Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Brotaj árnsmóttaka
í landi Krossaness
10 sækja um
sviðsstjóra
TÍU umsóknir bárust um stöðu
sviðsstjóra félags- og fræðslu-
sviðs Akureyrar, félagsmála-
stjóra, en umsóknarfrestur er nú
runninn út.
Þeir sem sóttu um starfið eru;
Arnar Sverrisson, Árskógs-
hreppi, Áskell Öm Kárason,
Kópavogi, Baldur Dýrfjörð, Ak-
ureyri, Björn Þórleifsson, Akur-
eyri, Dögg Káradóttir, Reykja-
vík, Guðrún Frímannsdóttir,
Noregi, Gunnar Frímannsson,
Akureyri, Halldór S. Guðmunds-
son, Dalvík, Sturla Kristjánsson,
Akureyri og Valgerður Magnús-
dóttir, Akureyri. Jón Bjömsson
sem gegnt hefur starfinu hættir
15. nóvember næstkomandi.
BÚIÐ er að setja upp brotajárns-
móttöku í landi Krossaness og
er þegar byijað að taka við
brotajámi þar, en móttakan hef-
ur þó ekki verið opnuð formlega.
Guðmundur Guðlaugsson, yf-
irverkfræðingur ARureyrarbæj-
ar, sagði að verkið hefði verið
boðið út í vor og var lokið við
að útbúa svæðið um miðjan síð-
asta mánuð. Síðan hefur verið
unnið að ýmsum verkefnum eins
og lagningu síma, rafmagns og
vatns að starfsmannaaðstöðu.
Aðeins vantar nú að setja upp
lýsingu á svæðið til að það teljist
fullklárað.
Gert er ráð fyrir að sögn Guð-
mundar að móttakan verði opin
hluta úr degi nokkra daga vik-
unnar. Sorpeyðing Eyjafjarðar
bs. setti upp brotajárnamóttök-
una, en Gámaþjónustan hefur séð
um reksturinn. Tekið verður á
móti öllu brotajárni og það síðan
flutt suður til Reykjavíkur. Hægt
er að bijóta niður bílflök og
ýmis heimilistæki á svæðinu en
pressa í eigu Hringrásar er á
svæðinu.
„Það er stórkostleg bót að því
að koma upp þessari brota-
járnsmóttöku,“ sagði Guðmund-
ur.
MorgunDlaöiö/Knstjan
MIKIL bót þykir að brotajárnsmóttöku i landi Krossaness sem væntanlega
verður formlega opnuð innan tíðar.
Sala hlutabréfa í Krossanesi
rædd í bæjarstjórn
Fullnægjandi
tilboð enn
ekki borist
SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði
eftir því á fundi bæjarstjómar
Akureyrar í gær að bæjarstjóri
upplýsti bæjarfulltrúa um stöðu
mála varðandi sölu á hlutabréfum
bæjarins í Krossanesi. Jakob
Björnsson bæjarstjóri hefur átt í
viðræðum m.a. við forsvarsmenn
fóðurverksmiðjunnar Laxár um
kaup á verksmiðjunni.
Best að selja á almennum
markaði
Sigurður sagði að Akureyrar-
bær væri einn stærsti eigandi
Laxár með rúmlega 30% eignar-
hlut og bærinn ætti Krossanes-
verksmiðjuna. Nefndi Sigurður
að á síðasta ári þegar rætt hefði
verið um sölu á hlutabréfum bæj-
arins í fyrirtækinu hefðu verið
sett þijú meginmarkmið sem nást
áttu með sölunni; að eðlilegt sölu-
verð fengist fyrir bréfin, að hægt
væri að losna við bæjarábyrgðir
sem á fyrirtækinu hvíldu og að
starfsemi þess í bænum yrði
áfram tryggð. Hann spurði bæjar-
stjóra hvort þessi skilyrði væru
A
Islandsbanki
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
ÁKVEÐIÐ er að íslandsbanki opni
útibú í Mývatnssveit í nóvember.
Hefur bankinn fengið leigt hús-
næði í Hótel Reynihlíð.
