Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
ÍSRAELSKA magadansmærin Alef sýnir Mohammed Bassiouny
sendiherra Egyptalands (t.v.) kúnstir sinar á næturklúbbi.
Morð á elliheimili í Kaupmannahöfn
Útiloka ekki
fleiri ákærur
Kvenrétt-
indakonur
styðja
maga-
dansmey
Jerúsalem. Daily Telegraph.
ÍSRAELSKAR kvenréttindakonur
hafa fylkt liði til stuðnings maga-
dansmey sem kærði sendiherra
Egyptalands í ísrael fyrir nauðg-
unartilraun en hlaut ekki náð fyr-
ir augum lögregluyfirvalda. Mál-
inu var haldið vandlega leyndu
um tveggja mánaða skeið, eða þar
til lögreglan skýrði frá því í síð-
ustu viku að engar vísbendingar
lægju fyrir er styddu mál dans-
meyjarinnar, sem kölluð er Alef,
gegn sendiherranum, Mohammed
Bassiouny. Fylgdi sögunni að Alef
hefði margsinnis komið fram í
samkvæmum á vegum Bassiouny.
í ágúst sl. bauð sendiherrann
Alef að koma til fundar við sig.
Heldur Alef því fram, að Bassi-
ouny hafi ítrekað reynt að vefja
hana örmum og kyssa og á end-
anum keyrt hana niður í rúm og
ætlað að koma fram viija sínum
við hana.
Edna Arbel ríkissaksóknari
reitti kvenréttindakonur til reiði
þegar hún vísaði kærunni frá, en
þá sagði hún m.a.: „Dansmærin
er ekki lygari, ég legg trúnað á
hennar hlið málsins. En frá hlut-
lægnissjónarmiði saksóknara eða
dómara er ekki að finna neitt sak-
arefni til að byggja málshöfðun
á. Saga hennar endurspegiar sam-
band tveggja fullþroska einstakl-
inga. Hún kom til íbúðar hans í
klæðum sem skýldu vart nekt
hennar og mátti alveg búast við
að eitthvað gerðist. . . Húnþáði
af honum gjafir og vissi hvers
hann óskaði. Hún fór af fúsum og
fijálsum vilja með honum inn í
svefnherbergi en fækkaði ekki
fötum þar.“
Alice Shalvi, formaður Kvenna-
keðju ísraels, pólitisks baráttu-
hóps, var ómyrk í máli í garð ríkis-
saksóknarans. „Við áttum ekki
von á þvi enn einu sinni, allra síst
frá konu, að skuldinni yrði skellt
á þolandann. Það er orðin hefð,
þegar nauðgunarmál eða kynferð-
isleg áreitnismál eru annars veg-
ar, að segja að konan hafi kallað
yfir sig vandræði. . . Magadans
er atvinnugrein, ekki fatafelling,
og krefst mikilla hæfileika. Hann
hefur kynferðislega skírskotun en
það sama má segja um samkvæm-
isdans.“
ísraelska utanríkisráðuneytið
hefur reynt að gera lítið úr mikil-
vægi máísins til að það valdi ekki
vandræðum í samskiptum rikj-
anna tveggja.
DANSKA lögreglan útilokar ekki
að fleiri morðákæmr verði gefnar
út á hendur konunni sem ákærð
hefur verið fyrir að hafa myrt 22
vistmenn á elliheimili í Kaupmanna-
höfn. Alls eru 65 dauðsföll á elli-
heimilinu til athugunar. Konan, sem
var sjúkraliði þar, var látin laus í
fyrradag og hefur sú ákvörðun vak-
ið mikla reiði og ótta, sérstaklega
hjá vistmönnum elliheimilisins.
Stjórnmálamenn gagnrýndu í
gær harðlega starfsaðferðir lög-
reglunnar í málinu, einkum það að
ROBERT Mugabe, forseti
Zimbabwe, hefur lýst því yfir að
stjómarskrá landsins verði breytt
heimili hún ekki stjórninni að leggja
hald á bújarðir hvítra bænda og
úthluta þeim landlausum landbún-
aðarverkamönnum.
„Gleymið því sem stjórnarskráin
segir. Ef ákvæði hennar benda ekki
til þess að við getum lagt hald á
jarðimar þá verður henni breytt og
fólkið verður þá bara að taka þær,“
hafði dagblaðið Herald eftir forset-
anum.
Þing landsins setti lög árið 1992
sem heimila yfirvöldum að taka bú-
jarðir eignamámi gegn vilja eigend-
sjúkraliðinn skyldi vera látinn laus.
Þá hafa þær stofnanir í Kaup-
mannahöfn, sem sinna eftirliti með
elliheimilum, fengið sinn skerf af
gagnrýni.
Auk sjúkraliðans er læknir sem
starfaði við elliheimilið grunaður
um aðild að málinu en hann er tal-
inn hafa útvegað sjúkraliðanum lyf-
in sem urðu fólkinu að aldurtila.
Rannsókn stendur yfir á hlut lækn-
isins í málinu en hann hefur ekki
verið sviptur lækningaleyfi.
anna. Undanfama daga hefur
Mugabe verið á ferð um landið og
sagt stuðningsmönnum stjómar-
flokksins og ættbálkahöfðingjum að
stjómin hyggist ekki greiða fyrir
jarðimar sem lagt yrði hald á. Hann
sagði að stjómin hefði ekkert fé til
að greiða bændunum og fyrrverandi
nýlenduherrar landsins, Bretar, ættu
að greiða þeim skaðabætur.
Sérfræðingar í stjórnmálum
Zimbabwe telja þó ólíklegt að for-
setinn standi við hótun sína um að
taka jarðirnar eignarnámi því svo
virðist sem fyrir honum vaki að
beina athyglinni frá ýmsum vanda-
málum stjórnarinnar.
Hótar hvítum
bændum lögtaki
Harare. Reuters.
Alvöru þjónusta
tyrir alvöru fólk
„Ég geng alltafhreint til verks í peningamálum og ætlast til pess sama
af bankanum. Hann stendur í skilum við mig og það kann ég að meta.
Ég treysti bankanum mínum, rétt eins og hann treystir mér. Þess vegna
er ég með allt mitt á einum stað. Þess vegna er ég í Vörðunni. “
Landsbankirm frei/stir fólki eins og Sigm/ju
og veitir því sveigjanlega f jármálaþjónustu
í Vörðunni. Hún treysfir bankanum sínum og
kýs það öryggi og þau þægindi sem í því felast
að hafa öll sín fjármál á einum stað. Útgjalda-
dreifing Vörðunnar sér um að greiða reikningana
fyrir hana og dreifa greiðslubyrðinni yfir árið.
•
í Vörðunni er margt í boði, meðal annars:
• Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr.
án ábyrgðarmanna.
• Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábyrgðarmanna.
• Gulldebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir
aðgang að ýmsum fríðindum.
• Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða.
• Ferðaklúbbur fjölskyldunnar.
• Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa.
• Stighækkandi vextir á Einkareikningi.
• Punktasöfnun, í hvert skipri sem þú notar
gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar.
•
•
Með því að beina viðskiptum sínum á einn stað á
fjölskyldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum
hjá bankanum á ári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufélagar
geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá
Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölskyldutryggingu
VIS, og nú þegar hjá yfir 160 verslunar- og
þjónustufyrirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða.
Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem
greiðslu vegna ferðalaga.