Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐHALD MEÐ RÍKISREKSTRI ALÞINGI ÞARF að fjalla með formlegum hætti um þær ábendingar og tillögur, sem Ríkisendurskoðun gerir um ríkisreksturinn í skýrslu sinni. An formlegs þrýstings á ráðuneytin frá Alþingi er erfitt fyrir stofnun- ina að fylgja því eftir, að tillögur um endurbætur komist í framkvæmd. Þetta kemur fram í úttekt brezku ríkisend- urskoðunarinnar, sem gerð var á starfsskipulagi og starfsháttum Ríkisendurskoðunar að beiðni ríkisendur- skoðanda. Brezka ríkisendurskoðunin bendir á, að þessir ann- markar á umfjöllun og afgreiðslu á athugasemdum og ábendingum Ríkisendurskoðunar leiði til þess, að það sé ekki Alþingi heldur fjölmiðlar, sem þrýsti á að tekið sé á málum, sem endurskoðun leiði í ljós að gera þurfi. Vakin er athygli á því, að íjárlaganefnd Alþingis láti hvorki í ljós ákveðið álit né birti eigin skýrslu um niður- stöður Ríkisendurskoðunar. Ekki er talið fullnægjandi, að ríkisreikningur ásamt áliti og skýrslu Ríkisendurskoð- unar sé lagður fyrir þingið til samþykktar. Meginniðurstaðan í úttektinni er jákvæð, því stjórn- skipulag og störf Ríkisendurskoðunar eru talin með ágæt- um og fagleg þekking starfsmanna góð, svo og sam- skipti hennar og Alþingis. Lagt er til, að fulltrúar Alþing- is heimsæki brezka þingið og ræði við þá nefnd þess, sem fjallar um endurskoðun, til að kynnast því með hvaða hætti álit og tillögur brezku ríkisendurskoðunarinnar eru afgreiddar. Ástæða er til að taka ábendingar brezku ríkisendur- skoðunarinnar alvarlega og ráða bót á þeim annmörkum sem eru á eftirliti Alþingis með rekstri ríkisins og stofn- ana þess. ítarlegri og formlegri umfjöllun þingsins á skýrslum Ríkisendurskoðunar getur varla orðið til ann- ars en bóta. Það er til lítils að stofnunin bendi á misfellur í ríkisrekstrinum og geri tillögur til úrbóta sé ekki tekið tillit til þess. Það er Alþingis að veita nauðsynlegt aðhald í þessum efnum enda heyrir Ríkisendurskoðun beint undir starfssvið þess. BRETAR BIÐA YFIRLÝSING Gordons Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, fyrr í vikunni, þess efnis að ólíklegt sé að Bretar muni taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMLf) frá upphafi er um margt athyglisverð. Frá því ríkisstjórn Verkamannaflokksins tók við völd- um í Bretlandi fyrir fimm mánuðum hefur flest 'gengið henni í haginn. Efnahagur Bretlands blómstrar, atvinnu- leysi hefur ekki verið minna í 17 ár og hið pólitíska andrúmsloft hefur einkennst af bjartsýni, ólíkt því sem er raunin í flestum meginlandsríkjum Evrópu. Á undanförnum vikum hefur hins vegar verið ólga í loftinu vegna vangaveltna í breskum fjölmiðlum um að fjármálaráðherrann vildi taka af skarið í EMU-málum í andstöðu við forsætisráðherrann. Bretar hafa verið undir miklum þrýstingi annarra ESB-ríkja um að taka þátt í EMU frá upphafi. Sterlings- pundið er einn af megingjaldmiðlum Evrópu og Bretland eitt örfárra ríkja Evrópusambandsins sem uppfyllir hin ströngu skilyrði Maastricht um EMU-þátttöku. Á hinn bóginn eru Evrópumálin eldfimasti þáttur breskrar stjórnmálaumræðu. Margsinnis lá við klofningi í íhaldsflokknum á síðasta kjörtímabili vegna