Morgunblaðið - 28.11.1996, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Að verða að manni
Ljósmyndari: Kjartan Jónsson.
UMSKERENDUR. Þeir njóta mikillar virðingar. Sótthreinsandi
efni eru ekki notuð við umskurnaraðgerðina.
PILTARNIR komu fyrir hornið á
skýlinu og gengu rólega fram fyrir
það. Hægt og rólega stilltu þeir sér
upp í fjórar beinar raðir. Þeir voru
klæddir skinnfötum eins og siðurinn
kvað á um en sumir höfðu sveipað
sig teppum eða lökum. Þarna stóðu
þeir alvarlegir og steinþegjandi,
enginn var með læti eða leikara-
skap. Af stærðinni að dæma gátu
þeir verið á aldrinum 10 til 20 ára.
Foringinn bauð mig velkominn og
sagði að nú ætluðu þeir að syngja
»f. fyrir mig. Síðan hófu þeir upp raust
sína og sungu um forföðurinn, upp-
hafsmann þjóðflokksins.
Að söngnum loknum var mér
boðið í skoðunarferð um búðirnar.
Að öllu jöfnu fær enginn, sem ekki
er innvígður í þjóðflokkinn, að koma
inn í þær. Þarna hafði verið hróflað
upp löngu húsi úr einfaldri tijágrind
og klætt yfir með grasi. Þetta var
mjög óvandað, enda húsinu ekki
ætlað að standa nema í nokkrar
vikur. 60-80 piltar sváfu þarna í
einu fleti á grasmottum á moldar-
gólfínu í nokkrar vikur. Þeir áttu
að læra um bræðralag og að þola
sársauka og hörku hermannsins.
Herbergi öldunga, kennaranna, var
í öðrum enda hússins. Óvönduðu
eldhúsi hafði verið komið upp rétt
við aðalhúsið. Þar var eldað í hálfum
olíutunnum.
Bað og barsmíðar
Óumskorinn maður á meðal Pók-
otmanna í Kenýa er talinn í hópi
barna, hversu gamall sem hann er.
í sumum hreppum fær hann ekki
að kvænast og fær ekki að vera
þátttakandi í ákvarðanatöku karla-
samfélagsins. Að sjálfsögðu er
__s óhugsandi að hann fái nokkra
ábyrgðarstöðu.
Piltar eru umskornir í hópum á
nokkurra ára fresti. Þó að þetta sé
regla samfélagsins verða þeir að
biðja öldungana um að fá að verða
umskornir. Öldungarnir eru mjög
tregir til að veita samþykki sitt því
að enginn faðir vill eiga son sem
ekki er nógu harðnaður fyrir hiná
sársaukafullu aðgerð og kveinkar
sér þegar á hólminn er komið. Slíkt
leiðir skömm yfir fjölskylduna sem
aldrei afmáist og verður henni fjöt-
ur um fót ávallt upp frá því.
Þess vegna setja karlarnir ýmis
skilyrði fyrir samþykki sínu. Þeir
heimta að strákamir bruggi bjór
__ , fyrir þá, slátri nauti og haldi þeim
veislu, geri við húsin þeirra ef á
þarf að halda, og ýmislegt annað,
sem þeim dettur í hug. Þegar þeir
eru sáttir við þjónustu piltanna
halda þeir fund og ræða hvaða
strákar séu nógu þroskaðir, að
þeirra mati, til að fara í gegnum
þetta ferli. Venjulega eru piltamir
kallaðir fyrir einn og einn í einu
og spurðir út úr. Öldungarnir reyna
mjög að draga úr þeim og segja
að þeir hafi ekkert að gera í þessa
miklu þolraun. Þessu til áréttingar
er tekin glóð úr eldinum og sett á
læri þeirra. Þar er hún látin vera
og svíða skinnið. Strákarnir mega
hvorki taka hana né kveinka sér.
Standist þeir prófið eru þeir venju-
lega taldir nógu harðir af sér til
að þola umskurnina og samþykki
er gefið.
Þegar þessum áfanga hefur verið
náð er staður fundinn í skóginum
utan alfaraleiðar. Nokkuð stórt
Óumskorinn maður er
á meðal Pókotmanna
í Kenýa, segir Kjartan
Jónsson, talinn bam,
hversu gamall sem
hann verður.
svæði er girt af fyrir umskumarbúð-
ir til að koma í veg fýrir að óum-
skomir karlmenn, konur og börn
komist þangað inn. Síðan er ýmist
byggt eitt stórt hús fyrir piltana
með herbergi fyrir leiðbeinendur
þeirra eða tveir kofar, annar fyrir
piltana og hinn fyrir leiðbeinend-
urna. Þá er eldiviði safnað og annar
nauðsynlegur undirbúningur gerður
fyrir dvölina í búðunum. Aður fýrr
var hún þrír til sex mánuðir en hef-
ur verið stytt, m.a. vegna tilkomu
skólaskyldu, í tvo til þijá mánuði.
Umskurnin getur farið fram þeg-
ar staða sólar, tungls og stjarnanna
Merkúrs og Júpíters er rétt. Brot á
þeirri reglu kallar bölvun yfir sam-
félagið.
