Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þing VMSÍ vill stefna að sambærilegum kjörum verkafólks og í nágrannalöndunum Tæknin engn skilað í vasa launafólks „MÉR finnst að verkafólk hafi fengið afskaplega lítið í sinn hlut af þeirri framleiðsluaukningu sem náðst hefur fram með vélvæðingu í fiskiðnaði. Það sem við höfum fengið er raunar ekki neitt. Ég er núna með lægri laun fyrir að salta síld en ég var með fyrir 10 árum,“ sagði Stella Steinþórsdóttir frá verkalýðsfélaginu á Neskaupstað í umræðum um kjaramál á þingi VMSÍ. Stella sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að verkafólk skyldi ekki hafa uppskorið meiri hækkanir í síðustu samningum eftir allan þjóðarsáttartímann. Markmiðið er sambærileg kjör í drögum að kjaramálaályktun sem liggur fyrir þinginu segir að í síðustu kjarasamningum hafi verið stigin stærri skref í átt til að jafna kjör verkafólks en gert hafi verið í áratugi. Tekist hafi að hækka lægstu kauptaxta og færa kauptaxta nær greiddu kaupi. Þrátt fyrir þennan árangur beri að líta svo á að hér sé einung- is um áfanga að ræða að því mark- miði að jafna lífskjör íslensks verkafólks að því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Björn Snæbjömsson, formaður Einingar á Akureyri, sagði að verkalýðsfélögin þyrftu að hefja undirbúning að gerð næstu kjara- samninga og í þeim samningum yrðu verkamenn að setja sér það markmið að ná sambærilegum kjörum og gerist meðal verka- manna í nágrannalöndum okkar. Björn sagði að vel hefði verið staðið að undirbúningi síðustu kja- rasamninga og í þeim hefði verka- lýðshreyfíngin öðlast dýrmæta reynslu sem vonandi nýttist við gerð næstu samninga. Jóhannes Sigursveinsson, félagi í Dagsbrún, sagði að þó að í síð- ustu samningum hefði náðst áfangi að því markmiði að jafna kjörin hefði verið hægt að ná lengra ef verkalýðshreyfingin hefði staðið betur saman. Hann sagði að næg verkefni væm framundan og m.a. þyrftu verkalýðsfélögin að krefjast vinnustaðasamninga eins og rætt hefði verið um við gerð aðalkjara- samninga sl. vor. Þarf að standa betur að starfsmenntun Jóhannes og fleiri gerðu starfs- menntun að umtalsefni. Hann sagði að verkalýðshreyfingin hefði mátt standa betur að málum hvað Morgunblaðið/Ámi Sæberg VIÐ upphaf þings stungu saman nefjum þeir Jón Karlsson, varaformaður VMSÍ, Benedikt Davíðs- son, fyrrverandi forseti ASI, Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSI, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASI. varðar starfsmenntun verkafólks. Hreyfingin yrði hins vegar að gera kröfu um að ríkið tæki meiri þátt í að greiða kostnað við starfs- menntun. Hann nefndi sem dæmi að ríkið tæki engan þátt í kostn- aði við meiraprófsnámskeið. Signý Jóhannsdóttir, formaður Vöku á Siglufírði, sagði að því miður væri það ekki þannig að nýgerðir kjarasamningar fælu í sér, að lægstu laun yrðu 70 þúsund krónur á mánuði um næstu ára- mót. Fólk á aldrinum 16 til 17 ára yrði áfram á töxtum sem væru innan við 60 þúsund krónur á mánuði. Verkalýðsfélögin hefðu því miður gengist inn á það í siðustu samningum að fela þessa taxta. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að sú ákvörðun Dagsbrúnar og Framsóknar að fara sjálf með samningsumboð í síðustu samningum hefði verið nauðsynleg félagslega fyrir þessi félög. Um þetta hefði verið sátt við forystu VMSÍ. Félögin væru alls ekki á leið úr VMSI. V erkalýðshr eyfingin að hopa Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs á ísafirði, gagnrýndi harðlega samningana sem gerðir voru í vor. Fiskvinnslufólkið hefði farið illa út úr þeim. Þrátt fyrir allt góðærið í landinu hefði verka- lýðshreyfingin samið um 70 þús- und króna lágmarkslaun. Því mið- ur hefði mönnum oft verið talin trú um það í gegnum tíðina, að ástandið í þjóðfélaginu væri miklu ! verra en það hefði verið. Pétur sagði að verkalýðshreyf- : ingin hefði verið að hopa úr hveiju : víginu af öðru á síðustu árum. Stjórnvöldum hefði tekist að knýja fram breytingar á vinnulöggjöf- inni. Búið væri að gera ítrekaðar breytingar á verkamannabústaða- kerfínu svo að núna væri búið að eyðileggja það. Ekki hefði verið hlustað á mótmæli verkalýðshreyf- ingarinnar um breytingar á at- vinnuleysistryggingasjóði. Og nú ætti að hrekja verkalýðshreyfing- una til baka í lífeyrissjóðamálinu. Hart deilt á kirkjuþingi um æviráðningu presta Prestar verði starfs- menn kírkju en ekkí ríkis HÖRÐ orðaskipti urðu á kirkjuþingi í gær milli séra Geirs Waage, formanns Prestafé- lagsins, og tveggja fulltrúa leikmanna á þinginu, þeirra Helga Hjálmssonar og Gunn- laugs Finnssonar. Geir sakaði Helga um að hafa beitt óheið- arlegum og ódrengilegum vinnubrögðum til þess að hafa áhrif á Alþingi í þá veru að æviráðningar presta yrðu afnumdar, þrátt fyrir að kirkjuþing hefði komist að þeirri niðurstöðu að viðhalda ætti þessu fyrir- komulagi. Helgi sagðist hafa unnið eftir sinni bestu sannfæringu og að æviráðningar væru tírfiaskekkja. Hann benti á að í skoð- anakönnun hefði komið í ljós að mikill meiri- hluti sóknarnefndarmanna væri fylgjandi þvi að þær yrðu afnumdar. Geir sagði að prestar þyrftu æviráðningu til að hafa frið til að geta boðað orð Jesú Krists ómengað. Hann gagnrýndi Alþingi harkalega fyrir meðferð þess á málinu og sagðist vefengja rétt þess til að raska niður- stöðu kirkjuþings í þessum efnum. Ýmsir kirkjuþingsmenn, þar á meðal Ólaf- ur Skúlason biskup, sögðu að kanna ætti möguleika á því að skilja presta frá embætt- ismannakerfinu og rætt var um að þeir gætu orðið starfsmenn kirkjunnar í stað rík- isins. Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkju- málaráðherra, hafði léð máls á þessu í ræðu sinni við setningu kirkjuþings á mánudag, sem leið fyrir kirkjuna til að haga ráðningar- tíma presta öðruvísi en embættismanna. Kirkjuþingsmenn virtust margir vera á þeirri skoðun að enn lengra mætti ganga í aðskiln- aði ríkis og kirkju en hingað til hefði verið gert. Ólafur hafði miklar áhyggjur af því að biskupar og vígslubiskupar yrðu aðeins skip- aðir til fimm ára. Hann sagðist hafa rætt það mál við kirkjumálaráðherra nýlega, en lítil von virtist til þess að breytingum yrði komið á. Embætti söngmálastjóra lagt niður? Starfshópur sem fjallað hefur um fjármál og skipulag biskupsstofu og sjóða kirkjunn- ar lagði fram skýrslu á þinginu í gær. Með- al tillagna hópsins er að söngmálastjóra verði gert að auka tekjur sínar með því að hækka verð á nótnaheftum og öðru efni sem embættið gefur út og með því að hækka skólagjöld