deilna um Evrópumál, sem Verka- mannaflokkurinn gat leitt hjá sér sem stjórnarandstöðu- flokkur. Það kom því fæstum á óvart að Evrópumálin og EMU yrðu til að binda enda á hveitibrauðsdaga stjórnarinnar. Með yfirlýsingu Browns er vandanum skotið á frest og komið í veg fyrir óþolandi óvissu á fjármálamörkuðum um framtíð pundsins. Eftir stendur að sama óvissan og áður ríkir um fram- tíðarstöðu Breta innan Evrópusambandsins. Ákvörðun Browns um að bíða og sjá til er í raun lítið annað en framhald á þeirri stefnu er John Major fylgdi. MÁLEFNI innflytjenda eru mikið til umræðu í Danmörku. Aðlögun og útlend- ingaandúð Danski þjóðarflokkurinn er gegnsýrður útlend- ingaandúð og dafnar óðfluga samkvæmt skoð- anakönnunum. Sigrún Davíðsdóttir rekur umræður um innflytjendamál sem hafa bloss- að upp í Danmörku síðustu daga. VIÐ viljum þá ekki, þeir hafa ekkert hér að gera. Þeir eru 300 þúsund, þeir kosta danska skattgreiðendur 40 milljarða danskra króna árlega og sjálfir greiða þeir ekki nema tíu prósent af því. Ég er löngu hættur að kjósa jafnaðarmenn og farinn að kjósa Danska þjóðarflokkinn." Það vafðist ekki fyrir bifvélavirkjanum sem rekur stórt verkstæði á Norður- brú í Kaupmannahöfn að skýra skoð- un sína, um leið og hann bograði yfir bílnum. Hann er einmitt dæmigerður kjós- andi Danska þjóðarflokksins, flokks yst á hægrivængnum og afsprengi Framfaraflokks Mogens Glistrups: Karlmaður á sextugsaldri, fyrrverandi kjósandi jafnaðarmanna og rekur sjálfstæðan atvinnurekstur. Þökk sé þessum hópi kjósenda sópar þjóð- arflokkurinn og Pia Kjærsgaard, for- maður hans, til sín kjósendum þessa dagana, þegar afstaða til útlendinga er efst á baugi. Mótleikur Pouls Nyrups Rasmuss- ens, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, var að skipa á mánudag nýjan innanríkisráðherra, Thorkild ^ Simonsen, fýrrum borgar- stjóra í Árósum og ákafan talsmann aðflutningstakmarkana og takmark- ana á aðgangi útlendinga að félags- kerfínu. Simonsen segist þó ekki endi- lega halda á lofti hertum reglum, heldur að málið sé hugsað upp á nýtt. Hann kemur f stað Birte Weiss, sem heldur eftir öðru ráðuneyti sínu, heil- brigðisráðuneytinu. Hún þótti fijáls- lynd og hefur sett ofan í við borgar- stjóra eins og Simonsen.' Danski þjóðarflokkurinn hefur nú §óra þingmenn, en fengi samkvæmt skoðanakönnunum 21 þingmann af 189 og yrði þriðji eða fjórði stærsti flokkurinn ásamt íhaldsflokknum á eftir Jafnaðarmannaflokknum og Venstre. Rejmdar er einföldun að einblína aðeins á útlendingaandúð þjóðar- flokksins því hann laðar einnig að sér kjósendur með and-Evrópuhyggju og áherslu á umönnun gamla fólksins. Stjóm jafnaðarmanna og Radikale venstre hefur nú lagt til að lögin um móttöku innflytjenda og flóttamanna verði hert. Jafnframt lætur síðar- nefndi flokkurinn á sér skilja að hann vilji láta þar við sitja. Eins og er fá flóttamenn, sem dval- ið hafa í Danmörku í þijú ár, sjálf- krafa varanlegt dvalarleyfi og geta sótt um ríkisborgararétt. Stjórnin hyggst nú taka upp nýjar reglur, svo útlendingarnir fái ekki sjálfkrafa var- anlegt dvalarleyfi eftir þijú ár, heldur vinni til þess. Fyrir nokkrum árum fékkst dvalarleyfi eftir tvö ár. Samkvæmt