Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 56
 V í K L§TT# alltaf á Miövikudögami MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þey bjargað á þurrt RÖÐ tilviljana varð til þess að það tókst að bjarga gæðingnum Þey frá Borgarnesi upp úr skurði í Mosfellsdal. Maður sem var að leita að týndum hesti í dalnum rambaði af hreinni til- viljun á Þey. Sett voru bönd á hestinn og reynt að ná honum upp með handafli en þegar það tókst ekki var náð í dráttarvél og lánaðist þá að ná Þey á þurrt. ■ Röð tilviIjana/5 Vetur konungur gengur heldur snemma í garð Á níunda tug íbúa rýmdu hús sín Á NÍUNDA tug íbúa í Hnífsdal, á ísafirði og Flateyri yfirgáfu heimili sín vegna snjóflóðahættu í gær- kvöldi. Langflestir gistu hjá vinum og ættingjum. Aðrir fengu inni í Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði. Slæmt veður veldur mörgum ugg fyrir vestan og þykir vetur konungur ganga heldur snemma í garð. Þak- plötur fuku af þökum og bíll fauk til í ofsaveðri á Siglufírði í gærkvöldi. Almannavamanefnd ísafjarðar kom saman til fundar síðdegis í gær. Á fundinum var ákveðið að rýma flórtán íbúðarhús við Smára- teig, Fitjateig og Heimabæ 3, 4 og 5 í Hnífsdal og einbýlishúsin Græna- garð og Seljaland á ísafirði. Öll umferð um hesthúsasvæðið við Búð- artún í Hnífsdal, söluskálann Brúar- nesti og Steiniðjuna á ísafirði var bönnuð. Á sjötta tug íbúa býr í hús- unum. Hvassviðri án mikillar ofankomu var á Isafirði í gærdag. Ofankoma jókst með meiri vindhraða um kvöld- ið. Veðurspá gerði ráð fyrir 10 til 12 vindstigum liðna nótt og í dag. Menn vestra eru því í viðbragðs- stöðu. Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps og starfandi sveitar- stjóri, sagði að almannavarnamefnd hefði ákveðið að rýma öll íbúðarhús við Ólafstún og Goðatún 14 á fundi sínum í gærkvöldi. Hún sagði að ekki hefði verið hægt annað en að taka ákvörðun um að rýma húsin í ljósi þess að snjóflóð hefðu verið að falla víða á Vestfjörðum. Um 30 íbú- ar eru í húsunum og gistu þeir hjá ættingjum og vinum. Almannavarna- nefnd ákvað að koma aftur saman kl. 9 í morgun. Ekki ástæða til aðgerða í Súðavík Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að Almannavarna- nefnd Súðavíkur hefði ekki talið ástæðu til aðgerða að svo stöddu. „Það er hvöss norðaustanátt hér en lítill snjór í hlíðinni fyrir ofan þorpið og því teljum við ekki ástæðu til að rýma hús að svo stöddu. Við munum fylgjast vel með veðri í nótt og koma saman til fundar um leið og þurfa þykir,“ sagði hann. ■ Þakplötur fuku/2 BETUR fór en á horfðist Morgunblaðið/RAX þegar hópferðabifreið full af ungmennum rann út af veginum í Kjósinni í illviðrinu í gær. Rútan var strax dregin upp og hélt áfram ferð sinni. Skip Evrópusambandsríkja ná litlu sem engu af karfakvóta sínum við ísland Samið um að stækka - veiðisvæði ESB-skipa ÍSLAND og Evrópusambandið sömdu um það á viðræðufundi í Reykjavík í gær að stækka veiði- svæði skipa frá Evrópusambandinu fyrir suðaust- an landið. Útgerðarmenn skipa frá ESB, sem gerðu út á karfa við Island í fyrra, hafa kvartað um að erfitt sé að ná kvótanum. Samið var um 3.000 tonna karfakvóta ESB í íslenzkri lögsögu gegn 30.000 tonna