Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
VEGNA greinar
þinnar föstudaginn
20. október um ráðn-
ingu leikhússtjóra við
Borgarleikhúsið til
næstu fjögurra ára frá
og með 1. september
næstkomandi vil ég
upplýsa þig um eftir-
farandi:
Á síðasta vetri voru
liðin fimm ár frá því
Leikfélag Reykjavíkur
flutti sig um set úr
Iðnó í Borgarleikhús.
Af því tilefni efndum
við til nokkurra funda
í félaginu og reyndum
að átta okkur á
reynslunni af þessum fyrstu fimm
árum. Þá skipaði borgarstjóri fjög-
urra manna vinnuhóp sem ætlað
var að meta þessa reynslu og skila
um það skýrslu. Þessi hópur skil-
aði sinni álitsgerð 28. apríl 1995.
Hér er ekki tilefni til að rekja efni
hennar eða þær tillögur sem hóp-
urinn setti fram. Þó virðist mega
hvetja þig María til þess að kynna
þér skýrsluna og framkvæmd
sumra þeirra tillagna sem henni
fylgdu í starfi Leikfélagsins nú í
vetur.
í framhaldi af þessari vinnu allri
voru gerðar ýmsar breytingar á
lögum LR á fundi 29. maí sl. sem
allar sneru að því að skerpa áhersl-
ur um ábyrgð við leikhúsið. Ein
af þessum lagabreytingum var að
ráðning leikhússtjóra yrði eftir-
leiðis í höndum leikhúsráðs, að
undanskildum fráfarandi leikhús-
stjóra. Það væri því stjórn LR,
formaður, ritari og meðstjórnandi,
ásamt fulltrúa borgarstjóra í ráð-
inu, sem réði eftir-
leiðis í þetta starf.
Áður hafði sá háttur
verið hafður á að al-
mennur félagsfundur
staðfesti ákvörðun
stjórnar að undan-
genginni skoðana-
könnun meðal félags-
manna. Á þessum
sama aðalfundi sagði
Sigurður Hróarsson
upp starfi sínu sem
leikhússtjóri. í fram-
haldi af því tókum við
í leikhúsráði strax að
fást við það verkefni
að ráða nýjan stjórn-
anda að húsinu. Við
auglýstum starfið um miðjan júní
með tveggja mánaða umsóknar-
fresti, þ.e. til 15. ágúst. Um starf-
ið bárust 10 umsóknir, en tveir
umsækjendur óskuðu nafnleyndar.
í grein þinni í Morgunblaðinu
frá 20.10. rekur þú kosti nokkurra
umsækjenda um starfið, en leggur
þig fram við að gera lítið úr störf-
um Viðars Eggertssonar, sem var
sá umsækjandi sem við réðum.
Þú gerir það með þeimVþætti að
erfítt er að telja greinina málefna-
legt og heiðarlegt inniegg í um-
ræðu um stöðu leikhússins. Viðar
Eggertsson er ekki „einhver strák-
ur sem LR hefur grafíð einhver-
staðar upp“. Hann var einn af
upphafsmönnum SÁL leiklistar-
skólans. Hann er stofnandi EGG-
leikhússins. Hann hefur verið
fastráðinn leikari bæði hjá Þjóð-
leikhúsinu og Leikfélagi Akur-
eyrar, leikhússtjóri LA síðan vorið
1993 og hann hefur gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
Við trúum því, segir
Kjartan Ragnarsson,
að Viðar muni reynast
farsæll stjórnandi í
Borgarleikhúsinu.
félög listamanna, t.d. setið í stjórn
Félags íslenskra leikara, Félags
leikstjóra á íslandi og átt sæti í
stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna. Sýning Viðars „Sannar
sögur af sálarlífí systra“ hlaut
menningarverðlaun Dagblaðsins á
síðasta ári.
Viðar lauk fyrst leiklistarnámi
frá Sálskólanum og var síðan í
fyrsta útskriftarhópnum frá Leik-
listarskóla íslands. Það er athyglis-
vert að sjá að leiklistarstjóri Ríkis-
útvarpsins telji þessa menntun
heldur fánýta, ekki einu sinni jafn-
ast á við stúdentspróf. Kannski
stýrir þessi afstaða þín til mennt-
unar hversu þungt er undir fæti
fyrir leikarastéttina að ná rétti sín-
um gagnvart Ríkisútvarpinu.
