Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 42

Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ -^42 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997________________________ AÐSEIMDAR GREINAR Félagsmálaráðuneyti eða andfélagsmálaráðuneyti HVERT er hlutverk félagsmálaráðuneytis? Hinn almenni borgari myndi trúlega ætla að það væri að huga að vinnuvernd, jafnrétti til launa, réttindum og velferð hinna ýmsu minnihlutahópa og önnur samfélagsleg ~ .verkefni. Ef við athug- um málið, kemur í Ijós að þetta er einmitt hlutverk þess, en er framkvæmdin í ein- hverju samhengi við tilgang og verkefni. Hvað sjáum við ef litið er á dæmi um fram- kvæmdina? Við vitum að það er launamunur milli kynja og svokall- aðar kvennastéttir eru lægra laun- aðar en karlastéttir. Þrátt fyrir fögur fyrirheit, við hveijar kosning- ar og milli þeirra, um að úr eigi að bæta, virðist lítið gerast, ef svo er skilar það sér ekki í launaumslög þeirra, sem eru í störfum „kvenna- - ;stétta“. Þær stéttir, sem starfa að félagsmálum og með minnihluta- hópum eru einmitt oftast „kvenna- stéttir", nærtækt, skýrt dæmi eru þroskaþjálfar, sem starfa við mál- efni fatlaðra. Þroskaþjálfar eru fagstétt, að meirihluta skipuð konum og vinnur með hópi fólks, sem eru skjólstæð- ingar félagsmálaráðuneytisins. Þroskaþjálfar hafa í byijunarlaun 74.770 krónur á mánuði. Það er eftir þriggja ára sérhæft nám og krefjast störf þeirra mikillar ábyrgðar og skipulagðra, faglegra vinnubragða. Starfsvettvangur er með þvi víðtækara sem gerist og eðli starfsins þannig að þroska- þjálfar hafa aðlagað sig miklum, róttækum breytingum í gegnum tíðina og þurfa að endurskoða störf sín og starfsaðferðir stöðugt. Þroskaþjálfi er lögverndað starfs- heiti og veitir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið starfsleyfi og er fagráðuneyti þroskaþjálfa. Fé- lagsmálaráðuneytið er stærsta fag- lega yfirvald þessarar stéttar og segja má að félagsmálaráðuneytið sé fagráðuneyti málefna fatlaðra, málaflokksins, sem þroskaþjálfar -*"starfa við. Þó undarlegt megi virðast hefur þetta ráðuneyti ekki stutt þessa stétt á neinn máta þrátt fyrir aug- ljósa tengingu þess við stéttina. Það hefur ekki stutt þroskaþjálfa í launabaráttu, ekki hefur það held- ur gert vinnuaðstæður þeirra sæmi- legar. Starfsmannahaldi er á mörg- um vinnustöðum í búsetu þannig háttað að fólk þarf að ganga óheyrilega langar vaktir, algengar eru 13 klst. vaktir og heyrst hefur um 20-24 klst. vaktir, einnig er algengt að vaktir fari niður í 3-4 klst., sem þarf að bæta upp með óeðlilega löngum helg- arvöktum eða að fólk mætir tvisvar á dag. Flestar vinnurann- sóknir benda á að starfsmaður hafi eytt mestu af orku sinni og afkastagetu á 8 klst., hvers konar starfs- mann erum við þá með eftir þessar löngu vaktir? Hver er þolandinn? Skjól- stæðingar félagsmálaráðuneytis- ins, hinir fötluðu, erum við þá að tala um þroskaheft fólk, sem ekki ber hönd fyrir höfuð sér. Treystir ráðuneytið kannski á það? Helsti kostnaður ríkisins við þessa þjón- ustu við fatlaða er launakostnaður og er það kostnaðurinn, sem horft er í við skiptingu fjármuna. Niður- skurður þýðir niðurskurður á þjón- ustu og gæðum hennar. Við útdeil- Þótt undarlegt megi virðast hefur þetta ráðuneyti, segir Hall- dóra Traustadóttir, ekki stutt þroskaþjálfa á neinn máta þrátt fyrir augljósa tengingu þess við stéttina. ingu fjármuna er helst ekki úthlut- að meiru en þarf til lífsnauðsyn- legrar aðstoðar og er þá ekki horft til aukinna gæða í þjónustu eða framkvæmd