Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 17

Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 17 SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKJAVÍK RÆS TIVAGNAR RÆSTIÁHÖLD Óðinsgata I »'101 Reykjavík Sími 562 3220 • Fax 552 2320 Umhverfi fisk- vinnslufyrir- tækjafegrað Neskaupstað - Nú í haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við að bæta og fegra umhverfið við nýtt frystihús og loðnu- bræðslu Síldarvinnslunnar. Skipt hefur verið um jarðveg á stóru svæði við fyrirtækin og lagt þar á bundið slitlag og hellulagt. Þá hefur grænu svæðunum ekki verið gleymt því töluvert mikið hefur verið lagt út af grasi (torfi) auk þess sem gróðursett hafa verið tré. Framkvæmdirnar eru nú vel á veg komnar og hefur umhverfi fyrirtækjanna tekið mikium stakkaskiptum til hins betra. íslandsflug hf. Fækkar ferðum í Isa- fjarðarflugi Isafirði - Forsvarsmenn íslands- flugs hafa ákveðið að fækka ferðum til Isafjarðar verulega frá því sem verið hefur. Að sögn Úlfars Ágústs- sonar, umboðsmanns Islandsflugs á ísafirði, verða morgun- og kvöld- ferðir félagsins felldar niður frá og með 27. október en flogið verður daglega kl. 10 frá ísafirði á 46 sæta ATR-vél og auk þess seinni partinn á föstudögum á 19 sæta Dornier-vél. „Við héldum að ísfirðingar myndu fagna þjónustu sem byði þeim að komast til Reykjavíkur strax kl. átta að morgni og heim aftur um kvöld- ið. Reynslan í haust sýnir samt að þetta er mjög lítið notað þannig að við ákváðum að skera ferðirnar nið- ur. Við ætlum þó að gera eina heiðar- leg tilraun í viðbót og munum fljúga alla daga vikunnar. Það er stefnt að því að bjóða áfram fargjöld á 6.900 krónur en einhverjar takmark- anir kunna þó að verða settar þar á og hærra verð sér hugsanlega dags- ins ljós. Við héldum að við yrðum verðlaunaðir fyrir að lækka fjar- gjöldin svona mikið, en það hefur ekki gerst. Við viljum samt þjóna Vestfirðingum og ætlum að reyna hvað við getum og þetta er okkar nýja útspil," sagði Úlfar. Hann segir að eftir óhappið með Metró-vél Flugleiða hafi fólk greini- lega skipað Dornier-vélum íslands- flugs á bekk með Metró-vélum sem sé alls ekki sanngjarnt. „Þetta hefur e.t.v. átt sinn þátt í þeim samdrætti sem varð í fluginu fljótlega eftir óhappið og við höfum ekki náð okk- ur á strik síðan.“ íslandsflug mun sinna sjúkraflugi áfram. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal B u b o w ■ ' ei Eldhúsvörur á sérstöku___ tilboðsverði 23. - 30. okt. í Skeifu, Kringlu o LAIMDIÐ Arnarberg ehf. Fossháls 27, Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 i l a n n a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.