Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 LISTIR Ný bók eftir Isabel Allende Matur sem ástarlyf Barcelona. Reuters. NYJASTA bók chíleönsku skáld- konunnar Isabel Allende fjallar um kynlíf, mat og ástríður, auk þess sem birtar eru uppskriftir að mat sem kynda eiga undir ástar- hvötinni. Allende kynnti bókina „Afródíta" sem heitir eftir ástar- gyðjunni grísku, á Spáni á þriðju- dag. Sagði skáldkonan skrifin hafa verið mikilvæg skref til að vinna bug á sorginni sem greip hana eftir dauða dótturinnar Paulu en Allende skrifaði sögu hennar fyrir fáeinum árum. Bókin kemur út á spænsku en ensk þýð- ing er væntanleg í mars á næsta ári. Allende segist hafa farið að skrifa að nýju þegar hana fór að dreyma óvenjulega, kynferðislega drauma sem allir tengdust mat. í einum þeirra vafði hún spænska hjartaknúsaranum Antonio Band- eras inn í risastóra tortillu. „Besta ástarlyf fýrir konur eru orð. G- bletturinn er í eyrunum. Sá sem leitar hans neðar er á villigötum,“ sagði Allende er hún kynnti bók- ina. „Og sé einhver niðurstaða af lestri og skrifum bókarinnar, er hún sú að besta ástarlyfið sé ást.“ Isabel Allende sló í gegn með fyrstu bók sinni „Hús andanna" en auk hennar má nefna „Ást og skugga“ og „Evu Lunu“. Allende segir skrifin hafa verið sér nokk- urs konar lækning á sársaukanum við fráfall Paulu. Við skriftimar hafí hún að nýju getað notið dá- semda lífsins. „Þær, hláturinn og minn eigin líkami urðu kveikjan að þessari bók.“ Bókin inniheldur stuttar smá- sögur, frásagnir af ástarfundum hennar, vina og ættingja, sem blandast sagnfræði, vísindum og kímni í „samræðum við lesand- ann“. Þá er í henni listi yfir ásta- rörvandi ávexti og uppskriftir að mat sem hressa á upp á ástarlíf- ið. Réttimir bera framandleg nöfn á borð við „Nunnubijóst" og „Kvennabúrskalkún". Sjálf segist Allende hrifnust af gijónabúðingi en að sjávarréttir séu líklega öflugasta ástarlyfið vegna litarins og áferðarinnar. Allende naut aðstoðar móður sinnar við uppskriftimar en í sögunum vitnar hún í Kama Sutra, Shakespeare, Biblíuna og japansk- ar hækur. Hún segir einnig frá því hvemig skrifín urðu til þess að hún brá sér inn í klámbúð í homma- hverfínu í San Francisco. „En það er enginn boðskapur í bókinni, ekki frekar en í nokkurri bóka minna. Ég verð bálreið þegar fólk reynir að lesa eitthvað út úr bókum mínum sem er ekki þar.“ jj'iáJinllj- 20% afsláttur af öllum matar og kaffistellum á Kringlukasti nú um helgina. Yfir 30 tegundir. Búsáhöld & Gjafavörur Kringlunni Solzhenitsín kynnir ný bókmenntaverðlaun Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA Nóbelsskáldið Alex- ander Solzhenitsín hefur komið á fót bókmenntaverðlaunum sem er ætlað að endurvekja rússneska bók- menntahefð, sem skáldið telur í hættu. Að sögn Natalju, eiginkonu Solzhenitsíns, em verðlaunin áskor- un til rússneskra skáldbræðra hans sem hafa sýnt honum lítinn áhuga frá því að hann sneri aftur til heima- landsins eftir tuttugu ára útlegð. Solzhenitsín, sem er 79 ára, er hjartveikur og var lagður inn á sjúkrahús í maí sl. Eiginkona hans segir hann hins vegar kominn til þokkalegrar heilsu, ekki eigi að skera hann upp og að hann hafi unnið af fullum krafti á meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð. Bókmenntaverðlaunin munu nema um 1,8 milljónum ísl. kr. en Solzhenitsín lætur höfundarlaun fyrir verðlaunaskáldsögu sína um Gúlagið renna til þeirra. Hann yfír- gaf Sovétríkin eftir að bókin kom út árið 1974 og runnu höfundar- launin í fyrstu til sovéskra andófs- manna. Eftir hrun Sovétríkjanna hafa þau hins vegar verið notuð til að styrkja rússneska menningu og til að aðstoða um 1.000 manns sem lifðu af vistina í Gúlaginu. Á undan- fömum árum hafa höfundarlaunin að jafnaði numið tæplega 40 millj- ónum ísl. kr. á ári. Verðlaunin verða veitt fyrir verk sem „gera Rússum betur kleift að skilja samfélag sitt“ og eru auk þess „mikilsvert framlag til rúss- neskrar bókmenntahefðar". Natalja, eiginkona Solzhenitsíns, sem kynnti verðlaunin, sagði þau ekki veitt til að hygla höfúndum sem skrifuðu gamaldags verk. Hún og eiginmaðurinn munu sitja í dóm- nefnd ásamt fleirum. Sjálfur