þeirra, hvað þá heldur aukinna lífsgæða og þá enn síður almennrar þátttöku í samfélaginu. Þroskaþjálfum, sem vinna með þessum hópi fatlaðra, þroskaheft- um, er samt ætlað að vinna faglega og skipulega, þeim ber það sam- kvæmt lögum um þroskaþjálfa, en með vægast sagt ónógu starfs-' mannahaldi er ekki gert ráð fyrir tíma til að vinna að þeim hluta starfsins, það er skipulagningu, leiðbeiningu ófaglærðra, samvinnu við aðstandendur og svo framvegis, verkefnum sem krefjast undirbún- ings. Þó kveður á, í samningum, að þroskaþjálfar eigi að fá undir- búningstíma, 4 klst. á viku miðað við fullt starf. Þessum tíma er ekki gert ráð fyrir við úthlutun fjár- magns til þjónustu við fatlaða. Því má draga þá ályktun að fram- kvæma eigi undirbúningsstörf á sama tíma og framkvæmdaþátt starfsins. Það er augljóst að sá fatlaði ber hér skarðan hlut frá borði og fær ekki að fullu þá þjón- ustu sem hann á að fá. Þannig getur það orðið spurning um hvaða hluta daglegs lífs sé brýnast að þjónusta og manneskjan fái þannig ekki heildræna þjónustu heldur skyndilausnir. Tækifæri hins fatl- aða, til að víkka út reynsluheim sinn og getu, eru takmörkuð veru- lega og eru ekki í neinni líkingu við það sem gerist með fólk al- mennt. Þetta gerist af því að fag- stéttinni, sem er sérhæfð til aðstoð- ar við fatlaða, er ekki veittur tími eða aðstæður til að sinna þjón- ustunni við fatlaða til fullnustu. Tækjum við í mál að börn í leik- skóla væru eftirlitslaus á leikskóla- deild af því að leikskólakennarinn væri að vinna að undirbúningi starfs deildarinnar, að ekki væri hægt að kenna grundvallar náms- greinar í skólum af því kennari fengi ekki tíma til að undirbúa kennslu, að læknir gæfi sjúkdóms- greiningu og meðferð án undan- genginnar rannsóknar eða skoðun- ar. Við gætum ekki samþykkt slík vinnubrögð, en þroskaþjálfi á helst að komast yfir áþekkan undirbún- ingshluta starfs síns á sama tíma og hann sinnir framkvæmdahlutan- um. Þetta er bein óvirðing við fag- stétt, þroskaþjálfa, að gera stétt- inni það ókleift að vinna eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess gefur það yfirvöldum röng skilaboð um að hægt sé að veita þjónustuna fyrir þá litlu fjármuni sem veittir eru. Fyrst hægt er að sýna fag- stétt sem vinnur með fötluðum, þroskaheftum, slíka óvirðingu, hver eru þá í raun viðhorfin til þeirra fötluðu? Við sjáum það þegar skoð- að er samhengi milli viðhorfa til fatlaðra og viðhorfa/viðmóts við þá sem starfa með þeim. Fatlaðir virðast lítilvægir í þessu þjóðfélagi og vera þyrnir í augum stjórn- valda, helst á að greiða lítið fyrir þá þjónustu, sem ekki verður kom- ist hjá að veita. Niðurskurður stefnir til þess að aðeins lífsnauð- synlegustu þörfum sé mætt. Erum við kannski komin á þann stað? Ef litið er á aðstæður og fram- kvæmdir þá er það deginum ljósara að það virðist sáralítill vilji/áhugi í félagsmálaráðuneytinu fyrir bætt- um aðstæðum fatlaðra eða þeirra sem vinna með þeim, þýði það auk- inn kostnað. Helst eiga fatlaðir eða aðstandendur þeirra að greiða kostnaðinn sjálfir, með smánarlegu bótunum sínum, sem eru enn smán- arlegri en laun þroskaþjálfa. Við erum því miður ekki komin langan veg frá því er Ingjaldsfíflið var tjóðrað við staur við túnfótinn, það kostaði lítið, bara reipið og tréð í staurinn. Er skrítið þótt velt sé fyrir sér hvort félagsmálaráðuneyt- ið sé í raun andfélagsmálaráðu- neyti. Þessi málefni eru bara hluti verkefna þess og hefur ekki sést til betri vinnubragða við önnur verkefni. Er ekki kominn tími til að endurskoða gildismat í þessu þjóðfélagi, minnka aðeins gildi steinsteypunnar og auka gildi manneskjunnar og lífsins? Það er kominn tími til að fólk sem vinnur að þessum málefnum, fái laun til að lifa af, svo að ekki verði unnið að þeim í sjálfboðavinnu með tilvilj- anakenndum vinnubrögðum, sem enginn ber ábyrgð á. Því það ger- ist ef fagfólkið hefur flosnað upp og farið annað. Reykjayflc •. i—..