Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 41 AÐSEIMDAR GREINAR Arkitektar — Launamisrétti óþörf stétt? í KJARAKÖNNUN sem Arki- tektafélag íslands stóð fyrir nýver- ið og framkvæmd var af Félagsvís- indadeild Háskóla íslands kemur fram mjög bág staða arkitekta. Þeim sem til þekkja kemur þetta ekki á óvart en oft hefur því verið haldið fram að arkitektar væru of margir. Staðreyndin er samt sú, að arki- tektar eru of lítið not- aðir og koma ekki nálægt stærstum hluta þess íbúðarhús- næðis sem byggt er. Á landinu er fjöldinn allur af teiknistofum sem reknar eru af tæknimönnum og byggingarfræðingum sem hafa leyfi yfir- valda til að leggja að- alteikningar fyrir byggingar- nefndir. Sumar hveijar hafa jafn- vel þannig heiti að ætla mætti að um arkitekta væri að ræða og margir sem leita til slíkra aðila vita jafnvel ekki betur en að svo sé. Mennt er máttur? íslenskir arkitektar hljóta menntun erlendis og hafa því ekki þann bakhjarl sem háskóli óneit- anlega er. Tengsl milli háskóla- menntunar í greininni og stofnana í íslenskum veruleika eru engin og kann það að skýra hvað aðrar háskólamenntaðar stéttir hafa oft lítinn skilning á menntun þeirra. Menntunarkröfur hafa aukist verulega meðal flestra starfs- greina og er réttindanám t.d. kennara nú orðið margra ára há- skólanám. Það nægir ekki lengur að vera fæddur kennari. Það næg- ir heldur ekki að hafa starfað við kennslu. En íslenskir arkitektar þurfa að deila markaðnum með stéttum sem alls ekki hafa þá menntun sem menningarsamfélag hlýtur að gera kröfur til. Skýring- in á því skilningsleysi sem er á menntun og starfi arkitekta er eflaust margþætt. Menntunin og starfið nær yfir hin ýmsu svið mannlegs samfélags og tekur á og samhæfir listræna, tæknilega og félagslega þætti við mótun umhverfisins. Það virðist vera til- hneiging nútímans að þær starfs- greinar sem byggjast á yfirsýn eiga undir högg að sækja. Arki- tektar hafa sjálfir eflaust ekki verið nógu duglegir við að sækja réttindi sín. Síðast en ekki síst hefur það verið almenn skoðun að arkitektúr sé bara spurning um smekk og til þess að móta um- hverfið sé jafnvel betra að geta haldið á hamri en að hafa til þess þar til gerða menntun. Þáttur löggjafans í byggingarreglugerð þeirri sem nú er í gildi hafa arkitektar, bygg- ingarfræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar rétt til að gera aðalupp- drætti og sérupp- drætti af húsum og öðrum mannvirkjum, hver á sínu sviði (gr. 3.5.1) án þess að sér- sviðin séu skilgreind. Sérsviðin eru nú túlk- uð þannig að verk- fræðingar, tækni- fræðingar og bygg- ingarfræðingar mega ganga inn á starfssvið arkitekta en það er ekki gagnkvæmt og arkitektar geta ekki gengið inn á starfssvið verkfræðinga og tæknifræðinga. Það er greinilegt að þessar stéttir eiga sér öfluga málsvara hjá löggjafanum. Mennt- un byggingarfræðinga er 3‘A árs nám að sveinsprófi i húsasmíði loknu og miðast menntun þeirra við að þeir geti sinnt eftirliti á byggingarstað og gerð sérhluta- teikninga. En íslenski löggjafinn telur þetta próf jafngilda háskóla- Það virðist vera tilhneiging nútímans, segir Guðfinna Thord- arson, að þær starfs- greinar sem byggjast á yfirsýn eigi undir högg að sækja. prófi í arkitektúr. Hér á landi er starfandi hópur arkitekta sem hef- ur bætt á sig arkitektanámi eftir slíkt próf. Það hefði með skilningi íslenska löggjafans verið gjörsam- lega óþarft að leggja þannig á sig margra ára nám og námsskuldir. Nú liggur fýrir Alþingi frum- varp til