Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Litir Og ljós norðursins * Sendiherra Islands í Þýskalandi opnaði * myndlistarsýninffu Asgeirs Smára Einarssonar sem stillt verður upp í þremur borgum Þýskalands. Hann lýsti upplifun sinni af verkunum sem „göngutúr á góðum degi í gamla bænum“. Einar Öm Gunnarsson var viðstaddur opnunina og tók listamanninn tali. ÁSGEIR Smári Einarsson myndlistarmaður í ræðustól. NÝVERIÐ opnaði Ingi- mundur Sigfússon, sendiherra íslands i Þýskalandi, sýningu á verkum Ásgeirs Smára Einarssonar myndlistarmanns. Hér er um að ræða farandsýningu sem haldin er á vegum Die Galerie der Kreissparkasse og mun vera stillt upp í þremur borgum: Bocholt, Gedser og Ahaus. Þetta er hátíð- arsýning í tilefni af 775 ára af- mæli Bocholt. Við opnunina voru leikin íslensk lög á þverflautu og píanó. „Tildrög sýningarinanr eru þau að Werner Reinermann, list- ráðunautur Die Galerie der Kreissparkasse Borken, sá verk mín þegar hann dvaldi á Barón- hótelíbúðum í Reykjavík," sagði Ásgeir Smári. „Hann hafði upp á mér í þeim tilgangi að kaupa verk og þegar á vinnustofuna var komið spurði hann hvort ég gæti sýnt í Bocholt. Eg svaraði því strax játandi þar sem ég hélt að hann væri að óska eftir sex til átta myndum. Þegar hann hafði síðar samband við mig bað hann mig um fimmtíu til sextíu verk. Hyggst taka upp ættarnafn Wildes Frankfurt. Reuters. ÞEGAR líður að aldamótum mun bamabam Oscars Wilde taka upp nafn fjölskyldunnar að nýju en það var svo nátengt skömm er Wilde var uppi að eiginkona hans skipti um nafn. Barnabarnið, Merlin Hol- land, tilkynnti þetta á bókasýning- unni_ í Frankfurt fyrir skemmstu. „Ég hef kallað algera skömm yfir þetta nafn,“ sagði Oscar Wilde skömmu fyrir andlát sitt en þá var samkynhneigð hans opinber og hafði hann m.a. _ setið í fangelsi hennar vegna. Ákvað eiginkona hans, Constance, að breyta nafni sínu þrátt fyrir að hún elskaði eigin- mann sinn enn, svo hörð voru við- brögð almennings á Viktoríutíman- um. Er leið á öldina var nafn fjöl- skyldunnar enn svo flekkað að önn- ur börn fengu ekki að leika sér við Holland er hann var drengur. Holland hefur tekið afa sinn og gjörðir hans í sátt og í Frankfurt kynnti hann myndabók um Oscar Wilde, á fæðingardegi skáldsins. Hyggst Holland taka upp nafn hans, en segist munu bíða fram til ársins 2000. Þá hafi þijár fyrirhug- 'aðar bækur hans um afann verið gefnar út, ein öld sé liðin frá dauða skáldsins og sonur Hollands orðinn 21 árs. Sá mun vera lítt hrifinn af arfleifð langafans en blaðamenn sem funduðu með Holland í Frank- furt, sögðu hann hins vegar hafa erft útlit afans. Ég hófst strax handa og lagði nótt við dag um nokkurra mán- aða skeið þar til ég átti um það bil sextíu olíumálverk í ýmsum stærðum. Þetta eru Reykjavíkur- stemmningar en borgina mála ég eins og hún er í hugarfylgsn- um mínum. Ég skissa aldrei og því myndi ég ekki ráðleggja nokkrum manni að reyna að rata eftir myndunum. Reykjavík er falleg borg með glæsilegu fólki. Ástæða þess að ég mála hús og fólk er sú að ég er að reyna að átta mig á umhverfinu. Ég er að skilgreina borgina fyrir sjálfum mér og öðrum. Ollum er okkur nauðsynlegt að skilgreina