Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Forseti Alþingis um gagnrýni bresku ríkisendurskoðunarinnar
A
Urbætur
í undir-
búningi
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti
Alþingis, segir að ábending bresku
ríkisendurskoðunarinnar um að á
Alþingi sé ekki tekið með nægjan-
lega formlegum og afdráttarlaus-
um hætti á ábendingum Ríkis-
endurskoðunar komi sér ekki á
óvart og að vænta megi úrbóta
með breytingum á þingskaparlög-
um sem séu í undirbúningi.
Ólafur segir að þetta eigi raunar
ekki aðeins við um skýrslu Ríkis-
endurskoðunar heldur einnig ýms-
ar aðrar skýrslur sem lagðar séu
fyrir þingið. Það hafi komið í ljós
að það sé enginn eðlilegur farveg-
ur í þinginu fyrir þær. Þær séu
lagðar fram og það sé ekki víst
einu sinni að þær séu ræddar. Það
eigi til dæmis við um ýmsar skýrsl-
ur ráðherranna.
Nefnd fjalli
um skýrslur
Ólafur sagði að endurskoðun
þingskaparlaganna stæði nú yfir
og væri sameiginlegt viðfangsefni
forsætisnefndar og formanna
þingflokka. Þar hefði þetta verið
rætt og einnig hefðu hann og fleiri
þingmenn rætt það í þinginu að
það þurfi að finna þessu farveg.
Hugmynd væri að setja sérstaka
nefnd í það að taka til meðferðar
þessar skýrslur, þ.á m. skýrslu
Ríkisendurskoðunar, umboðs-
manns Alþingis og fleiri. Breyting-
ar myndu hafa það í för með sér
að Alþingi myndi álykta beint um
Morgunblaðið/Þorkell
ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, og Friðrik Ólafsson,
skrifstofustjóri Alþingis, bera saman bækur sínar.
svona skýrslur og fylgja þeim eftir. endurskoðunar í það heila tekið.
Ólafur sagðist ennfremur vera Þeir væru með vissar ábendingar
mjög ánægður með hvað skýrsla sem Ríkisendurskoðun myndi taka
Bretanna væri jákvæð í garð Ríkis- til athugunar.
Smíði hafrannsóknaskips skilgreind sem þróunarverkefni
Stenst ekki reglur Evr-
ópska efnahagssvæðisins
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði í utandagskrárumræðu
á Alþingi í gær um málefni skipa-
smíðaiðnaðarins að það hefði verið
sérstaklega kannað af hálfu hins
opinbera sem og Samtaka iðnaðar-
ins og Skipasmíðaiðnaðarins hvort
það stæðist reglur Evrópska efna-
hagssvæðisins að gera smíði nýs
hafrannsóknarskips að sérstöku
þróunarverkefni. Samhljóða niður-
ALÞINGI
staða hefði hins vegar verið sú að
það stæðist ekki reglur EES.
Málshefjandi, Steingrímur J.
Sigfússon, þingmaður Alþýðu-
bandalags, sagði að nú væri stefnt
að því að skipasmíðaiðnaðurinn
hér á landi næði sínum fyrri styrk
um næstu aldamót, en til að ná
því marki hefðu Samtök iðnaðar-
ins og Skipasmíðaiðnaðurinn
bundist samtökum um að reyna
að ná til sín að einhvetju leyti
þeim verkefnum sem tengdust
byggingu nýs hafrannsóknaskips.
Aðferð til að komast hjá
reglum
Spurði Steingrímur ráðherra í
framhaldi af því hvort ekki mætti
gera smíði nýs hafrannsóknaskips
að sérstöku þróunarverkefni.
Sagði Steingrímur að á það hefði
verið bent af hálfu forsvarsmanna
skipasmíðaiðnaðarins að sá háttur
hefði verið hafður á víða erlendis
til að komast hjá reglum EES um
útboð verkefna á vegum ríkisins.