—. ■ t— -mn i nsestu öld Reykvíkingar! Fundur um borgarmálefni verður á Hótel Sögu í Súlnasal í dag kl. 16:45 með frambjóðendunum Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Ágústu Johnson, Eyþóri ® Arnalds og Baltasar Kormáki. Allir velkomnir Stuðningsmenn Kosningamiðstöðin Austurstræti Símar: 561 9599/561 9526/561 9527 Halldóra Traustadóttir Vinur, hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús? ÞETTA andvarp Snæfríðar íslandssólar, úr íslandsklukku Hall- dórs Laxness, er hún steig ásamt fríðu föru- neyti inn í moldarkofa Jóns Hreggviðssonar, þar sem við blöstu holdsveikir aumingjar og slefandi fífl ásamt öllum þeim daun og stækju sem voru fylgi- fiskar alþýðufólks á 17. og 18. öld, hefur nú fengið undirtektir í nú- tímanum frá banda- rískum rannsóknarlög- reglumanni sem hélt að hann væri kominn í notalega skoðunarferð til friðsællar smáborgar í fyrirmyndarríkinu ís- landi. I fréttum Sjónvarps fyrir stuttu mátti sjá hinn grunlausa rannsóknarlögreglumann á strætum Reykjavíkur um miðja nótt horfa í svimandi forundran, svo stappaði nærri ótta, á borgarbúa skemmta sér í miðborginni, og gat maðurinn lítið gert annað en hrista höfuðið í vantrú. Og hlýtur þá eitthvað að hafa gengið á ef bandarískum rann- sóknarlögreglumanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Það var engu líkara en hann liti á ís- lenska kollega sína með særðu hjarta og andvarpaði líkt og Snæfríður forðum. Viðbrögð hans voru forsíðu- efni DV næsta dag: „Við myndum rýma svæðið" sagði hann blaða- manni og var þá að lýsa aðgerðum sem þættu sjálfsagðar ef svipað ástand skapaðist í bandarískri smá- borg. Viðbrögð íslenskra kollega hans voru þó auðvitað á aðra lund -enda orðnir vanir þessu harki. Best þótti mér að sjá, einnig í frétt DV, að íslenskur fylgdarmaður og koliegi hins bandaríska sagði að hér á landi væri ekki hættandi á slík vinnu- brögð; yrði það þá ekki bara kallað lögregluríki? spurði lögreglumaður- inn, og hefur sjálfsagt yppt öxlum. Mér þætti gaman að vita hvaða heil- brigðum manni dytti í hug að kalla það lögregluríki þar sem stjórnlaus- um skríl, sem safnast kófdrukkinn saman um miðja nótt, er dreift og skipað heim að sofa. Ég myndi kalla það fyrirmyndarvinnubrögð og ég held satt að segja að ég sé hreint ekki einn um þá skoðun. En ein- hvern veginn finnst mönnum það orðið sjálfsagt að 3~10.000 manna sveitaböll séu haldin um hvetja helgi í Reykjavík allt árið um kring, með öllum þeim misheppilegu mannlegu samskiptum, árekstrum, pústrum, slysum, slagsmálum, blóðsúthelling- um, örkumlum og manndrápum sem slíku fylgir einsog dæmi hafa sann- að. Alls staðar annars staðar í heiminum heitir slíkt ástand óeirða- ástand, og gildir þá einu hvort menn eru ölvaðar af vímuefnum eða trúar: hita, likt og morðingjarnir í Alsír. í báðum tilfellum er um skríl að ræða sem er til alls vís og venjulegum borgurum stendur hætta af. En þar liggur hundurinn máski grafinn: stór hluti þessara ólátamanna er venju- legir borgarar sem eru einungis að lyfta sér örlítið upp svona í lok vik- unnar. Frá mánudegi til fimmtudags er þetta fólk ósýnilegt, og sinnir sín- um störfum