Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.11.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 47 4 i j « i 1 « i i i \ i i i < < AÐSEIMDAR GREINAR „SVO DREIFIST vanviskan sem vel og viskan um heiminn“, sagði Árni Magnússon, þegar ein- hver samtímamaður hans hafði fabulerað heldur glannalega út af íslenskri handritspjötlu. Sama flaug undirrituðum í hug þegar í ljós kom að íslendingar eru meðal verstu stærðfræðinga í veröldinni og kennslu í þeirri grein má víst helst líkja við brunnið ind- íánaþorp. Að íslenskum hætti láta menn sér eins og endranær fátt um finnast, til eru kallaðir ýmsir spekingar og ráðherrar segjast munu láta málið til sín taka. Sagt hefur verið að sinn siður væri í landi hveiju og gildir það um viðhorf þjóða til menntunar. Landi okkar sem dvalist hafði með siðmenntuðum þjóðum um árabil benti eitt sinn á, hvemig krist- allaðist viðhorf íslendinga til skóla og menntunar. Hann sagðist hafa veitt því athygli í Þýskalandi, þar sem hann var við nám, að Þjóðverj- ar segðu jafnan við börn sín, þeg- ar spurt væri um skólann: „Arbeit- est du gut in der Schule?“ (Vinn- urðu vel í skólanum?) og í Frakk- landi segðu foreldrar: „Tu travaill- es bien a Técole?“ (Vinnurðu ekki vel í skólanum?) Hann henti aftur á móti gaman að því að íslending- ar spyrðu börn sín í þau fáu skipti, er skóla bar á góma: „Er gaman í skólanum?“ Eða (ennþá verra): „Hvaða grein er nú skemmtilegust í skólanum?“ Ögun hugar og hand- ar einkenndi uppeldi barna í þeim þjóðlöndum þar sem hann hafði dvalist og botnaði hann sögu sína á því, að ekki þyrfti að tiltaka ofangreind dæmi til vitnis um uppeldi á íslandi. Honum hefði dugað að sjá, þegar hann var nýkominn heim, og var boðinn í síðdegiskaffi hjá frænku sinni. Frænk- an átti fjögurra ára drengstaula, sem var með afbrigðum uppi- vöðslusamur. Þegar drengurinn hafði gengið berserksgang og mölbrotið dýrmæt- an spegil í dagstof- unni, mælti faðir hans hróðugur: „Hann mun nú spjara sig í framtíðinni, strák- urinn, það er töggur í honum, finnst ykkur ekki?“ Endalausar skýringar hafa komið fram á slöku gengi ís- lenskra ungmenna í stærðfræði. Verr hefur þó til tekist þegar ís- lendingar hafa ætlað af alkunnu lítillæti að skýra góðan árangur annarra þjóða í títtnefndri alþjóða- könnun. Forstöðumaður RUM, sem Guð má vita hvað þýðir, taldi að góðan árangur íbúa í Singapore mætti rekja til jákvæðs viðhorfs íbúa landsins til stærðfræði. Gott og vel, en skýringin er nú flókn- ari en það. Singapore nýtur að sumu leyti sérstöðu fyrir það að eiga nær engar náttúruauðlindir. Ríkinu, sem sumir kalla „Mekku markaðshyggjunnar", stjórnaði um árabil þekktur maður, Lee Kuan Yew, og átti stærstan þátt- inn í uppbyggingu Singapore, og haldi menn hér upp í klakanum að þetta hafi verið ljúfur lýðræðisvinur, er það alrangt. Lee þessi átti það nefni- lega til að loka stjóm- arandstöðuna inni í fangelsi fyrir kosning- ar og á viðskiptasvið- inu stunduðu Singap- ore-búar ramman „ríkiskapítalisma". Lee naut samt sem áður virðingar þegn- anna meira en aðrir dauðlegir menn. Hann hamraði stöðugt á því við landa sína, að þeir ættu nær engar nátt- úruauðlindir sem heitið gæti, for- senda velferðarinnar væri -hugvit- og -þekking-. Fá ríki veraldar hafa lagt eins þunga áherslu á menntun íslendingar eiga tvær auðlindir, segir Árni Hermannsson, fískinn og sögnina „að reddast“. þegnanna og stjórnvöld í Singap- ore. Skólaárið er langt hjá ung- mennum og gífurlegar kröfur eru gerðar til kennara, sem teljast líka afar vel launaðir í þvísa landi og