Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 15 VIÐSKIPTI Cargolux gagn- rýnir ríkisstyrki London. Reuter. CARGOLUX hefur gagnrýnt fram- kvæmdanefndina í Brussel fyrir að samþykkja áætlanir til bjargar flug- félögum í aðildarlöndum Efnahags- sambandsins „Þessi stefna er fáránleg sóun á peningum skattborgara,“ sagði Pi- erre Wesner, einn æðsti maður Cargolux, í viðtali „Við fáum ekki ríkisstyrki og því skyldu flugfélög eins og Air France, Olympic og Iberia fá slíka styrki? Þeir hafa óeðlileg áhrif á sam- keppni og koma niður á öðrum flug- félögum," sagði hann. Wesner átti við að framkvæmda- nefndin afgreiddi viðbótarfjár- mögnun Air France upp á 20 millj- arða franka (4.1 milljarð dollara) í júlí 1994 og hefur samþykkt end- urfjármögnun gríska Olympic-flug- félagsins. Nefndin hefur einnig lofað að komast að samkomulagi við Spán- verja um áætlun til að bjarga spænska flugfélaginu Iberia. Ummæli Wesners koma í kjölfar gagnrýni frá fleiri evrópskum flug- félagum, þar á meðal KLM og Brit- ish Airways. 47% minni hagnaður Apple Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. HAGNAÐUR Apple-tölvufyr- irtækisins minnkaði um 47% á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir metsölu. Hagnaðurinn nam 60 millj- ónum dollara, eða 48 sentum á hlutabréf, samanborið við 115 milljónir dollara, eða 95 sent á hlutabréf, fýrir ári. Lækkunin var meiri en búizt hafði verið við, en sala á árs- fjórðungnum jókst í 3 milljarða dollara. Sagt er að „verðlagn- ingarþrýstingur" hafi leitt til þess að dregið hafi úr hagnaði. Til sölu Til sölu eru 2.-3. hæð, Austurvegi 56, Selfossi, samtals 960 m2 tilbúnar undir tréverk. Allar nánari upplýsingar veita útibústjóri á Selfossi og eignaumsýsla Landsbanka fslands, Austurstræti 11, Reykjavík. Landsbanki íslands - kjarni málsins! Intuit með Quicken- þjónustu á alnetinu Palo Alto, Kaliforníu. Reuter. INTUIT-fyrirtækið hefur ákveðið að tengja Quicken forritið, hið vin- sæla heimilisbókhald, alnetinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrir- tækinu mun Quicken veita auðveld- an og ódýran aðgang að alnetinu og ókeypis tengingu við nýtilkomna heimasíðu Intelnets í veraldarvefn- um, QFN (Quicken Financial Net- work). Með QFN verður hægt að fá ókeypis aðgang allan sólarhringinn að upplýsingum og ráðleggingum um heimilisbókhald og að gagna- bönkum Intuits. Quicken-notendur tengjast einnig mörgum mikilvæg- um fjármálastofnunum á borð við American Express, Chemical Bank, Chase Manhattan Bank, Wells Fargo o. fl. og geta notfært sér þjónustu sem þær bjóða. Nýi hugbúnaðurinn, sem mun kosta 30-35 dollara þegar hann verður settur á markað 26. októ- ber, býður upp á útgáfu af Navigat- or-skoðara Netscapes til að ferðast um alnetið. Navigator veitir Quic- ken-notendum aðgang að fjár- málaupplýsingum, sem Intuit og samstarfsaðilar fyrirtækisins hafa á boðstólum með QFN. Sérfræðingur Dataquest segir að Quicken sé framfaraspor, en muni ekki gefa mikið í aðra hönd í bráð eða auka aðdráttarafl alnetsins. Stjórnendur Intuits vona að annað verði upp á teningnum. Aðgangur Quicken-notenda að alnetinu mun kosta 1,95 dollara fyrir eina klukkustund á mánuði. Einnig verður hægt að fá sjö tíma aðgang á 9,95 á mánuði og 1,95 dollara á hvern umframtíma. Það er heldur meira en beinlínunet eins og America Online, Prodigy, Comp- userve og Microsoft Network setja upp fyrir undirstöðuþjónustu í einn mánuð. Bill Harris, varaforstjóri Intuits, sagði að OFN væri ekki stefnt gegn Microsoft Network eða fjármála- þjónustu Microsofts, Money. Quicken er vinsælasta heimils- bókhaldið með um 7 milljónir not- enda og rúmlega 70% markaðshlut- deild. Fulltrúar Intuits segja að þegar hafi borizt pantanir í 1 millj- ón eintaka af Quicken 96. Microsoft bauð 2 milljarða dollara í Intuit fyrir ári. Fyrirhugaður sam- runi fór út um þúfur, þar sem banda- ríska dómsmálaráðuneytið óttaðist hringamyndun. Notendur Money eru ein milljón og markaðshlutdeild 20%. 50% meiri hagnaður Norsk Hydro Ósló. Reuter. HAGNAÐUR Norsk Hydro A/S jókst um ríflega 50% á þriðja árs- fjórðungi vegna betri markaðsskil- yrða, hærra verðs og aukinnar skil- virkni að sögn fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður frá júlí til september nam 2,72 milljörðum norskra króna samanborið við 1,80 milljarða króna á sama tíma 1994. Ifyrirtækið segir að staða þess hafi batnað verulega í deildum land- búnaðar, oliu og gass og léttra málma bæði á þriðja ársfjórðungi og fyrstu níu mánuði ársins. Góð afkoma á„þriðja ársfjórðungi er einkar kærkomin vegna þess að staðan er venjulega verst á þeim árstíma vegna árstíðabundinna sveiflna, sagði Egil Myklebust for- stjóri í yfirlýsingu. Hreinar rekstrartekjur af olíu og gasi jukust í 859 milljónir n. króna samanborið við 724 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 1994. Þýskalandsferð § i Ðændur! Konnið og reynsluokið einnkfuilkomnustu drátrorvél londsins í dag. Hin kraffmikla CASE MAXXUM 5150 hefur farið sigurför um allan heim. Nú þegar hafa um 50.000 vélar verið seldar af þessari fegund. Næsru tvær vikur verðo nöfn þeirra bænda sém reynsluaka þessari vél sett í porr og einn heppinn fær ferð ril Þýskalands í CASE MAXXUM verksmiðjurnar og á Agrirechnic landbúnaðarsýninguna Í.Hannover um miðjan nóvember VÉLAR& ÞJÓNUSTAhf JÁRNHÁLSI 2 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 587 6500 • FAX 567 4274 CASE MAXXUM 5150 -125 HESTÖFL KYNNTUR Á ÍSIANDI Fallegir handsmíðaðir fílar. Hæð 45 cm. Eitt stk. aðeins Tvö stk. Heilsukoddar sem allir þekkja. Irúðu því ef þú vilt. Verðið er aðeins Ef þú tekur tvo. Melissa straujárn á aðeins 1.580 850 watta örbylgjuofn 22 litra áaðeins 14.900 Poppkornsvél á aðeins 2.380 Vöflujárn á aðeins 3.530 Samlokugrill á aðeins 2.770 60 watta hljómflutningstæki með fjorstýringu, geislaspilara, tveimur háíölurum, tvöföldu segulbandi og „surround" á aðeins ;egulbandi og l/lll,i”. I r njarakaupht. Búsáhalda- og gjafavöruverslun Lágmúla 6, sími 568-4910, - Borgarkringlunni, sími 568-4905. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.