Morgunblaðið - 28.11.1996, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
t
VERKFALL VÖRUBÍLSTJÓRA
Viðræður vörubílstjóra í Frakklandi og vinnuveitenda þeirra héldu áfram
í gær. Sáttasemjurum á vegum stjórnvalda tókst að þoka málum nokkuð
áleiðis. Aðgerðirnar eru þegar farnar að valda miklu efnahagslegu tjóni.
Vörubílstjórar krefjast m.a. að eftirlaunaaldur verði lækkaður úr 60 árum í 55 ár,
vinnutfmi verði styttur, hvíldartími aukinn og laun hækkuð. Fleiri starfsmenn í
samgöngufyrirtækjum lögðu niður vinnu í gær.
Um 800 erlendir vcrubíl-
stjórar biða þess aðfáað
fjya yfir Ermarsund
B R E T L A N JD
Dover
r
v
'V/
f Helstu
vegatálmar
Meira en 200 vörubilar, sem
snúið varfrá Calais, bíða
eftirað komast til Dover
Jámbrautarstarfsmenn
stöðva umferð milli
Parisar og Le Havre
Lögregla umkringir
samgönguráðuneytið
eftir að samtök
leigubilstjóra hvetja
til samúðarverkfalla
Þrjú félög jámbrautar-
starfsmanna valda
samgöngutruftunum í
Bordeaux og víðar í
Suðvestur Frakklandi
með verkfalli
Skýrt er frá rúmlega 200
vegatálmum á mikilvægum
samgönguleiðum
REUTERS
Tveggja daga
verkfall starísfólks
flugfélaga hófst ígær
> Priðjungi flugferða
til annarra álfa aflýst
• Rúmum helmingi
flugferða innan
Evrópu a flýst
Verkfall flutningabí lstj óra í Danmörku
Vörur fyrir milljómr
liggja undir skemmdum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
CARSTEN Koch, skattamálaráð-
herra Dana, tókst ekki í gær að
fá þingið til að samþykkja nýjar
skattareglur fyrir flutningabíl-
stjóra sem hafa hindrað umferð
flutningabíla um landamærin frá
því á mánudag. Bæði í Danmörku
og Svíþjóð eru áhrif aðgerðanna
tilfinnanleg. Öngþveitið vex, vörur
fyrir milljónir liggja undir
skemmdum, það stefnir í lokun
fyrirtækja vegna hráefnisskorts
og skortur er á mjólk og öðrum
vörum.
Það leynir sér ekki hve háðir
Danir eru vöruflutningum með
bílum því ef verkfall flutningabíl-
stjóranna heldur áfram bitna að-
gerðirnar ekki aðeins á útflutn-
ings- og innflutningsfyrirtækjum,
heldur á almennum borgurum.
Fyrirtækin munu væntanlega
þurfa að senda fólk heim, í búðun-
um mun í dag eða á morgun skorta
mjólkurvörur sem daglega eru
keyrðar á milli Jótlands og eyjanna
Stefnir í lokun
fyrirtækja vegna
hráefnisskorts
og landpóstur berst ekki. Vöru-
skortur mun bitna á margvíslegum
fyrirtækjum og þannig hafa
Volvo-verksmiðjurnar sænsku til-
kynnt að þær þurfi að senda fólk
heim í næstu viku vegna þess að
vörur frá birgjum berast ekki. Til
fiskvinnslunnar á Jótlandi berst
ekki hráefni og fyrirtækin geta
ekki komið afurðum frá sér. Sjáv-
arafurðir fyrir 330 milljónir ís-
lenskra króna eru taldar liggja
undir skemmdum í strönduðum
bílum við Padborg og vörur fyrir
svipað verð liggja í flskvinnsluhús-
unum.
Svíar illa úti
Svíar verða einkar illa úti í átök-
unum þar sem bílar þaðan keyra
um Danmörku á leið til Evrópu
og öngþveiti er við hafnir þaðan
sem er siglt beint til Þýskaland.
Þegar á meginlandið er komið tek-
ur ekki betra við vegna aðgerða
franskra bílstjóra og breskra mót-
aðgerða við þeim.
Frönsku bílstjórarnir heimta
hærri laun en þeir dönsku deila
við ríkisstjórnina um skattafrá-
drátt. Koch skattaráðherra fékk í
gær ekki meirihluta fyrir sínum
tillögum um lægri frádrátt sem
atvinnurekendur gætu síðan bætt
bílstjórunum upp með hærri laun-
um. Margir þingmenn hafa einnig
haft á orði að þeir kæri sig ekki
um að sitja í þinginu með hótanir
bílstjóranna yfir sér eins og hlaðna
byssu. Raddir eru um að beita lög-
reglu gegn vegatálmum bílstjór-
anna en hvernig lögreglan á að
hnika til mörg hundruð bílum sem
vega mörg tonn er óleyst mál svo
að eina vopnið enn sem komið er
stöðumælasektir.
Framleiðsla að
stöðvast í sum-
um verksmiðjum
París. Reuter, The Daily Telegraph.
VERKFALL vörubílstjóra í Frakk-
landi hefur nú staðið í 10 daga.
Alls voru vegatálmar á 218 stöðum
í gær, umferð um hafnir í Calais og
fleiri borgum var í lágmarki. Fram-
leiðsla er farin að dragast saman í
verksmiðjum vegna skorts á hráefni
og birgðum af ýmsu tagi, verkfalls-
menn hafa stöðvað framleiðslu í olíu-
vinnslustöðvum og lokað birgða-
geymslum olíufélaganna. Truflanir
hafa orðið á póstflutningum, bændur
fá ekki fóður fyrir bú sín og sjómenn
á vesturströndinni þora ekki að fara
með vöru sína á markaði í borgum
inni í landi af ótta við að verða stöðv-
aðir.
