Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 33 Tolli opnar sýningu í Galleríi Borg Náttúrukraftur — innra sem ytra SÝNING á málverkum eftir Tolla verður opnuð í Galleríi Borg, Síðumúla 34, í kvöld kl. 20.30. Á sýningunni getur að líta 25 ný málverk, olíu- og vatnslita- verk. Síðarnefndu verkin eru unnin „á fjöllum" en þangað heldur Tolli annað veifið á húsbílnum sinum, leggst út í auðnina með rússnesku vatnslitina og á þar „prívat helgistund" — óháður öllu og öllum. Að sögn listamannsins er við- fangsefnið náttúrukraftur — innra sem ytra. Vísar hann ekki í ákveðna staði enda skiptir, að hans áliti, ekki máli hvar maður er staddur, „þar sem það eru ekki staðir sem gera upplifun ógleymanlega, heldur birtan, ljósið“. Tolli segir að margra grasa kenni á sýningunni, þar séu fíg- úratífar myndir í bland við lands- lagsmyndir. „Þarna eru myndir sem eru allt frá því að vera „ýkt kúl“, svo maður notist við æsku- lýðsfrasann, yfir í það að vera raunsæjar." Á sýningunni eru jafnframt nokkrar myndir sem heyra undir flokkinn Stríðsmenn andans en út er komin bók með sömu yfir- skrift, sem Tolli hefur unnið í samvinnu við Thor Vilhjálmsson skáld. Verður nánar um hana fjallað í Lesbók Morgunblaðsins á laugardag. Það er skammt stórra högga á milli hjá Tolla en í næsta mán- uði opnar hann sýningu í húsa- kynnum Jóns Indíafara í Kringl- unni, þar sem nýjar vatnslita- myndir úr flokknum Stríðsmenn andans verða leiddar til öndveg- is. Þá segir listamaðurinn að „undraheimar alnetsins" séu að ljúkast upp fyrir sér og er hann meðal annars farinn að leggja drög að gerð heimasíðu. „Listin gengur út á samskipti og alnetið er verðugur vettvangur sam- skipta myndlistarmanna í fram- tíðinni." Við opnunina í kvöld mun Thor Vilhjálmsson lesa úr bók- inni Stríðsmenn andans og Bubbi Morthens flytur nokkur lög. Sýning Tolla í Galleríi Borg stendur til 3. nóvember og verð- ur opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga 12-18 og sunnudaga 14-18. Svör Biblíunnar BÆKUR T r ú m á 1 ÉG HEF AUGU MÍN TIL FJALLANNA Höfundur: Sigurbjörn Þorkelsson. Utgefandi: Sigurbjöm Þorkelsson Stærð: 80 blaðsíður, innbundin. ÉG hef augu mín til fjallanna er þriðja bók Sigurbjörns Þorkelssonar á jafn mörgum árum. Sigurbjörn hefur verið framkvæmdastjóri Gíde- onfélagsins frá 1987 og átt mikinn þátt í að efla það. Gídeonmenn hafa gefið 11 ára skólabörnum Nýja testa- menti um margra áratuga skeið, auk þess að gefa Biblíur og Nýja testa- menti á hótel og stofnanir. Höfundur segir i inngangi að bók- in sé unnin af „leikmanni, Biblíuunn- anda, sem hefur lengi haft það að sérstöku áhugamáli að útbreiða Bibl- íuna“ (bls. 9) og vonar að hún muni auka áhuga fólks á biblíulestri. Bókin skiptist í marga stutta þætti og kafla, sem eru allt frá nokkrum línum upp í nokkrar blaðsíður. Síð- asti kaflinn hefur að geyma sálma sem höfundi eru kærir. Annars er bókin fyrst og fremst beinar biblíutil- vitnanir, á annað hundrað. Fyrsti kaflinn, sem er stærsti hluti bókar- innar, skiptist í marga stutta þætti sem hver um sig er safn biblíutilvitn- % T E -j.. I D O L E LOKSINS SMITFRÍR, ÞÆGILEGUR FARÐI, SEM ENDIST FRÁ MORGNI TIL KVÖLDS Teint Idole er nýr, þægilegur, olíulaus farði, sem rennur á húðina. Ný tækni tryggir að hann smitar ekki fatnað. Líttu inn og fáðu sýnishorn. Haustlitimir frá LANCÖME eru komnir. Ferskir og nýstárlegir litir. Til að fullkomna förðunina bjóðast strípulitir fyrir hár og glitrandi púður. Sérfræðingur fráLANCÖME verður í versluninni í dag og á morgun. Kaupaukar sem munar um. snyrtivöruverslunin GLÆSI8Æ SÍMI 568 5170 snyrtlvöruverslun STRANDGÖTU 32, HAFNARFIRÐI, SÍMI 555 2615 LISTIR Morgunblaðið/Júlíus TOLLI og Alex við eitt verkanna á sýningunni. ana sem svara spurn- ingunni: Hvaðan kemur mér hjálp? Síðan