Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 29 Dansað við úlfa OSTDANS Tjarnarbíó SVÖLULEIKHÚSIÐ FYRIR LÍFIÐ Eftir Auði Bjarnadóttur og Láru Stefánsdóttur. Tónlist: Áskell Más- son. Leikmynd: Ragnhildur Stefáns- dóttir. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Saumakona: Halla Guð- mundsdóttir. Ljósahönnun: Lárus Björsson. Ljósameistari: Benedikt Sveinsson. Tónmeistari: Páll Sveinn Guðmundsson. Hljóðfæraleikur á segulbandi: Askell Másson: slagverk. Guðni Franzon: bassa-klarinett. Bryndís Halla Gylfadóttir: selló. Framkvæmdastjóri: Svala Norðdahl. FYRIR lífið er afrakstur sam- vinnu þeirra Láru Stefánsdóttur og Auðar Bjarnadóttur. Báðar eru þær reyndir dansarar og danshöf- undar og meðal annarra frum- kvöðlar að því að sviðsetja óhefð- bundin nútímadansverk og leik- húsdansverk hérlendis. Höfund- arnir styðjast við áhrif úr bókinni „Konur sem hlaupa með úlfum“ en sú saga segir frá úlfakonunni La Loba sem skríður yfir holt og hæðir og safnar úlfabeinum. Ur beinunum magnar hún seið svo úr verður úlfur sem hleypur þar til hann breytist í hlæjandi konu. Með dansi, myndlist og tónlist upplifa áhorfendur áhrif sögunnar og fylgjast með konu sem túlkar sög- ur rétt eins og úlfakonan La Loba. Úlfur, kona, maður, úlfur Áskell Másson gefur dansverk- inu tóninn með kröftugum trumbu- slætti sínum rétt eins og úlfar á harða hlaupum. Á sviðinu er skúlptúr af konu og mót skúlptúrs- ins aftarlega á sviðinu. Hljóðfæri hanga niður úr loftinu og gefa sviðsmyndinni ævintýralegan blæ. Upp frá beinahrúgu rís hvít vera sem líður um sviðið dágóða stund. Skömmu síðar fæðir hún afkvæmi sitt. Andlit birtist gegnum kufl hvítklæddu verunnar og hægt og bítandi kemur úlfkonuungviðið í heiminn dansað af Láru Stefáns- dóttur. Unginn skimar í kringum sig óöruggur og óstyrkur þegar hann stígur sín fyrstu spor á svið- inu. Hann vex úr grasi og karlvera birtist á sviðinu dönsuð af Jóhanni Frey Björgvinssyni. Konan mætir karlverunni og sjálfri sér og tog- streita margslunginna tilfinninga á sér stað. I lokin leysist dansinn upp og draumurinn eða sýnin end- ar á því að kvenveran stígur í beinahrúguna og hverfur. Á mótum draums og veruleika Fæðingarferlið var vel unnið. Það var myndrænt, látbragð og dans fallega framkvæmt undir tón- list sem minnti helst á hljóð úr beinahrúgu úlfkonunnar. Jóhann Freyr er ungur dansari sem á fram- tíðina fyrir sér. Hann er jafnframt ómótaður nútímadansari sem teflt er á móti eldri og reynsluríkari kvendansara. Með frumkvæði konunnar í sam- skiptum þeirra á milli, ögrandi til- burðum hennar og krafti kom karl- veran veikari út en ella. Hvort ætlunin hafi verið að hafa kvenver- una tvíeflda á móti karlverunni og sýna þannig styrk hennar á hans kostnað er óljóst. Leikurinn þeirra á milli var ósanngjarn frá upphafi. Dansararnir skila hlutverkum sín- um ágætlega og áttu þrátt fyrir misræmið góða spretti. Lára skilar hlutverki úlfsterku konunnar með ágætum. Hún hefur í þessu dans- verki sterka nærveru og dans hennar er í senn einbeittur og tján- ingarfullur. Jóhann er lofandi dansari sem gaman verður að fýlgjast með í framtíðinni. Tónlist- in var töfrandi og áhrif hennar seiðandi. Þrátt fyrir það hefði farið vel að tempra hana á köflum því hún yfirgnæfði á tíma það sem fram fór á sviðinu. Búningarnir eru látlausir og kufl kerlingar þjónar tilgangi sínum. Búningur Láru Stefánsdóttur er skemmtilega ein- faldur en hentar ekki hreyfingum dansarans þar sem hann situr á líkamanum og hreyfist ekki með. Yndislegur skúlptúr af konu eftir Ragnhildi Stefánsdóttir er afar vel gerður. Hann er ekki nýttur í verk- inu á afgerandi hátt og einangrað- ist því fljótlega frá verkinu. Hann naut sín engu að síður einn og sér. Mót konunnar var jafnframt afar myndrænt. Með lýsingu var framkölluð innhverfa og úthverfa hennar. Þó dansverkið sé ekki gallalaust þá er það heilsteypt og vel unnið. Það hefur yfir sér draumkenndan ljóðrænan blæ. Það er laust við alla tilgerð og einlæg vinnubrögð höfundanna skila sér vel í þeirri nálægð sem Tjarnarbíó veitir. Lilja ívarsdóttir Volkswagen Oruggur á alla vegu HÖNNUN: RÚNA BA499 .LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.