til sjávar og sveita, í banka og búð, í skólum og ríkisstofn- unum. En þegar helgin nálgast þurfa þessir fullorðnu unglingar að viðra unglinginn í sér, hleypa honum út og leyfa honum að sletta úr klaufun- um. Hver er hissa þó að börn þessa fólks taki mynstrið upp eftir foreldr- um sínum? Fyllibyttan á forsíðu DV, sem meig svo ósköp pent á hurðir Alþingishússins; er kannski á síðasta á ári í lögfræði? Hver veit? Kannski verður hann einhverntímann dóms- málaráðherra? Hugsaðu þér það? Mikið hljóta þá að fara um hann hlýir straumar þegar hann gengur í prósessíu þingmanna við setningu Alþingis inn um þessar sömu dyr, einhverntímann á næstu öld. Ekki sýndist mér hann svo fátæk- lega til fara að hann, eða einhver honum ná- skyldur, ætti ekki í það minnsta aðgang að kló- setti einhvers staðar. Nei, má ég þá frekar biðja um lögregluríki, ef það er lögregluríki að reka menn eins og þennan heim til sín að sofa, í stað þess að horfa þegjandi upp á hann gera þarfir sínar einhvers staðar í mið- borginni eftir lokun skemmtistaða. Já, ég heimta lögregluríki, ef það er lög- regluríki að tvístra fyllibyttum í stað þess að bíða inni á löggustöð eftir að þær komi þangað hlaupandi á flótta hver undan annarri með hníf í hjartastað og blóðugar upp að öxl- um. Krafa dagsins er lögregluríki, ef það er lögregluríki að reka skríl Tala fórnarlamba mun enn hækka, að mati Friðriks Erlingssonar, meðan „skríllinn“ sem ræður ríkjum í miðborg- inni um helgar er vemd- aður með þögninni og aðgerðarleysinu. úr miðborginni eftir klukkan þijú að nóttu, í stað þess að sitja inni í lögreglubíl og bíða í notalegheitum eftir því að einhveijum detti í hug að tilkynna að það séu fjórar stelpur að sparka í hausinn á þeirri fimmtu sem liggur hreyfingarlaus í blóði sínu. Ef lögregluþjónar á gangi í miðborginni eru ögrun við fyllibytt- ur; hvor á þá að láta í minni pok- ann? Löggan eða fyllibyttan? Eins og staðan er nú hefur lögreglan, samkvæmt ákvörðun einhvers sem óttast að vera sakaður um að koma á fót lögregluríki, látið undan skríl- slátunum þar til svo er komið að skríllinn er orðinn hið viðurkennda, allt að því hið verndaða form mann- legrar hegðunar í borginni, og reyndar víðar um land. Amma mín heitin, sem sá þessa borg vaxa frá litlu plássi upp í þá borg sem nú blasir við augum, sagði að aldrei hefði þurft neina löggæslu hér fyrr en skríllinn utan af landi fór að streyma á mölina. Þá fyrst þurfti að fjölga í lögreglunni. Þetta var hennar skoðun byggð á eigin reynslu. Skríllinn sem nú ræður hér ríkjum er ekkert frekar utan af landi en úr borginni sjálfri enda skiptir ekki máli hvaðan fólk er ef það er skríll á annað borð. Og á meðan hann er viðurkenndur og verndaður með þögninni og aðgerðarleysinu, á meðan enginn þorir eða vill taka af skarið og gera eitthvað í málinu, mun tala fórnarlambana enn hækka. Ekki einungis þeirra sem munu hljóta líkamleg örkuml eða dauða, heldur ekki síður hinna sem í eðlileg- um barnaskap sínum líta upp til fullorðinna og reyna að líkja eftir þeim í öllu tilliti. En það skyldi þó aldrei vera að nú þegar bandarískur rannsóknar- lögreglumaður, með öðrum orðum: útlendingur, hefur gefið í skyn að honum finnist þetta ástand bara hreint ekki sniðugt, að þetta sé að bjóða hættunni heim, að svona lagað gangi ekki í landi sem vill kallast siðmenntað, þá loksins opnist augu þeirra sem geta og eiga að gera eitt- hvað í málinu? Höfundur fæst við ritstörf. Friðrik Erlingsson Höfundur er þroskaþjálfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.