Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 15
AKUREYRI
Breskir
nemar
halda tón-
leika
HÓPUR tónlistarnema úr Purc-
ell skólanum á Bretlandi heldur
tónleika í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju í kvöld, fímmtu-
dagskvöldið 23. október, kl.
20.30.
Skólinn er grunnskóli og
menntaskóli fyrir tónlistar-
nema og eru gerðar miklar
kröfur til nemenda, en margir
þeirra hafa náð langt á lista-
brautinni.
í hópnum sem hingað kemur
eru sjö ungmenni 17-18 ára.
Á efnisskrá tónleikanna eru
aðallega verk þekktra tón-
skálda klassíska og rómantíska
tímabilsins, en þó bregður fyrir
argentínskum dönsum og verki
eftir John Coltrane. Fluttir
verða m.a. þættir úr arpegg-
ionesónötunni eftir Franz
Schubert og úr sónötu Roberts
Schumann í a-moll fyrir fiðlu
og píanó.
Aðgangur að tónleikunum
er ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfir.
Listasafnið
á Akureyri
Gestum
boðið upp á
leiðsögn
SAFNALEIÐSÖGN verður fyr-
ir gesti á sýningu Kristjáns
Steingríms Jónssonar á Lista-
safninu á Akureyri næsta
sunnudag, 26. október, og
einnig á fimmtudag, 30. októ-
ber. Þar starfar nú safnakenn-
ari og gefst almennum sýning-
argestum kostur á að njóta leið-
sagnar hans um sýninguna
þessa daga. Sýning Kristjáns
nær yfir tæpan áratug af ferli
hans og býður upp á gott tæki-
færi til umhugsunar og umfjöll-
unar. Kristján Steingrímur er
fæddur á Ákureyri og starfar
nú sem skólastjóri Myndlista-
skóla Reykjavíkur. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir.
Klippurnar
á lofti
EIGENDUR bifreiða hafa að
mati lögreglu verið heldur
kærulausir við að mæta með
bifreiðar sínar til aðalskoðunar.
Síðustu daga hafa númer verið
klippt af 24 bifreiðum sem ekki
hafði verið mætt með á þeim
tímum sem þeim voru ætlaðir.
Minnir lögregla á að síðasti
stafur í skrásetningarnúmeri
bifreiðar segir til um mánuðinn
sem koma á með bifreiðina til
skoðunar. Þeim sem eru með
svokölluð einkanúmer ber að
fara eftir fastskráningarnúm-
eri bifreiðarinnar, sem skráð
er í skrásetningarvottorð henn-
ar.
Sýningu
lýkur
SÝNINGU Guðrúnar Veru
Hjartardóttur í Gallerí+ í
Brekkugötu 35 á Akureyri lýk-
ur á sunnudag, 26. október.
Galleríið er opið um helgar frá
kl. 14 til 18 eða eftir samkomu-
lagi við húsráðendur að
Brekkugötu 35. Sýningin ber
yfirskriftina Om og er innsetn-
ing í rými, þannig að áhorfand-
inn er inni í verkinu, en sýning-
in samanstendur af skúlptúr-
um, teikningum og hljóði.
Heitavatnsleit 1 Grýtubakkahreppi
Tilraunaholur
boraðar næsta vor
NÆSTA vor verður farið í að leita
að heitu vatni í Grýtubakkahreppi.
Að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur
sveitarstjóra verða boraðar níu 50
metra djúpar tilraunaholur á svæð-
inu norðan við Grenivík og suður
að brúnni yfir Fnjóská.
„Þegar þeirri vinnu er lokið á
að vera búið að fínkemba svæðið
og sjálf er ég nær viss um að við
finnum nýtanlegt vatn en þetta er
spurning um að hitta á það. Því
ætti ekki að vera vatn hér hjá
okkur eins og í næsta nágrenni?“
sagði Guðný en búið er að finna
vatn m.a. á Dalvík, í Hrísey, á
Svalbarðsströnd og nú síðast í
Árskógshreppi.
Sundlaugin á Grenivík er hituð
upp með vatni sem tekið er úr
holu rétt sunnan við þorpið. Vatnið
er þó ekki nema 20 gráðu heitt
og er notuð varmadæla til að
skerpa á því. „Þá er hola í landi
Grýtubakka sem gefur um 26-27
gráða heitt vatn, þannig að við
vitum víða um volgrur.“
CHRISTIAN DIOR
Kynning í dag
á morgun.
Snyrtifræðingur
veitir ráðgjöf.
Komið og sjáið
nýju varalitina og
haustlitalínuna.
GRAFARVOGS APOTEK
Hverafold 1—3, sími 587 120
Prófkjör Sjálfstœðisflokksins
LINDU RÓS
í BORGARSTJÓRN
LINDA RÓS
MICHAELSDÓTTIR
STARF
Kennari við Álftamýrarskóla
frá 1983
MENNTUN
Stúdent frá MR 1972
BA í ensku og bökmenntum
fráHÍ 1978
Námskeið innanlands og utan
Námsferðir til Bretlands,
Bandaríkjanna, Þýskalands og
Japan
TRÚNAÐARSTÖRF
(stjórn Heimdallar 1974-75
og 1978-79
í stjórn Vöku 1974-76
f nefnd Menntamálaráðu-
neytisins um mótun
menntastefnu
í nefnd Félagsmálaráðu-
neytisins um vinnu barna .
og unglinga.
FJÖLSKYLDA
Linda er gift Steingrími Ara
Arasyni, hagfræðingi,
aðstoðarmanni fjármálaráð-
herra og eiga þau þrjú börn,
Herdísi, Valborgu og Vilhjálm
D CS TA T“A Góð menntun er vopn í samkeppni okkar við aðrar
þjóðir og lykill að áframhaldandi velmegun. í forystusveit
C T A NT C Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður að vera fólk,
^ i-'JVlN O sem þ,efur tengsl við skólakerfið og þekkir bæði
vandamál þess og möguleika. Einkum er þetta brýnt
núna, þegar ábyrgð á grunnskólanum hefur verið færð
frá ríki til sveitarfélaga.
Rödd skólans verður að heyrast í borgarstjórn
Reykjavíkur.
KJÓSUM LINDU RÓS MICHAELSDÓTTUR
Stuðningsmenn