Ég ætla ekki að ræða opinber-
lega kost og löst á þeim einstakl-
ingum sem sóttu um starf leikhús-
stjóra í Borgarleikhúsinu. En mér
er ljúft að birta hér rökstuðning
okkar í stjóm LR sem við fluttum
félögum okkar á félagsfundi fyrir
hálfum mánuði:
„Við fjögur sem unnum úr um-
sóknunum um stöðu leikhússtjóra
ákváðum á fyrsta fundi okkar
hvaða tilhögun við ætluðum að
hafa á þeirri vinnu. Við byijuðum
á því að senda öllum umsækjendum
bréf þar sem við þökkuðum þeim
þann áhuga sem þeir sýndu á hús-
inu með því að sækja um þetta
starf og boðuðum þeim það að við
myndum óska eftir fundi með
hveijum og einum til að kynnast
viðhorfum þeirra til starfsins. Við
ræddum síðan við alla umsækjend-
ur á tveggja vikna tímabili í fyrri
hluta september. I lok hvers fund-
ar með umsækjendum ræddum við
kosti og galla hvers einstaklings
og ég held að mér sé óhætt að
fullyrða að við höfum vandað til
þessarar vinnu og allir hafi fengið
gott tækifæri til að kynna sig og
sínar hugmyndir. Það var ekki fyrr
en eftir að við vorum búin að kynn-
ast sjónarmiðum allra að við forum
að þrengja hringinn. Valið var erf-
itt. Við áttum kost á mörgum mjög
hæfum einstaklingum sem áttu þó
það sameiginlegt að hafa ekki
gegnt stjórnunarstarfi hjá svo
stórri og viðamikilli stofnun sem
Leikfélagið er orðið.
Ástæður þess að við völdum
Viðar Eggertsson voru:
a) Hann var mjög skeleggur og
ákveðinn í viðræðum við okkur í
leikhúsráðinu, var bæði sannfær-
andi í þeirri gagnrýni sem hann
kom með á húsið og ekki síður var
hann með margar spennandi hug-
myndir um leiðir til úrbóta. Þá var
umsókn hans sérlega vönduð.
b) Hann hefur gegnt starfi leik-
hússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar
með glæsilegum hætti síðustu þijú
árin.
c) Hann hefur sýnt mikla seiglu
og eftirfylgju í þeim fjölbreytilegu
viðfangsefnum sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur í íslensku
leikhúsi. Þegar hann vildi læra
leiklist voru leikhúsin bæði búin
að loka leiklistarskólunum sínum
til að knýja á um stofnun Leiklist-
arskóla Islands. Þá var hann í for-
ustusveit þess unga fólks sem
stpfnaði sinn eigin leiklistarskóla,
SÁL. Síðan stofnaði Viðar Egg-
leikhúsið sem hefur gert marga
eftirtektarverða hluti í framsæk-
inni leiklist og sótt heim fjölmarg-
ar leiklistarhátíðir erlendis.
Opið bréf til
Maríu Krislj ánsdóttur
Kjartan
Ragnarsson
ANNAR meginþátt-
ur í endurskoðun á
starfi lýtur að efna-
hagsmálum í víðtæk-
asta skilningi þess
hugtaks.
I tillögum um bætta
skipan þeirra mála á
vegum SÞ ber mest á
tillögu um stofnun Ör-
yggisráðs um efna-
hagsmál. Þetta ráð
yrði með vissum hætti
hliðstætt núverandi
Öryggisráði, en með
miklu þrengra valds-
svið. Þessu nýja efna-
hagsöryggisráði er
ætlað að koma í stað-
inn fyrir svonefnt Efnahags- og
félagsmálaráð SÞ (ECOSOC) sem
ýmsir telja orðið alltof fjölmennt,
svifaseint og óskilvirkt. Ennfremur
verði lögð niður ýmis önnur ráð og
nefndir á vegum SÞ á sviði verslun-
ar og iðnaðar, en mikilvægt er talið
að fækka slíkum starfseiningum,
sem hafa oft og tíðum hætt að þjóna
upphaflegum tilgangi og orðið eins
konar steinböm í kerfi samtakanna.
Ráðinu er ekki ætlað framkvæmda-
vald, heldur á það að vera ráðgef-
andi og ekki að hafa neins konar
neitunarvald. Því er ætlað að vera
fámennt, bæði að fulltrúafjölda og
starfsliði. Það á að halda reglulega
fundi tvisvar á ári, en oftar eftir
þörfum. Annar fundurinn verður á
stigi forsætisráðherra (eða annarra
ríkisleiðtoga eftir atvikum), en hinn
á stigi fjármálaráðherra og/eða við-
skiptaráðherra. Ráðið
á að geta bmgðist
skjótt við ýmsum að-,
steðjandi vanda í bráð
og lengd, þ. á m.
skyndilegum umhverf-
is- og efnahagskrepp-
um, auknu atvinnu-
leysi, fjöldafátækt,
matvælaskorti og t.d.
hvernig bregðast skuli
við efnahagslegum
breytingum í fýrmm
Sovétríkjum. Miklar
hugleiðingar og heila-
brot liggja fyrir um
hvernig háttað skuli
starfi þessa nýja ráðs
í einstökum atriðum,
en hvorki er tími né rúm til að fara
út í þá sálma að þessu sinni, en þar
er um ýmis flókin atriði að ræða
eins og t.d. tengsl ráðsins og verka-
skiptingu við hinar svonefndu Bret-
ton Woods-stofnanir (Alþjóðabank-
ann og -gjaldeyrissjóðinn).
