Morgunblaðið - 25.10.1995, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.1995, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÖBER 1995 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur nefndar ríkisstjórnarinnar um umferðaröryggismál Æskilegt að setja upp örygg- isbelti í áætlunarbifreiðum NEFND sem skilaði niðurstöðu um áætlun í umferðaröryggismálum í byijun þessa árs, taldi æskilegt að komið yrði fyrir öryggisbeltum í áætlunarbifreiðum. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður var formaður nefndarinnar og segir hún að nefndin hafi lagt áherslu á að setja öryggisbelti í skólabfla. Þá hafi nefndin talið æskilegt að búa áætlunarbifreiðar öryggisbeltum í framtíð- inni. Rútur hér á landi séu margar komnar til ára sinna og talsverður kostnaður fylgi því að setja í þær öryggisbelti. Því væri spurning um að gera það að skyldu að búa nýja bíla þessum öryggisbúnaði. Strangari reglur Nú eiga að vera öryggisbelti á sætum fremst í rútum, samkvæmt evrópskum reglum. í kjöl- far slyssins í Hrútafirði á sunnudagskvöld, þegar rúta með 42 farþegum valt út af vegin- um, hefur þeirri skoðun verið lýst, meðal ann- ars af hálfu Slysavarnafélags íslands, að lö- gleiða eigi bílbelti í hópferðabifreiðum sem allra fyrst. Efasemdir hafa verið um að heim- ilt sé að setja strangari reglur hérlendis en gilda annarstaðar á Evrópsku efnahagssvæði. Lára Margrét Ragnarsdóttir sagðist þó ekki hafa trú á öðru, en Islendingar gætu sett strangari reglur um þetta atriði en gilda í öðrum aðildarríkjum EES-samningsins. „Það hlýtur að vera olnbogarými að setja slíkar reglur ef fólk telur það vera eðlilegt og rétt,“ sagði Lára Margrét. I niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. að samræma þurfi reglur um ökutæki og búnað þeirra EES-reglugerðum og þar sem leyfilegt sé að hafa strangari séríslenskar reglur sem stuðli að auknu umferðaröryggi skuli það gert þar sem rök mæli með. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra flutti þingsályktunartillögu í febrúar um að stefnt skuli að fækkun alvarlegra umferðarslysa um 20% fram til aldamóta, miðað við meðaltal ár- anna 1982-1992. Þessi tillaga, sem byggð var á starfi áðurgreindrar nefndar, var ekki af- greidd, en að sögn Láru Margrétar hyggst ráð- herra leggja þessa þingsál-yktunartillögu fram aftur nú í haust. Á á r w ■ / á Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðarkertum fleytt FIMMTIU ára afmælis Sameinuðu þjóðanna son, flutti ávarp. Barnakór Grensáskirkju var minnzt með hátíðarsamkomu í Tjarnar- söng og að því loknu fóru kórfélagar og sal Ráðhússins í gærkvöldi, þar sem meðal samkomugestir að Tjörninni og fleyttu frið- annarra utanríkisráðherra, Halldór Ásgríms- arkertum. Viðræður um Síldarsmuguna í Moskvu Nýr fundur boðaður fyrir ársfund NEAFC LAGT er til að sett verði bílbelti í allar rútur. Rannsókn- arnefnd tekin til starfa NEFND sem dómsmálaráð- herra skipaði á mánudag til að rannsaka orsakir umferðar- slyssins í Hrútafirði á sunnu- dagskvöld tók til starfa í gær og er stefnt að því að niður- stöður liggi fyrir sem fyrst. Magnús Einarsson yfirlög- regluþjónn og formaður nefndarinnar sagði að ákveðið hefði verið að nefndarmenn tjáðu sig ekki um verkefnið fyrr en því væri lokið og niður- stöður sendar dómsmálaráð- herra. Rannsókn nefndarinnar er ekki ætlað að koma í stað þeirrar rannsóknar sem fer fram á slysinu á vegum sýslu- mannsembættisins á Blöndu- ósi. Þegar Magnús var spurð- ur um markmið rannsóknar- innar sagðist hann ekki vera tilbúinn til að tjá sig um það. Kristín Halldórsdóttir Létust í rútuslysinu TVÆR konur létust í rútuslysinu í Hrútafirði á sunnudagskvöld. Krist- ín Halldórsdóttir frá Akureyri og, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, Laufey Marteinsdóttir, bú- sett á Blönduósi. Kristín Halldórsdóttir bjó að Dalsgerði 1B á Akureyri. Hún var sextug að aldri, fædd 30. mars árið 1935. Hún lætur eftir sig eiginmann og þijár uppkomnar dætur. VIÐRÆÐUM íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjómun veiða í Síldarsmugunni svokölluðu lauk í Moskvu í gær. Ekki varð nein niðurstaða af fundunum, en nýr fundur hefur verið boðaður fyr- ir ársfund Norðaustur-Atlantshafs- fískveiðinefndarinnar (NEAFC) um miðjan nóvember og annar fundur í Færeyjum í desember. Á fundinum var farið yfír niður- stöður starfshóps vísindamanna frá löndunum fjórum, um dreifingu síldarstofnsins og rætt um stjórn- unarfyrirkomulag, að sögn Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra. Ekki