í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Jafn- framt leggur starfshópurinn til að undirbúið verði að leggja niður embættið eftir að nú- verandi söngmálastjóri lætur af störfum. Nefnt er í greinargerð hópsins að Tónskóli þjóðkirkjunnar gæti í staðinn orðið aðili að nýjum listaháskóla. í starfsskýslu söngmálastjóra, sem einnig hefur verið lögð fyrir þingið, er hugmyndum af þessu tagi mótmælt og bent á ýmsa ann- marka þess að venjulegur tónlistarskóli taki við starfseminni. Starfshópurinn leggur einnig til að bisk- upsgarður verði seldur en að biskup fái í staðinn húsnæðisstyrk. í greinargerð hóps- ins segir að eitt af markmiðunum með því að hafa sérstakan bústað fyrir biskup hafí á sínum ti'ma verið það að hann gæti haldið þar móttökur. Nú hafi hins vegar að mestu verið fallið frá þeirri venju að halda móttök- ur á heimilum. Starfshópurinn leggur ennfremur til að sóknum verði smám saman falin umsjón með embættisbústöðum presta og leigutekj- ur verði látnar standa undir viðhaldi þeirra. Kirkjusjóðir verði sameinaðir Starfshópurinn telur réttast að sameina sjóði kirkjunnar, kristni-, kirkjumála-, kirkju- byggingar-, prestsetra- og jöfnunarsjóð í einn sjóð sem fái heitið kirkjusjóður. Með þessum hætti verði auðveldara að fá yfirsýn yfír fjár- mál kirkjunnar, umsýsla og eftirlit með þeim verði auðveldara og aðlögun að breytingum verði einfaldari. „Heyrst hafa þær raddir að það sé óæskilegt að setja sjóðina saman í einn sjóð þar sem það auðveldi ríkisvaldinu að hafa afskipti af ijármálum kirkjunnar og jafnvel að gera tillögu um að draga úr hlut hennar þegar fjármagnið verði „sýnilegra“. Starfshópurinn telur ekki ástæðu til að ótt- ast þetta svo framarlega sem kirkjan hafi skýr markmið með úthlutun úr sjóðnum, áætlanir um ijárveitingar til ýmissa mála- flokka séu rökstuddar og greinargerðir um úthlutun úr sjóðnum liggi fyrir,“ segir í grein- argerð starfshópsins. Prestar erlendis fái sóknargjöld íslendinga í ræðu biskups á þinginu kom meðal annars fram að staða séra Sigrúnar Óskars- dóttur, prests íslendinga í Ósló, væri kostuð af sóknargjöldum íslendinga þar í landi og væri það samkvæmt samkomulagi við norsk yfírvöld. Séra Birgir Andrésson, sem starfar fyrir Islendinga í Danmörku, sagði í fram- haldi af því frá því að ítrekað hefði verið reynt að ná samkomulagi við dönsk stjórn- völd um svipað fyrirkomulag, en án árang- urs. Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR Skúlason biskup flytur skýrslu kirkjuráðs á kirkjuþingi í gær. Biskup sagði frá því að margir íslending- ar í Bretlandi hefðu mótmælt því að emb- ætti prests í London yrði lagt niður. Trygg- ingastofnun ríkisins hefur sagt upp samn- ingi um fjárstuðning við embættið vegna þess að sjúklingum sem þangað eru sendir til aðgerða hefur fækkað mikið. Biskup sagðist vonast til þess að það tækist að ná samkomulagi um áframhaldandi veru prests í London. í ræðu hans kom einnig fram að hug- myndir væru uppi um stækkun Skálholts- skóla þannig að fjörutíu gistirýmum yrði bætt við. Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup í Skálholti, hefur fengið leyfi kirkjuráðs til að leita kauptilboða í bjálkahús í þessum tilgangi, sem myndu bæði nýtast skólanum og Skálholtsbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.