vinnur Solzhenitsín nú að endurminninga- bók um áratugina tvo í útlegð, svo og bók þar sem hann hyggst viðra skoðanir sínar á rússnesku samfé- lagi á umbrotatímum undanfarinna ára. Hann hefur verið ómyrkur í máli um það síðustu þijú ár, segir allt á niðurleið vegna áhrifa pen- inga, ómerkilegs sjónvarpsefnis og almenns áhugaleysis. Það hefur ekki kætt andstæðinga hans sem segja rithöfundinn búinn að vera. Stuðn- ingsmenn Solzhenitsíns segja þá sem harðast hafí gagnrýnt hann eiga erfítt með að horfast í augu við þá staðreynd að hann hafi spáð rétt fyrir um framtíð kommúnismans. TONLIST Jazzguítar Björn Thoroddsen Hljómdiskur Bjöms Tlioroddsen. Flytjendur: Bjöm Thoroddsen, Jakob Fischer, Philip Catherine, Doug Ran- ey, Paul Weeden og Leivur Thom- sennn, gítarar, Bjami Sveinbjöms- son, Gunnar Hrafnsson og Tómas R. Einarsson, bassar, Einar Valur Scheving og Gunnlaugur Briem trommur. Útgefandi: Jazzís 1997. FRAMTÍÐ Björns Thoroddsen var ráðin þegar hann sótti tónleika belg- íska gítarleikarans Philip Catherine í Háskólabíói árið 1978. Svo segir Björn sjálfur og nú, nítján árum síð- ar, kemur fyrsti sólódiskur þessa ágæta gítarleikara út. Þar hefur hann fengið til liðs við sig nokkra af fremstu djassgítarleikurum Evr- ópu, þar á meðal Philip Catherine, til að fjalla á ljóðrænan hátt um nokkrar af djassperlum sögunnar. Björn nefnir diskinn einfaldlega Jazzguitar. Efnisskráin er eins og fyrr segir að mestu sígild djasslög en einnig er á disknum eitt lag eftir Björn og annað eftir Catherine. Jazzguitar er dálítill tímamótadiskur á íslandi. Hreinræktaður djassgítar- leikur hefur ekki verið fyrirferða- mikill í útgáfunni hérlendis. Reyndar man undirritaður aðeins eftir einum slíkum diski, Ice með Jóni Páli Bjarnasyni, sem reyndar var gefinn út í Bandaríkjunum. Diskur Björns Gleði og sköpun líðandi stundar er því fagnaðarefni í þeim skilningi en þjónar ekki síður hlutverki sem heimild um Björn sem djassgítarleik- ara. Björn Thoroddsen á að baki lang- an feril, þjóðin hefur fylgst með framgangi hans og tónlistarlegum þroska í næstum tvo áratugi. Rafg- ítar var í upphafi hans hljóðfæri og þótti mörgum hreinstefnumanninum nóg um rafmagnaða og teygða rokk- hljómana í upphafi ferils hans. Þó gerði Björn strax margt nýstárlegt. Margir muna t.d. eftir því hvernig hann trommaði á gítarinn og fann ýmsa aðra hljóðeffekta sem nýttust honum í djassrokkinu sem þá var allsráðandi. Núna leikur Björn nánast einvörð- ungu á klassískan gítar og hefur þróað sitt tónmál á þann veg að ekki þarf nema fáa takta til að skynja hver er þar á ferð. Björn stendur þeim fremstu í Evrópu fylli- lega á sporði hvað tækni viðkemur. Á Jazzguitar eru níu lög. Flutn- ingurinn er misjafn að gæðum þótt gítarleikurinn sé alltaf fyrsta flokks. Þetta má reyndar líka segja um upptökurnar. Líklega er það fylgik- villi lifandi upptöku sem erfitt er að forðast. En í staðinn kemur galdur- inn, gleði og sköpun líðandi stundar, stundum fyrir fullu húsi áheyrenda eins og í Leikhúskjallaranum haustið 1995 á ógleymanlegum Rúrek tón- leikum Björns og Catherine. Björn hefur verið að safna í sarpinn fyrir þennan disk frá 1995 og uppistaðan er af tvennum tónleikum, þ.e. fyrr- nefndum tónleikum í Leikhúskjallar- anum og tónleikum í Menningar- stofnun Bandaríkjanna með Doug Raney. Það eru innbyrðis ólíkir gítarleik- arar sem koma við sögu á þessum diski, hver með sinn stíl og sína sál. Bestu kaflarnir á disknum eru upptökurnar frá Leikhúskjallaranum en í heildina tekið er þetta eigulegur diskur sem hver djassáhugamaður ætti að eignast. Guðjón Guðmundsson Nýjar bækur • ÚRANOS er ljóðabók eftir Steinar Vilhjálm Jóhannsson, en hann hefur áður sent frá sér nokkrar bækur, síðast skáldsög- una Hljóða nótu, 1995. í Úranosi sem sækir einkunnar- orð um vegsömun ástarinnar til Bobs Dylans er ort um ferð til Gyðjunnar sem bæði getur átt heima á Indlandi og í íslenskum kaupstað. Uranos er unnin ogprentuð í Skákprenti. Flatey batt inn. Ljós- myndir eru eftir Sigríði Vilhjálms- dóttur. Steinar Vilhjálmur AUSTIN POWERS VERÐUR Á FULLU í HÁSKÓLABÍÓI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.