hlut- ina. Áhersla mín liggur á því já- kvæða í umhverfinu. Ég hef eng- an áhuga á að vinna með það gagnstæða enda er nóg til af listamönnum sem fórna tíma sín- um í að draga upp skuggahliðar lífsins. Ég hef aldrei hrifist af niðurrifsmyndlist. Fífill í túni getur orðið mér að yrkisefni sem á ekkert skylt viðjurtaríkið heldur reynist hann vera hvatning til að gera vík verður 40 ára á föstudaginn og af því tilefni hafa nemendur og kennarar skólans sett á svið söngleik eftir Þorstein Eggerts- son sem verður frumsýndur í Félagsbíói á afmælisdaginn. Söngleikurinn heitir „Besta sjoppan í bænum“ og kemur fram á fjórða tug þekktra dægurlaga eftir Suðurnesjapoppara sem Þórir Baldursson hefur útsett fyrir hljómsveit Tónlistarskólans. Sagan gerist í Keflavík á ótil- teknum tíma og tengir saman fjölda af þekktustu dægurlögum vel. Stundum mála ég myndir af lífinu innan veggjanna til dæmis af konu að gefa barni bijóst, manni sem sefur værum svefni í rúmi eða andvaka persónu sm horfir vonaraugum út á stræti. Ekkert er mér óviðkomandi. Ég hef ekki sýnt þessar myndir opin- berlega heldur haldið þeim al- gjörlega út af fyrir mig. Þó að flestar myndanna á sýn- ingunni séu Reykjavíkurstemmn- ingar málaði ég ráðhúsið í Boc- holt í tilefni af afmæli borgarinn- ar en sú mynd var prentuð í _ nokkur hundruð eintökum. Ég hef átt góðu gengi að fagna og Reykjavíkurmyndir mínar hanga á veggjum heimila í ýmsum lönd- um. Það sýnir mér að hið já- kvæða í lífinu er góður gjaldmið- iH. Ég hef tekið eftir því hve hrifnir Evrópubúar eru af ljósi og litum norðursins. Við hánorr- ænu listamennirnir njótum góðs af því hversu birtan er tær og litirnir sterkir." Hvaða þýðingu hefur þessi sýning fyrir þig? „Hún er fyrst og fremst góð þjóðarinnar. Þar má nefna Bláu augun þín eftir Gunnar Þórðar- son, Lítinn dreng eftir Magnús Kjartansson, Traustan vin eftir Jóhann G. Jóhannsson, Söknuð eftir Jóhann Helgason, ísland er land þitt eftir Magnús Sigmunds- son, Leyndarmál eftir Þóri Bald- ursson, Flakkarasöng eftir Ingva Stein Sigtryggsson, Jamaica eft- ir Finnboga Kjartansson, Rokk og ról eftir Rúnar Júlíusson auk fjölda annarra þekktra laga. Tveir sjóarar utan af landi koma í land í Keflavík og hitta fyrir alls konar fólk. Gömul ástarsam- reynsla. Þetta er stærsta og lengsta sýning sem ég hef haldið á meginlandinu en hún mun standa fram í janúar á næsta ári. Það var ánægjulegt að sjá hversu vel að verki var staðið af hendi þýsku aðilanna. Sýning- arskráin er fagurlega hönnuð og vel upp sett. Sýningar erlendis opna ávallt nýjar dyr. Það er nauðsynlegt fyrir íslenska listamenn að kom- ast út fyrir landsteinana og reyna fyrir sér þar því að þeir hafa alla burði til þess. í gallerí- um heima er að finna verk sem myndu ganga hvar sem er í heim- inum. Mörg málverk og högg- myndir eftir íslenska myndlistar- menn eru á heimsmælikvarða. Islendingar hafa þá skemmti- legu sérstöðu að þeir vilja hafa frummyndir á veggjum sínum en ekki eftirprentanir. Norðmaður spurði mig eitt sinn: „Hvers vegna á ég að kaupa mynd af þér fyrir 5.000 krónur þegar ég get fengið mynd í ramma eftir Van Gogh á 200?“ Þetta er ef til vill ekki dæmigert en þetta segir samt sína sögu.