Mestu máli skiptir eins og sakir
standa að skapa fijóar umræður
um hlutverk SÞ í efnahagsmálum
heimsins og að gera alvarlegar til-
raunir til að reyna að greiða úr
þeirri flækju og margverknaði sem
nú ríkir í þeim efnum. Hugmyndin
um Öryggisráð SÞ í efnahagsmál-
um er því vonandi góðra gjalda
verð. Hún vekur áberandi athygli á
þungu vægi þessara mála og hvern-
ig þau fléttast eins og rauður þráð-
ur inn í öll viðfangsefni SÞ meira
og minna.
Allsherjarþingið
Mikið hefur verið rætt og ritað
um starfshætti þingsins og ýmsum
þótt það bera keim af málfunda-
og skrafskjóðusamkundum. Hinu
má ekki gleyma að á þeim vett-
vangi gildir sú gullvæga og lýðræð-
islega regla að hvert ríki hefur eitt
atkvæði án tillits til fólksfjölda. Þar
hafa öll ríki sama málfrelsis- og
tillögurétt og á þinginu eða í starfs-
nefndum þess líta oftlega fyrst
dagsins ljós hugmyndir og tillögur
sem síðar koma til fullburða fram-
kvæmda og má nefna hafréttarsátt-
málann sem sígilt dæmi um slíka
þróun.
Tillögur eru uppi um að endur-
bæta starfshætti þingsins með ýms-
um hætti. Rætt hefur verið um að
stytta dagskrá þingsins, auka völd
og áhrif þingforsetans, nýta betur
nærveru stjórnmálaleiðtoga í byijun
hvers þings þegar þeir mæta til
þess að taka þátt í „almennu stjórn-
málaumræðunum". Gefa þeim betra
svigrúm til að hittast, ræðast við
og kynnast. Þingið hefur að nafninu
til æðsta vald í fjármálum stofnun-
arinnar, en í reynd hafa ríkari þjóð-
irnar neitunarvald í þeim efnum,
þar sem þær hafa komið þeirri hefð
á að fjárlög stofnunarinnar þurfi
að samþykkja samhljóða. Þessari
framkvæmd væri væntanlega ráð-
legt að breyta og jafnframt að efla
stórlega allt eftirlit og endurskoðun
á íjármálum stofnunarinnar.
Komið hefur til tals að gefa
fijálsum félagasamtökum og al-
í þessari síðari grein um
Sameinuðu þjóðirnar
fimmtíu ára fjallar
Knútur Hallsson um
efnahagsmálin í víðtæk-
um skilningi þess orðs.
mennum borgurum frekari tækifæri
en nú er til að hafa áhrif á starf-
semi SÞ, t.d. með þeim hætti að
árlega verði boðað til umræðuþings
þessara aðila (Forum of Civil Sovi-
ety) í aðalfundarsal Allsheijar-
þingsins áður en það hefst ár hvert.
Með tilkomu þessa Þings frjálsra
félaga er ætlunin að færa SÞ nær
almenningi og svokallaðri „gras-
rót“. Á síðustu heimsþingum SÞ
um ýmis málefni, nú síðast í tengsl-
um við leiðtogafundinn um félags-
lega þróun í Kaupmannahöfn og
Kvennaráðstefnuna í Peking fyrr á
þessu ári, tóku þessir aðilar þátt í
undirbúningi undir þessa viðburði
og jafnframt héldu þessi fijálsu
samtök mjög fjölmennar samkomur
jafnhliða hinum opinberu ráðstefn-
um. Hefur ýmsum þótt þessi tilhög-
un gefast allvel og nú væri kjörið
tækifæri til að nýta betur framtak
áhugahópanna og færa SÞ nær
jörðinni, ef svo mætti segja.
