Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason.
ÞÓR Gíslason, verkefnisstjóri Jarðborana hf., Erling Garðar Jónasson umsjónarmaður virkjanaaðila og Ólafur Hilmar Sverrisson
bæjarsljóri í Stykkishólmi við hitavatnsholuna í Iandi Hofstaða, en þar er mikið af 87 gráðu heitu vatni. I baksýn er Helgafell, en þar
hafa óskir margra Hólmara ræst.
Mikið af heitu vatni
finnst við Stykkishólm
Nýtanleg orka yfir 20 MW sem er sama
og þrjár Andakílsárvirkjanir gefa
Stykkishólmi - Mikil ánægja
ríkir í Stykkishólmi með ótrúleg-
an árangur sem fengist hefur við
borun eftir heitu vatni í landi
Hofstaða, 5 kílómetra fyrir ofan
Stykkishólm. Leitin að heitu vatni
fyrir Stykkishólm er samvinnu-
verkefni Stykkishólmsbæjar og
RARIK.
í gær var vinnsluholan prófuð
og kemur í ljós að risaæð kemur
inn í hana á 819 metrum sem
gefur um 45 sekúndulítra af 87
gráðu heitu vatni. Önnur minni
æð kemur inn á 830 metrum. Við
dælingu kemur nær ekkert vatn
inn í holuna úr efri kerfum.
Ólafur Hilmar Sverrisson
bæjarstjóri í Stykkishólmi er að
vonum ánægður með árangurinn.
Hann segir að þó að menn hafi
verið bjartsýnir í byijun, þá áttu
þeir ekki von á svona góðum ár-
angri. Það er dýrmætt að holan
skuli vera svona góð og að vatn
hafi fundist í þessu magni og hita.
Eini neikvæði þátturinn er að
selta finnst í vatninu.
Áætluð neysluþörf fyrir
Stykkishólm er rúmir 20 sek-
úndulítrar og á auðveldan hátt
er hægt að ná upp úr holunni 45
sekúndulítrum eða tvöfaldri orku-
þörf Stykkishólms. Orkan sem
hægt væri að ná upp úr holunni
er yfir 20 megavött sem er sama
orka og þrjár Andakílsárvirkjanir.
Talið er að hægt væri að dæla
upp úr holunni 100 ltr/sek. Það
sem takmarkar að nýta alla þá
orku er sverleiki holunnar og
stærð dælu. Aðstreymið í holuna
er mikið og svæðið stórt svo að
holan ætti að vera margra ára-
tuga uppspretta.
Að sögn Ólafs Hilmars er ekki
þörf á að bora dýpra og er þætti
Jarðborana hf. lokið og er verið
að taka borinn og flytja burt. í
dag er von á verkfræðingi til að
staðsetja eina til tvær hitastiguls-
holur nær Stykkishólmi í þeirri
von að hægt verði að ná í vatnið
nær. Ólafur Hilmar segir að vet-
urinn verði notaður til rannsókna
og útreikninga. Þennan árangur
þakkar hann m.a. góðri undirbún-
ingsvinnu sem fram hefur farið
og að árangur vísindamanna sé
stórkostlegur í þessu verki.
Ferskir
bændur
semja við
Hagkaup
Byrjað að hleypa
til í Húna-
vatnssýslu
FÉLAG ferskra fjárbænda hefur
gert samning við Hagkaup um kaup
á fersku dilkakjöti á næsta ári.
Hagkaup mun kaupa mun meira
af fersku kjöti en samið var um
fyrr á þessu ári.
Bændur í Vestur-Húnavatns-
sýslu gerðu fyrr á þessu ári samn-
ing við Hagkaup um kaup á fersku
kjöti utan hefðþundinnar sláturtíð-
ar, allt að 200 dilkum á viku, frá
byrjun ágúst og fram í desember.
Eyjólfur Gunnarsson bóndi á Bálka-
stöðum í Hrútafirði segir að fram-
kvæmd samningsins hafi gengið
vel. Erfitt hafi verið að fá nægilega
marga dilka fyrstu tvær vikurnar
en það hafí lagast og í haust hefur
verið slátrað um 400 lömbum á
viku. Kjöt verður afgreitt sam-
kvæmt þessum samningi fram í
desember. Eyjólfur tekur fram að
samskiptin við Hagkaup hafi geng-
ið sérstaklega vel.
Bætast í hópinn
Nú hafa bændur í Dalasýslu og
Strandasýslu gengið til liðs við
Húnvetninga. Stofnuðu þeir Félag
ferskra fjárbænda og gerðu nýjan
samning við Hagkaup. Samkvæmt
honum verður slátrað 400-500
dilkum á viku og hefst slátrun
mánuði fyrr en í sumar, eða í byrj-
un júlí, og mun standa fram að jól-
um. Sláturhúsið Ferskar afurðir
ehf. á Hvammstanga slátrar fénu.
Eyjólfur segir að bændur vinni
að því með ýmsum ráðum að útvega
kjöt fyrir samninginn við Hagkaup.
Bændur fyrir norðan séu til dæmis
byijaðir að hleypa til og fyrstu
lömbin muni fæðast i lok mars.
Félag ferskra fjárbænda mun
einnig vinna að því að lækka kostn-
að við fjárbúskapinn. Segir Eyjólfur
það bráðnauðsynlegt enda sýnt að
ekki verði hægt að hækka afurða-
verðið. Samkaup á áburði eru m.a.
til athugunar til að nýta þá af-
slætti sem viðskiptavinir Áburðar-
verksmiðjunnar eiga kost á þegar
þeir kaupa tiltekið magn.