voru settar fram beinar kröfur um kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Miðar í átt að samkomulagi Aðspurður hvort löndin fjögur yrðu ekki að koma sér saman inn- byrðis til þess að vera í sterkari stöðu gagnvart t.d. Evrópusam- bandinu á NEAFC-fundinum, segir Þorsteinn að það hafi einmitt verið tilgangur fundarins í Moskvu og á fundinum, sem haldinn verði fyrir NEAFC-fundinn, verði sömuleiðis reynt að samræma þau sjónarmið. Þorsteinn segist telja að miðað hafi í átt að samkomulagi, þótt aldrei hafí verið búizt við beinum niður- stöðum af fundinum. Skýrsla vísindamanna birt fljótlega Skýrsla vísindamannanna um dreifingu og göngumynztur síldar- innar á hafinu milli íslands og Noregs og veiðireynslu einstakra landa hefur verið trúnaðarmál til þessa. Þorsteinn segir slíkt eðli- legt; starfshópurinn hafi afhent stjórnvöldum landanna skýrsluna með formlegum hætti á fundinum í Moskvu og ekki hafi verið viðeig- andi að birta hana fyrr, hún verði birt fljótlega. Aðspurður hvort hann telji niður- stöður skýrslunnar hagstæðar mál- stað íslendinga, segir Þorsteinn: „Þær sýna veruleikann eins og hann var, en auðvitað er það svo að við vitum ekki allt um það hvernig síld- arstofninn mun hegða sér í framtíð- inni. Það getur reynzt vandasamt að tengja upplýsingarnar um fortíð- ina saman við þann veruleika, sem við göngum til móts við.“ Þorsteinn bendir á að síldin hafi að hluta tek- ið upp fyrra göngumynztur, en hún hafi ennþá ekki gengið alla leið inn í íslenzka lögsögu, eins og hún gerði áður fyrr. „Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þar verða breyt- ingar á næstu árum,“ segir sjáv- arútvegsráðherra. Lengjan 50% fram úr áætlun ÍSLENSKAR getraunir hleyptu nýjum getraunaleik, Lengjunni, af stað í liðinni viku og fór sal- an fyrstu vikuna 50% fram úr áætlun. Giskað var á fyrir 4.511.900 krónur og voru vinn- ingar samtals 2.659.414 krónur eða 58,94%. Áætlun gerði ráð fyrir sölu upp á þijár milljónir og þar af um 1,5 millj. kr. í vinninga. „Salan fyrstu vikuna er framar vonum og mun meiri en ég hafði áætlað," sagði Sig- urður Baldursson, fram- kvæmdastjóri. „Það er greini- legt að leikurinn fer vel af stað og á eftir að skila íþróttahreyf- ingunni miklum fjármunum í framtíðinni. Þetta er ekki besti tíminn til að setja leik á markað en viðbrögðin eru þess eðlis að starfsmenn og stjórn Getrauna eru í sjöunda himni.“ Körfuboltaleikur hæstur Leikurinn byggist á því að giskari spáir fyrir um úrslit í þremur til sex leikjum af viku- legum 60 leikja seðli og velur sjálfur upphæðina sem sett er á röðina. Merkin 1, X eða 2 eru sett á leikina og á bak við hvert merki er hlutfallsstuðull sem vísar til þess hve miklar líkur eru á sigri, jafntefli eða tapi. Um er að ræða leiki í knatt- spyrnu, handknattleik og körfu- knattleik, innan lands og utan. Fyrstu vikuna var körfu- boltaleikur ÍA og Keflavíkur söluhæstur en næst kóm leikur Newcastle og Wimbledon í ensku knattspyrnunni og síðan körfuleikur Þórs á Akureyri og Njarðvíkur. Sala hafin í 4. Bahama- ferðina SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hefja í dag sölu í fjórðu hópferð- ina til Bahamaeyja, sem farin verður 19. nóvember. Fyrsta sex daga ferðin þangað um miðjan október seldist upp á örskömmum tíma og var tveim- ur ferðum því bætt við, 2. og 12. nóvember og var uppselt í þær báðar á mjög skömmum tíma. Hefur nú verið ákveðið að bæta fjórðu ferðinni við. 200 manns á biðlista Um er að ræða sex daga ferð og er verð á þessum ferðum 39.800 kr. með gistingu í fimm nætur, flugvallasköttum og far- arstjórn. Er ferðin, sem farin verður 19. nóvember, jafnframt seinasta ferðin sem ferðaskrif- stofan býður til Bahamaeyja á þessu verði. Flogið er með Bo- eing 747-100 júmbóþotu flugfé- lagsins Atlanta, sem er 487 sæta vél. Um 200 manns hafa nú þeg- ar látið skrá sig á biðlista í fjórðu ferðina og að sögn Helga Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Samvinnuferða-Landsýn- ar, eru allar líkur á að takist að fylla vélina á skömmum tíma. Að þeirri ferð meðtalinni má því áætla að nokkuð á þriðja þúsund íslendinga ferðist til Bahamaeyja á rúmlega einum mánuði og eru eyjarnar þar með orðnar þriðji vinsælasti sólar- landastaður íslendinga á þessu ári, á eftir Spáni og Portúgal, að sögn Helga. „Við erum búnir að afsanna þá kenningu að ekki sé hægt að bjóða upp á stuttar sólar- landaferðir í nóvember," segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.