Búið er að ráða tvo starfsmenn
uppfyllt af hálfu Laxár. „Eg er
ekki á móti því að eignarhluti
bæjarins í Krossanesi verði seldur
að uppfylltum þessum skilyrðum,
en best held ég að sé að selja
hlutabréfin á almennum mark-
aði,“ sagði Sigurður.
Sigríður Stefánsdóttir Alþýðu-
bandalagi óskaði eftir að málið
yrði rætt í bæjarráði, það væru
óskynsamleg vinnubrögð að upp-
lýsa bæjarfulltrúa ekki um gang
mála. í þessu tilfelli væri fyrir-
tæki sem að stórum hluta væri í
eigu bæjarins að kaupa annað
fyrirtæki sem einnig væri í eigu
bæjarins.
Jakob Björnsson bæjarstjóri
sagði að áðurnefnd þijú skilyrði
sem sett voru fyrir sölu á fyrir-
tækinu væru enn í fullu gildi. Enn
sem komið væri hefðu tilboð í
verksmiðjuna sem uppfylltu þau
öll ekki borist. Hann vísaði á bug
gagnrýni um að bæjarráð fengi
ekki að fylgjast með gangi mála,
viðræður væru bara ekki langt
komnar. Um leið og línur skýrð-
ust myndi það verða tekið til
umfjöllunar í ráðinu.
opnar útibú
héðan úr sveitinni. Gert er ráð
fyrir að útibúið verði opið frá kl.
12.00 til 16.00, átta mánuði ársins
en allan daginn yfir sumarmánuð-
ina.
I
Vinna við endurskoðun aðalskipulags Akureyrarbæjar stendur nú yfir
Áhersla lögð á
umhverfisþáttinn
ENDURSKOÐUN aðalskipulags Akureyrar
stendur nú yfir en samkvæmt skipulagslögum
skal slík endurskoðun fara fram á fimm ára
fresti. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð
á svokölluð græn svæði og er stefnt að út-
gáfu á umhverfis- og útivistarkorti, þar sem
gerð er grein fyrir notkun og skipulagi þeirra
svæða.
Allir þættir aðalskipulagsins eru til skoð-
unar en umhverfísþátturinn sérstaklega og
er vilji til þess að Akureyri verði skilgreindur
sem grænn bær. Þau svæði sem eru í sér-
stakri skoðun ná frá ósum Eyjafjarðarár að
sunnan, gegnum Kjarnaskóg og áfram fyrir
ofan bæinn, að Krossanesborgum í norðri.
Þar er gert ráð fyrir blöndu af skógi, útivist-
arsvæði, beitarlandi, göngustígum og reið-
leiðum, svo eitthvað sé nefnt.
Nýjar aðferðir
Við þessa endurskoðun eru notaðar nýjar
aðferðir, sem fyrst og fremst snúa að því
að allir þeir sem að verkinu koma, setji sér
skýr markmið og vinni þannig að einstökum
málaflokkum að þeir sjái heildarmyndina um
leið. Sérhver nefnd í bæjarkerfinu hefur því
hlutverki að gegna í að ná þeim megin-
markmiðum sem samþykkt verður að setja
fram í aðalskipulaginu.
Lagfæringar á strandlengjunni
Framtíð göngugötunnar er einnig í skoðun
hjá skipulagsdeild Akureyrarbæjar en flestir
eru sammála um að ástandið þar sé ekki
nógu gott. Hvort sem bílaumférð verður leyfð
á ný í götunni eða ekki, er ljóst að eitthvað
þarf að gera og er það mál í skoðun.
Þá er hafín undirbúningsvinna að lagfær-
ingum og endurbótum á strandlengjunni frá
Strandgötu að Leiruvegi og áfram suður
undir flugvallarafleggjara. Þar er gert ráð
fyrir göngustíg, með áningastöðum á leiðinni.
Lagfæringum á strandlengjunni með
Strandgötunni er nýlega lokið og þar þykir
hafa vel tekist til.
Morgunblaðið/Kristján
FRAMKVÆMDUM við strandlengjuna
við Strandgötu er nánast lokið og þar
þykir hafa tekist vel til. Nú er hafin
undirbúningsvinna að lagfæringum og
endurbótum á strandlengjunni frá
Strandgötu og suður undir flugvallar-
afleggjara.
