Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 35

Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 35 Saga Landa- kotsskóla BÆKUR A f m æ 1 i s r i t LANDAKOTSSKÓLI 100 ÁRA 1897-1997 Höfundar: Gunnar F. Guðmundsson og Johannes Gijsen. Utgefandi: Landakotsskóli. Stærð: 88 blaðsíður, innbundin. LANDAKOTSSKÓLI 100 ára 1897-1997 er, eins og nafnið gef- ur til kynna, rituð í tilefni 100 ára afmælis Landakotsskóla í Reykja- vík. Bókin skiptist í tvo megin- hluta: „Úr sögu Landakotsskóla“ eftir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðing og „Leiðir og aðferðir til að miðla kristinni trú og krist- inni menningu" eftir Johannes Gij- sen biskup kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. I fyrri hlutanum eru aðdrag- andi, stofnun og saga Landakots- skóla rakin. Skólinn byijaði við erfiðar aðstæður og aðstandendur hans máttu þola fordóma Reykvík- inga en hann ávann sér um síðir virðingu og traust bæjarbúa sem framúrskarandi góður skóli. Hann hefur verið rekinn af mikilli alúð og fórnfýsi frá upphafi. Þótt ótrú- legt sé þá fékk hann ekki styrk úr ríkissjóði fyrr en árið 1972 en kirkjan vonast til þess „að hann komist á fjárlög - eins og aðrir grunnskólar í höfuðborginni" (bls. 37) við flutning grunnskólanna til sveitarfélaga. Undirrituðum fannst áhugavert að lesa um sögu og þróun Landa- kotsskóla, en ekki síður um þróun menntamála í höfuðstað íslands, sérstaklega í byijun aldarinnar áður en skólaskylda komst á og fólk varð að greiða há skólagjöld, „þriðjung mánaðarlauna vinnu- konu á mánuði" (bls. 33), ef það vildi veita börnum sínum grunn- menntun. Þessi hluti bókarinnar er prýdd- ur myndum sem eykur gildi hans. Hann er vel skrifaður og fróðleg- ur, þó að hann sé ekki mjög ítarleg- ur. „Leiðir og aðferðir til að miðla kristinni trú og kristinni menn- ingu“ ijallar um mikilvægi, inntak og tilgang_ menntunar í kaþólsku kirkjunni. í upphafi er rakin saga skólahalds og menntunar í V-Evr- ópu frá fornöld. Þar er m.a. rakin „barátta kirkjunnar við að tryggja helst öllum börnum kennslu - löngu áður en ríkisvaldið innleiddi almenna skólaskyldu - ókeypis ef þurfa þótti“ (bls. 66) á seinni öldum. Síðan er gerð grein fyrir mikilvægustu atriðum ritsins „Hið mikla gildi menntunarinnar" frá öðru Vatikanþingi kaþólsku kirkj- unnar (1962-1965) stefnuriti kirkjunnar í menntamálum. Skóiamál kaþólsku kirkjunnar al- mennt eru síðan skoðuð í þessu samhengi. Niðurstaðan er sú að kirkjan vilji gera kærleika Guðs raunveru- legan „með alhliða menntun ein- staklingsins eftir fyrirmynd fagn- aðarerindisins. - Þessa menntun vill hún bjóða í skólunum" (bls. 88). Ætla má að þetta sé tilgang- ur og stefna Landakotsskóla. Þessi hluti bókarinnar um Landa- kotsskólann er mjög frábrugðinn hinum fyrri og heldur fyrirferðar- meiri. í rauninni hefur hann lítil tengsl við sögu Landakotsskóla, nema þá til að setja hana í sam- hengi við almenna mentunar- stefnu kaþólsku kirkjunnar. Höf- undi eru greinilega önnur tungu- mál tamari en íslenska og skín það víða í gegnum málfarið. Nokk- uð ber á stirðum og jafnvel slæm- um þýðingum. Engin grein er gerð fyrir höfundum bókarinnar. Eins og séra A. George segir í formála, þá átti útgáfa þessarar bókar sér ekki langan aðdraganda. Ástæða hefði verið til