Morgunblaðið - 16.10.1997, Page 53

Morgunblaðið - 16.10.1997, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 53 Danir steinlágn í því SKAK Grand Hótcl Rcykjavík 8. — 22. októbcr VISA NORDIC GRAND PRIX, ÚRSLIT Jóhann Hjartarson og Jonny Hector eru jafnir og efstir eftir sex umferð- ir á úrslitamóti Norrænu bikar- keppninnar í skák. DÖNSKU keppendurnir voru í þriðja til fjórða sæti fyrir umferð- ina á þriðjudagskvöldið og hafði hvorugur tapað skák. En heilladís- irnar yfirgáfu Curt Hansen Norð- urlandameistara og hann tefldi sem heillum horfinn í skák sinni við Norðmanninn Rune Djurhuus, sem hafði tapað þrem- ur skákum í röð. Hansen sá aldrei til sólar í skákinni og Djurhuus afgreiddi hann með laglegri hróksfórn. Eftir þetta verður mjög á brattann að sækja í titilvöminni fyrir Curt Hansen. Hann er orðinn einum og hálfum vinningi á eftir efstu mönnum og þyrfti helst að vinna þá báða. Það hefur þó ekki verið neinn meistaraljómi yfir tafimennsku hans og því góðar horfur á að nýr maður taki við. Landi hans, Lars Schandorff, mátti einnig bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi gegn Norðmanni. Einar Gausel vann varnarsigur á honum og hreppti sinn fyrsta heila vinning á mótinu. Jóhann Hjartarson hefur verið í efsta sæti allt frá upphafi. Jó- hann hefur nú hægt aðeins á ferð- inni og í sjöttu umferð gerði hann jafntefli við Norðmanninn Jon- athan Tisdall í mikilli baráttuskák þar sem Tisdall beitti drekaaf- brigðinu í Sikileyjarvöm. Þetta var því afar góður dagur fyrir Norð- mennina þijá, því Tisdall hafði svart gegn Jóhanni. Svíinn sókndjarfí og frumlegi, Jonny Hector, komst upp að hlið Jóhanns með því að leggja fær- eyska keppandann John-Arna Ni- elsen mjög örugglega að velli. Hector hefur teflt mikið I sumar en ekki náð sér vel á strik. Nú teflir hann vel og gæti haldist áfram við toppinn, því þótt hann sé ekki stigahár þá er hann mjög mis- tækur og stendur sig oft vel á sterkum mótum. Hector hafði hvítt á Jóhann í sjöundu umferðinni í gær- kvöldi. Úrslit í þeirri skák má sjá á frétta- síðum Morgunblaðs- ins. Áttunda umferð- in fer fram í kvöld og það er ástæða til að brýna það fyrir skákáhugamönnum að til að missa ekki af úrslita- augnablikunum þarf að mæta á skákstað á Grand Hótel Reykjavík ekki síðar en klukkan 19.30, því fyrstu tímamörkin em kl. 20. Hannes Hlífar Stefánsson hefur nú hrist af sér mótlætið sem hann varð fyrir í upphafi og vann félaga sinn Þröst Þórhallsson snaggara- lega í sjöttu umferð. Hannes mjak- ast upp töfluna og er kominn í þriðja til sjötta sæti. Norðurlandameistarinn sýndi enga hugmyndaauðgi á þriðju- dagskvöldið. Hann fann enga áætlun í miðtaflinu og Norðmað- urinn náði ömggum stöðuyfír- burðum. Hansen reyndi að bjarga sér með því að leggja með kónginn á flótta, en var þá mátaður yfir á hinum vængnum: Hvítt: Rune Djurhuus Svart: Curt Hansen Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - c5 5. Bd3 - Rc6 6. Rf3 - Bxc3+ 7. bxc3 - d6 8. 