafi og orðnar býsna sleipar í sam- lagningu. En Lilja átti ekkert að gera heima, kannski að skrifa stundum en aldrei að lesa enda var hún ekki enn farin að kveða að. Þetta var áfall fyrir móðurina, hún fann kaldan gustinn smjúga niður eftir bakinu þegar hún flýtti sér heim af fundi grann- kvenna sinna. Hún gat ekki sagt þeim frá áhyggjum sínum, það væri svo skammarlegt ef þær héldu að hún Lilja hennar væri einhver auli. Eiginmaðurinn tók tíðindunum Eina úrræðið er þjálfun, segir Helga Sigurjóns- dóttir, þjálfun og þolinmæði. með stóískri ró, hann var alltaf svo yfirvegaður en móðirin var gráti nær. „Já, en við verðum að gera eitthvað,“ sagði hún. „Ef Lilja hefur verið látin í tossabekk þá skal ég ná henni þaðan. Hún er enginn tossi, þú veist það sjálfur. Hún á heima í góðum bekk eins og hinar telpurnar, hún er ekkert síðri en þær.“ En pabbinn vildi ekki efast um óskeikulleik skólans. Hann vildi ekki tala við skólastjórann, það gæti bara orðið til hins verra, betra væri að bíða og sjá hveiju fram yndi. Kannski voru áhuygjur þeirra með öllu óþarfar, það var jú, svo margt breytt frá því að þau voru sjálf í barnaskóla. Aðrar kennsluað- ferðir t.d. „Nei, kona góð, við skul- um bíða og sjá hvað setur, skólinn veit áreiðanlega hvað er henni Lilju okkar fyrir bestu.“ Og þar með var málið útrætt af hans hálfu. Vinkonan ráðagóða Eins og í öllum góðum ævintýr- um er hjálpin næst þegar neyðin er stærst. Mamman átti ráðagóða vinkonu sem hún leitaði oft til þeg- ar á bjátaði. Vinkonan var við ald- ur, fyrrum kennslukona og Ijósmóð- ir, en hætt störfum. „Nú skalt þú fara og tala við sálfræðing og láta hann athuga Lilju,“ sagði konan ráðsnjalla er hún hafði hlýtt á mála- vöxtu. „Biddu hann að leggja fyrir hana greindarpróf og kanna þroska hennar. Síðan skaitu tala við kenn- arann, þú mátt samt ekki segja honum frá greindarprófinu. Ekki ennþá. Þú skalt spyija kennarann um Lilju og bekkinn í heild og heyra hvað honum fmnst um börnin. Komdu svo til mín aftur þegar þessu er lokið, þá skulum við ráða ráðum okkar.“ Mamman fór með telpuna til sálfræðings. Niðurstaða grein- ingarinnar var „góð meðalgreind og þroski í sumum þáttum langt yfir meðallagi“. Það var uppör- vandi. Hið sama varð ekki sagt um samtalið við kennarann. Grunur foreldranna hafði reynst réttur, Lilja var í lélegum bekk, hún var svo seinþroska, sagði kennarinn, eins og öll börnin í bekknum, að ákveðið hafði verið að bíða með að kenna þeim svo neinu næmi þar til þroskinn væri orðinn meiri. Eig- inlegt lestrarnám hæfist þess vegna ekki fyrr en eftir jól eða ekki fyrr en að hausti. „Þú hlýtur að skilja það, við verðum að bíða eftir þroskanum," sagði kennarinn um leið og þau kvöddust. Gamla kennslukonan lét sér samt ekki Helga Siguijónsdóttir bregða. „Þeir eru svona stundum þessir nýliðar og ef skólastjórinn er ekki því vitrari og reyndari er hætta á að illa fari. En vertu ró- leg, elskan mín, við skulum kenna Lilju það sem litlu vinkonurnar hennar eru að læra í „góða“ bekkn- um og sannaðu til, þá kemur þrosk- inn. Hann eflist nefnilega við átök eða hvað heldurðu að það gagnaði aflraunamanninum að æfa sig ekki neitt og bíða bara eftir kröftun- um.“ Svo var hafist handa. Mamman og vinkonan hjálpuðust að við að kenna Lilju. Sem betur fór var hún samvinnuþýð og gladdist innilega yfir eigin framförum. Hún var orð- in þokkalega læs í mars en auk þess búin að læra mörg Ijóð og byijuð að skrifa skrifstafi. Þá fór mamman á stúfana á ný, hvað sem pabbinn sagði, og talaði við skóla- stjórann. Hún vildi láta færa Lilju í annan bekk. Skólastjórinn brást illur við og neitaði. En mamman hafði tromp á hendi sem skólastjór- inn vissi ekki um, það var plaggið frá sálfræðingnum. Þegar skóla- stjórinn sá það var sigur unninn. Eftir fáa daga var Lilja komin í bekkinn til vinkvenna sinna úr göt- unni. Hún lauk grunnskólaprófi með viðhlítandi einkunnum, varð einn af verðlaunahöfunum á stúd- entsprófí og lauk sama ár 7. stigi í hljóðfæraleik. Lilja er núna í há- skólanámi. Eitt er nauðsynlegt Kæru foreldrar, ég