Morgunblaðið - 25.10.1995, Side 56

Morgunblaðið - 25.10.1995, Side 56
 V í K L§TT# alltaf á Miövikudögami MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þey bjargað á þurrt RÖÐ tilviljana varð til þess að það tókst að bjarga gæðingnum Þey frá Borgarnesi upp úr skurði í Mosfellsdal. Maður sem var að leita að týndum hesti í dalnum rambaði af hreinni til- viljun á Þey. Sett voru bönd á hestinn og reynt að ná honum upp með handafli en þegar það tókst ekki var náð í dráttarvél og lánaðist þá að ná Þey á þurrt. ■ Röð tilviIjana/5 Vetur konungur gengur heldur snemma í garð Á níunda tug íbúa rýmdu hús sín Á NÍUNDA tug íbúa í Hnífsdal, á ísafirði og Flateyri yfirgáfu heimili sín vegna snjóflóðahættu í gær- kvöldi. Langflestir gistu hjá vinum og ættingjum. Aðrir fengu inni í Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði. Slæmt veður veldur mörgum ugg fyrir vestan og þykir vetur konungur ganga heldur snemma í garð. Þak- plötur fuku af þökum og bíll fauk til í ofsaveðri á Siglufírði í gærkvöldi. Almannavamanefnd ísafjarðar kom saman til fundar síðdegis í gær. Á fundinum var ákveðið að rýma flórtán íbúðarhús við Smára- teig, Fitjateig og Heimabæ 3, 4 og 5 í Hnífsdal og einbýlishúsin Græna- garð og Seljaland á ísafirði. Öll umferð um hesthúsasvæðið við Búð- artún í Hnífsdal, söluskálann Brúar- nesti og Steiniðjuna á ísafirði var bönnuð. Á sjötta tug íbúa býr í hús- unum. Hvassviðri án mikillar ofankomu var á Isafirði í gærdag. Ofankoma jókst með meiri vindhraða um kvöld- ið. Veðurspá gerði ráð fyrir 10 til 12 vindstigum liðna nótt og í dag. Menn vestra eru því í viðbragðs- stöðu. Magnea Guðmundsdóttir, oddviti Flateyrarhrepps og starfandi sveitar- stjóri, sagði að almannavarnamefnd hefði ákveðið að rýma öll íbúðarhús við Ólafstún og Goðatún 14 á fundi sínum í gærkvöldi. Hún sagði að ekki hefði verið hægt annað en að taka ákvörðun um að rýma húsin í ljósi þess að snjóflóð hefðu verið að falla víða á Vestfjörðum. Um 30 íbú- ar eru í húsunum og gistu þeir hjá ættingjum og vinum. Almannavarna- nefnd ákvað að koma aftur saman kl. 9 í morgun. Ekki ástæða til aðgerða í Súðavík Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að Almannavarna- nefnd Súðavíkur hefði ekki talið ástæðu til aðgerða að svo stöddu. „Það er hvöss norðaustanátt hér en lítill snjór í hlíðinni fyrir ofan þorpið og því teljum við ekki ástæðu til að rýma hús að svo stöddu. Við munum fylgjast vel með veðri í nótt og koma saman til fundar um leið og þurfa þykir,“ sagði hann. ■ Þakplötur fuku/2 BETUR fór en á horfðist Morgunblaðið/RAX þegar hópferðabifreið full af ungmennum rann út af veginum í Kjósinni í illviðrinu í gær. Rútan var strax dregin upp og hélt áfram ferð sinni. Skip Evrópusambandsríkja ná litlu sem engu af karfakvóta sínum við ísland Samið um að stækka - veiðisvæði ESB-skipa ÍSLAND og Evrópusambandið sömdu um það á viðræðufundi í Reykjavík í gær að stækka veiði- svæði skipa frá Evrópusambandinu fyrir suðaust- an landið. Útgerðarmenn skipa frá ESB, sem gerðu út á karfa við Island í fyrra, hafa kvartað um að erfitt sé að ná kvótanum. Samið var um 3.000 tonna karfakvóta ESB í íslenzkri lögsögu gegn 30.000 tonna