nýju reglunum þurfa útlendingarnir að hafa náð tökum á dönsku og geta séð sér farborða. í hópi útlendinganna eru margir, sem taka þessum tillögum vel, því þeir leggja einmitt áherslu á að það þurfi að gera kröfur til útlendinganna, en ekki taka á þeim með silkihönskum. Aðrir eru hræddir við að reglurnar bjóði upp á huglægt mat, sem geti bitnað ójafnt á útlendingunum. Danmörk er ennþá dönsk Grundvallaratriði i umræðunni um innflytjendur og flóttamenn er hversu marga um sé að ræða. I Dan- mörku búa um 5,3 milljónir manna og þar af eru um 228 þúsund erlend- ir ríkisborgarar. Tæplega 6 þúsund þeirra eru ís- lendingar, en það eru ekki þeir eða aðrir Norðurlandabúar, sem inn- fæddir amast við. Það eru „hinir“, „þessir dökku“, „þessir sem lykta af hvítiauk", „þessir sem koma til Dan- mörku til að lifa á kerfinu", svo helstu fordómarnir séu nefndir. Hlutfall útlendinga í einstökum bæjarfélögum leikur á bilinu 1,5-6 prósent. Það er hæst í Kaupmanna- höfn, en þar búa 58.883 útlendingar eða 10,9 prósent af borgarbúum í sjálfri miðborginni, samanborið við rúmlega 37 þúsund 1992. Þar vekur áhyggjur að tveir af hveijum þremur nýjum borgarbúum eru útlendingar. Flestir þeirra eru Tyrkir, en síðan koma borgarar frá fyrrum Júgóslav- íu, Bretar og Pakistanar. Á undanförnum árum hefur Afr- íkubúum fjölgað mest og nú síðast hafa 658 Sómalir stækkað hópinn og jafnframt aukið áhyggjurnar. Þetta eru flóttamenn er komu eftir síðustu átök í heimalandinu og sá hópur sem mest athygli hefur beinst að undanfarið. Aðeins um 1.200 Sómalir búa í Danmörku, en þeir hafa fengið á sig fima slæmt orð, því hópur þeirra hef- ur verið viðriðinn eiturlyfjasölu og aðra glæpastarfsemi. Þeir þykja hort- ugir og ófúsir til að læra dönsku og taka upp siði og venjur heimamanna. Öðru hveiju birta blöðin fréttir af einstaka útlendingum, sem hafa sér- lega greiðan aðgang að félagslega kerfinu. Fyrir nokkru var sagt frá Pakistana, sem þáði um sjö milljónir íslenskra króna á ári í félagsbætur. Að baki þeim tölum var að maðurinn og kona hans áttu mörg börn, en auk þess átti hann börn með tveimur öðrum konum, svo samtals deildust bæturnar á ljóra fullorðna og fjórtán börn. Þetta átti að athuga nánar, en það eru fréttir af þessu tagi sem kynda ærlega undir andúð í garð útlend- inga. Það ríkir almenn og útbreidd tortryggni i garð þeirra og flestir Danir telja að útlendingarnir komi til að liggja uppi á kerfinu. Varanlegt dvalarleyfi ef unnið er til þess Vissulega fer ekki framhjá Kaup- mannahafnarbúum að þeir eru ekki lengur allir af dönskum uppruna og einstakar þjóðir setja svip sinn á ýmsan atvinnurekstur. Margir út- lendingar keyra leigubíla í borginni, Pakistanar reka sjoppur og Tyrkir grænmetisbúðir og skyndibitastaði. Um leið hefur grænmetisúrvalið stór- batnað, verðið lækkað og grænmetið er gott, því Tyrkirnir vita hvernig gott grænmeti á að vera. Þessir smáatvinnurekendur vinna myrkranna á milli og sá grunur vakn- ar að fáir Danir væru tilbúnir að vinna svo mikið. En ástæðan fyrir því hve margir útlendingar fara í sjálfstæðan atvinnurekstur er oft á tíðum sú að þeir eiga í vandræðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.