segi ykkur þessa sögu af því að ennþá eru margar „Liljur“ í skólakerfinu okk- ar. Gamla kennslukonan hafði rétt fyrir sér, öll börn geta Iært en þau þurfa góða og nærfæma kennslu og sum lengri tíma en önnur. Ef hægt gengur má ekki missa móðinn og alls ekki slaka á kröfunum. Bið- in eftir þroska getur reynst afdrifa- rík. Þó að börnum sé ekki lengur raðað í bekki eftir lestrarkunnáttu sjö ára gömlum er enn ríkjandi fá- fræði - og jafnvel fordómar - um námshæfileika manna. Börnin sem nú yfirgefa grunnskólann með lé- legar einkunnir eru ekki illa gefin. Þau þurfa hins vegar, öllum börnum fremur, mikla og nákvæma kennslu (þjálfun) og geysilega mikla upp- örvun. Eg ætla að enda þetta bréf á nokkrum atriðum sem ég veit með vissu að eru sönn og geta skipt sköpum. Þið megið ekki undir nein- um kringumstæðum efast um námshæfileika bamsins ykkar. Barnið ykkar er lítið kraftaverk sem getur allt. Ef illa gengur er ástæð- an of lítil þjálfun en ekki greindar- skortur. Reynið sjálf að kenna bam- /inu og þjálfa það í einstökum náms- greinum, en ef það gengur illa reyn- ið þá að fá aðstoð í skólanum eða utan hans. Ef barnið ykkar hefur „fallið“ á grunnskólaprófi gefið þá ekki upp alla von. Það era til góð úrræði í nokkrum skólum og þau verða vonandi fleiri eftir því sem þekking eykst á mannlegum vits- munum. Einnig er hægt að leita til einkaaðlia sem aðstoða böm og unglinga í námi. Svokallaða les- blindu eða „dyslexíu" þarf ekki að hræðast. Börnin sem eru haldin þessum lítilvæga ágalla geta lært alveg eins og önnur böm. Þau þurfa hins vegar að æfa sig meira en hin. Eina úrræðið er nefnilega þjálf- un og aftur þjálfun. Lykilorðin era tími og þolinmæði. Oft hafa náms- erfiðleikar skapbresti í för með sér. Ef svo er, talið þá við aðra um málið og leitið ykkur aðstoðar, t.d. hjá sálfræðingum, kennuram eða námsráðgjöfum. Munið líka að þið eigið að gera kröfur til skólans. Honum ber að sjá til þess að börn og unglingar verði vel að sér í lög- boðnum námsgreinum. Sé lestur slakur þarf að þjálfa hann betur, sé stafsetning slæm þarf að kenna hana betur, sé reikningskunnátta í molum þarf að kenna reikning bet- ur. Séu starfsaðstæður í skólum slæmar þarf að bæta þær. Allt þetta er hægt að gera en það mun ekki gerast fyrr en ALLIR - kennarar og foreldrar, afar og ömmur, sér- fróðir og ósérfróðir - era orðnir þess fullvissir að öll heilbrigð börn geti náð góðum árangri i venjulegu skólanámi. Það er hið eina nauðsyn- lega. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. i I u < Alræðishyggja! ÞAÐ ER ljóst að al- ræðishyggja gömlu Sovétríkjanna er grunnur að hugmynda- fræði ESB og forstjóra þess. Bendi þar á for- ræðishyggju þeirra í utanríkismálum að- ildarþjóðanna! Er hætta á valdaráni? Fyrir nokkru heyrði ég útvarpserindi sem Sigurðar A. Magnús- son rithöfundur flutti, þar sem hann talaði um Evrópusamdandið. Með þessu erindi vakti nafni minn mig, til að tjá mig, um eitt og annað viðvíkjandi EES og ESB einræði. Ég leyfi mér að um- vefja sumt af því sem hann sagði með mínum vangaveltum. Þetta erindivakti óvenju sterkar minning- ar hjá mér frá árinu 1992 þegar þáverandi iðnaðarráðherra boðaði að flest væri miklu betra með EES- aðild og miðstýringu ESB og þar með væri nauðsyn á fjöldauppsögn- um og breytingu á rafmagnseftirliti í landinu. „Þótt ríkistjórnir aðildar- ríkjanna hafi í orði kveðnu stjórn á hinu viðamikla miðstýringarbákni, þá er það í reynd svo, að ríflega 20.000 embættismenn, „sem ekki hafa verið kjörnir til verkefna sinna i lýðræðislegum kosningum", hafa töglin og hagldimar og móta bæði stefnu og dagleg störf sambands- ins“.