loðnukvóta Isiendinga við Grænland, samhliða gerð samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæðið. í samn- ingnum eru sett mörg og ýtarleg skilyrði um karfaveiðarnar. Þannig mega skip ESB aðeins veiða á tveimur svæðum fyrir suðvestan og suð- austan landið. Aðeins mega átján skip hafa veiði- leyfi í íslenzkri lögsögu ár hvert og þar af mega fimm vera á veiðum hverju sinni. Skipin verða að hafa íslenzkan eftirlitsmann um borð, þau mega ekki veiða annað en karfa í túrnum, ekki má taka hausinn af karfanum, landa verður í p*. ákveðnum höfnum o.fl. í samningunum eru ákvæði um árlegar við- ræður samningsaðila á borð við þær, sem nú hafa farið fram í Reykjavík, og um að séu ein- hver atriði samningsins erfið í framkvæmd eða óhagkvæmt reynist að veiða karfann á hinum ákveðnu veiðisvæðum, megi endurskoða samn- ingana. ESB vildi rýmkuð skilyrði Af hálfu Evrópusambandsins var lögð fram á fundinum skýrsla, sem Þjóðverjar hafa tekið sam- an vegna karfaveiða þýzkra skipa við ísland í fyrra, en það var fyrsta árið sem samningurinn um gagnkvæmar veiðiheimildir var í gildi. Þijú skip reyndu þá fyrir sér, en fengu samtals aðeins 110-120 tonn af karfa. Auk þýzkra skipa hafa frönsk, brezk og belgísk skip fengið karfakvóta við ísland. Þýzkir útgerðarmenn töldu ekki svara kostnaði að senda skip aftur á íslandsmið í ár og hafa skip frá hinum ríkjunum þremur ekki reynt fyrir sér heldur. Evrópusambandið óskaði á fundinum eftir því að ýmis skilyrði fyrir veiðunum yrðu rýmkuð. Niðurstaðan varð hins vegar að lokum sú að stækka suðaustursvæðið til austurs og norðaustur um 10-20 sjómílur, að sögn Kristjáns Ska.rphéð- inssonar, sjávarútvegsfulltrúa í sendiráði íslands í Brussel, sem tók þátt í viðræðunum. Loðnukvótinn ekki kláraður Kristján segist þeirrar skoðunar að Evrópusam- bandið sé sátt við breytinguna og að einhver skip þaðan muni reyna fyrir sér að nýju á næsta ári. Líklegt sé að þýzku skipin reyni þá að veiða í flottroll, likt og stór hluti íslenzkra skipa á karfa- veiðum, en í fyrra hafi Þjóðveijarnir notað botn- vörpu. Loðnukvóti sá, sem Islendingar fengu í græn- lenzkri lögsögu á móti karfakvótanum, hefur ekki orðið til að auka loðnuveiðar íslendinga frá því fiskveiðisamningurinn gekk í gildi í bytjun seinasta árs, enda hafa íslenzk skip ekki fullnýtt þann kvóta, sem stjórnvöld gefa út. Fylgst með veikum sjómanni LANDHELGISGÆ SLUNNI barst beiðni í gær um að sækja veikan sjómann um borð í eist- neskan togara sem staddur var 300 sjómílur suðvestur af land- inu. Vont veður var á þessum slóðum og tvísýnt talið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar af stað í myrkri. Talið er að mað- urinn hafi fengið snert af heila- blóðfalli. Togarinn er á leið til lands og fylgdust starfsmenn Landhelgisgæslunnar með tíðan sjómannsins í gærkvöldi. Ók á kyrr- stæða bíla KONA á fimmtugsaldri ók bíl sínum á fjóra kyrrstæða bíla á Gunnarsbraut við Kjartansgötu í gær. Síðan ók hún bílnum á umferðarmerki og lauk öku- ferðinni á fimm metra stein- vegg við Gunnarsbraut 32. Ökumaðurinn náðist og er hann grunaður um að hafa verið ölv- aður undir stýri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.