nýrra skipulags- og bygg- ingarlaga. í því frumvarpi stendur ekki til að herða menntunarkröfur til hönnuða aðalteikninga. Aðrar starfsstéttir geta áfram öðlast rétt til að gera aðaluppdrætti. Löggjaf- anum finnst nægilegur varnagli sleginn með því að gera kröfu til þess að byggingarverkfræðingar, byggingartæknifræðingar og byggingarfræðingar þurfí að öðl- ast 5 ára starfsreynslu til þess að geta gengið inn á starfssvið arki- tekta, en arkitektar þurfa í þessu frumvarpi 3 ára starfsreynslu til þess að hljóta löggildingu. Há- skólanám arkitekta er því metið til jafns við 2 ára starfsreynslu annarra starfsstétta. Hefur lög- gjafanum dottið í hug að veita hjúkrunarfræðingum læknaleyfi eftir 5 ára starf á sjúkrahúsi? Hlutur kvenna í umræddri kjarakönnun kemur fram að karlar í arkitektastétt eru með um 40% hærri laun en konur í stéttinni. Skýringuna á því má eflaust finna í því, að í arkitekta- stétt er hlutfallslega lítið um laun- þega, teiknistofur eru fámennar og eigendur eru oft einu starfs- mennirnir. Því er lítið pláss fýrir konur á sínum hefðbundna stað innan fyrirtækjapíramítans í ís- lenskum fyrirtækjum. Þar sem konur hafa ekki aðgang að því viðskiptaneti sem er að finna í bræðralagi hinna ýmsu karla- klúbba (nema óbeint í gegnum fjöl- skyldu og vini) hafa þær ekki á svo gjöful mið að róa við öflun verkefna. Þegar hart er í ári, eins og hjá byggingariðnaðinum und- anfarin ár, falla fáir molar af borð- um. Auk þess er byggingariðn- aðinum stjórnað mestmegnis af körlum og þar eins og annars stað- ar þarf að ryðja úr vegi ýmsum fordómum til þess að treysta kven- manni fyrir einhveiju bitastæðu. Hvað er til ráða? Arkitektar eru í slæmri aðstöðu til að mynda öflugan þiýstihóp. Ef þeir legðu niður störf til að þrýsta á réttindi sín tækju verk- fræðingar, tæknifræðingar og byggingarfræðingar endanlega yfir störf þeirra. Ef stéttin hefði til þess burði gæti hún notað þær aðferðir sem sýnst hafa vænlegar til árangurs, t.d. ráðið sér mark- aðsráðgjafa og hafið áróðursher- ferð í fjölmiðlum þar sem arkitekt- ar, viðskiptamenn þeirra og frændgarður færu hamförum. Stjórnmálamenn væru eltir á rönd- um og fréttir búnar til og ma- treiddar fýrir fjölmiðla í hasarstíl. Ennfremur mætti gjarnan birta auglýsingar þar sem lítið er gert úr menntun og getu þeirra starfs- greina sem arkitektar telja sig standa í samkeppni við. En hætt er við að slíkir vafasamir tilburðir skiluðu arkitektum litlu auk þess sem stéttin hefur ekki fjárhagslega burði til að standa í slíku, saman- ber áðumefnda kjarakönnun. Þjóðin mun áfram sjá á eftir bjartsýnu fólki til náms í arkitekt- úr. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi eru kaldar kveðjur til þessa fólks og sýnir lítinn metn- að fyrir hönd húsagerðarlistar í landinu. Höfundur er arkitekt. BÚSETUSKILYRÐI á íslandi fyrir almennt launafólk eru óviðun- andi. Kverkatak frjáls- hyggju og spákaup- mennsku gegnsýrir allt þjóðfélagið með þeim afleiðingum að lífskjör hér á landi fyr- ir ófaglært fólk eru orðin ein þau verstu í Vestur-Evrópu. Launamunur er óeðli- lega mikill og fer ört vaxandi. Lægstu laun- in hrökkva ekki fyrir brýnustu nauðþurft- um. Bankavextir eru langt úmfram greiðslugetu almennings og lífeyri er gróflega misskipt og fara þar fremstir í flokki þingmenn þjóðar- innar. Breytingar til hins betra verða torsóttar en munu nást ef almenningur stendur saman um þær. Gegn verkalýðs- hreyfingunni Svo virðist sem að samtök at- vinnurekenda og stjórnarflokkarn- ir