Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR BRYNDIS BJORGVINSDÓTTIR 00 + Bryndís Rún Björgvinsdóttir fæddist 25. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést í Landspít- alanum 15. október síðastliðinn. Móðir Bryndísar heitir Ás- laug Theódórsdóttir og faðir hennar hét Björgvin Laufdal Stefánsson, hann lést árið 1937. Bryndís ólst upp hjá móður sinni og fóstra, Júlíusi Alex- ander Hjálmarssyni, á Þórkötlustöðum í Grindavík. Systkini Bryndísar eru Helgi Theódór Andersen, f. 15. maí 1933, og Hjálmar Júlíusson, f. 4. nóvember 1937. Hinn 26. desember 1955 giftist Bryndís Gunnari Erlendi Bjarnasyni f. 14. ágúst 1983. Áslaug Gunnarsdóttir, f. 25. maí 1964, sambýlismaður Þröstur Guðnason, barn þeirra er Bergþór, f. 5. apríl 1993. Útför Bryndísar fer fram í dag frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst athöfnin kl. 15. ÞAÐ ER komið að kveðjustund. Binna, eins og við kölluðm hana, er kvödd í dag og þökkum við fyrir samfylgd í 40 ár. Nú er hún hjá , Gunnari aftur og allar þrautir að baki. Það leitar margt á hugann eftir 40 ára samfylgd, því það var mikill samgangur milli heimilanna þennan tíma, þar sem Gunnar og Binna voru bæði vinir okkar hjón- ana og margt sameiginlegt. Eins og þegar við Binna, ungar konur með fyrstu bömin okkar, fórum mánaðarlega til Reykjavíkur, bara til að skoða og ganga, en ekki endilega til að versla. Þær hrannast upp minningamar sem við eigum og geymum með okkur. Við hjónin viljum þakka samver- una þennan tíma sem okkur var gefin með þér. Megi góður Guð blessa minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður og Sverrir. ALDARMINNING EINAR BJORN SIGURÐSSON SpSl! húsasmíðameistara frá Hafnarfirði, f. 11. nóvember 1922, d. 14. ágúst 1990. -1- Einar Björn • Sigurðsson var fæddur 25. október 1895 í Pétursborg í lÉHIr ^ M Þau bjuggu allan Seyðisfirði. Hann V sinn búskap í Hafn- lést 14. nóvember -3T Kr 'J íwm arfirði. Bryndís 1964. Foreldrar eignaðist tvö börn, hans voru: Ingi- , il! Erlend Gunnar björg Björnsdóttir plSIPp ~**«*$}? Jgg Gunnarsson, f. 3. Einarssonar frá fePí’'Í ; febrúar 1955, Kirkjubæ i Vest- WL HHlr kvæntur Andreu mannaeyjum og Olafsdóttur, börn Sigurður Vigfússon ¥ 8m þeirra eru Selma frá Hofi í Austur- JijpF 1 JÉiiri Kristín, f. 25. apríl Skaftafellssýslu, ir:t 1977, og Gunnar. sjómaður og Iand- í? §sli!lÉ 1 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JAKOBSSON frá Patreksfirði, síðasttil heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 23. október. Erna Helgadóttir, Árni Helgason, Rannveig Helgadóttir, Ólöf Helgadóttir, Guðbjartur Einarsson, Jakob Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Erna Halldórsdóttir, Búi Guðmundsson, Örn Friðriksson, Sissel Einarsson, t Útför GRETU S. HANSEN, Álftamýri 44, Reykjavík, sem lést þann 17. október síðastliðinn, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 27. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Henning Elisberg, Örn E. Henningsson, Björg Magnúsdóttir, Sesselja R. Henningsdóttir, Vilhjálmur S. Jóhannsson, Guðni Már Henningsson, Guðbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, ÁSGEIR GUNNARSSON, frá Súðavík, Hliðarbæ 4, Hvalfjarðarströnd, lést í sjúkrahúsi Akraness 21. október. