Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.10.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 41 Strengbrúðuleikhús Davíðs Oddssonar RÁÐHERRUM í núverandi ríkis- stjórn væri ef til vill best lýst sem óprúðum og óprúttnum leikurum, sem leika lausum hala, leikandi nærri því landslýð allan gi'átt, en þó einkum þá sem minna mega sín eins og t.d. aldraða og öryrkja. Dekrið við forréttindastéttina breytist hins vegar lítið, enda virðist það fara vax- andi með hverjum degi sem líður. Alþjóð veit mætavel að það er fjár- málaráðherra mikið kappsmál að sverfa ekki um of að vinnuveitend- um með háum sköttum eins og hann reyndar orðaði það sjálfur á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, allt öðru máli gegnir hins vegar um lág- launastéttirnar, aldraða og öryrkja. Að hans dómi á allur þessi stóri hóp- ur ekki betra skilið en að vera skatt- pyndaður og það þindarlaust eða allt til síðasta túskildings. Það er sama hvert litið er, allt stefnir að einu og sama marki, þ.e. að bæta hag auðmannastéttarinnar, en hagur allra annaiTa stétta er hins vegar látinn sitja á hakanum ef ekki alveg fyrir borð borinn. Það er ekki Nú á að setja á laggir nýjan saumaklúbb eða jaðarskattanefnd, segir Halldór Þor- steinsson, og hún verður eingöngu skip- uð jákálfum. ofmælt að örfáir einstaklingar eða öllu heldur fjölskyldur, á að giska 15-20 talsins, eigi ísland. Meðal þeirra eru alls kyns stóreignamenn eins og t.d. stórvirkir bílasalar, eig- endur stórmarkaða, verksmiðja, sælgætisgerða, umboðsmenn er- lendra olíufélaga, heildsalar, að ógleymdum sægreifunum sjálfum. Sjávarútvegsráðhej’ra hefur feng- ið á sig æði misjafnt orð fyrir að hygla sægreifum, kvótakóngum og bröskurum og ekki síst fyrir þann „rausnarskap" að færa sérréttinda- aðlinum ríkiseignina, Þormóð ramma, á silfurfati. Ber þessi „sómakæri" ráðherra almannaheill íyrir brjósti eða er hann aðeins ráð- herra forréttindastéttarinnar og kærir sig því kollóttan um sauð- svartan almúgann? Ég bið ykkur, lesendur góðir, að svara þessari spurningu. Fjármálaráðherra tíundar jafnan nákvæmlega hvílíka fjárfúlgu það myndi kosta ríkissjóð að hækka bætur almannatrygginga og skatt- leysismörk eða þá að lækka jaðar- skatta, en á hinn bóginn lætur hann alveg undir höfuð leggjast að nefna nokkrar tölur þegar þingmenn fengu fjörutíu þúsund króna mánað- arglaðninginn, sem átti auk heldur að vera skattfrjáls. Það var nú sið- gæðisþroski á háu stigi, finnst ykkur ekki, lesendur góðir? Nýleg launa- hækkun æðstu embættismanna rík- isins var svo enn eitt hneykslismálið í viðbót og manni er spurn hvar þetta „höfðingjadekur" ætli að enda eiginlega. Því er oft haldið á lofti, en þó einkum íyrir kosningar, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta. Þetta útjaskaða og innan- tóma slagorð er ekki lengur á boi'ð berandi fyi'ir hugsandi menn, enda væri sanni nær að segja að Sjálf- stæðisflokkui'inn væri aðeins flokk- ur einnar stéttar, þ.e.a.s. auðmanna- og forréttindastéttarinnar, sem verður auðugri og þar með voldugri með hverjum degi sem líður. Mér brá heldur í brún þegar ég sá að tekið var undir þetta sjónarmið eða slagorð í sjálfum leiðara Morgun- blaðsins og staðhæft að Sjálfstæðis- flokkurinn væri „breiður vettvangur allra stétta“. Hins vegar má til sanns vegar færa að Morgunblaðið sé breiður vettvangur ólíkra skoð- ana og verður rit- stjóminni aldrei nægi- lega þakkað fyrir við- sýni og mikil hyggindi í þeim efnum. Með álitsgerð sinni hefur jaðarskatta- nefndin reist sjálfri sér óbrotgjarnan minnis- varða um algjört að- gerðar- og framtaks- leysi að heita. Þessi landsfrægi „sauma- klúbbur" hefur með öðrum orðum hjakkað í eina og sama saumfar- inu frá upphafi tilveru sinnar til smánarlegra endaloka. Fróðlegt væri að fá að vita hversu mikið nefndarmenn fengu gi'eitt fyi'ir að gera ekki neitt. Nú er ætlunin að setja á laggimar eða stofna nýja jaðarskattanefnd eða „saumaklúbb" sem verður eingöngu skipuð þægum já-kálfum. Friðrik frækni, fjármálai'áðherra, veit hvað hann syngur og vill ekkert meira múður frá fulltrúum verkalýðsins. Lengi lifi lýðræðið í flokki allra stétta!! Af einskærum ótta við fylgistap í næstu alþingiskosningum hefur ver- ið gi'ipið til þess ráðs, örþrifaráðs liggur mér við að segja, að stofna öldungadeild innan Sjálfstæðis- flokksins. Fréttir heima að Guð- mundur Hallvarðsson vilji gefa kost á sér sem formaður þessarar „virðu- legu“ deildar og má vera að hann sé þegar orðinn það þegar þetta er rit- að. Hann er ekki beinlínis þekktur fyrir að vera ötull baráttumaður í hagsmunamálum aldraðra heldur fyrir að vera sauðtryggur flokks- maður, sem geldur einlægt jáyrði við hvers kyns skerðingum á kjörum okkar. Er til nokkuð aumkunai’verð- ara en sjálfstæðismaður sem er gjörsamlega ósjálfstæður jafnt í hugsunum sínum sem gjörðum? Er maður sem telur það hampaminnst að láta aðra hugsa fyrir sig vel til forystu fallinn? Svari hver fyrir sig. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hinn sjálfskipaði og pennaglaði málsvari kvótakeisaranna, hefur viðrað þá hugmynd að Framsóknar- flokkurinn gangi í Sjálfstæðisflokk- inn. Það væri ef til vill ekki svo frá- leitt, en gárungarnir kynnu kannski að spyrja hvort hann væri ekki þeg- ar genginn í hann? Er ekki sannleik- urinn sá að ráðherrar úr röðum Framsóknarflokksins fái litlu sem engu að ráða í ríkisstjórn íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir lítið meira og merkilegra en auvirðulegar strengjabrúður í auka- hlutverkum. Aður en sleginn er botninn í þetta greinarkorn væri bæði rétt og við- eigandi að víkja nokkrum orðum að strengjabrúðuleikhúsi Davíðs Odds- sonar. Þar ræður hann öllu einn. Hann er ekki aðeins höfundur allra þeirra verka sem sýnd eru heldur líka leikstjóri og enda þótt hann stjórni brúðum sínum með harðri hendi verður ekki annað sagt en haftn geri það þó alltaf með brosi eða brandara á vör. Ráðherrarnir úr Framsóknarflokknum eru ekki bein- líns hátt skrifaðir hjá honum eins og reyndar mátti búast við. Til frekari skýringar sakar ekki að geta þess að t.d. Páli Péturssyni félagsmálaráð- -inn i næstu öld V herra er falið hlutverk bráðskemmtilegrar brúðu sem talar alltaf af sér. Finnur Ingólfs- son túlkar hins vegar athafnaþrá og óðagot hins virkjunarglaða iðnaðarráðherra aí fá- gætri innlifun. I aug- um höfundar og leik- stjóra hefur Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hvorki roð við Rússum, Noi'ðmönnum né Hund-Tyrkjum. Sú leikbrúða, sem vekur hvað mesta kátínu með óborganlegum uppá- tækjum sínum og axar- sköftum er Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Þar sem Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra vh'ðist vera hrein- asta núll í augum Davíðs fær hann aðeins lítið statistahluverk í sýning- unni. En það verður að segja höf- undi til hróss að flokksbræður hans og sálufélagar fá oft á tíðum lítið skám útreið í leikverkum hans en Framsóknarforkólfarnir. Það er til að mynda sjaldnast heil „brú“ í því sem Halldór Blöndal samgönguráð- herra tekur sér fyrir hendur. Grár fyrir járnum heyr hershöfðinginn eða menntamálaráðherrann, Bjöm Bjamason, blóðuga og endalausa styrjöld við vanþakkláta og óstýri- láta kennara sem heimta alltaf hærri og hærri laun. Vonandi kann Matthildingurinn gamli, Davíð Oddsson, að meta þetta „græsku- lausa“ grín mitt eða réttara sagt þessa mynd sem bmgðið hefur verið hér upp af ímyndaðri sýningu í strengjabrúðuleikhúsi hans, en ef hann kann hins vegar ekki að meta þetta verður bara að hafa það. En svo að öllu gamni sé sleppt, hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarfiokksins og allh- stjóm- arsinnar glatað hæfileikanum til að hugsa sjálfstætt eða voga þeir sér ef til vill ekki að gera það? Era þetta allt saman viljalausar og dauðskelk- aðar hópsálir og strengjabrúður sem þora ekki fyrir sitt litla líf að hræra sig og bíða því í eilífri tauga- spennu og ofvæni eftir því að kippt sé í spottann? Auðsætt er að frjáls hugsun er lítils sem einskis metin af oflátungum og hræsnuram sem vilja gjarnan láta kenna sig við frjáls- hyggju. Að lokum langar mig til, lesendur góðir, að leggja fyrir ykkur þá stóra spurningu hvort forsætisráðhema okkar, Davíð Oddsson, sé nokkuð annað og æðra en leiðitöm strengja- brúða forréttindastéttarinnar, for- deki-uð og vaggað af jafnmikiUi væntumþykju og sjálfu „óskabarni" Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eimskipafélags íslands? Höfundur er skólastjdri Málaskóla Halldórs. LIMABURÐUR AUSTIN POWERS ER EINSTAKUR Halldór Þorsteinsson mögnuðiim tónlcikum Phil Collins föstudagskvöldið 7. nóv. -íboðiToyota. Fjögurra stjömu gisting ábesta stað TUboö »Þ|S±|Si aðeins á mann í tvíbýli á Forte Post House Regent’s Park. Innifalið: Gisting í tvær nætur, flugvallarskattar, miði og rútuferð á tónleika. Takmarkaður fjöldiaf miðum! Eí þú kaupir Toyota Corolla í októbcrgætir þú tiiinið fcrð 1 kaupbæti! ___ 1 1 ® TOYOTA Tákn um gœði Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða símsöludeild Flugleiðaísíma 50 S0 100 (svarað mánud.-föstud. kl. 8-19 ogálaugard. kl. 8-16) FLUGLEIDIR £& Traustur tslenskur ferðafélagi ÆL n íi.'ink Síiortout Seven Kioos ftnMFÓDn CTATIAM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.