“ Enda virðist þeim fjölga eins og framum í krabbameinsæxli. Til dæmis má vísa til "„Frétta Evrópu“, á 16. síðu Morgunblaðlins frá 24. ágúst siðastliðnum, en sú grein fjallar um áform um að ESB hafi forræði í utanríkismál- um aðildarþjóðanna. Þessi alræðishyggja ESB-mannanna er í takt við „skref fyrir skref“ aðferðina til að ná yfirráðum yfir stjómum aðildarland- anna smátt og smátt, og er þó hætt við að ráðherrar í ríkisstjóm- um ESB-landanna verði tengdir við stjóm- strengi frá Brussel. Þetta má ekki verða, að þeir kom- ist með tæmar á okkar strönd, þvi þá tapar þjóðin endanlega sjálf- stæði sínu, og það þegar minnst varir. Launamisrétti á íslandi, 50-föld laun? Svo sagði í erindi S.A.M.: „Launamisrétti á íslandi er vissu- lega alvarleg meinsemd þar sem sumir eru með 16-falt hærri laun en hjá þeim verkakonum, sem hæst launaðar eru, samt eru þetta smá- munir hjá því sem tíðkast í Evrópu- sambandinu þar sem 50- til 60-föld laun forstjóra, miðað við almennan launþega eru hreint ekki óalgeng.“ Verkalýðshreyfingin! Enn vitna ég til orða S.A.M.: „Og það sem er öllu ískyggilegra, er að nú „rær“ forstjóraveldið að því öllum áram í nafni hinnar ginn- Sigurður Magnússon heilögu samkeppni að gera verka- lýðshreyfínguná áhrifalausa og af- nema lágmarkslaun, þannig að það geti haft sína hentisemi með launa- kjör lágstéttanna." Eftirtektarvert er að á skömmu tímabili gera tveir „vitrir" menn forstjóraveldið að umtalsefni, þar sem í grein Jóns Steinars Gunnlaugsonar hæstarétt- arlögmanns i Morgunblaðinu 24. ágúst síðast liðinn má skilja ýmis- legt. Það læt ég lesendum greinar- innar eftir, því hver og einn skilur eftir sínu viti. Svikin loforð! Já, margt er eftirtektarvert, sem Sigurður A. Magnússon segir. Þetta erindi vakti rhig sérstaklega til umhugsunar um hvernig staðið var að breytingum á Rafmagnseftirliti ríkisins sem hófust 1992 þegar al- þýðuflokksgengið réð í iðnaðar- ráðuneytinu. Breytingum sem gerð- ar voru til að „íslenskt“ rafmagns- eftirlit væri eftir upphugsuðum nót- um hugmyndafræðinga íslenskra stjórnvalda vegna EES- aðildar sem þá var fyrirhuguð. Mig langar að minna á, nú þegar brátt eru liðin þijú ár frá því að meirihluta starfs- fólks Rafmagriseftirlits ríkisins var sagt upp störfum, jafnvel eftir ára- tuga starf, var því lofað aðstoð við að finna vinnu við hæfi. Það stóð ekki á að hugmyndafræðingarnir lofuðu öllu fögru með að útvega fólki ný störf, á meðan þeir Iosuðu sig við starfskraftana, „en þau lof- orð hafa í engu verið efnd“. Andlegt böl! Atvinnuleysi er böl sem greini- lega stofnar lífsafkomu fólks í hættu. Þetta er staðreynd, sem er sjáanleg í dag þegar margir hafa verið atvinnulausir síðan EES- gengið tók til við að drepa lífsvilja og framtíðarvonir fólksins, vonir Atvinnuleysi er böl, seg- ir Sigurður Magnús- son, og það stofnar lífs- afkomu fólks í hættu. sem byggðar voru á löngu starfi. En þetta fólk var í vegi fyrir tilraun þeirra. Tilraunum sem byggðust á fyrirfram gefinni hugmyndafræði Alþýðuflokksins. Nú í dag er ljóst að stjómvöld, (það eru sömu menn við störf í ráðu- neytinu þótt ráðherraskipti hafi orð- ið), hafa ekki staðið við gefin loforð og taka ekki tillit til sálarheilsu eða afkomu fólks eins og sjá má af vanefndum þeirra gagnvart þeim sem látnir vora hrynja, miskunnar- laust af fórnartré breytinganna vegna trúar sumra þeirra á EES. Það trúir hver sínu, en reynslan lýgur ekki. Hver er ábyrgur? Hugmyndafræðin frá Brassel um alræði embættismanna á sér hlið- stæður hér á íslandi. Því er spurn- ingin, eru þessir vernduðu forsvars- menn ráðuneytanna ábyrgðarlaus- ir? Geta þeir í skjóli embætta sinna ráðskast með líf fólks eftir hentug- leikum hugmyndafræðinnar sem ríkir í það og það skiptið í skrifstof- um þeirra? Hver verða mannréttindi Islendinga við fulla aðild að ESB? Nú segja sumir, að hættan sé engin þar sem við erum ekki komin í ESB. Þetta er rétt út af fyrir sig en þar sem skref fyrir skref aðferð- inni er beitt, er hætt við að þjóðin vakni upp einn hörmungardaginn, við að hafa verið hneppt í fjötra ESB-alræðisins! Höfundur cr fv. yfirrafmagns- eftirlitsmaður EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSK TEPPI BMÍRlt JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. MEG frá ABET UTANÁHÚS PVDIQI IPP lAMni co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavik - sími 553 8640 GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.750 MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.