Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 29

Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 29 LISTIR Nýjar hljómplötur • Á NÝRRI geislaplötu með verk- um Jónasar Tómassonar eru fimm verk frá árunum 1973-89. Sonata XX, „í tóneyja- hafi“ er heiti yngsta verksins, sem samið er fyrir bassa- flautu, klari- nettu, bassa- klarinettu og hom. Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franzson, Kjartan Óskars- son og Emil Friðfinnsson leika. Önnur verk á plötunni eru Vetr- artré, frá 1983, fyrir einleiksfiðlu, sem Guðný Guðmundsdóttir leikur; Notturno III, frá 1980, fyrir fiðlu og sembal í flutningi Ingvars Jónassonar og Helgu Ingólfsdótt- ur; Orgia, frá 1975, sem Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur undir stjórn Pauls Zukofskys, og elsta verkið, Sonata VIII, frá 1973, fyr- ir píanó, í flutningi Onnu Ágústu Ragnarsdóttur. Hljómplatan ergefin út afls- lenskrí tónverkamiðstöð ísam- vinnu við Ríkisútvarpið. ísafjarðar- bærstyrkti útgáfuna. Jónas Tómasson Nýjar bækur • UMHENDUR er ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson. Bókin er að því leyti nýstárleg að öll ljóðin eru í samaformi: 13 hendingar og að mestu án hljóð- stafa og rims - sem einnig er nýjung í verkum Hallbergs. „En kímni hans er söm við sig, stundum góðlát- leg, stundum hvöss, og stöku sinnum er sem umhendis skopskyn hans sprengi af sér öll bönd. Og hveija síðu hefur Hallberg skreytt tölvukúnst, sem er að sínu leyti jafnkyndug og laus við lotningu fyrir viðtekn- um gildum og textinn sjálfur. Þó er undiraldan tíðast alvara,“ segir í kynningu. Umhendur er áttunda frum- samda ljóðabók höfundarins. Hin næsta á undan, Vandræður, hlaut lofsamlega dóma bæði hérlendis og erlendis, þar sem Hallberg hef- ur búið í 37 ár og stundað þýðing- ar og ritstjórnarstörf. í meira en aldarfjórðung hefur hann auk þess ritað umsagnir um nýjar íslenskar bækur fyrir hið virta bókmennta- tímarit World Literature Todayog valið fyrir það verk til umfjöllunar. Bókin er 72 blaðsíður að stærð oghefur aðgeyma hálfan sjötta tug Ijóða. Hún verður til sölu í öll- um helstu bókaverslunum í Reykjavík ogöðrum kaupstöðum ogkostar 1.590 kr. með vsk. Út- gefandi erBRÚ, en Stensillhf., framleiddi. Dreifingu annaðist bókaútgáfan Ormstunga. Fyrr á árinu gaf BRU út lítið kver, Blávind og fleiri ljóð, eftir pakistanska skáldið Daud Kamal í þýðingu Hallbergs. Það kver er enn til sölu í bókabúðum Máls og menningar og kostar 490 kr. Hallberg Hallmundsson Mikiá úpval af faliegum rúmfiatnaði StólavöröusHg II Simi 551 41151) Reykiavik -inn i næstu öld - kjarni niálsins! Skrifstofa studningsmanna Ingu Jónu Þórðardóttur er að Skólavördustíg 6. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14.-18. Símar 562 5715 og 562 5725. Netfang: ingajona@islandia.is Heimasíða: www.islandia.is/~ingajona Inga Jóna Þórðardóttir í 1. sæti Stuðningsmenn Kalkunar kr./kg. Pekinaendur kr./kg. Munið í öllum verslunum Hagkaups *.u\ur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.