að undirbúa útgáfuna betur og gefa út myndar- legri bók um 100 ára sögu jafn merkilegrar stofnunar og Landa- kotsskóla. Kjartan Jónsson Helena Rubinstein ÁHRIFARÍK „ANDLITSLYFTING" ÁN SKURÐAÐGERÐAR <g* Öelena ^LBlNSTiaN Æce 'PLPTOR ,t*,p*oriiosno« Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. En í dag nálgumst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náttúrulegan fosfór likamans, til að styrkja grunn húðarinnar. Samtímis strekkja mótandi efni á yfirboröi húðarinnar. Arangur: Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða út- línur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Sérfræðingur frá HelenaRubinstein verður í versluninni í dag og á morgun. Líttu við og fáðu ráðleggingar og prufu. Reuters Bókasýningin í Frankfurt hafin GESTIR taka sér hvíld á sýningarsvæði Portúgala á alþjóðlegu bókasýningunni í Frankfurt, en hún hófst opinberlega á laugardag þótt nokkrum sérvöldum gestum hafi gefist kostur á því að skoða hana áður. Portúgalskar bókmenntir verða í öndvegi á sýningunni en auk þess má nefna ýmsa rafmiðla sem eru kynntir í fimmta sinn. Munu um 1.600 fyrirtæki kynna útgáfu á því sviði en hún er í mjög örum vexti. Það hefur vakið áhyggjur ýmissa bókaunnenda og bókaútgefenda en þeim áhyggjum virð- ist að nokkru leyti létt af þeim, ef marka má breska útgefendur, svo sem Chadwyck-Healey, sem segja enga ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð bókarinnar. Lesendur muni ekki segja skilið við hana. SIEMENS Svo sannarlega handa þér: Nýjar uppþvottavélar á kynningarverdi! Nú kynnum við nýjar uppþvottavélar frá Siemens sem eru fleytifullar af nýjungum. Það er svo sannarlega kominn tími til að þú rammir inn uppþvottaburstann og látir vélina sjá um verkið. Meðal nýjunga: • Nýjar og betri síur • Nýtt þvotta- og gljáefnishólf • Nýir öldulaga úðarar • Gegnumstreymishitari í öllum vélum • Glæsilegt útlit. ■e> SE 34200 Fjögurra kerfa uppþvottavél sem þvær og þværog þvær. Hún slærí gegn þessi enda er verðiðfrábært. 59.800 kr. stgr. SE 64530 Alklæðanleg fjögurra kerfa vél sem er eins og sniðin fyrir nýju innréttinguna þína. Ekki galinn kostur. 78.800kr. stgr. fftæsllts SE 35260 Fimm kerfi, vatnsskynjari, varmaskiptir tryggir frábæra þurrkun, rafeindastýrð í bak og fyrir, eins og hugur manns. 78.300kr. stgr. SR 23215EU Nokkuð mjóslegin þessi en kná. 45 sm breið. Góð í lítil eldhús. Þrjú kerfi, einföld í notkun. Já, auðvitað. 55.700 kr. stgr. tMMÍÍÍi .5«.-AtJit-. SE 54230 Klæðanleg vél með hvítu stjórnborði, fjögur þvottakerfi, á að sjálfsögðu heima í eldhúsinu þínu. 69.800 kr. stgr. UmboÓsmenn okkar á Bandsbyggöinni: Akranos: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnei: Stykklshólmur: Skipavlk BúAardalur: Ásubúó Hvammstangi: Skjannl Sauöárkrókur: Rafsjó SiglufjörAur: Torgiö Akureyrl: Ljósgjafinn Húsavik: öryggi Voi jpnafjöröur: Rafmagnsv. Arna M. Brelödalsvik: Stefón N. Stefónsson Höfn i Hornaflröi: Króm og hvltt Vlk 1 Mýrdal: Klakkur Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR Hella: Gllsé Selfoss: Arvlrkinn Grindavik: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig Ingvarss. Keflavik: LJósboginn Hafnarflöröur: Rafbúö Skúla, Reyöarfjöröur: Rafvólaverkst. Árn Alfaskeiói SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.