Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 11 Árni Sigfússon, oddviti sjáifstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur Til árangurs Ágætu Reykvíkingar! Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík hefst á morgun og stendur fram á laugar- dag. Ég hvet ykkur til að nýta þetta tækifæri til að velja þann hóp sem þið teljið sigur- stranglegastan í næstu borgarstjórnarkosningum. Undanfarna daga hef ég hitt fjölda fólks sem þakkar fyrir það lýðræði sem haft er við val á borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Ég finn mikinn meðbyr. Fólk er vonsvikið vegna svikinna loforða og skattahækkana R-listans. Ekki bætir úr skák hvernig sá hópur raðar á framboðslista eftir lokuðu pólitísku skömmtunarkerfi. Viðmælendur mínir bera mikið traust til þeirra einstaklinga sem nú bjóðast til að skipa borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna. Þar er að finna ný andlit atorkufólks ásamt reyndum stjórnmálamönnum. Ég veit hvernig við gerum borgarkerfið skilvirkara og ódýrara í rekstri, sem er forsenda þess að álögur á Reykvíkinga lækki. Ég veit hvernig við eigum að bæta menntun, sem er forsenda betri atvinnutækifæra. Ég vil að barátta okkar fyrir kjörum aldraðra og þeirra sem verst eru settir verði aðalsmerki okkar sjálfstæðismanna. Þar sem ég hef haft forystu hefur árangur náðst. Ég býðst til að veita sjálfstæðismönnum forystu sem næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Til þess þarf ég stuðning ykkar, fyrst í prófkjörinu, síðan í kosningunum í vor. Með baráttukveðju,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.