Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 19
Finnbogi Pétursson sýnir verk sín í forsal Borgarleikhússins
Reuter
Rostropovitsj
í Moskvu
RÚSSNESKI sellóleikarinn og
hljómsveitarsljórinn Mstislav
Rostropovitsj lék á sunnudags-
kvöld á góðgerðartónleikum í
Moskvu fyrir troðfullu húsi áhorf-
enda. Tónleikarnir voru haldnir i
hinni hálfköruðu kirkju Frelsar-
ans Krists í Moskvu en féð sem
safnaðist á að nota til að endur-
byggja kirkjuna sem Josef Stalín
lét eyðileggja á valdatíma sínum.
Hundruð Moskvubúa hlýddu á
Rostropovitsj Ieika verk eftir fyrr-
verandi kennara sinn, Dmítríj
Sjostakovitsj, sem léstárið 1975.
Greiddu tónleikagestir um 64.000
kr. ísl. fyrir miðann en að loknum
tónleikum lék Rostropovitsj fyrir
verkamennina sem unnið hafa að
endurbyggingunni.
Rostropovitsj býr nú í Banda-
ríkjunum ásamt eiginkonu sinni,
óperusöngkonunni Galínu
Vísjnevskaju, en þau neyddust til
að flýja Sovétríkin árið 1974
vegna stuðnings síns við andófs-
manninn Alexander Solzhenitsíjn,
LEIRVERK eftir Láru.
í HAUST var bryddað upp á þeirri ný-
breytni í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur
að bjóða íslenskum myndlistarmönnum að
sýna verk sín í forsal Borgarleikhússins.
Finnbogi Pétursson sýnir nú verk sín þar,
annar myndlistarmaðurinn sem það gerir. Á
undan honum sýndi þar Ólafur Gíslason.
Verk Finnboga, „Stuttbylgja", er á vegg
við inngang á Stóra sviðið og þónokkuð ofar-
lega. Það er gert úr gráum plaströrum í
mismunandi lengd en úr þeim koma hljóð frá
útvarpsmóttakara sem Finnbogi hefur komið
fyrir utandyra og nemur stuttbylgjusending-
ar. Á öðrum vegg í húsinu hefur Finnbogi
komið fyrir viftum sem taka loftið í kring
og blása því frá sér, það verk nefnist „Vind-
lína“. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti lista-
manninn þegar hann var að vinna að uppsetn-
ingu verkanna.
Teiknað með vindi
„Þetta er svipað og ég hef verið að gera
undanfarin ár,“ sagði Finnbogi, „ég hef allt-
af verið hrifinn af þessum efnum sem eru
til staðar en eru kannski illsjáanleg og þú
þarft einhver hjálpartæki til að verða var
við þau.
í „Stuttbylgju" til dæmis sting ég pinna út
í loftið og dreg inn eitthvað af þessu rugli
sem er í loftinu, því það er þéttriðið af alls
konar bylgjum. Eg tek einhveija ákveðna
bylgju inn og verkið er breytilegt því bylgjan
er ekki alltaf nákvæmlega eins þó það breyt-
ist nyög rólega.“
Hann sagðist fara með hljóðið í gegnum
einskonar „forritara", sem er tæki sem hann
hefur sett saman og breytir bylgjunum yfir
í hljóð sem eru ekki ólík litlum trommuslög-
um sem sljórnast eftir hans forskrift. „Þetta
eru svona óhlutbundnar myndir þó viðfangs-
efnið sjálft sé ekki óhlutbundið, bylgjurnar
eru í loftinu. Sama er með hitt verkið að þar
er svipað forrit sem stýrir viftunum átta
þannig að í rauninni er ég að teikna með
vindinum."
Aðspurður um hvort verk hans séu ekki
að vinna með myndir og form sem myndast
í höfðinu á sér.
„I rauninni hef ég alltaf verið heillaður af
rafmagni, því í verkum mínum er ég ekki
bara að fást við hljóð. Hljóðið er bara brunn-
ur sem endalaust er hægt að sækja í,“ sagði
hann.
Finnbogi sagðist hafa hannað verkið inn í
leikhúsið og til dæmis er lögun stuttbylgju-
verksins þannig að það spilar með hallalinum
hússins og liturinn er einnig viðeigandi. Finn-
bogi sagðist ekki vilja selja of mörg verk inn
í rýmið því oft væri þannig andrúmsloft í
leikhúsum að þegar blandast inn önnur áreiti,
til dæmis í hléi, getur það virkað truflandi
fyrir fólk. Þess vegna setti ég bara upp þessi
tvö verk. Eg vildi hafa einhver svæði í húsinu
hlutlaus til að áhorfendur hefðu eitthvað at-
hvarf. Eg tek mið af aðstæðum hér og tel
það nauðsynlegt bæði fyrir mig og leikhúsið."
Fótanuddtæki á Mokka
Finnbogi sagðist mjög ánægður með fram-
takið og finnst skemmtileg áskorun að fá
öðruvísi húsnæði til að sýna í heldur en hefð-
bundin sýningarrými. „Verkið kemur öðru-
vísi á móti áhorfendum heldur en í sýningar-
sal þar sem fólk kemur gagngert til að sjá
myndlist. Myndlistin hér er eins og súkkulaði-
moli fyrir leikhúsgesti og margir sem koma
kannski aldrei í sýningarsali fá hér tækifæri
til að sjá samtímamyndlist," bætti hann við.