“ bönd vakna og lífið tekur á sig fjölbreytta mynd innan veggja sjoppunnar sem er sú besta í bænum. Leikarar eru allir nem- endur í tónlistarskólanum. Leik- stjóri er Hulda Ólafsdóttir, Emil- ía Jónsdóttir samdi dansa, hljóm- sveitarsljóri er Karen Sturlaugs- son og um stjórnun söngva sér Gróa Hreinsdóttir. Söngvarar í aðalhlutverkum eru söngnem- endur í tónlistarskólanum og læra hjá Árna Sighvatssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur. Onnur sýning er síðan fyrirhug- uð á sunnudagskvöldið. Unglist ’97 á Egils- stöðum LISTAHÁTÍÐ ungs fólks verð- ur haldin á Egilsstöðum dagana 25.-31. október og nefnist Unglist ’97. Þar fá ungir og áður óþekktir listamenn á aldr- inum 15-25 ára tækifæri til að koma list sinni á framfæri. Kjörorð Unglistar ’97 á Egils- stöðum er „List er allt og allt er list“. Dagskrá Unglistar er fjöl- breytt og koma fjölmargir lista- menn fram úr ýmsum listgrein- um, allt frá matarlist til tónlist- ar. Meðal þess sem á dagskrá verður er ljóðakvöld í umsjá ljóðaklúbbs ME, myndlistarsýn- ing, ljósmyndamaraþon í boði Myndsmiðjunnar, Dragdrottn- ing Austurlands, sýning Hús- stjórnarskólans á Hallormsstað, tónlistarkvöld í umsjá tónlistar- klúbbs ME, skúlptúr og nytja- list, svo eitthvað sé nefnt. I Reykjavík hefur hátíðin unnið sér fastan sess í menning- arlífi borgarinnar en nú fá lista- menn landsbyggðarinnar tæki- færi í fyrsta skipti til að koma list sinni á framfæri og verður hún haldin á Egilsstöðum, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum og á ísafirði. Ljóðalestur í Gerðarsafni UPPLESTUR verður í Kaffi- stofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs, í dag, fimmtu- dag. Sigrún Guðmundsdóttir og Steinþór Jóhannsson lesa úr Ijóðabókum sínum; Sigrún úr nýútkominni bók sinni, Handan orða og Steinþór les úr verkum sínum, en hann hefur gefið út fimm ljóðabækur. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 og er aðgangur ókeypis. Leiklistar- námskeið í Hinu húsinu í TILEFNI af listahátíð ungs fólks (16-25 ára), Unglist ’97, stendur Hitt húsið fyrir leik- listarnámskeiði dagana sem listahátíðin stendur yfir. Leið- beinandi er Kolbrún Ema Pét- ursdóttir. Grikkland hið forna Grikklandsvinafélagið Hellas heldur aðalfund á morgun, föstudag kl. 20.30 í Norræna húsinu, en að honum loknum, eða um kl. 21, hefst kynning á kvikmynd um Grikkland hið forna, sem kvikmyndafélagið Loki er að vinna að. í fram- haldi af því mun Þorsteinn Gylfason prófessor, sem kem- ur fram í myndinni ásamt Sig- urði A. Magnússyni rithöf- undi, lýsa fyrstu kynnum sín- um af Grikklandi í sumar sem leið, við töku myndarinnar. Málverkasýn- in g Vinjar framlengd MYNDLISTARSAMSÝNING akademíu Vinjar, sem stendur yfir í Rauðakrosshúsinu, Efstaleiti 9, hefur verið fram- lengd til föstudagsins 24. októ- ber. Verkin á sýningunni em öll til sölu. Morgunblaðið/Björn Blöndal FRÁ lokaatriðinu í söngleiknum „Besta sjoppan í bænum" eftir Þorstein Eggertsson. Frumsýnt verður í Keflavík á föstudaginn. Nemendur tónlistarskólans frumsýna íslenskan söngleik Keflavík. Morgunbiaðið. TÓNLISTARSKÓLINN i Kefla-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.