Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 43 Málþing um málefni afbrota- manna STJÓRN félagasamtakanna Vemd- ar, fangahjálparinnar, boðar til málþings um málefni ungra af- brotamanna nk föstudag kl. 13-16 í ráðstefnusölum ríkisins í Borgar- túni 6 (salur 2). Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra flytur setningaávarp. Fram- söguerindi flytja: Snjólaug Stefáns- dóttir, forstöðumaður unglinga- deildar félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Erlendur S. Baldursson, deildarstjóri fangelsis- málastofnunar ríkisins, og Bragi Guðbrangdsson, forstöðumaður barnastofu. Hver málshefjandi hef- ur um 20-25 mín. í framsögu. Samtök fólks með meltingar- sjúkdóma STOFNFUNDUR CCU-samtak- anna verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20.30 í sal Verk- stjórafélags Reykjavíkur, Skipholti 3, 3. hæð. CCU-samtökin eða Crohn’s - Colitis Ulcerosa samtökin eru hópur fólks með króníska bólgusjúkdóma í meltingarfærum. Sjúkdómarnir geta greinst í fólki á öllum aldri jafnt börnum sem fullorðnum og geta haft margvíslega fylgikvilla í för með sér. Meðferð beinist að því að halda einkennum í skefjum með lytiagjöf en einnig getur þurft að grípa til skurðaðgerða. A fundinum flytur meltingarsér- fræðingur stutt erindi og formleg stofnun samtakanna fer síðan fram. Tilgangur samtakanna verður m.a. að styðja einstaklinga með sjúk- dómana og stuðla að aukinni fræðslu meðal sjúklinga, aðstand- enda og almennings. Umhverfisverð- laun 1995 DÓMNEFND um náttúru- og um- hverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1995 tilkynnti á fréttamannafundi í Kaupmannahöfn á mánudag að Svíinn Torleif Ingelög, forstöðu- maður ArtDatabanken við Land- búnaðarháskóla Svíþjóðar, hlyti náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Torleif Ingelög hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi starf bæði sem virtur vísindamaður á sviði rannsókna og i ræðu og riti. Braut- ryðjandastarf hans í rannsóknum á plöntum og dýrum í útrýmingar- hættu hefur lagt grundvöllinn að umhverfisvernd og niðurstöður rannsókna hans hafa haft mikla þýðingu fyrir norrænan landbúnað og skógrækt. Verðlaunin, sem eru 350.000 danskar krónur, verða afhent í Kuopio í Finnlandi 14. nóvember nk. á 47. þingi Norðurlandaráðs. Fundur um fjár- lagahallann HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnarj Valhöll, Háaleit- isbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Frummælendur eru Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, sjónarmið stjómar- andstöðunnar, Vilhjálmur Egilsson, þingmaður, meginboðskapur fjár- lagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, Kristinn H. Gunnarsson, Óli Björn Kárason, ristjóri Viðskiptablaðsins, sparnaðarhugmyndir Viðskipta- blaðsins, og Þorsteinn Arnalds, verkfræðinemi, sem fjallar um stóru spurningarmerkin í fjárlagafrum- Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir VINDBLÁSNIR Þórshafnarbúar í Sparisjóðshlaupinu. Fjölmenni í Sparisjóðshlaupinu Þórshöfn. Morgunblaðið. Þórshafnarbúar létu hvass- viðri ekki á sig fá og fjöl- menntu í Sparisjóðshlaupið fyrir skömmu en Ungmenna- félag Langnesinga og Spari- sjóður Þórshafnar stóðu að því í sameiningu. Áttatíu og fimm manns þreyttu hlaupið, bæði börn og fullorðnir og þótti yngstu kynslóðinni ekki lítill fengur í því að fá gylltan pening um hálsinn fyrir þrekvirkið — og ís handa öllum í boði emmess. varpinu. Umræðuefni verða að auki: Verður ekki lengra komist í niður- skurði? Hefði ríkissstjórn einhverra annarra flokka lagt fram frumvarp með minni halla? Eru þingmenn fangar hagsmunahópa? Gengið inn með Sundum HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer strandstíginn frá Miðbakka inn á Rauðará og síðan um Tún og Teiga inn í Laugardal í kvöld. Val er um að ganga til baka eða taka SVR. Á leiðinni verður litið inn á Borgarskipulag, Borgartúni þar sem Björn Axelsson landslagsarki- tekt kynnir fyrirhugaða aðalstíga- gerð í borginni. Allir eru velkomnir. Myndun mó- bergs í Surtsey DR. SVEINN Jakobsson jarðfræð- ingur flytur erindi um myndum móbergs í Surtsey á fundi Vísinda- félags Islendinga