fara, að því er undirrituðum er sagt, á full eftirlaun um fimmtugt. Upp úr 1986 kom til nokkurs samdráttar í Singapore. Hagvöxt- ur minnkaði víst eitthvað smáveg- is og stjómvöld og þegnar höfðu af því áhyggjur. Lee, einræðis- herra, ákvað að ávarpa þjóð sína eitt kvöldið, og götumar tæmdust. Kappinn birtist á skjánum, hélt ekki ræðu, heldur spjallaði óform- lega við íbúa Singapore rétt eins og hann væri staddur inni í stofu hjá þeim. Hann lýsti áhyggjum vegna samdráttarins og rifjaði þá m.a. upp það sem hann hafði áður sagt, s.s. að íbúamir gætu ekki treyst á neitt nema hugvitið og menntunina. Því næst bætti hann við, að uppeldi bama í borgríkinu hefði löngum verið mikið á hendi afa og ömmu, sem hefðu m.a. fylgt eftir heimanámi bamanna. Nú hefði þetta breyst, atvinnuþátt- taka hefði aukist mikið, og afar og ömmur gegndu nú ekki þessu hlutverki í jafn ríkum mæli og áður. Eina ráðið, sem hann sæi fært að beita í þessu máli, væri að gera meiri kröfur til kennara ríkisins og þeir þyrftu meira að fylgjast með heimanámi barnanna. Því næst sagði Lee, að hann mundi beita sér fyrir launahækkun til kennara í borgríkinu á næstunni þar sem þeir þyrftu að axla þessa ábyrgð fyrir land og þjóð. Stuttu síðar hækkuðu laun kennaranna og þóttu víst ærin fyrir. Því miður em litlar líkur til að komi til slíkrar menntabyltingar í okkar landi og stafar það m.a. af því að íslendingar eiga tvær auð- lindir, físk og sögnina „að redd- ast“, auðlindir sem þjóðin hefur ausið af og bjargast af með ásamt óendanlegri bjartsýni og vissu um að allt væri best á íslandi. Áhersl- ur íslendinga em aðrar en Singap- orebúa, menntun þegnanna er ekki í fyrsta sæti á Islandi (Guð má vita í hvaða sæti í forgangsröð- inni). Menn geta hugsanlega gert sér vonir um, að þetta breytist e.t.v., þegar sægreifarnir verða famir suður í lönd með þjóðarauð- inn (eins og einokunarkaupmenn- irnir á 17. og 18. öld studdir fá- mennum íslenskum embættisaðli); stjómvöld búin að eyða tveimur milljörðum í að kynna ísland sem „vænlegan fjárfestingarkost" og hafa fengið tíu úrsérgengin álver til landsins (til að koma á fínni „tímabundinni“ þenslu og veita svo svona 500 (vá!) manns vinnu til frambúðar); reynt hefur verið í tuttugasta sinni að markaðssetja „vistvænt" rollukjöt í U.S.Á. (kostnaður ekki gefínn upp); búið verður að bora jarðgöng í gegnum alla fírði vestanlands og austan (til að íbúamir komist nú slysa- laust frá heimilum sínum í hinsta sinn); Landsvirkjun búin að setja allt hálendið undir vatn (svona til öryggis, ef einhveijir „djókerar" sunnan eða vestan úr álfu vilja ráðast í meiri stóriðju og fá raf- magn á „spottprís") og Snorri verður genginn aftur og dvelst á Bessastöðum og heimtar að allt verði fært í upprunalegt horf annó 1241 fyrir ekki minna en einn milljarð og Háskólinn verði fluttur þangað tafarlaust. Þá fara menn kannski að gera sér grein fyrir að menntun og þekking er afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Þjóðþekktur maður lét frá sér fara um miðja öldina fræga at- hugasemd um íslenskt þjóðareðli og hefur trúlega enginn hitt betur — naglann á höfuðið á seinni tímum. „Flestir íslendingar em að drepast úr heimsku og vitleysu og maður er í stöðugri smithættu.