hafí tekið höndum saman um þá stefnu að halda almennum launum niðri en auka gróða fyrir- tækja án tillits til hvort þau eru skynsamlega rekin eða ekki. Einn- ig sýna ýmsar nýjar lagasmíðar að stjórnvöld róa að því öllum árum að rýra sem mest áhrif Stöndum saman, segir Sigurður T. Sigurðs- son, snúum vörn í sókn. # verkalýðsfélaganna á mótun kjaramála en auka að sama skapi völd og áhrif atvinnurekenda- valdsins í landinu. Meira launamisrétti Með samþykkt slíkra laga er Alþingi að stíga stórt skref aftur á bak í átt til meira launamisrétt- is en þekkst hefur hérlendis í sögu lýðveldisins. Háu launin í þjóðfé- laginu munu halda áfram að hækka, skattaívilnanir til ráðherra og þingmanna munu haldast og sjálftökuliðið mun ekki láta sitt eftir liggja og hækka sín laun að eigin geðþótta. En hlutskipti al- þýðuheimilanna verður áfram sem hingað til gjaldþrot og eignaupp- taka. Flestum finnst þó nóg kom- ið, þar sem nú þegar eru þúsundir heimila gjaldþrota, eignalaus og allt að því á vergangi. Vaxtaokur Nýjar skýrslur um rekstur ís- lenskra banka sýna að þeir eru hörmulega illa reknir og líklegast eru þeir komnir í Heimsmetabók Guinnes vegna ótrúlega hárra vaxta og þjónustugjalda, sem eru í engu vitrænu sam- hengi við verðbólgu- stigið í landinu. Ofan á vaxtaokrið setja stjórnvöld svo lán- skjaravísitölu, sem oftar en ella er ekki reiknuð með þegar samanburður um vaxtakostnað er gerð- ur við önnur lönd. Kostnað af þessu okri og óráðsíu greiðir ai- menningur í landinu. ^ Og eins og fýrri dag- inn er engin ábyrgur. Valdahroki Alla þessa hringa- vitleysu kappkosta stjórnvöld og atvinnurekendur að veija og ætla sér auðsjáanlega ennþá dýpra ofan í vasa almennings ef þeir fá tæki- færi til. Þegar svo hinn almenni launamaður reynir að veija sig og fer fram á að hafa til hnífs og skeiðar verður allt valdaslektið vitlaust af vandlætingu. Þá er bláfátækt fólk, með mánaðarlaun innan við 50 þúsund krónur, ásak- að um heimtufrekju og hótað meiri skattpíningu, atvinnuleysi, verð- lagshækkunum, gengisfellingum og vaxtahækkunum ef það sættir sig ekki við molana sem hrökkva af nægtaborði yfírstéttarinnar. Stöndum saman Til að stöðva þetta skipulagða launamisrétti þarf almennt launa- fólk í landinu að standa saman sem órofa heild í þeirri kjarabaráttu sem framundan er. Við megum ekki líða það lengur að alþýða manna lifi á undirmálslaunum meðan sjálftökulið hálaunamanna lifir í vellystingum. Og við getum ekki horft upp á það lengur að hópar manna komist hjá að greiða skatta en allur almenningur skattpíndur. Verkafólk! Stöndum saman um það markmið að snúa vörn í sókn og ná fram verulegum kauphækk- unum við gerð næsta kjarasamn- ings og til að tryggja launajöfnun skulum við krefjast þess að í samn- ingnum verði opnunarákvæði ef aðrir hópar launafólks fá meiri kauphækkun í krónutölu. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hlífar, Hafnarfirði. - kjarni málsins! Guðfinna Thordarson Sigurður T. Sigurðsson Samskipti íslands við umheiminn eru mikilvægur þáttur ( því að kynna landið sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru. Þess vegna gefur Friður 2000 öllum félagsmönnum tölvupósthólf og aðgang að internetinu. Vanti þig tölvuna þá getum við útvegað Pentium tölvur á góðum kjörum. Þú færð einnig allt að 73% ódýrari sfmtöl til útlanda, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur frlðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. cE Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.