Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 34

Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ormstungu vel tekið í Svíþjóð Gautaborg. Morgnnblaðið. UM SÍÐUSTU helg-i var Orms- tunguhópurinn á ferð í Svíþjóð með leikinn Ormstunga ástar- saga eftir Benedikt Erlingsson ásamt Halldóru Geirharðsdótt- ur og Peter Engkvist. Leiknar voru þrjár sýningar á jafnmörg- um dögum, við mjög góða að- sókn og undirtektir. Dagana 18. og 19. október var sýnt í Pusterviksteatern við Járntorgið í Gautaborg og mánudaginn þann 20. í Pero leikhúsinu í Stokkhólmi, þar sem leikstjórinn Peter Engkvist er leikhússtjóri. I langferðum er hópurinn fjögurra manna: þau Benedikt og Halldóra sem „skapa sviðið með sjálfum sér“ eins og sessu- nautur fréttaritara komst að- dáunarfullur að orði, svo og tveir aðstoðarmenn: Jóhann Pálmason, sérfræðingur í ljósa- búnaði utanlands, og Skjöldur Siguijónsson upplýsingafulltrúi sem einnig tekur til hendinni eftir þörfum. Skjöldur kvað það skemmtilegt að taka eftir við- brögðum svo blandaðra áhorf- endahópa sem sækja sýningar erlendis. Athyglin er nánast al- ger, en þegar hlegið er að ís- lensku orðræðunni í sjálfri sér þekkist landinn úr. Nokkuð sem hópurinn virtist sammála um eftir tvær sýningar í Gautaborg var að bældur hlátur einkenndi íslendinga hér með tilheyrandi baráttu við að halda hlátrinum niðri. Það var á vegum Leiklist- arhátíðar fyrir unglinga dagana 15. til 19. október, sem Orms- tunguhópurinn gestaði borgina. Áhorfandi úr hópi unglinga f s- lendinganýlendunnar sagði að- spurður sýninguna mun skemmtilegri en hann hefði get- að ímyndað sér og kvað það óneitanlega auka gamanið að blanda myndmáli nútímans inn í sögu frá níundu og tíundu öld. í Pero leikhúsinu í Stokk- hólmi reyndist aðsókn ekki síðri en í Gautaborg, og Peter Eng- kvist kvað það hafa hafa komið sér á óvart að fá fullt hús á gestaleik með tveim ungum leikurum frá íslandi. Sýningar á Ormstunga ástarsaga eru nú komnar á annað hundrað og meira en ár liðið frá frumsýn- ingunni í Skemmtihúsinu. Svo var að heyra sem leikstjóranum hefði einnig komið á óvart hvað sýningin var góð þegar hann sá hana á mánudagskvöldið. „Ég verð að viðurkenna að ég varð stoltur. Sýningin er auðvitað ný hveiju sinni, lituð sinni spuna- aðferð og þeim áhorfendum sem eru til staðar. En nú þegar ég gat séð hana hlutlægari aug- um er fyrr og úr þeirri fjarlægð sem tíminn skapar, gat ég ekki annað en hugsað með sjálfum mér: Mikið eru þetta góðir leik- arar og já ... fjári góð leik- stjórn!" í beinni útsendingu útvarps- stöðvar íslendinga í Gautaborg á sunnudaginn var, lét Bene- dikt þess getið, að sýningin hefði eiginlega gengið alltof vel, og því væri enn ekkert svigrúm til að byrja á nýju verkefni með leikstjóranum Peter Engkvist. Þar komu einn- ig fram þau tíðindi að Orms- tunga ástarsaga er meðal þeirra leiksýninga sem er boðið á EXPO, Heimssýninguna sem haldin verður í Portúgal sum- arið 1998. Það sem næst liggur fyrir hjá hópnum mun hinsveg- ar vera Danmerkurferð. Minnismerki um finnska stríðshestinn MINNISMERKI um fínnska hestinn, sem mikla frægð gat sér í Finnlandsstríðinu, hefur verið afhjúpað í Seinájoki. Minnismerkið er eftir mynd- höggvarann Herman Jousten. Hesturinn sem er í fullri stærð, 158 cm upp á herða- kamb, hefur verið komið fyrir á eins metra hátum stalli. Á báðum hliðum hans eru lág- myndir sem lýsa hlutverki hestanna í stríði og friði. Yfir 60.000 hestar voru not- aðir í vetrarstríðinu 1939-40, þegar Finnar vörðu frelsi sitt gegn sovéskum árásum. í framhaldsstríðinu 1941-44 fækkaði hestunum niður í 45.000 vegna vélvæðingar í hernum. í vetrarstríðinu voru drepnir 7.000 hestar, þar af voru hvorki meiri né minni en 4.000 í stríðsátökum í fremstu víg- línu. Framhaldsstríðið kostaði 15.000 hesta lífið, flestir þeirra biðu bana í úrslitaorrustu varn- arstríðsins sumarið 1944. Reuters STARFSMAÐUR Muscarnok-safnsins í Búdapest kemur listaverki eftir sovéskan andófsmann fyrir en það sýnir hakakross og stjörnu sameinuð. Verð aðeins kf. 1.990 Efni: Rúskinn Þykkt og gott loðfóður. Sterkur sóli. Stærðir: 31-39 póstsendum samdæ9“rs SK0VERSLUM