Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
Beitir bola-
brögðum
Minsk. Reuter.
ALEXANDER Lúkashenko, forseti
Hvíta-Rússlands, hóf í gær undir-
búning að því að bola andstæðing-
um sínum út úr þinghúsinu í Minsk.
Ráðgerir hann ekki að beita
óeirðalögreglu heldur iðnaðarmönn-
um sem sendir verða undir því yf-
irskini að taka eigi húsið í gegn.
Þeirri aðferð að loka vegna viðgerða
var oft beitt til að kveða niður and-
óf þegar Sovétríkin voru við lýði.
Sendinefnd á vegum Evrópuráðs-
ins viðurkenndi í gær þing stjórnar-
andstæðinga og lýsti þjóðaratkvæð-
ið ólögmætt.
Semjon Sharetskí, forseti gamla
þingsins, sagði að sérstökum síma-
linum frá þinghúsinu til forsetans
og stjórnarinnar hefði verið lokað.
Pólveijinn Tadeusz Iwinski, sem
fór fyrir sendinefnd Evrópuráðsins,
sagði á blaðamannafundi í gamla
þinginu í gær að Hvítrússar ættu
að vera við öllu búnir.
Rússar, sem eru öflugustu
bandamenn Hvítrússa, hafa gefið
til kynna að þeir muni viðurkenna
nýja stjórnarskrá Lúkashenkos með
því skilyrði að hann beiti andstæð-
inga sína ekki ofbeldi.
------» ♦ ♦------
Norskur
ráðherra
segir af sér
Ósló. Reuter.
ÁSAKANIR um skattsvik og
skjalafals knúðu Teije Rod-Larsen,
skipulagsmálaráðherra í ríkisstjórn
Thorbjorns Jaglands, forsætisráð-
herra Noregs, til afsagnar í gær.
Ekki er nema mánuður síðan
Rod-Larsen kom heim frá Miðaust-
urlöndum þar sem hann gat sér
gott orð sem sáttasemjari á vegum
Sameinuðu þjóðanna ti) að taka við
sem eins konar „yfírráðherra" í
ríkisstjórn Jaglands. Naut hann þá
mikillar virðingar og átti að verða
höfuðsmiður hinnar nýju, norsku
framtíðarsýnar.
Talsmenn norsku stjómarand-
stöðuflokkanna sögðu í gær að af-
sögn Rod-Larsens væri mikið áfall
fyrir ríkisstjórn Jaglands enda
hefðu miklar vonir verið bundnar
við hann og embættið. Enginn efað-
ist heldur um hæfileika Rod-Lar-
sens en svo virtist sem hann hefði
ekki lagt öll spilin á borðið í upphafi.
■ Verulegt áfall/19
---------------
Þotu saknað
í Rússlandi
Moskvu. Rcuter.
RÚSSNESKRAR flutningaþotu af
gerðinni Íljúsjín íl-76, með 19
manns og 30 tonn af vörum innan-
borðs, var saknað í gærkvöldi.
Þotan fór frá Abakan í Síberíu
um klukkan 17 að íslenskum tíma
og hélt áleiðis til Petropavlovks-
Kamtsjatský en síðast heyrðist frá
flugmönnunum sjö mínútum eftir
flugtak. Óttast var að þotan hefði
farist og voru björgunarsveitir
sendar áleiðis til Abakan og ná-
grennis til leitar.
Mótmæii
gegn
Milosevic
harðna
Belgrad. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR stuðningsmanna
serbnesku stjórnarandstöðunnar
efndu til mótmæla í miðborg Belgrad
í gær gegn þeirri ákvörðun stjórnar
Slobodans Milosevics forseta að láta
endurtaka bæjar- og borgarstjórnar-
kosningar sem stjórnarandstaðan
hafði áður unnið.
Mótmæli hafa farið fram í Belgrad
10 daga í röð og hétu leiðtogar
Zajedno, kosningabandalags stjórn-
arandstöðuflokka, því í gær að halda
aðgerðum áfram dag hvern þar til
Milosevic játaði ósigur í þeim bæjum
og borgum sem Sósíalistaflokkur
hans hafði tapað í fyrstu tveimur
umferðunum.
Mótmælin hafa vaxið og harðnað
með degi hveijum og sagði Zoran
Djindjic, leitogi Zajedno, að smám
saman molnaði úr pólitískum kína-
múr Milosevics. Vuc Draskovic rit-
höfundur, annar stjórnarandstöðu-
leiðtogi, sagði að hingað til hefði það
verið markmiðið að veija sigur
stjórnarandstöðunnar í kosningun-
um en nú hefði nýtt markmið verið
sett; að knýja Milosevic til afsagnar.