“ P.S. Þegar undirritaður var að beija þessar fáu línur saman á sunnudegi leit hann snögglega yfir atvinnuauglýsingar Morgun- blaðsins og viti menn! Fimm fram- haldsskólar auglýstu eftir kennur- um í stærðfræði og eðlisfræði á vorönn. Gangan mikla er hafín! m ^ Höfundur er sögu- og Iatínukennari við V.I. Nokkrar línur um hröm- un íslensks hugvits Árni Hermannsson < < < < I I I j j j NOKKUR undanfarin ár hef ég starfað sem forstöðumaður Hér- aðsbókasafns Rangæinga á Hvols- velli. Starf við almenningsskóla- bókasafn þar sem aðeins eru tveir starfsmenn er afskaplega fjöl- breytt. Sá sem vinnur á slíkum vinnustað kynnist öllum þáttum rekstrarins og er í nánu sambandi við viðskiptavinina. Ekki er starfið aðeins fjölbreytt, það er einnig skemmtilegt og fróðlegt. Starfs- maðurinn öðlast vitneskju um bæk- ur og bókaútgáfu og kynnist einn- ig bókaunnendum og lestrarvenj- um viðskiptavinanna. Þetta er vitn- eskja sem bókaverðir búa yfir en hefur e.t.v. ekki verið nýtt sem skyldi t.d. af bókaútgefendum og rithöfundum. Goðsögnin um íslensku bókmenntaþjóðina Þegar ég hóf störf sem bóka- vörður kom það mér mjög á óvart hversu fáir það eru sem lesa það sem kallað er fagurbókmenntir. Þetta með „bókmenntaþjóðina" er augljóslega löngu orðið goðsögn. Um þetta ætla ég ekki að fjalla hér en skoðun mín er sú að bók- menntir séu til vegna sagnaþarfar mannsins og ég tel það alveg lykil- atriði að skáldsaga uppfylli þessa þörf. Maður á ekki að þurfa að pína sig til að lesa eitthvað sem einhveijum hefur dottið í hug að kalla „bókmenntaverk". Getur það verið að bókmenntaþjóðin hafi ekki lengur viðfangsefni við hæfi og sé m.a. þess vegna farin að lesa minna? Það gæti verið umhugsun- arefni fyrir rithöfunda. Fara strákar í annan flokk? í þessari grein ætla ég að fjalla lítillega um læsi á tímum upplýs- ingaflóðs og það að strákar og þá sérstak- lega unglingspiltar nota bókasöfn lítið og lesa lítið sér til skemmtunar að því er virðist. Ekki byggi ég mál mitt á vísindaleg- um rannsóknum heldur meira á tilfínningu og reynslu. Ég held að ég sé ekki ein um þessa skoðun og því til stað- festingar vil ég nefna að bókaverðir á Norð- urlöndum hafa haft af þessu miklar áhyggjur og hefur sumstaðar verið farin sú leið að lokka stráka inná bókasöfn með því að vera með einskonar „tölvu- leikjadeildir“. Markmiðið með þessu mun vera það að einn og einn detti þá e.t.v. í bækur. Von- andi tekst það en þetta er leið sem lítil söfn hafa ekki ráð á. Afleiðing þess að strákar lesa minna getur hins vegar orðið sú að þeir dragist aftur úr stelpum og verði síðri námsmenn. Áfþreyingarlestur er mikilvæg lestraræfing sem eykur lestrarhraða og getur bætt minni, eftirtekt og skilning. Margir stálp- aðir strákar kunna varla að lesa skáldsögur og sjá engan tilgang í því, því miður (þetta á auðvitað við um margar stelpur líka). Þegar komið er í framhaldsskóla þurfa margir sárlega á því að halda að fara á lestrarnámskeið og er það nokkuð sem grunnskólinn þarf að huga að. Það ætti að vera lág- markskrafa að allir séu vel læsir 16 ára. Lestrarkennsla á ekki að falla niður þótt nemandi verði það sem kallað er læs upphátt. Það þarf að gera miklu meira af því að örva krakka til lestrar og kenna þeim hraðlestur og hljóð- lestur. Því miður eru varla til lestrarpróf í grunnskólanum sem mæla aukna lestrar- getu eftir að ákveð- inni færni hefur verið náð. Þá þarf einnig að kenna krökkum að verða læs á ýmisskon- ar upplýsingar, gröf, töflur og fleira í þeim dúr. Fólk þarf að kunna skimlestur og að meta og greina upplýsingar á fljótleg- an hátt. Sú spurning hlýtur að vakna hvernig eða hvaða gagn er af öllum upplýsingunum sem hellast yfir okkur ef við erum Það er mikilvægt, segir Steinunn Osk Kol- beinsdóttir, að börn upplifí lestur sem ánægjulegt atferli. ekki þeim mun betur læs. Það er alveg ljóst að strákar hafa forskot á stelpur þegar kemur