í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. f Surtsey hefur gefist einstakt tækifæri til að fylgjast með myndun móbergs, segir m.a. í kynningu á fyrirlestrinum. Tríódjass á Kringlukránni TRÍÓ kontrabassaleikarans Tómas- ar R. Einarssonar leikur á Kringlukránni í kvöld kl. 22 en með honum leika Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Gunnarsson, píanó. Efnisskráin er fjölbreytt en þeir munu leika nokkur lög af síðustu geislaplötu Tómasar, Landsýn, en af erlendum höfundum verða þeir Sonny Rollins, Charlie Parker og Duke Ellington fyrirferðarmestir. Kvartett Ólafs á Jazzbarnum KVARTETT Ólafs Jónssonar mun leika á Jazzbarnum við Lækjargötu í kvöld, en kvartettinn skipa þeir Ólafur Jónsson, saxafónleikari, Kjartan Valdimarsson, píanóleikari, Þórður Högnason, bassaleikari og Einar Valur Scheving á trommur. Kvartettinn leikur jazz-standarda af ýmsum toga í bland við nýrra efni. Hefst leikur þeirra kl. 22. Fundur um vinstra samstarf ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykja- vík efnir til opins umræðufundar um vinstra samstarf á fimmtudags- kvöldið í Átthagasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er umræðuefnið Vinstra samtarf - til hvers - um hvað? Fundurinn verður með því sniði að þátttakendur sitja við panel og ræða málin auk þess sem þeir svara fyrirspumum stjómanda og spum- ingum úr sal. Þátttakendur í umræð- unni verða: Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, Kristín Ástgeirsdóttir, al- þingismaður, Sighvatur. Björgvins- son, alþingismaður og Ögmundur Jónasson alþingismaður. Hönnun vél- hluta úr plasti GUÐJÓN Grímur Kárason flytur opinberan fyrirlestur um ritgerð sína til meistaraprófs í verkfræði í dag kl. 16.15 í stofu V-158 í VR- II, Hjarðarhaga 2-6. Ritgerðin fjallar um hönnun og framleiðslu vélhluta úr trefjaplasti. Guðjón rekur hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvernig standa beri að hönnun úr treíjaplasti. Farið verður í gegnum hönnunarferilinn og kostir og gallar ýmissa aðferða kynntar. Sérstaklega verður farið í RTM aðferðina (Resin tranfer mo- ulding), en þar er bindiefninu þrýst inn í lokað mót sem inniheldur form- aðar trefjamottur. Guðjón mun _kynna aðferðina, allt frá mótasmíði til fullgerðs hlutar. Sýndir verða nokkrir tilraunahlutir. Áfallahjálp í boði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá yfirstjórn Almannavarna: „Yfírstjórn björgunarmála í Vest- ur-Húnavatnssýslu vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er veittu aðstoð sína við aðhlynn- ingu og björgun á vettvangi er hóp- ferðabifreið valt út af þjóðveginum í Hrútafirði sunnudagskvöldið 22. október sl. Þeim tilmælum er beint til þeirra sem komu að slysinu á einn eða annan hátt, að leita sér andlegrar aðhlynningar sem fyrst. Áfallahjálp er í boði hjá ýmsum aðilum og fer það eftir aðstæðum í hverjum bæ eða hverri sveit, með hvaða hætti hún er veitt. í flestum héruðum hafa læknar og hjúkrunar- fólk fengið þjálfun til að veita þessa þjónustu og fólki er bent á að leita sér upplýsinga á heilsugæslustöð sinni. Einnig er fólk hvatt til að leita sér hjálpar strax fyrstu dagana eftir atburðinn því almennt er talið að hún skili bestum árangri innan þriggja daga frá því að áfallið átti sér stað. Sömu tilmælum er beint til aðstandenda þeirra mörgu sem lentu í slysinu. Björgunarfólk sýsl- unnar vill auk þess votta þeim sam- úð sína er misstu ástvini í slysinu og vonar að þeir sem urðu fyrir áverkúlh nái bata og líði sem minnstar þrautir." Líf og land með bænastund SAMTÖKIN Líf og land standa fyr- ir bænastund í Dómkirkjunni fimmtudagskvöldið 26. október. klukkan 20.30. Er þetta samkvæmt nýrri stefnu Lifs og lands, sem hyggst framvegis leggja jafnmikla áherslu á „hið innra sem hið ytra umhverfi mannsins," eins og segir í frétt frá samtökunum. Bæna- stundin hefst á ávarpi formanns Lífs og lands, Páls Björgvinssonar, og síðan skiptist á upplestur, er- indaflutningur, bænaflutningur og söngur. Þá mun Líf og land standa fyrir ráðstefnu um íþróttir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu i félagsmiðstöð- inni Frostaskjóli nk. laugardag kl. Island með aug- um útlendings