Iðnaðarráðherra benti á að á
undanfömum árum hefði verið
gripið til margvíslegra aðgerða af
hálfu ráðuneytisins til að bæta
samkeppnisstöðu innlends skipa-
iðnaðar. Þá hefði ráðuneytið reynt
að stuðla að því eins og frekast
væri kostur að smíði hafrannsókna-
skips gæti verið framkvæmd hér á
landi, innan þess ramma sem hægt
væri, að teknu tilliti til EES-reglna
á þessu sviði. Sú viðleitni hefði hins
vegar ekki borið árangur.
Seltjarnarnes — 130 fm
Skemmtileg og mikið endurnýjuð 110 fm efri hæð ásamt
20 fm aukaherbergi í risi. Stórglæsilegt útsýni um víðan
völl. Nýlegt gler, rafmagn, glæsilegt nýtt baðherbergi.
Parket. Sérþvottahús. Helmingur húss nýklæddur að utan
og hinn helmingurinn verður málaður á kostnað seljanda.
Bílskúrsréttur. Áhv. húsbréf 5,2 millj. Verð 9.650 þús. 2900.
Austurb. — Kóp. — einb.
Til sölu gullfalleg 185 fm einbýli á skemmtilegum stað í
Austurbænum. Glæsilegt útsýni. Fallegur garður með góð-
um timburveröndum. Hús í toppstandi. Möguleiki á séríbúð
á neðri hæð. Verð 13,9 millj. 6934.
Sérbýli í Vesturbæ/miðbæ
Höfum fjársterkan kaupanda að stórri íbúð, rúmgóðri hæð
eða húsi. Verðhugmynd 10-16 millj.
Nánari upplýsingar veita Ingólfur eða Bárður.
Valhöll fasteignasala,
Mörkinni 3, Reykjavík, sími 588 4477.
Alþingi
Frumvarp um Kennara- og
uppeldisháskóla íslands
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra lagði öðru sinni fram
á Alþingi á þriðjudag/rumvarp til laga um Kennara- og upp-
eldisháskóla íslands. í frumvarpinu er mælt fyrir um það að
Fósturskóli íslands, íþróttakennaraskóli íslands, Kennarahá-
skóli íslands og Þroskaþjálfaskóli íslands sameinist í einn
skóla sem beri heitið Kennara- og uppeldisháskóli íslands.
Með sameiningu þessara skóla er talið auðveldara að efla
og samhæfa menntun kennara og annarra uppeldis- og umönn-
unarstétta og tengja hana betur rannsóknum auk þess sem
gefst betri kostur á hagkvæmari rekstri, að því er kemur fram
í fylgiskjali frumvarpsins.
í framsögu ráðherra kom m.a. fram að hugmyndir um sam-
starf og sameiningu þessara skóla hafi verið að mótast á
undanförnum árum. Slíkar hugmyndir hafi verið settar fram
í nefndaráliti um eflingu uppeldis- og kennaramenntunar á
íslandi, sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 1995. Frum-
varpið er samið af embættismönnum menntamálaráðuneytisins
ásamt Ólafi H. Jóhannssyni endurmenntunarstjóra Kennarahá-
skóla íslands. Auk þess hefur, að sögn ráðherra, verið unnið
í samvinnu við þá sem í þessum skólum starfa og veita þeim
forstöðu.
Gagnrýnir óvissu í málefnum
Áburðarverksmiðjunnar
SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, gagnrýndi
landbúnaðarráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær
fyrir þá óvissu sem ríkti um framtíð Áburðarverksmiðjunnar.
Sagði Svavar það alvarlegt mál að ráðherra skyldi hafa fres-
tað því að taka ákvörðun um framtíð verksmiðjunnar á með-
an henni blæddi smátt og smátt út vegna stórfellds taps. Vís-
aði hann þar til þeirrar ákvörðunar ráðherra að fresta um
sinn frekari sölutilraunum verksmiðjunnar. Landbúnaðarráð-
herra, Guðmundur Bjarnason, sagði hins vegar að eins og
sakir stæðu væri ekki hægt að selja verksmiðjuna á viðun-
andi verði. Því yrðu sölutilraunum frestað um sinn og þess
freistað að snúa rekstrinum til betri vegar. Eftir það yrði svo
framhaldið metið.
