Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 43 f AÐSENDAR GREINAR Tæknivandi við blöndun Stöðvar 2 og breiðbands EINS og kunnugt er hafa ekki náðst samningar milli ís- lenska útvarpsfé- lagsins og Pósts og síma hf. um dreif- ingu á breiðbandinu svokallaða. Megin- ástæðan er sú að hækka yrði áskrift- argjöld ef þessi dreif- ingarleið yrði fyrir valinu. Hinsvegar er því ekki að leyna að ýmis tæknileg vandamál eru því samfara að blanda saman tveimur dreifikerfum. Fjölvarp Ejölvarp er kerfi sem byggist á örbylgjutækni sem hefur verið þrautreynd bæði vestanhafs og af grönnum okkar á írlandi. Rásir Fjölvarpsins og Stöðvar 3 eru nú allar sendar út frá einum aðalsendi- stað, þ.e. frá Öskjuhlíð, en það gerir alla endurvörpun og eyðingu skuggasvæða mun auðveldari en áður. Komið hefur verið fyrir 18 endurvörpum, sem ásamt aðalsend- inum gera það að verkum að nær- fellt 70 þúsund heimili í landinu geta móttekið 11 gervihnattarásir ásamt dagskrám innlendra stöðva. Hægt er að taka á móti Fjölvarps- pakkanum með fyrirferðarlitlu loft- neti sem er frekar auð- velt í uppsetningu. Kapalkerfi Pósts og síma Póstur og sími hf. hyggst dreifa erlendum rásum í kapalkerfi sínu auk innlendra sjónvarps- rása. Eðlilegast er því að bera þessa dreifingu saman við Fjölvarpið sem boðið er uppá af íslenska útvarpsfélag- inu. Kapalkerfi Pósts og síma er hefðbundið hlið- rænt (analogue) kapal- kerfi, þó að notaður sé ljósleiðari til dreifingar að götu- skáp. Engar nýjungar eru í kerfinu eins og til stendur að nýta það og því hæpið að nafngiftin breiðband sé réttnefni í núverandi mynd. Póstur og sími gæti hinsvegar not- að kapalkerfið stafrænt (digital) síðar meir og margfaldað þannig flutningsgetuna þannig að ein- hverntíma í framtíðinni ber breið- bandið sjálfsagt nafn með rentu. Eins og staðan er nú, þá nær kapalkerfi Pósts og síma aðeins til mjög takmarkaðs hluta Reykjavík- ur og til Húsavíkur. Áhrif veðurfars Veðurfar hefur ekki áhrif á mót- töku Fjölvarps þar sem móttöku- Ýmis tæknileg vanda- mál eru því samfara, segir Hannes Jóhannsson, að taka á móti sjónvarpsmerki um breiðband og loftnet samtímis. skilyrði eru í góðu lagi. Allar er- lendar rásir eru mótteknar frá gervitunglum. Á leið sinni í gegnum veðurhjúpinn geta gervihnatta- sendingar orðið fyrir ýmsum trufl- unum af völdum veðurs, svo sem rigningu, þoku og snjókomu. Þá gildir einu hvort endurvarp á sér stað um kapal eða örbylgju. Myndlyklar Fjölvarps og Pósts og síma Myndlyklar íslenska útvarpsfélags- ins hafa innbyggðan NICAM víðóms-móttakara sem tryggir að allir þeir sem hafa myndlykil geta nýtt sér víðóma útsendingar, en rásir Stöðvar 2, Sýnar og RUV auk erlendu tónlistarrásanna eru allar sendar út í NICAM víðóm. Mynd- lyklar Pósts og síma hafa ekki inn- byggðan NICAM móttakara, sem þýðir að öll móttaka verður í Hannes Jóhannsson A að hækka útsvar? FIMMTUDAGINN 16.10. gerði ég mér ferð niður í Ráðhús til þess að fylgjast með umræðum í borgar- stjórn Reykjavíkur um kjaramál kennara. Á leið minni þangað velti ég fyrir mér ýmsu sem snýr að starfi kennara. Eg heyri það stundum að kennarar hafi það svo óskaplega gott í öllum þessum fríum sem þeir hafa. En er það svo? Raunveruleik- inn sem blasir við nýút- skrifuðum kennurum er sá að þeir fá ekki nema % stöðu. Á launaseðli er þetta skilgreint sem 0,6667% vinna. Með öðrum orðum það er ekki talin vera full vinna að kenna einum bekk. Á haustin leita spurningar eins og þessar á hugann. Fæ ég fulla stöðu? Hvar get ég bætt við mig til að fá fulla stöðu? Hvernig lifí ég af ef ég fæ ekki