Kvöldið fyrir umskurnina fer
fram syndajátning og helgun.
Strákarnir verða að játa allar synd-
ir (=brot á reglum samfélagsins)
sem hafa ekki verið hreinsaðar með
fórn eða hreinsunarritúali. Sérstak-
lega er gengist eftir kynlífssyndum.
Að játningu lokinni verða þeir sem
eru syndugir að tína ákveðna villi-
ávexti, setja þá í hrúgu og kasta
þvagi á þá. Síðan era þeir smurðir
með hvítum leir sem sagður er flytja
líf og frið inn í umskurnarbúðirnar.
Þá fer fram hreinsunarritúal og
dauðinn er rekinn á brott. Allt þetta
er gert til að tryggja að sár pilt-
anna grói fljótt og vel og koma í
veg fyrir að illir andar valdi óstöðv-
andi blæðingum og ígerðum í sárum
þeirra og jafnvel dauða einhvers
þeirra.
Eftir þetta fara allir niður í á og
baða sig naktir í ísköldu vatni. Þeg-
ar komið er aftur til búðanna er
farið inn í kofa öldunganna, sem
ásamt fræðuranum raða sér með-
fram veggjum hans. Strákarnir eru
látnir hlaupa hvíldarlaust í hringi
meðfram þeim. Söngvar eru sungn-
ir allan tímann og piltarnir eru barð-
ir óaflátanlega og miskunnarlaust
með löngum og mjóum greinum,
sem eru líkar svipum. Þetta heldur
áfram fram á miðja nótt. Allt þetta
stuðlar að því að deyfa sársauka-
skyn þeirra.
Þegar þessu er lokið fá strákarn-
ir að sofa í klukkutíma, en era þá
vaktir fyrir sjálfa umskurnina.
Þolraunin mikla
Öllu skiptir að piltarnir sýni á
hinni stóra stund að þeir séu karl-
menn sem þola hina sársaukafullu
aðgerð með hugprýði án þess að
kveinka sér hið minnsta. Feður
þeirra eða aðrir nákomnir ættingjar
af karlkyni eru viðstaddir. Þeir eru
vopnaðir og gera sig líklega til að
drepa syni sína ef þeir standa sig
ekki. Umskerandinn er fljótur að
framkvæma umskurnina og strák-
amir standa sig yfirleitt með prýði.
Piltar í umskurnarbúðum eru á
eins konar millistigi í mannlegri til-
vera. Þeir era ekki lengur börn en
ekki heldur fullorðnir. Þeir eru að
vissu marki óhreinir og í mjög við-
kvæmu ástandi, sem endurspeglast
í því að fýrsta mánuðinn verður að
mata þá. Sérstakt ritúal verður að
fara fram áður en þeir mega mat-
ast með eigin höndum. Þetta er um
það bil sá tími, sem það tekur sár
þeirra að gróa.
Mörg ritúöl fara fram í umskurn-
arbúðunum og piltarnir mega ekki
yfirgefa þær fyrr en eftir margar
vikur. Margvísleg fræðsla er veitt
á umskurnartímum, t.d. um réttindi
og skyldur fullgilds karlmanns í
samfélaginu, hvernig menn geti lif-
að saman, hvernig þola megi sárs-
auka, um kynlíf, hjónaband og
hvernig stjórna beri fjölskyldu,
hvernig þeim ber að umgangast
foreldra sína og fólk af eldri kyn-
slóðinni og hvernig þeir geti náð
sambandi við forfeðurna. Síðast en
ekki síst eru þeim opinberuð leynd-
armál samfélagsins.
Piltarnir þurfa að þola margs
konar harðræði á umskurnartíman-
um. Það á að gera þá færa um að
standast pyntingar óvinahers án
þess að verða knúnir til sagna um
leyndarmál hersins. Þeir eiga jafn-
vel að þola pyndingu til dauða.
Stúlkur era líka umskornar á
meðal Pókotmanna.
Hvenær verðum við
fullorðin?
Það er misjafnt eftir samfélögum
hvenær menn teljast fullorðnir.
Víða þarf fólk, sérstaklega piltar,
að ganga í gegnum mjög erfiðar
þrautir til að teljast fullgildir þegn-
ar síns samfélags.
Hvenær verður fólk fullorðið á
íslandi? Lengi var fermingin talin
vera mörkin á milli æsku og fullorð-
insára. Það stenst vart, enda búa
unglingar eftir sem áður í foreldra-
húsum og eru upp á foreldrana
komnir. Þeir verða fullgildir þjóðfé-
lagsþegnar mörgum árum síðar en
raunin var á fyrir t.d. 30 árum.
Við getum lært af Pókotmönnum
að við verðum að undirbúa unga
fólkið okkar undir að verða fullgild-
ir þjóðfélagsþegnar, ekki bara gefa
því faglega menntun. Tíðarandinn
leggur mikla áherslu á að njóta en
miklu minni á ábyrgð okkar, t.d. í
hjónabandi og fjölskyldulífí. Á
þessu sviði eram við e.t.v. frumstæð
þjóð.
Höfundur er kristniboði.
Paö tekur
aöeins einn
virkan
aö koma
póstinum
þínum til skila
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörum þér sporitt