Trufla óháð útvarp
Talsmenn óháðrar útvarpsstöðvar,
B-92, sögðu að útsendingar þeirra
hefðu verið truflaðar að undanfórnu
og kenndu stjórnvöldum um.
Kjörstjórnir, sem stjórnað var af
Sósíalistaflokknum, úrskurðuðu
Zajedno sigur í 15 af 18 stærstu
borgum Serbíu fyrra sunnudag,
þ.á m. í Belgrad, en ógiltu kosning-
una nokkrum dögum síðar án rök-
stuðnings. í fyrradag staðfesti
hæstiréttur þá ákvörðun. Boðaði
stjórnin til nýrra kosninga í gær en
þátttaka í þeim var dræm.
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik sigraði Dani, 27:21, í
fyrri leik liðanna í 5. riðli und-
ankeppni heimsmeistaramótsins í
gærkvöldi. íslenska liðið hafði
lengstum forystu, 12:10, í leikhléi
og á lokakaflanum skoraði liðið
fimm mörk gegn einu marki
danska liðsins. KA-maðurinn Ró-
bert Julian Duranona gerði fimm
mörk í sínum fyrsta landsleik fyr-
ir Island í Laugardalshöll og var
markahæstur. Valdimar Gríms-
son, sem hér sést skora, hóf leik-
inn vel og gerði fjögur fyrstu
mörk íslands. Hann var síðan
kallaður á varamannabekkinn og
kom ekki meira inn á. Þjóðirnar
leika síðari leikinn í Álaborg á
sunnudaginn og ræðst þá hvor
þjóðin kemst á úrslitakeppni HM
í Japan í maí. Islendingar standa
óneitanlega vel að vígi en sigur-
vegari hvers riðils kemst áfram
og það lið í öðni sæti sem bestum
árangri nær. ísland er efst í 5.
riðli, hefur hlotið níu stig, en Dan-
ir eru í öðru sæti með átta stig.
■ Gott veganesti/B4
Morgunblaðið/Golli
Sex marka sigur á Dönum
V öruflutningabílstj óraverkfallið í Frakklandi breiðist út og harðnar
Reuter
SJÚKRAFLUTNINGAMENN í frönsku borginni Rouen taka bensín
undir lögregluvemd í gær, en vegna aðgerða franskra flutningabíl-
stjóra hefur bensín þrotið á 2.000 bensínstöðvum í Frakklandi og
Qöldi stöðva á aðeins eftir nokkra dropa, sem naumt era skammtaðir.
Shtnar upp
úr viðræðum
París. Reuter.
SEINT í gærkvöldi slitnaði upp úr
viðræðum franskra vörubílstjóra og
viðsemjenda þeirra. Sáttasemjari
stjórnvalda sagði eftir næturlangan
fund með deiluaðilum í gær, að náðst
hefði samkomulag um að lækka eft-
irlaunaaldur og stytta vinnutíma.
Talsmenn franskra vörubílstjóra
sögðu í gær að vegatálmar yrðu
ekki fjarlægðir fyrr en búið væri að
semja um heildarlausn. Marc Blond-
el, leiðtogi eins stærsta verkalýðs-
sambands Frakklands, sagði að
ganga yrði að öðrum kröfum bílstjór-
anna sem vilja lengri lestunartíma
og lágmarkshvíld.
Blondel var helsti hvatamaður
verkfallanna miklu sl. haust er sam-
félagið lamaðist en þá voru opinberir
starfsmenn, er óttuðust samdrátt í
ríkisútgjöldum, í fylkingarbrjósti. Að
þessu sinni eru deilurnar milli af-
markaðs launþegahóps og einkafyrir-
tækja og aðstæður því mjög ólíkar.
Stjómvöld telja sig þó knúin til að
beita sér af miklu afli fyrir lausn
vegna þeirra miklu vandræða sem
aðgerðimar valda í efnahagslífinu.
Þegar samningafundur hófst síð-
degis var ósamið um kauphækkun
og vinnustundir.
Starfsmenn járnbrautanna stöðv-
uðu um hríð umferð á aðalbrautinni
milli Parísar og Le Havre í gær til
að mótmæla því að ríkisstjórnin
hyggst koma á fót einkareknu járn-
brautarfélagi. Telja starfsmenn rík-
isfélagsins endurskipulagningu ógna
störfum sínum.
Einnig hófu starfsmenn flugfélag-
anna tveggja sólarhringa verkfall í
gær til að krefjast betri kjara.
■ Framleiðsla að stöðvast/20