Málshefjandinn, Svavar Gestsson, taldi að verið væri að
fara illa með verksmiðjuna, eins og málum væri nú háttað
og sagði að svo virtist sem fullkomið ráðaleysi ríkti í ríkis-
sljórninni og umhverfis- og landbúnaðarráðuneytinu um mál-
efni Áburðarverksmiðjunnar. Hann sagði að á meðan svo
væri biði starfsfólk og forysta verksmiðjunnar í mikilli óvissu
um framtíðina.
Sljórnarfundur á föstudag
Landbúnaðarráðherra sagði að mál verksmiðjunnar væru
alls ekki einföld. Reksturinn væri hvorki nógu arðbær eins
og sakir stæðu til þess að unnt væri að selja verksmiðjuna á
viðeigandi verði né heldur nógu slæmur til þess að réttlætan-
legt væri að leggja hana niður. Hann sagði að þess vegna
hefði það verið niðurstaða sín að fresta um sinn frekari sölu-
tilraunum verksmiðjunnar, en freista þess um leið að snúa
rekstrinum til betri vegar. Hefur hann falið stjórn fyrirtækis-
ins að gera það. Þau mál verði rædd, að sögn ráðherra, í
stjórn fyrirtækisins næstkomandi föstudag og væntir hann
þess að þá muni endanleg niðurstaða liggja fyrir.
Endurinnritunargjöld samtals
sex og hálf milljón
í SVARI menntamálaráðherra við fyrirspurn Svanfríðar
Jónasdóttur, þingflokki jafnaðarmanna, um innheimtu endur-
innritunargjalds eða svokallaðs fallskatts kemur fram að af
þeim 34 framhaldsskólum á landinu sem haft var samband
við hafi 21 þeirra innheimt slíkt gjald frá því reglugerð þess
efnis tók gildi síðastliðið vor. Með reglugerðinni er framhalds-
skólum heimilt að innheimta sérstakt endurinnritunargjald
af nemendum sem endurinnritast í bekkjardeild eða áfanga.
Miðast upphæð gjaldsins við 500 krónur fyrir hveija ólokna
einingu frá síðustu önn.
í svari ráðherra kemur ennfremur fram að þessir skólar
hafa samtals innheimt 6,5 milljónir króna í endurinnritunar-
gjald. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er þar með hæstu upphæð-
ina eða rúmlega eina milljón. Þar á eftir kemur Menntaskól-
inn við Hamrahlíð með rúmlega 800 þúsund. Fjölbrautaskól-
inn í Garðabæ hefur innheimt samtals um 350 þúsund og
Kvennaskólinn í Reykjavík um 80 þúsund. Sá skóli sem er
með lægstu upphæðina er Framhaldsskóli Vestfjarða, en þar
hafa alls 4.000 krónur verið innheimtar vegna endurinnritun-
argjalda.
Þá kemur fram í svari ráðherra að samkvæmt upplýsingum
frá skólunum séu ekki dæmi um að nemendum hafi verið
vísað frá námi vegna þess að þeir hafi ekki greitt gjaldið.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi
mál eru á dagskrá:
1. Meðferð og eftirlit sjávar-
afurða. 3. umræða
2. Rafræn eignarskráning
verðbréfa. 1. umr.
3. Hollustuhættir. 1. umr.
4. Hlutafélög. 1. umr.
5. Einkahlutafélög. 1. umr.
6. Þjónustukaup. 1. umr.
7. Verslunaratvinna. 1. umr.
8. Einkaleyfi. 1. umr.
9. Nýtingarmöguleikar
gróðurhúsalofttegunda. Fyrri
umr.
10. Bann við kynferðislegri
áreitni. 1. umr.
11. Tekjuskattur og eignar-
skattur. Frh. 1. umr.