loðnukvóta Isiendinga við Grænland, samhliða gerð samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið. í samn- ingnum eru sett mörg og ýtarleg skilyrði um karfaveiðarnar. Þannig mega skip ESB aðeins veiða á tveimur svæðum fyrir suðvestan og suð- austan landið. Aðeins mega átján skip hafa veiði- leyfi í íslenzkri lögsögu ár hvert og þar af mega fimm vera á veiðum hverju sinni. Skipin verða að hafa íslenzkan eftirlitsmann um borð, þau mega ekki veiða annað en karfa í túrnum, ekki má taka hausinn af karfanum, landa verður í p*. ákveðnum höfnum o.fl. í samningunum eru ákvæði um árlegar við- ræður samningsaðila á borð við þær, sem nú hafa farið fram í Reykjavík, og um að séu ein- hver atriði samningsins erfið í framkvæmd eða óhagkvæmt reynist að veiða karfann á hinum ákveðnu veiðisvæðum, megi endurskoða samn- ingana. ESB vildi rýmkuð skilyrði Af hálfu Evrópusambandsins var lögð fram á fundinum skýrsla, sem Þjóðverjar hafa tekið sam- an vegna karfaveiða þýzkra skipa við ísland í fyrra, en það var fyrsta árið sem samningurinn um gagnkvæmar veiðiheimildir var í gildi. Þijú skip reyndu þá fyrir sér, en fengu samtals aðeins 110-120 tonn af karfa. Auk þýzkra skipa hafa frönsk, brezk og belgísk skip fengið karfakvóta við ísland. Þýzkir útgerðarmenn töldu ekki svara kostnaði að senda skip aftur á íslandsmið í ár og hafa skip frá hinum ríkjunum þremur ekki reynt fyrir sér heldur. Evrópusambandið óskaði á fundinum eftir því að ýmis skilyrði fyrir veiðunum yrðu rýmkuð. Niðurstaðan varð hins vegar að lokum sú að stækka suðaustursvæðið til austurs og norðaustur um 10-20 sjómílur, að sögn Kristjáns Ska.rphéð- inssonar, sjávarútvegsfulltrúa í sendiráði íslands í Brussel, sem tók þátt í viðræðunum. Loðnukvótinn ekki kláraður Kristján segist þeirrar skoðunar að Evrópusam- bandið sé sátt við breytinguna og að einhver skip þaðan muni reyna fyrir sér að nýju á næsta ári. Líklegt sé að þýzku skipin reyni þá að veiða í flottroll, likt og stór hluti íslenzkra skipa á karfa- veiðum, en í fyrra hafi Þjóðveijarnir notað botn- vörpu. Loðnukvóti sá, sem Islendingar fengu í græn- lenzkri lögsögu á móti karfakvótanum, hefur ekki orðið til að auka loðnuveiðar íslendinga frá því fiskveiðisamningurinn gekk í gildi í bytjun seinasta árs, enda hafa íslenzk skip ekki fullnýtt þann kvóta, sem stjórnvöld gefa út. Fylgst með veikum sjómanni LANDHELGISGÆ SLUNNI barst beiðni í gær um að sækja veikan sjómann um borð í eist- neskan togara sem staddur var 300 sjómílur suðvestur af land- inu. Vont veður var á þessum slóðum og tvísýnt talið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar af stað í myrkri. Talið er að mað- urinn hafi fengið snert af heila- blóðfalli. Togarinn er á leið til lands og fylgdust starfsmenn Landhelgisgæslunnar með tíðan sjómannsins í gærkvöldi. Ók á kyrr- stæða bíla KONA á fimmtugsaldri ók bíl sínum á fjóra kyrrstæða bíla á Gunnarsbraut við Kjartansgötu í gær. Síðan ók hún bílnum á umferðarmerki og lauk öku- ferðinni á fimm metra stein- vegg við Gunnarsbraut 32. Ökumaðurinn náðist og er hann grunaður um að hafa verið ölv- aður undir stýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.