að tölvum og tæknikunnáttu á þær. En hvernig ætla þeir að fara með þær upplýsingar sem þar er hægt að ná í ef þeir eru seinlæsir. Er kunn- áttan e.t.v. frekar sprottin af leik- fanga- og leikjaþörf en þörf fyrir upplýsingar og aukna þekkingu. Eru hinar fullkomnu tölvur nútím- ans, veraldarnetvefirnir og allt það aðeins rándýrir tímaþjófar og leikföng? Gerum börnin okkar að lestrarfíklum! Hver getur verið ástæða þess að lestur góðra bóka virðist á undanhaldi? Er það vegna sam- keppninnar við aðra miðla eða er það vegna þess að þörfín fyrir upplifunina við lesturinn hefur breyst? Auðvitað ræður samkeppn- in við aðra miðla miklu og það sem hún hefur gert er að krafan um hvað við viljum upplifa með lestri hefur breyst. Breyttir og betri bú- skaparhættir hafa einnig gert það. Reynsluheimur 10 ára stráka í dag er allt annar en þegar „Kári litli" var skrifaður. Hann þótti ágætur á sínum tíma og margir fullorðnir halda að það sem okkur fínnst fín upplifun í lestri sé það einnig fyrir krakkana. Þegar ég var 11-12 ára fannst mér „Hilda á Hóli“ topp upplifun. í dag nennir engin stelpa að lesa slíkar bækur. Skortur og þrengingar er eitthvað sem krakk- ar í dag eiga erfitt með að lifa sig inní. Ég held að eitt megin verk- efni okkar sé að búa til betri bæk- ur og betri sögur án þess að fara yfir öll velsæmismörk eins og sum- ir telja nauðsynlegt til að hitta í mark. Lestrarbækur í grunnskól- unum þurfa að vera spennandi ævintýri og úrvalið er alls ekki nógu mikið. Sérstaklega á það við um bækur fyrir stálpaða krakka sem eru sein til. Frá því að bam byijar að læra að lesa á það að upplifa ánægjuna af að „fullnægja sagnaþörfinni“. Lestur verður ekki spennandi ef textinn samanstend- ur af innantómum orðum og merk- ingarlausum setningum. Sumir segja reyndar: „Það var ekkert mál að kenna krökkum að lesa þegar Gagn og gaman var í tísku.“ Ég er þessu ekki sammála, það var lítið sem ekkert gert fyrir krakka sem urðu ekki auðveldlega læs, þau voru bara sett í c-bekkinn eða íátin „falla“ eins og það hét þá. Ég held að Sísí og so so-in hennar myndu ekki slá sérstaklega í gegn í dag. Frekar á bókasafnið en í Kringluna! Foreldrar þurfa að taka sér tak og lesa meira með bömunum sínuiri*-^*" og hafa slökkt á sjónvarpinu á meðan. Böm eiga að upplifa það að lesturinn sé í fyrsta sæti á með- an sú athöfn fer fram. Foreldrar ættu einnig að fara með bömum sínum á bókasafnið og gera það að spennandi og ánægjulegri upplif- un. Ékki eitthvað sem gert er í tíma- leysi. Væri það ekki ánægjuleg til- breyting að fara frekar á bókasafn- ið en í Kringluna einn laugardag? Á bókasafninu geta foreldrar valið bækur sem gott er að lesa fyrir bömin og aðrar sem gott er að lesa með bömunum. í bókafægðinni þarf að gæta þess að lesa ekki bækur fyrir börn sem sérstaklega-— era ætlaðar þeim sjálfum til lestr- ar. Það er gott að lesa með bömum á þann hátt að bamið og sá full- orðni lesa til skiptis eða ef bamið les þá er gott að hjálpa baminu með erfíðustu orðin til þess að tapa ekki hraðanum og um leið þræðin- um. Æfingin skapar meistarann. Það er mikilvægt að böm upp- lifi lestur sem ánægjulegt atferli og ef okkur tekst að gera bömin okkar sólgin í lestur þá era tæki- færin í framtíðinni sannarlega þeirra. Ég held að það hafi aldrej^- verið mikilvægara að vera vel læs en einmitt í dag. Bókasöfn em eitt mikilvægasta hjálpartækið til að ná því markmiði. Höfundur er kennari að mennt og veitir Héraðsbókasafni Rangæinga forstöðu. 0 Læsi á upplýsingaöld Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.