fulla stöðu? Flestir kenn- arar geta bætt einhveiju við sig til þess að fylla upp í 100% vinnu og það ræðst oft ekki fyrr en í upp_- hafi skólaárs hvort svo verður. Á vorin koma aðrar spurningar: Hvar fæ ég vinnu í sumar? Hvað geri ég ef ég fæ ekki vinnu? Þannig er að yfir sumarið eru laun greidd sam- kvæmt ráðningu. Starfsöryggi yngri kennara er ekki mikið. Það er happdrætti á hverju hausti hvernig fer en samt kýs ég það að vera kennari. Ástæðan er m.a. sú að ég hef tök á þvi að taka hluta að vinnu minni heim. Heima vinn ég við að skipuleggja námið, útbúa námsgögn, fara yfír heimavinnu nemenda og undirþúa mig að öðru leyti fyrir kennslu næstu daga. En nú er það talið nauðsynlegt að ég sé sýnilegri í skólanum. Þýðir þetta það að ég vanræki vinnu mína ef ég er ekki í skólanum? Síður en svo. Þar sem ég vinn er vinnuað- staða kennara frekar bágborin. Sem dæmi þá er ekki tölva í vinnuher- bergi kennara. Ég nota mína eigin tölvu og hef ekki í hyggju að rukka Reykjavíkurborg um leigu vegna notkunar á henni. Nýir skólar búa við góðar aðstæð- ur en það er ekki hægt að segja um alla skóla borgarinnar. Það að krefjast þess að kenn- arar stundi alla sína vinnu innan skólans krefst úrbóta á vinnuaðstöðu þeirra og það þýðir aukin útgjöld fyrir Reykjavíkurborg. Hefur það verið reikn- að út hvað það þýðir fyrir borgina að koma vinnuaðstöðu kennara í þokkalegt horf? Starfsumhverfí kennara er þannig að þeir geta ekki orðið jafn sýnileg- ir og afgreiðslufólk í verslunum. Kennari i 2A stöðu vinnur meira en það stöðuhlutfall vegna þess að hann þarf þess bekkjarins vegna og á að gera það samkvæmt kjara- samningum til þess að vinna af sér þá frídaga sem eru utan lögboðins sumarfrístíma. Það er þess vegna sem kennarar eiga lengra sumarfrí en aðrir, þeir hafa einfaldlega unn- ið það af sér. En ef á að breyta vinnutíma og fyrirkomulagi innan skólanna þá þarf meiri tíma til þess en þessa fáu mánuði sem nú þegar hafa farið í þær viðræður. Allar breytingar eru viðkvæmar og best er að vanda til þeirra. Þannig næst betri sátt. Og það er það sem skóla- starfíð þarf á að halda í dag, vel hæfum kennurum sem vinna störf sín í sátt við vinnuveitendur og samfélagið. Þegar niður í Ráðhús var komið mætti ég hópi kennara sem var að ganga út. Ástæðan var sú að borg- arstjóri sagði í ræðu sinni að líklega þyrfti að hækka útsvarið til að hækka laun kennara. Er borgin bara að semja við kennara? Skömmu síðar á sama fundi sam- þykkti meirihluti borgarstjórnar tæplega 700 milljóna króna stofn- framlag til listasafns í Hafnarhús- inu. Þessi upphæð gæti verið vaná- ætluð þar sem það hefur tíðkast, Það að krefjast þess að kennarar stundi alla sína vinnu innan skól- ans, segir Sigríður Sig- urðardóttir, krefst úr- bóta á vinnuaðstöðu þeirra og það þýðir auk- in útgjöld fyrir Reykja- víkurborg. því miður, í okkar samfélagi að áætlanir við breytingar húsa fara úr böndunum. Ekki var minnst einu orði á að e.t.v. þyrfti að hækka útsvar til þess að fjármagna þessar dýru framkvæmdir eða rekstrar- kostnaðinn við safnið. Megum við búast við því að útsvar verði hækk- að til þess að bæta vinnuaðstöðu kennara í skólunum? Hvenær á að hækka útsvar og hvænær ekki? Það er gott að R-listamenn opin- bera tímanlega fyrir næstu borgar- stjómarkosningar hvernig þeir vilja forgangsraða útgjöldum borarinn- ar. Kjósendur eiga jú rétt á því að pólitíkusar segi umbúðalaust skoð- anir sínar. Ég vil biðja kjósendur að hafa það í huga næsta vor þeg- ar þeir greiða atkvæði sitt hvemig R-Iistinn vill forgarigsraða. Það að gera margra ára áætlanir um bygg- ingafræmkvæmdir skólahúsa duga ekki einar og sér. Huga verður líka að innra starfi skóla og vanda til þess. Einn liður í því er að hafa hæft starfsfólk innan skólanna. 