Framundan hjá listamanninum er þátttaka
á Istanbul-tvíæringnum sem hefst í nóvem-
ber, en það er stór alþjóðleg sýning á sam-
tímamyndlist.,, Þar sýna rúmlega 200 lista-
menn héðan og þaðan úr heiminum verk sín.
Þegar ég kem heim verð ég með sýningu á
Mokka kaffi í Reykjavík. Það verður stórt
stökk af risasýningunni í Istanbul og inn í
lítið kaffihús.
Eg hef í hyggju að láta staðinn titra. Ef
þú veist um einhvern sem vill losna við fóta-
nuddtæki láttu mig þá vita, mig vantar nokk-
ur slík,“ sagði Finnbogi að lokum.
Myndlist í forsal Borgarleikhússins er opin
öll sýningarkvöld í leikhúsinu.
Leir-
verkí
Galleríi
Umbru
LÁRA K. Samúelsdóttir opn-
ar sýningu á leirverkum
fimmtudaginn 26. október í
Gallerí Úmbru að Amtmanns-
stíg 1. Sýninguna nefnir hún
„LeirmáT* - leirverk á borð
og vegg, en öll verkin eru
handmótuð í steinleir og há-
brennd.
Lára hefur að baki sjö ára
nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, lokið þaðan
prófum sem myndmennta-
kennari og leirkerasmiður.
Hún kenndi myndmennt um
14 ára skeið, en hefur undan-
farin ár unnið við leirmótun
á eigin verkstæði.
Lára hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum, en
þetta er hennar fyrsta einka-
sýning. Sýningin stendur til
15. nóvember og er opin alla
daga nema mánudaga frá kl.
14-18.
Smíðisverk
Súkkulaði-
molar fyrir
leikhúsgesti
MYNDUST
Listhúsiö Fold
SKÚLPTÚR
Guðbjöm Gunnarsson
Opið frá kl. 10-18 virka daga, 14-18
sunnudaga. Til 29. október. Að-
gangur ókeypis.
ÞAÐ fyrsta sem
kom upp í hugann
við skoðun sýning-
ar Guðbjöms
Gunnarssonar í
Iisthúsinu Fold, var
að trúlega tengdist
listspíran smíða-
faginu.
Það kom svo
fljótt í ljós við nán-
ari eftirgrennslan,
að gerandinn sem
tekið hefur sér
listamannsnafnið
Bubbi, stundaði
upprunalega nám í
húsgagnasmíði við
Iðnskólann á árun-
um 1967-70, og
athafnir hans
tengdust framan af
aðskiljanlegustu smíðavinnu,
ásamt mynd- og handmennta-
kennslu. Tengsl hans við myndlist
markast fyrst af námi við Mynd-
listaskóla Reykjavíkur 1962-64
(kvöldnámskeið), og hann nam svo
eitt ár við MHÍ 1989. Hóf loks nám
við listadeild Nottingham Trent
University í London, þar sem hann
lauk BA-gráðu 1993.
Það má svo teljast mjög eðli-
legt, að smiður sem leggur svo
seint út á braut fijálsrar myndlist-
ar er háður fyrri reynsluheimi, í
þá veru að það taki hann dijúgan
tíma að tileinka sér hin sérstöku
lögmál hins hreina, afdráttarlausa
rúmtaks. Þetta er ekki lagt út sem
áfellisdómur, því hér er á ferð
mjög kraftmikill einstaklingur sem
enn er óskrifað blað og eins gott
að rýnirinn sé var um sig, því hér
getur allt gerst.
Sannast sagna, hefur sú blönd-
un ýmissa óskyldra efna í gerð
skúlptúra sem við blasir óneitan-
lega oftar yfir sér svip handverks-
ins og hins vandaða iðnaðarmanns,
en að um sé að ræða hreina og
úrskerandi formtjáningu. En að
Morgunblaðið/Ásdis
EITT verka Guðbjörns
formkennd sé til staðar kemur ein-
hvers staðar fram í öllum verkum
listamannsins og þá einkum því
sem ber nafnið „Flug“ (4), steinn
- járn, 1994, sem er skúlptúrverk
út og í gegn. Önnur verk sem vöktu
helst athygli mína fyrir hrein form-
ræn átök voru „Jarðmyndun“ (9),
járn - hraun, 1994, og „Vemd“
(11), járn - steinn, 1995. I síðast-
töldu myndinni ber steinninn í sér
mikinn formrænan kraft, sem enn
undirstrikar að Guðbjörn á erindi
á vettvanginn. Á sama hátt er
bronsverkið „Tilraun“ (14), 1994,
í svonefndu kynningarhomi
frammi afdráttarlausast formrænt
séð.
Bragi Ásgeirsson
Morgunblaðið/Þorkell
FINNBOGI Pétursson myndlistarmaður.
oft flokkuð sem tónlist segir hann að auðvit-
að komi það fyrir en hann segist alls ekki
vera að semja tónlist, heldur sé hann meira