Nýtt deiliskipulag vöruhafnarinnar er í
auglýsingu en þar hafa bæði Eimskipafélag
íslands og Flutningamiðstöð Norðurlands
sótt um lóðir fyrir starfsemi sína. Svæðið sem
um ræðir, er austan Hjalteyrargötu og sunn-
an Silfurtanga og er athugasemdafrestur til
24. nóvember nk.
Naustahverfi næsti áfangi
Svokallað Naustahverfi, svæðið á milli
Verkmenntaskólans og Kjarnaskógar, vestan
Kirkjugarða, er næsti áfangi fyrir bygginga-
lóðir, eftir að Giljahverfi er fullbyggt. Hug-
myndir eru uppi um að efna til samkeppni
um deiliskipulag þess svæðis. Þar er gert ráð
fyrir um 2.100 íbúðum, með á milli 6-7 þús-
und íbúum. Er talið að heildarkostnaður við
uppbyggingu svæðisins sé á milli 15 og 20
milljarðar króna. Ekki er þó gert ráð fyrir
að þar hefjist byggingaframkvæmdir fyrr en
um aldamót.
Póstur og sími vill byggja
Póstur og sími hefur sýnt áhuga á að
byggja upp þjónustu á svokölluðu miðsvæði
í Glerárþorpi. Svæðið liggur með Hlíðar-
braut, neðan við fjölbýlishús Félags aldraða
við Lindarsíðu og þar er gert ráð fyrir blönd-
uðum búskap, þ.e, bæði þjónustukjarna og
íbúðum. Ekki hafa verið settar ákveðnar
tímasetningar varðandi skipulag svæðisins
en fullvíst má telja að íbúar í Þorpinu bíði
spenntir eftir framvindu mála varðandi hug-
myndir Pósts og síma. Samkvæmt skipulagi
er gert ráð fyrir 750 íbúðum og um 2.000
íbúum í fullbyggðu Giljahverfi. Þar hafa að-
eins verið byggðar um 150 íbúðir. í ágúst
sl. var búið að úthluta lóðum fyrir 120 íbúð-
ir til viðbótar, sem þó ekki var hafist handa
við að byggja og þá á enn eftir að úthluta
lóðum fyrir um 470 íbúðir í hverfinu.
. Reiknað er með að Giljahverfið verði full-
byggt í kringum aldamót og í framhaldi af
því verður farið að byggja í Naustahverfi,
gangi þær áætlanir eftir sem nú eru uppi.
Enginn skortur
á byggingalóðum
Það er því enginn skortur á byggingaióðum
á Akureyri, því auk Giljahverfis eru sam-
kvæmt aðalskipulagi nokkrir óbyggðir bygg-
ingareitir í bænum. Má þar nefna svæði við
Verkmenntaskólann, við Fjórðungssjúkra- ,
húsið og vestan Kringlumýrar.
Gífurlegur áhugi var fyrir byggingalóðum
sunnan Hjarðalundar og sóttu um 80 aðilar
um þær 30 lóðir sem í boði voru í vor. Er í
athugun að auka framboð af lóðum á því
svæði.
Þessa dagana er- að renna út frestur til
að gera athugasemdir við breytingar á aðal-
skipulagi Höepfnerssvæðis. Breytingin felur
í sér að vesturhluti svæðisins, sem nú er
skipulagt sem svæði fyrir almenna atvinnu-
starfsemi, verði skilgreindur sem svæði með
blandaðri landnotkun, þ.e. verslunar-, þjón-
ustu- og íbúðarsvæði.
Fleiri íbúðir á
Höepfnersvæðinu
Tilefni breytingarinnar er umsókn frá hús-
næðissamvinnufélaginu Búseta um lóð við
Hafnarstræti 24 fyrir fjölbýlishús. Höepfners-
svæðið er hluti af íbúðabyggð í Innbæ og í
nálægð við miðbæinn. Það þykir því henta
vel fyrir íbúðarhús og gefa kost á þéttingu
byggðar og þar er gert ráð fyrir 12-15 nýjum
íbúðum.