77.970 krónur í bytjunarlaun fyrir fulla stöðu er einfaldlega ekki boð- legt og er dapurt til þess að vita að samninganefndir kennara skuli ekki hafa náð betri árangri í samn- ingum við ríkið á undanfömum árum. Höfundur er leik- og grunnskólakennari. Sigríður Sigurðardóttir „mónó“. Þessir lyklar eru fram- leiddir í Bandaríkjunum og era ódýrir og einfaldir en nota raglað- ferð sem orðin er á eftir tímanum. Þeir sem era kröfuharðir á mynd- og hljóðgæði og eiga nýleg sjón- varpstæki nota gjaman svokölluð „skart“tengi til tengingar við sjón- varps- og upptökutæki. Tvö slík tengi era á myndlyklum íslenska útvarpsfélagsins. Myndlykill Pósts og síma hefur ekkert „skart“tengi. Blöndun tæknilega möguleg Eins og áður sagði hefur verið hugað að möguleikum á samteng- ingu kapals Pósts og síma hf. og Fjölvarpsins eða Stöðvar 2 og Sýn- ar á VHF og UHF sviði. Dreifing á VHF og UHF og örbylgjusviði er ennþá nauðsynleg þar sem kapalkerfi Pósts og síma hf. á langt í land með að ná til þorra lands- manna. Þótt líklegt sé að slík blönd- un sé tæknilega möguleg hefur hún ekki verið reynd þegar þetta er rit- að. Rétt er að hafa í huga að dreifi- kerfí í fjölbýlishúsum ráða ekki óbreytt við að dreifa þeim rása- fjölda sem verður til staðar ef Fjöl- varpsrásum og kapalrásum Pósts og síma hf. yrði dreift saman. Auka þarf afl magnaranna svo styrkur notenda haldist óbreyttur. Einnig hefur verið á það bent að stýrirás fyrir myndlykla Pósts og síma hf. mun í mörgum kerfum fara forgörðum, nema bætt verði við sérstökum magnara fyrir svo- kallað neðra S-band. Póstur og sími hf. ætlar að nota efra S-bandið til dreifingar um kapal félagsins. Hætt hefur verið við að nota band III eins og áætlað var í upphafi. Þar með er tæknilega mögulegt að blanda VHF rásum 6 og 12 (Stöð 2 og SÝN) við kapal- rásirnar. En þó að þessi blöndun sé möguleg er hún ekki án vand- kvæða og athuga þarf t.d. vel hvort styrkmunur milli rása sé innan eðlilegra marka. Kapall Pósts og síma og Fjölvarp Eins og sést á meðfylgjandi skýr- ingarmynd skila örbylgjunetin frá sér rásum Fjölvarpsins á tveimur mismunandi tíðnisviðum. Það era sem sagt til tvær gerðir loftneta, venjulega kölluð S-bandsnet eða UHF net. íslenska útvarpsfélagið fiutti nær eingöngu inn S-bands- net. Ekki er mögulegt að blanda saman rásum þessara loftneta og rásum kapals Pósts og síma hf. þar sem þær skarast. Tæknilega er hinsvegar mögulegt að blanda sam- an rásum frá UHF-Fjölvarpsnetum og kapalkerfínu. Þetta mun þó reynast töluvert flóknari fram- kvæmd heldur en við blöndun VHF-rása og kapalrása og ekki á færi annarra en fagmanna. Tvær aðskildar lagnir Sú leið væri auðvitað fær til þess að gera áskrifendum Stöðvar 2, Sýnar eða Fjölvarps kleift að njóta aðgangs að breiðbandi, að leggja tvær aðskildar lagnir í sitt- hvom myndlykilinn. Þar fyrir aftan þyrfti að koma fyrir skiptibúnaði,1' (er innbyggður í sum sjónvörp), það er skiptingu inn á sjónvarpstækið eða myndbandið eftir því hvernig hagar til. Þessi leið er þó vart raun- hæf í ijölbýlishúsum auk þess sem hún er kostnaðarsöm. Höfundur eryfirmaður tæknideildar íslenska útvarpsfélagsins. Kynning í dag og föstudag 15% kynningarafsláttur Austurstræti, sími 511 4511 Kringlukast Peysur Qran Sasso Áöur kr.-0*900" og kr. J2*90tT Tiú frá kr. 4.900 TÍSKU VERSLU N KRINGLUNNI 8-12 SÍMI 553 3300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.