K0PAU0GS Hamraborg 3, sími 5541754 Andófslist í Búdapest LIST andófsmanna í Sovétríkj- unum sálugu verður til sýnis í Muscarnok-safninu í Búdapest í Ungverjalandi fram í miðjan næsta mánuð. Sýnd eru verk úr eigu bandarísks prófessors á eftirlaunum, Norton Dodge, og verk frá Tsaritsino-safninu í Moskvu. Dodge á alls um 9.000 verk en aðeins hluti þeirra er sýndur nú. Borgarsljórinn í Búdapest sagði borgina hafa gegnt því hlutverki að kynna rússneska list og að sýningin nú væri engin undantekning. Verk- in eru af ýmsum toga, m.a. fjöldi málverka þar sem deilt er á sov- éska kerfið. Eitt þeirra sýnir Stalín og rússneskan björn kasta af sér vatni saman og á öðru er dregin upp nöturleg mynd af vonleysinu sem greip fólk undir ógnarstjórn kommúnis- mans. Safnstjórar Tsaritsino segja það hafa komið sér á óvart hversu mikinn áhuga Ungveijar hafi sýnt verkunum, ekki sé iangt síðan sovéski herinn hafi haldið á brott frá Ungveijalandi og því hefðu þeir talið að Ung- verjar vildu ekkert með Rússa hafa. Dogde fagnaði einnig áhuga þeirra og kvaðst ekki hefðu viljað lána listaverkin til fyrrverandi Sovétlýðvelda þar sem víða ríkti lögleysi. Hins veg- ar væri einkar ánægjulegt að sýna verkin í Austur-Evrópu þar sem þjóðirnar hefðu verið her- setnar af Sovétmönnum. Rætur máls og falið vald ÍSLENSKA bókaútgáfan gefur út nokkrar bækur fyrir jólin. Rætur málsins, föst orðasambönd, orðatiltæki og málshættir í íslensku biblíumáli, er eftir Jón G. Friðjónsson prófessor, höfund bókarinnar Mergur málsins sem kom út árið 1993 og hlaut þá íslensku bókmenntaverð- launin. Jón G Útkall TF-Líf, Friðjónsson sextíu manns >'lífs' hættu, eftir Óttar Sveinsson. Alit frá því að fyrsta bók Óttars, Útkall Alfa TF-Sif, kom út árið 1994 hafa bækur hans notið vin- sælda. Sérkenni frásagna Óttars er það að hann leitast við að draga fram „söguna á bak við söguna", eins og segir í kynningu. Lífið eftir lífið eftir Gunnar Dal er í senn skáldsaga og persónuleg reynslusaga. „Viðhorf Gunnars og lífssýn eru studd rökum lærdóms og þekkingar og fara saman við trú og reynslu fólksins í landinu um fram- haldslíf." Falið vald eiturlyfjakolkrabbans er eftir Jóhannes Björn Lúðvíksson, höfund metsölubókarinnar Falið vald sem kom út árið 1979 og fjallaði um hinn alþjóðlega fjármálaheim og „vopnabrask margra þeirra sem þar standa við stjórnvölinn“ segir í kynn- ingu. Höfundur hefur kynnt sér sögu eiturlyfjasölunnar í mörg ár. Siglingafræði og sjómennska - Öryggisbók sjómanna. Þetta er aukin og endurbætt útgáfa Sjómannahand- bókarinnar frá 1993. Höfundar eru Gunnar Ulseth og Thor Johansen, ritstjóri Örlygur Hálfdanarson. Vil- mundur Víðir Sigurðsson, kennari við Stýrimannaskólann, hafði umsjón með þýðingunni. ♦ ♦ ♦----- Perlur úr Eystrihreppi LISTASAFN Árnesinga sýnir nú á haustdögum, nánar tiltekið frá 25. október til 23. nóvember, málverk eftir Jóhann Briem. Sýningin hefur hlotið nafnið Perlur úr Eystrihreppi - arfur og arfleifð. Með Jóhanni sýnir dóttir hans, Katrín Briem, svartlist og einnig eru þar nokkur smærri verk Ásgríms Jónssonar sem hann málaði af Stóra-Núpi, uppvaxtarstað Jó- hanns, og af foreldrum hans og afa sr. Valdimar Briem sálmaskáldi. Þessar myndir héngu fyrir augum Jóhanns í æsku. Sýndar verða glærur úr bók Jó- hanns frá 1948, sem ekki hefur komið fyrir almenningssjónir. Þar í málar hann myndir frá æskuárun- um, handskrifar texta og skreytir vísum afa síns. Fleiri handgerðar bækur Jóhanns eru á sýningunni ásamt mörgu öðru úr eigu fjölskyld- unnar. Þungamiðja sýningarinnar er þó hinar sterku og einföldu sveitalífs- myndir Jóhanns en myndir Katrínar og Ásgríms eru gerðar að Stóra- Núpi, og sýna því sama stað frá margvíslegu sjónarhorni með nær- fellt aldar millibili. Á sunnudagseftirmiðdögum verð- ur gengið um sýninguna með sýning- argestum og haldnir fyrirlestrar um Jóhann, sálmaskáldskap séra Valdi- mars og fleira og verða þessir fyrir- lestrar auglýstir sérstaklega. Sýn- ingin er tilvalin fyrir skólaheimsókn- ir og verður tekið á móti hópum sé þess óskað. Opið er kl. 14-18 alla daga. Gunnar Dal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.