Framkvæmdasljórinn
og starfslið
Lagt hefur verið til að fram-
kvæmdastjóri SÞ verði ráðinn til
sjö ára hveiju sinni, án heimildar
til endurráðningar. Róttækar breyt-
ingar verði gerðar á því hvernig
framkvæmdastjórinn er nú ráðinn
til starfa. 1 dag er leitað að persónu
sem fulltrúar í Öryggisráðinu geta
gert pólitískt samkomulag um og
Öryggisráðið hefur í reynd neitun-
arvald um ráðninguna. Ekkert
Sameinuðu þjóðirnar
undir smásjánni
Knútur
Hallsson
d) Hann hefur mikla reynslu af
fjölmiðlum þar sem hann var dag-
skrárgerðarmaður hjá Ríkisút-
varpinu í mörg ár. Og okkur hefur
fundist hann kunna að nýta þá
reynslu sína vel fyrir leikhúsið fyr-
ir norðan.
e) Ódrepandi áhugi hans á leik-
list. Fáir einstaklingar í leikhúsinu
hér á landi leggja sig jafnmikið
fram um að sjá allt það sem þeir
komast yfir, bæði heima og erlend-
is. Og okkur þykir mjög mikilvægt
að leikhússtjórinn hafi sýn út fyrir
íslenskt leikhúslíf.
Ég veit að val okkar á Viðari
kom mörgum á óvart, næstum því
í opna skjöldu, þar sem hann sótti
um starfið undir nafnleynd. Auð-
vitað þótti okkur verra að hann
skyldi óska nafnleyndar, en virtum
þá ósk hans þar sem hann var í
stjórnunarstöðu hjá öðrum leik-
húsi. Niðurstaða okkar í leikhús-
ráðinu var einróma, og tekin eftir
eina 16 langa fundi. Og við trúum
því að Viðar muni reynast farsæll
stjómandi í Borgarleikhúsi næstu
fjögur árin.
Að lokum þetta. Ég sagði hér
að framan að valið hafi verið erf-
itt vegna þess að margir hæfir ein-
staklingar voru meðal umsækj-
enda. En það var ekki síður erfitt
vegna þess að stór hluti af þessu
fólki er nánir kunningjar og vinir.
En ég þori að fullyrða að það hafði
ekki áhrif á valið. Og ég vil líka
taka það fram að það sem margir
óttuðust í vor þegar við breyttum
lögum um ráðningu Ieikhússtjóra,
að fulltrúi borgarstjóra myndi fara
að beita pólitískum þrýstingi, það
gerði hann ekki.“
Þessa ræðu flutti ég félögum
mínum í Leikfélaginu og við hana
er litlu að bæta. Það er mikið starf
framundan hjá Viðari Eggertssyni
í Borgarleikhúsinu. og hann þarf
á stuðningi leikhúsfólks að halda,
og hann þarf frið til að fást við
þau verkefni sem bíða hans.
Höfundur er formaður Leikfélags
Reykjavíkur.
skipulegt mat fer fram á hæfíleik-
um umsækjenda. Þessu fyrirkomu-
lagi þyrfti að breyta til nútímalegra
og lýðræðislegra horfs. Neitunar-
vald Öryggisráðsins nái ekki til
ráðningar framkvæmdastjóra.
Við val á öðru starfsliði SÞ þykir
gæta fullmikilla klíkuhátta og end-
urskoða þyrfti reglur og fram-
kvæmd á landfræðilegum kvótum
við_ va! á starfsliði.
í þessu greinarkorni hefur verið
leitast við að gefa nokkurt sýnis-
horn af umræðum um endurskoðun
og endurbætur á nokkrum mikil-
vægum þáttum í starfi SÞ, en að
lokum er rétt að víkja að því hvaða
líkur kunni að vera á því að umbæt-
ur í þessum efnum komi til fram-
kvæmda.
Nefnd sú, sem unnið hefur þá
skýrslu sem hér er einkum stuðst
við, er undir formennsku Ingvars
Carlsson frá Svíþjóð og Shridath
Ramphal frá Gíneu, hefur kynnt
skýrsluna um víða veröld og hún
verið þýdd á fjölda tungumála.
Nefndin hefur fylgt skýrslunni eftir
á ýmsan annan hátt, t.d. gefið út
fréttabréf reglulega um framvindu
málsins. Hún telur að ýmsar tillög-
ur í skýrslunni geti komið til fram-
kvæmda án breytinga á sáttmála
SÞ, en lagt er til að heimsráðstefna
um endurskoðun á sáttmála SÞ fari
fram á árinu 1998, þannig að unnt
verði að fullgilda breytingar á sátt-
málanum á árinu 2000.
Þótt mörgu megi breyta og færa
til betri vegar í skipulagi og starfs-
háttum SÞ verður að gæta þess
vandlega að varðveita það marga
og hið mikla sem vel hefur reynst
og góðan árangur borið.
Minnumst þess að fullkomnun
SÞ verður aldrei meiri en fullkomn-
un aðildarríkja samtakanna.
Höfundur er fyrrv. rúðuneytis-
stjóri og formaður Fél. Sameinuðu
þjóðanna á íslandi.
i
)
>
\