0-0 - e5 9. Rd2 - 0-0 10. Hbl - He8 11. d5 - Re7 12. f3 - Bf5 13. e4 - Bc8 14. g3 - h6 15. Hf2 - b6 16. Rfl - Rh7 17. Re3 - Rg5 18. Khl - Rh3 19. Hfl - Rg6 20. Hb2 - Hb8 21. Rf5 - Re7 22. Kg2 - Rxf5 23. Jóhann Hjartarson Morgunblaðið/Árni Sæberg. JÓHANN Hjartarson og Jonny Hector eru efstir eftir 6 umferð- ir og mættust í sjöundu umferð í gærkveldi. VISA BIKARMOTIÐ Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. ROÐ: 1 J.-A. Nielsen, Fœr. 2.310 0 0 % Ví 0 0 1 14. 2 Jóhann Hjartarson 2.605 1 'A ’/2 1 1 5 1.-2. 3 T. Hillarp-Persson, Sv. 2.445 1 0 0 0 1/2 y2 2 11.-13 4 R Akesson, Svíþi. 2.520 'A 'A 1 0 y2 1/2 3 7.-8. 5 J. Tisdall, Noregi 2.480 'A 'A 1/2 y2 1 1/2 3 'A 3.-6. 6 J. Hector, Svíþjóö 2.470 1 1 1/2 1 1 y2 5 1.-2 7 L. Schandorff, Danm. 2.505 ’/2 vs ’/2 1 1 0 3'Á 3.-6. 8 Curt Hansen, Danm. 2.600 Vi 1/2 1 y2 0 1 3'A 3.-6 9 Helqi Áss Grétarsson 2.475 0 V, 1/2 A, y2 0 2 11.-13 10 Þrðstur Þórhallsson 2.510 ’/í 'A Vi 0 1/2 0 2 11.-13 11 H. Westerinen, Finnl. 2.410 1 'A 0 0 1/2 1/2 2’/2 9.-10. 12 R. Djurhuus, Noregi 2.525 1 'A 0 0 0 1 2’/2 9.-10. 13 E. Gausel, Noregi 2 540 0 'A ’/* y2 y2 1 3 7.-8. 14 Hannes Hlífar Stefáns. 2.545 1 0 'A 0 1 1 ■ 3'A 3.-6. exf5 - Rg5 24. h4 - Rh7 25. Hhl - Hb7 26. Be4 - f6 27. g4 - Kf8 28. Be3 - Ke7 29. Bc2 - Hg8 Hér eða í næsta leik hefði svart- ur átt að leika Bd7. 30. Kf2 - Kd7 31. Ba4+ - Kc7 32. Bc6 - Hb8 33. Da4 - a5 34. Hdl! SJÁ STÖÐUMYND Vinningsleikur, sem er miklu sterkari en 34. Hdbl, en þá getur svartur varist með 34. - Ba6. Nú er afar erfitt að svara öflugri hót- un hvíts sem er 35. Bxc5! sem væri sannarlega glæsilegur leikur. 34. - Bd7 Aðrir möguleikar em engu betri: 34. —. Df8 35. Bxc5! - dxc5 36. d6+ - Kd8 37. Hxb6 - Hxb6 38. Dxa5 og svartur er óveijandi mát, eða 34. - Ba6 35. Bxc5 - dxc5 36. d6n— Kc8 37. Bd5 og vinnur. 35. Hdbl! - Rf8 36. Hxb6! og Curt Hansen gafst upp. Eftir 36. - Hxb6 37. Hxb6 - Kxb6 38. Db5+ - Kc7 39. Db7 er hann mát. Margeir Pétursson Daði Orn Jónsson Biblían, menning og samfélagið GUÐFRÆÐIDEILD Háskóla ís- lands stendur fýrir málþingi undir yfírskriftinni Biblían, menning og samfélagið í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Prestaskól- ans í Reykjavík. Það verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni, fyrirlestrasal, 2. hæð, Iaugardaginn 18. október kl. 14-17. Dagskrá málþingsins er eftirfar- andi: Kl. 14-14.30 Jón Svein- björnsson prófessor: Guðfræði og biblíuþýðing, kl. 14.30-15 dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor: Hirðir og hjörð. Áhrifasaga, líking- ar úr Gamla tstamentinu. Kl. 15—15.30 dr. Jón Friðjónsson pró- fessor: Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. Eftir kaffihlé kl. 16-16.30 flyt- ur teol.lic. Kristján Búason, dósent erindið: Táknmálið í Biblia pauper- um. Að því loknu kl. 16.30-17 verða pallborðsumræður undir stjórn sr. Sigurðar Pálssonar, fv. framkvæmdastjóra Hins íslenska Biblíufélags. Mistök við úr- vinnslu verð- könnunar „NOKKRAR