BANDARÍSKI ljósmyndarinn Jeff- rey Hunter heldur dagana 25. októ- bertil 5. nóvember sýningu í Kringl- unni. Sýningin nefnist ísland séð með augum útlendings. Á sýningunni sýnir Hunter ljós- myndir sem hann hefur tekið und- anfarin ár í ferðum sínum um Is- land. Óspillt náttúrufegurð íslands hefur verið eitt af helstu viðfangs- efnum Hunter, og draga myndir hans fram sérkenni lands og þjóðar. Hunter er landslagsljósmyndari og heillaðist af íslandi í fyrsta skipti sem hann kom hingað fyrir tíu árum. Síðan þá hefur hann verið tíður gestur hér á landi. Ljósmyndimar sýna land og þjóð séð í gegnum linsu hins erlenda ferðamanns. Hunter vonar að þær varpi ljósi á fegurð og fjölbreytileika þessa lands og að þær endurspegli það broslega í hinu daglega amstri á Islandi. Myndirnar hefur hann valið af rúmlega eittþúsund filmum sem hann hefur tekið hér á landi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-21, laugardaga frá kl. 10-18 og sunnudaga frá kl. 12-18. Námskeið um Lúther BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið um Lúther. Rjallað verður m.a. um ævi hans og trúar- baráttu, megináherslu í boðun og uppfræðslu. F'jallað verður einnig um bænina, almætti Guðs og hinn þrælbundna vilja mannsins. Hvað hefur Lúther að segja okkur nú- tímamönnum? Leiðbeinandi er dr. Siguijón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Kennt verður 28. október kl. 9.30-13, 30. október og 1. nóvember kl. 20-22 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg. Námskeiðsgjald er 1.500 kr. og lýkur innritun nk. föstudag. Áhrif Biblíu á íslenskt mál FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Jóni G. Friðjónssyni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld kl. 20.30. Á fundinum fjallar Jón um orða- tiltæki og föst orðasambönd sem eiga rætur sínar að rekja til Bibl- íunnar. Borin verða saman dæmi úr Stjóm og Guðbrandsbiblíu en einnig tilgreind nokkur dæmi úr fornbókmenntum þar sem ætla má að áhrifa Biblíunnar gæti. Jón G. Friðjónsson er prófessor í málfræði við Háskóla íslands. Hann er höfundur ýmissa fræðirita um sérsvið sitt og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1993 fyrir ritið Mergur málsins: íslensk orða- tiltæki, uppmni og notkun. Nýtt blað um verktækni FÉLAGASAMTÖK verkfræðinga og tæknifræðinga hafa tekið hönd- um saman um útgáfu á fréttablaði sem ber nafnið Verktækni. Blaðinu er ætlað að vera mál- svari verkfræðinga og tæknifræð- inga og miðill fyrir upplýsingar sem varða þessar stéttir. Lögð verður áhersla á ijölbreytt efnistök tii að þjóna ýmsum þörfum þessara stétta sem lítt er sinn af hinum almennu íjölmiðlum. Má þar nefna fréttir af framkvæmdum, tækninýjungum, orku- og umhverfismál, nýjungar í stöðlum, reglugerðum o.þ.h., at- vinnumál, kjaramál og hagsmuna- mál stéttanna í þess orðs víðasta skilningi. Þá mun blaðið einnig fjalla um ýmis þjóðfélagsmál sem stéttir tæknimanna telja sér skyld. Verktækni er gefin út í 2.200 eintökum og er dreift án endur- gjalds til allra félagsmanna Stéttar- félags verkfræðinga, Tæknifræð- ingafélags íslands og Verkfræð- ingafélags íslands. Ritstjóri er Sigrún S. Hafstein. Fræðslurit um tré í Hallorms- staðarskógi ÚT ER komið á vegum Skógræktar ríkisins fræðsluritið „Innfluttar tijátegundir í Hallormsstaðarskógi“ eftir Sigurð Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra. I ritinu er fjallað um Hallormsstaðarskóg; birkiskóga þar og sögu skögræktarfram- kvæmda sem hófst 1903. Síðan er fjallað um reynslu af ræktun 59 innfluttra tijátegunda auk 19 víði- tegunda, en þetta eru um leið allar helstu tijátegundir sem reyndar hafa verið í skógrækt á landinu. Sagt er frá því á hvaða tímabili hver tegund var gróðursett, svörun við veðráttu og jarðvegsaðstæðum, kvæmum sem reynd hafa verið, grisjun, skaðvöldum, blómgun, fræ- myndun og landnámi. Ritið er 56 síður með 60 mynd- um. Einnig eru súlurit og töflur sem sýna gróðursetningu og vöxt ein- stakra tegunda. Að lokum gefur höfundur hverfi tegund einkunn. -leikur að larai \ Vinningstölur 24. okt. 1995 2*14*15*17*19*21 * 25 Eldri úrslit á símsvara S68 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.