Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 16.10.1997, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Barátta Mið- borgarsamtaka Reykjavíkur ATHYGLISVERT hefur verið að fylgjast með því atorkumikla starfl sem hagsmuna- aðilar í miðborg Reykjavíkur hafa unn- ið að á síðustu mánuð- um. I febrúar á þessu ari voru stofnuð Mið- borgarsamtök Reykja- víkur þar sem samein- uðust Laugavegssam- tökin, Miðbæjarfélagið í gömlu Kvosinni, sam- tök kaupmanna á Skólavörðustíg og aðrir hagsmunaaðilar í mið- borginni. Þessi nýju samtök hafa unnið þrekvirki í að berjast fyrir uppbygg- ingu og stefnumótun á málefnum miðborgarinnar gegn þvermóðsku núverandi borgarstjórnarmeirihluta á flestum sviðum. í miðborg Reykjavíkur eru hátt í 500 fyrirtæki sem eiga allt undir því, bí að vel sé staðið að mál- um varðandi skipulag, bflastæði, hreinsun og fleira sem er á höndum borgaryfirvalda. Mið- borgarsamtökin hafa lagt fram ákveðna stefnumótun um nýtt byggingarsvæði upp á 400 hektara með upp- fyllingu út í Akurey, skemmtilega lausn á umferðarvanda vestur- hluta Reykjavíkur með því að færa Reykjavík- urflugvöll á uppfyllingu í Skerjafjörð, yfirtöku á Bflastæðasjóði til að breyta honum úr skatt- heimtuumhverfi í þjónustufyrirtæki og margt flefl-a. Hvernig hefur svo núverandi mefl’ihluti tekið á málum hagsmuna- aðila í miðborginni? Það má eigin- lega segja að viðbrögðin hafí verið á þá leið að það komi aðilum með fyrir- Snorri Hjaltason tækjarekstur í miðborginni ekkert við hvernig staðið sé að skipulagi, bflastæðamálum eða öðrum þáttum í miðborginni. Þessi skilaboð gátu ekki verið táknrænni en einmitt með lokun Hafnarstrætis og útilokun á aðkomu að Bæjarins bestu. Rúntur- inn í miðborginni og að fá sér pylsu á Bæjarins bestu, er hluti af stemn- ingu miðborgarinnar. Það virðist vera að núverandi borgarstjórnar- meirihluti skilji ekki þau grundvall- aratriði sem ráða því hvernig mið- borg Reykjavíkur verður í framtíð- inni. Verslun hefur nánast lagst af í Ef stefnu núverandi meirihluta varðandi miðborg Reykjavíkur verður ekki breytt, seg- ir Snorri Hjaitason, mun hún í framtíðinni verða sem eyðimörk. Kvosinni og ef stefnu núverandi meirihluta varðandi miðborg Reykjavíkur verður ekki breytt í grundvallaratriðum mun miðborgin í framtíðinni verða sem eyðimörk. Höíundur er byggjngumeistíiri og frambjóðandi íprófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. Hugrekki KOSNINGAR eru sú aðferð sem lýðræði býður uppá til að al- menningur og félög geti ákveðið hverjir eigi að fara með stjórnartauma ákveðið tímabil. Til að um eitthvað sé að velja verða fleiri kostir að vera í boði og eftir því sem fleiri góðir kostir eru í boði þeim mun meira spennandi og áhugaverðari verða kosningarnar. Kjósend- ur eru grasrótin í hverj- um stjórnmálaflokki sem allri forystu er hollt að halda sátt við. Þessvegna er það ekki heppilegt þegar forsvarsmenn flokks reyna að segja kjósendum sínum fyr- ir verkum og hafa áhrif á val þeirra í prófkjöri. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík raða nú á sinn framboðslista fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hvernig það tekst hlýtur að hafa mikið um að segja hvort sá árangur næst að vinna aftur meirihluta í stjórn borgarinnar á komandi kjör- tímabili. Sá sem leiðir listann í þeflri orustu axlar stóra hluti. Inga Jóna Þórðardóttir býðst til að vinna þetta verk. Spennandi framboð Með framboði sínu þó ekki sé annað sýnir hún mikinn kjark. Sú forustusveit sem setið hefur í borgarstjórn þetta kjörtímabil er mjög samhentur og góður hópur sem flokk- urinn getur verið stolt- ur af við þessar að- stæður. Því er það þannig að ýmsir hafa hamrað á því að með framboði sínu sé Inga Jóna að ráðast að ein- hverjum og efna til óvinafagnaðar. Við sem styðjum hana teljum að hér sé verið að gera gott betra, nauðsynlegt sé að bjóða upp á lýðræðislegt val. Þátttaka Sýnum hugrekki, segir Snorri Bjarnason, kjósum Ingu Jónu í fyrsta sæti. Snorri Bjarnason ...þegar þú tekur ákvörðun um greióslutilhögun. Með BÍLASAMNINGI Lýsingar hf. getur þú endurnýjað bílinn þinn á þriggja ára fresti án þess að greiða lokaafborgun en áfram greitt sömu lágu mánaðargreiðslurnar og nú geturðu nýtt þér internetið til að reikna dæmið til enda. PÚ E O T VIÐ STÝPIÐ OG LÝSING H F . EO ÞÉO SAMFEOÐA Reiknió sjálf hvernig bílasamningurinn lítur út miöaö viö ykkar forsendur. Slóðin er: www.lysing.is Sveigjanlegri greiðsluform Möguleiki á framlengingu samnings Greiðsludreifing á allt að 48 mán. ji Jafnar mánaðargreiðslur Englr ábyrgðarmenn - Leigutaki verður þó að vera orðinn 25 óra Lýsing hf. er I eigu eftirtalinna aöila: SUÐUOLANDSBOAUT 22 • SÍMI 533 1500 • FAX 533 1505 Vertu aiitaf á nýjum bít Lysirig hf. fii- • Ingu Jónu í stjórnmálum er orðin löng. Hún hefur verið framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, setið í út- varpsráði, þar sem hún gegndi for- mennsku og átt sæti í borgarstjórn síðasta kjörtímabil. Eg hef íylgst með hvernig hún hefur tekið á mál- um í borgarstjóm og dáðst að hvernig hún hefur sett sig inn í þau mál sem fjallað er um hverju sinni. Mál sitt hefur hún flutt af einurð og festu. Konur og stjórnmál Þegar litið er á hvernig konum vegnar í stjórnmálum vekur athygli hversu oft þær eiga í erfiðleikum með að koma sér á framfæri. Kröf- urnar sem til þeirra era gerðar eru allt aðrar og meh-i en gerðar eru til karlmanna í sömu sporum. Þess- vegna þekkja allir athugasemdir eins og: „Vargurinn! - Auminga maðurinn hennar!" Allt er þetta nokkuð sem engum dettur í hug að segja þegar karlmenn eiga í hlut. Það er ekki konan Inga Jóna þórð- ardóttir sem býður sig fram í fyrsta sætið heldur stjórnmálamaðurinn Inga Jóna Þórðardóttir. Hún á ekki að gjalda fyrir það að vera kona. Það verða allir sem taka þátt í prófkjör- inu að horfast í augu við og taka tillit til þegar þeir raða á listann. Til að bjóða sig fram í fyrsta sæti lista og etja kappi við annars ágætan fram- bjóðanda þarf hugrekki. Ég skora á alla þá sem kjósa að sýna það hug- rekki að kjósa Ingu Jónu í fyrsta sæti listans. Með því sýnum við það hugrekki sem flokkurinn þarf á að halda í komandi borgarstjórnar- kosningum. Höfundur er grunnskóla- og ökukennari. AUSTIN POWERS BROSIR MEÐ REISN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.