umræður hafa verið í fjölmiðlum í framhaldi af verð- könnun ASÍ, BSRB og Neytenda- samtakanna í 79 matvöruverslun- um um land allt. Meðal annars hefur því verið haldið fram að hún sé ómarktæk. Þessari fullyrðingu hafna áðurnefnd samtök og leggja áherslu á að allar megin niðurstöð- ur könnunarinnar séu réttar. Mistök urðu hins vegar við úr- vinnslu hvað varðar verslunina KÞ Þingey á Húsavík. í stað þess að vera fjórtánda lægsta verslunin á lista yfir stórmarkaði og keðju- verslanir er KÞ Þingey í fímmta sæti á listanum. Tekið skal fram að verðtökufólk á Húsavík á enga sök á þessum mistökum. Ofangrein samtök biðjast vel- virðingar á þessum mistökum og fagna jafnframt hagstæðu verðlagi hjá neytendum á Húsavík," segir í fréttatilkynningu frá ASÍ, BSRB og Neytendasamtökunum. Úthlutað úr Námssjóði Fé- lags einstæðra foreldra ÚTHLUTAÐ verður úr Námssjóði Félags einstæðra foreldra annað árið í röð. Sjóðurinn var stofnaður með framlagi Rauða Kross íslands árið 1996. Meginmarkmið sjóðsins er að veita styrki til einstæðra foreldra í námi. Reynslan hefur sýnt að brýn þörf er á slíkum styrkjum þar sem styttra starfs- nám sem bætir stöðu á vinnu- markaði veitir oft ekki aðgang að námslánum eða annars konar styrkjum. Félagið hefur unnið markvisst að því gegnum tíðina að bæta stöðu einstæðra foreldra. Með stofnun námssjóðsins hefur Rauði Kross íslands lagt Félagi einstæðra for- eldra lið í þessu verkefni. Allir fé- lagsmenn í Félagi einstæðra for- eldra geta sótt um námsstyrkinn. Það sem lagt verður til grundvallar við úthlutun er fjárhagsstaða, fé- lagslegar aðstæður og námsstaða. Þeir félagsmenn sem hafa hug á að sækja um námsstyrk geta fengið eyðublöð hjá Félagi ein- stæðra foreldra Tjarnargötu lOd 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 22. október 1997. AEG „Öko-System" sparar allt aS 20% sópu « Taumagn: 5 kg c Vindingarhraði: 800 snúningar á mín, með hægum byrjunarhraSa. Hitastillir: Sér rofi, kalt -95' Þvottakerfi: Öll hugsanleg ásamt sparnaSarkerfi Ullarkerfi: Venjulegt mikiS vatnsmagn, hægur snúningur á tromlu • 1/2 hnappur: Minnkar vatnsnotkun þegar lítiS er þvegiS • Vatnsnotkun: 98 lítrar • Orkunotkun: 2,2 kwst í tílefni sjötíu og (imm ára afmælisárs Bræðranna Ormsson Þýskt vörumenkl þýskt hugvit þýsk framleiðsla Þriggja ára ÁBYRGÐ Á ÖLLUM AEG ÞVOTTAVÉLUM Umboðsmenn: ...bjoðum við Lavamat 53JS þyottavel á sérstöku afmælisverði Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl, Kt. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal. Ve8tflrölr: Geirseyrarbúöin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvik.Straumur.ísafiröi.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Ðlönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði. KEA, Ólafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.Lónið, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK.Djúpavogl. KASK, Hðfn. Suðurland: Mosfell, Hellu.Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.