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 28. október kl. 14.00. Guðbjörg R. Ásgeirsdóttir, Magnús Magnússon, Marta Birna, Ester Björk, Magnús og Árni Þór, Ásgerður G. Ásgeirsdóttir, Pálmi Jóhannesson, Katrín Inga, Erla Björk, Jóhannes Örn og Jón Haukur, Bjarni S. Ásgeirsson, Gunnar Á. Ásgeirsson, Sveinbjörn Ásgeirsson, Sigríður Bjarnadóttir, Lýður Björnsson, Gunnar Á. Gislason, Ingibjörg Egilsdóttir. póstur. Kona Bjöms var Ingveldur Jónsdótt- ir úr Álftaveri og áttu þau tvær dætur, Ingibjörgu Ágústu og Öldu. í NOKKRUM fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföð- ur míns, Einars Bjöms Sigurðsson- ar frá Pétursborg, Vestmannaeyj- um, jafnan kallaður Bjössi í Péturs- borg. Honum kynntist ég fyrst, þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Öldu dóttur hans. Eg var feiminn og óframfærinn ungur maður. Feimnin rann þó fljótt af mér í návist Bjössa, því með einni handsveiflu, sem hann einn kunni, og smáblístri um leið voru allar hindranir horfnar, sem dögg fyrir sólu. Bjössi var mesta ljúfemnni en smáglettinn og gat oft verið skemmtilega orðheppinn. Læt ég hér eitt sýnishorn fylgja af þeirri hliðinni á honum: Hann var stadd- ur í afmælisveislu hjá ættingja sín- um og var þar stödd kona ein, sem hafði fagra söngrödd og sparaði hvergi. Bjössi kunni vel að meta það og hrósaði henni á hvert reipi. „Meinarðu þetta virkilega?" spyr kon- an. „Það er nú sitthvað að segja eða meina,“ svaraði þá Bjössi. Var ekki frítt við, að konu- greyinu mislíkaði svarið. Ungur fór hann að vinna hin ýmsu störf til sjós og lands. Þó má segja að verslunar- störf hafi orðið hans ævi- og uppáhalds- starf. Ungur afgreiddi hann í Víðidal hjá Jóhannesi Long og hjá Georg Gíslasyni og í KF. Fram, sem var í hinum gamla verslunar- húsi Bryde kaupmanns, og hét þá Austurbúðir. Lengst var hann í verslun Haraldar Eiríkssonar, sem var raftækjaverslun, eða í 17-18 ár. Þar kynntist ég honum best. Þar sá ég hvað hann var ósérhlíf- inn og lipur verslunarmaður. Hann tók starfið mjög alvarlega og vann eins og hann væri einn eigandinn. Heilu helgarnar og mörg kvöldin var hann að taka til á lagernum og raða vörum í hillur og aldrei vissi ég til að hann skrifaði yfirtíð. Hann hafði mikla ánægju af starf- inu. Björn var listaskrifari og þar sem maðurinn var líka lipurmenni, þá fór ekki hjá því að hann væri oft beðinn að skrifa auglýsingar. Skrifaði hann margar fyrir Kvenfé- lagið Líkn og Leikfélag Vest- mannaeyja o.fl. og voru þær gjarn- an bólaðar fastar á rafmangs- staura, sem stóðu við umferðargöt- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru eiftnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGFRÍÐ TÓMASDÓTTIR, lést mánudaginn 23. október. Garðar Einarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Kirsten Friðriksdóttir, Sigurður Garðarsson, Orn Valdimarsson, Sigrún Sigurðardóttir. t HARALDUR KROYER, fyrrverandi sendiherra, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. október kl. 15.00. Auður Rútsdóttir, Margrét og Jóhann Kröyer, Elín Anna Kröyer Eva Kröyer Mannion, Jóhann Kröyer jr., Ari Börde