Langar biðraðir voru við bensín-
stöðvar í Bordeaux og víðar í land-
inu. Til slagsmála hefur komið í
Calais milli franskra bílstjóra og bíl-
stjóra á erlendum vörubílum er orðið
hafa innlyksa. í grennd við sviss-
nesku landamærin hleyptu franskir
bílstjórar loftinu úr dekkjum er-
lendra keppinauta, „við verðum að
stöðva útlendinga og verkfallsbijóta,
annars taka þeir að sér okkar störf“
sögðu Frakkarnir.
Rannsóknardómari í París segist
ekki geta útilokað að eldsvoði sem
kom upp í járnbrautarlest í Ermar-
sundsgöngunum nýverið, hafi verið
af völdum fransks vörubílstjóra.
Þótt skoðanakannanir sýni mikla
samúð í garð bílstjóranna er talið
ólíklegt að fleiri stéttir sláist í hóp-
inn, hvatningar verkalýðssambands
kommúnista, CGT, í þá veru báru
lítinn árangur í gær.
Reuter
Solzhenítsyn fer hörðum orðum um ráðamenn í Rússlandi
Eng’u betri en kommúnistar
París. Reuter.
RÚSSNESKA nóbelsskáldið Alexander Solzhen-
ítsyn fór í gær hörðum orðum um hina nýju
stétt pólitískra leiðtoga í Rússlandi og sagði,
að þeir væru engu betri en kommúnistarnir, sem
hann hefði barist gegn mest allt sitt líf. Segir
hann í grein í franska blaðinu Le Monde, að
Rússland sé ekki lýðræðisríki og þar muni seint
komast á raunveruleg markaðshagkerfí.
„Rússneskir ráðamenn komast upp með
glæpi, sem hafa steypt landinu í glötun, leitt
fátækt yfir milljónir manna og valdið dauða
þúsunda annarra. Þeim er samt ekki refsað
fyrir það,“ segir Solzhenítsyn en greinin birtist
á sama tíma og Víktor Tsjernomyrdín, forsætis-
ráðherra Rússlands, er í tveggja daga opin-
berri heimsókn í Frakklandi.
Solzhenítsyn var bannfærður í Sovétríkj-
unum 1974 og hrakinn í útlegð en 1990 fékk
hann rússneskan ríkisborgararétt á ný. Sneri
hann aftur heim 1994.
Ný yfirstétt
„Hástéttarkommúnistar og nýríka fólkið,
sem auðgast hefur gífurlega með svikum og
prettum, hefur tekið höndum saman og mynd-
að nýja yfirstétt þar sem 150 til 200 manns
fara með öll völd í landinu," segir Solzhenítsyn
Reuter
ALEXANDER Solzhenítsyn ávarpar
rússneska þingið árið 1994 skömmu eftir
að hann sneri heim úr útlegð.
í greininni, sem heitir „Rússland á grafarbakk-
anum“. „Ríkisstjórnin er jafn ósnertanleg og
kommúnísku valdhafarnir áður og á ekkert
skylt við lýðræði."
Solzhenítsyn segir, að þingið hafi orðið að
lúta í lægra haldi fyrir valdamiklum forseta,
þing sjálfstjórnarlýðveldanna séu aðeins vika-
piltar héraðshöfðingjanna og sjónvarpið undir-
gefið Borís Jeltsín, sem hafi verið kosinn for-
seti án nokkurrar umræðu um fortíð hans eða
framtíðarsýn.
Örmagna þjóð
Að mati Solzhenítsyns myndi ástand eins og
það er í Rússlandi leiða til „sprengingar" í
öðrum löndum en hann segir, að það muni
ekki gerast í landi sínu. Eftir kommúníska
stjórn í 70 ár sé þjóðinni allur kraftur þorrinn.
Nóbelsskáldið segir, að einkavæðingin í
Rússlandi hafi verið stórslys. Gersamlega getu-
lausu fólki hafi verið færður þjóðarauðurinn á
silfurfati.
„Fyrirhafnarlaus gróði af þessu tagi þekkist
ekki í sögu Vesturlanda," segir Solzhenítsyn
og bætir því við, að spillingin í Rússlandi sé
svo óskapleg, að fólk á Vesturlöndum sé jafn-
vel ófært um að skilja það.
Iranir
mótmæla
í Bonn
UM 1.000 íranir gengu um mið-
borg Bonn í gær til að krefjast
þess að stjórnin í íran færi frá
og að stjórnvöld í Þýskalandi
hætti viðræðum við hana. Fólkið
lýsti ennfremur yfir stuðningi við
þýska saksóknarann Bruno Jost,
sem hefur sakað Ali Khamenei,
andlegan leiðtoga írana, og Ak-
bar Hashemi Rafsanjani, forseta
írans, um að hafa staðið á bak
við morð á þremur irönskum
andófsmönnum og túlki þeirra í
Þýskalandi árið 1992. Á mynd-
inni eru tveir Irananna í gervum
Rafsanjanis og Khameneis.
íranir efndu einnig til mót-
mæla við þýska sendiráðið í Te-
heran og kröfðust þess að Jost
yrði tekinn af lífi.
Klaus Kinkel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, ávarpaði þing
landsins og sagði að þýska stjórn-
in myndi halda áfram „gagnrýn-
um viðræðum" sínum við stjórn-
völd í íran um stuðning þeirra
við hermdarverkamenn og
mannréttindabrot í landinu.
>
í
i
I
I
i
í
I
I
I
i
1
I
I
I
i
1