eru ýmsar nánari aðstæður tilteknar. Dæmi: Þegar ég er hræddur? Þrír ritningarstaðir gefa svar við þessari spurn- ingu. Önnur þiþlíuvers svara hinum spurning- um kaflans eins og t.d. (hvaðan kemur mér hjálp) þegar ég er kvíð- inn og áhyggjufullur, hef misst ástvin, er haldinn sektarkennd, verð fyrir gagnrýni? o.s.frv. Ég hef augu mín til íjallanna nýtist lesend- um sem glíma við spurningar lífsins og leita svara Biblíunnar. Biblían er stór bók og óaðgengileg fyrir mörgum. Bók Sig- urbjörns auðveldar slíku fólki leitina að svari. Hægt er að fletta upp í efnisyfírliti að þeirri spurningu sem leitað er svara við. Bókin auð- veldar einnig venjuleg- um biþlíulesanda leit að biblíuversum um flest grundvallaratriði kris- tinnar trúar. Ég hef augu mín til fjallanna er einföld bók og auðskilin. Hún á án efa eftir að verða ýms- um til hjálpar, sérstak- lega leitandi fólki. Þetta er að mínu mati besta bók höfundar til þessa. Kjartan Jónsson Sigurbjörn Þorkelsson Nýjar bækur • FJÖLMIÐLARÉTTUR er eftir Pál Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskóla íslands. Bókin er fræði- legt yfírlitsrit um fjölmiðlarétt. Er hún hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjölmiðlaréttur er sú fræðigrein lög- fræðinnar sem fjallar um rétta- rumhverfi fjöl- miðlanna. I bókinni er m.a. fjallað um hlutverk og mikil- vægi fjölmiðla og um fræðigreinina fjölmiðlarétt og réttarheimildir á því sviði. ítarlega er fjallað um tjáning- arfrelsið, sem er lögvarið í stjómar- skrá okkar, og jafnframt vemdað í fjölþjóðlegum sáttmálum, sem ís- lenska ríkið á aðild að, en einnig er rætt um margvíslegar takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Sérstakir kaflar eru um friðhelgi einkalífs og um æm manna og vemd hennar. Þá er m.a. rætt um ábyrgð á birtu prent- efni og útvarpsefni, um siðareglur á þessu sviði, um nafnleynd höfunda og heimildarmanna, um lögvarinn rétt fjölmiðla til upplýsinga úr opin- bera stjórnkerfinu, um samskipti fjölmiðla við dómstóla og lögreglu- yfirvöld og skyld efni og einnig um tölvuna sem fjölmiðil. Áhersla er lögð á umfjöilun um það, hvort íslensk lög, er tengjast efnissviðum bókarinnar, fái sam- ræmst alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum, einkum mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þá er í bókinni fjallað um gildi dóma Mannréttinda- dómstóls Evrópu í Strassborg fyrir þróun íslenskrar dómaframkvæmd- ar á sviði íjölmiðlaréttar og eru ýmsar mikilvægar dómsúrlausnir þaðan reifaðar ítarlega og ályktanir dregnar af þeim miðað við íslenskan rétt. í bókarlok eru skrár yfir dóma, lagagreinar og ritheimildir, sem vís- að er til, svo og ítarleg atriðisorða- skrá. Bókin er ætluð lögfræðingum, laganemum og starfandi fjölmiðla- mönnum jafnt sem öllum áhuga- mönnum um tjáningarfrelsi, um einkalífs- og æruvemd og um mál- efni fjölmiðlanna almennt. Útgefandi bókarinnar, sem er 476 síður, er Háskólaútgáfan. Bókin kostar 4.490 kr. Páll Sigurðsson Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík föstudag og laugardag % 24. og 25. október 1997 Prófkjörið hefst á morgun, föstudag, og er þá kosið í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 13.00 til 21.00. Hverjir mega kjósa? wmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmm^^mt^^mm □ Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík og á Kjalarnesi, sem þar eru búsettir og hafa náð 16 ára aldri prófkjörsdagana. Q Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík og á Kjalarnesi við borgarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Athugið. |A laugardag verður kosið á sex stöðum í sjö kjörhverfum: Hótel Saga C-sal, Valhöll, Hraunbæ 102b, Álfabakka 14a, Hverafold 1-3 og Fólkvangi, Kjalarnesi. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.