Kröyer, Katrín Börde Kröyer. t Bróðir okkar, ÓSKAR GUÐLAUGUR INDRIÐASON frá Ásatúni, Hrunamannahreppi, er lést 19. október sl. verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 28. október kl. 15.00. Sætaferðir verða frá BS( kl. 12.30. Laufey Indriðadóttir, Guðný Indriðadóttir, Guðmundur Indriðason. ur eða bara á húsagafla. Björn starfaði mikið í leikfélaginu frá unga aldri og var heillaður af leik- húslífinu. Ekki kærði hann sig um að vera í sviðsljósinu, en þeim mun meira að tjaldabaki. Þar var hann allt í öllu, sviðsstjóri og hvíslari og maðurinn, sem mátti byggja á með alla skapaða hluti. Allt útveg- aði Bjössi svo sem: Títupróna, ör- yggisnælur, tvinna, hjónarúm, stofuhúsgögn og þar fram eftir götunum. Bjössi var um árabil í stjórn LV og var gerður að heiðurs- félaga þar. Óll þessi vinna var sjálf- boðavinna og unnin eftir venjuleg- an vinnudag. Ekki var þá alltaf spurt hvað klukkan var þegar upp var staðið. Ungur að árum gekk Bjöm til liðs við íþróttafélagið Þór og æfði þar knattspyrnu. Var hann mjög fylginn sér og snöggur sóknarmað- ur. Einnig æfði hann glímu og mátti með sanni segja, að margur er knár þótt hann sé smár. Hann var mjög liðugur og lipur í lág- brögðum og stórir og sterkir menn áttu í mesta basli með, að koma honum í gólfið. Bjössi stundaði sjóinn nokkur ár, en ekki samfleytt. Hann var kokkur á síldveiðum og í seinna stríðinu var hann um tíma kokkur á Sæfelli, sem sigldi með ísvarinn fisk til Bretlands. Alltaf kom gamla Sæfellið aftur, þótt siglt væri um hættusvæði í svarta- myrkri skammdegisvetrarins. Allt var skipið myrkvað, því hvergi mátti sjást ljós. Á síldarárunum var undir hæl- inn lagt hvernig fiskaðist. Þá voru engar kauptryggingar og þegar sfldin brást og lét ekki sjá sig komu menn snauðari heim en þeir fóru. Þá gat verið þröngt í búi haust- mánuðina fram á næstu vetrar- vertíð. Þessu fékk Björn að kynn- ast oftar en einu sinni. Haustið 1938 eftir eina slíka sfldarvertíð fluttist hann með fjölskyldu sína austur á Norðfjörð og bjuggu þau þar í tvö og hálft ár. Jón skreð- ari, bróðir Björns^ rak þar verslun, sem nefnd var Isfeldsverslun og vantaði mann til að sjá um búðina. Það starf kom eins og himnasend- ing á neyðarstund og undu þau vel hag sínum þar, þennan tíma. Bjössi komst fljótt í snertingu við leikfélagið þar og eignaðist góða og trygga vini á Norðfirði og sú vinátta hefur síðan haldist með fjölskyldunni og börnum þeirra. Einu má ekki gleyma í fari Bjössa, en það er hvað hann átti gott með að vinna með ungu fólki og hvað hann var bamgóður. Á sunnudagsmorgnum, ef hann var ekki í búðinni, fékk hann sér göngu og heimsótti dætur sínar. Þá var vel tekið á móti honum af litlum hnokkum og svo var farið í felu- leik, farið bak við hurð og gólað eða upp í stiga. Bjössi hafði mikla gleði af þessu og krakkarnir ekki síður og sögðu í sífellu; meira, meira, aftur, aftur. Að lokum vil ég þakka fyri árin sem við áttum samleið. Þau voru að vísu of fá, því Björn lést 69 ára 14. nóvember 1964. Hilmir Högnason. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIDIR « « « « « « « « « 4 4 4 4 4 4 í i 4 i 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.