Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 44
H4 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Rétttrúnaður ÉG HEF oft furðað mig á því hvað þeir menn, sem kalla sig rétttrúaða í kristninni, virðast oft í miklu ósamræmi við kjarna kristindómsins, kær- leiksboðskap kristninn- ar eins og hann er sett- ur fram af Páli kirkju- föður. Páll talar um gjafir heilags anda, náðargjafir heilags anda, sem eru vitsmun- ir, þekking, hæfileikar til andlegra lækninga, spádómshæfileikar, hæfíleikar til að tala tungum og njóta leið- sagnar Guðs. Hinir rétttrúuðu kalla þetta allt á okkar dögum einhvers konar nýaldarhyggju. Hvað sem það nú er. Enn hef ég fátt séð í þessari svokölluðu nýaldarhyggju, sem ekki má lesa um í Gamla testa- mentinu til dæmis. En það er önnur saga og ekki mitt viðfangsefni. Það sem ég er að velta fyrir mér er það hvort rétttrúnaðurinn hafi upphaf- lega skapast vegna andstæðinga kristni og kristinnar kirkju. , Ég skal reyna að skýra þetta nánar. Eins og allir vita voru menn ofsóttir í frumkristni, aðallega í mið- og vesturhluta Rómaveldis. í Róndalnum í Frakklandi árið 177 voru unnin ótrúlegustu grimmdar- verk á kristnum mönnum. Astæðan var ekki önnur en gamla slúðrið sem gekk um kristna menn. Það var sagt að þeir væru mannætur vegna misskilnings á þeirri helgiathöfn að ganga til altaris. Þeir voru ákærðir fyrir galdra vegna þess siðar krist- inna manna að gera fyrir sér kross- mark við flestar athafnir daglegs lífs. Og friðar- og vinakossinn á samkomum þeirra var misskilinn og túlkaður sem siðleysi. Jafnvel hið ómerkilegasta slúður virðist búa yfir ótrúlegum krafti til að ofsækja fólk. í Róndalnum árið 177 voru ofsóknirnar tiltölulega mildar gagnvart þeim mönnum sem höfðu rómverskan ríkisborg- ararétt. Þeir voru að- eins hálshöggnir. Hin- ir urðu að sæta ótrú- legustu pyntingum og skelfilegustu grimmd- arverkum áður en þeir létu lífið. En alverstu grimmdarverkin voru unnin á þeim sem töld- ust hafa náðargáfur heilags anda, spá- dómsgáfu og hæfí- leika til _ andlegra lækninga. í þessum hópi var kona ein sem Blandína nefndist. Hún var verst leikin af öllum. Hún var pínd lát- laust frá dögun til sólseturs, þar til kvalarar hennar voru orðnir ör- magna og sagt er að þeir hafi undr- ast það að hún skyldi enn draga andann. Það var órækt vitni um galdra. Þessu til viðbótar var hún barin með svipum og að lokum kastað fyrir naut. Svipaða meðferð hlaut annar andlegur leiðtogi í þess- um hópi, Sanctus að nafni. Hann var brenndur með glóandi járnum þar til hann gaf upp andann. Lík- amsleifarnar voru hafðar til sýnis í sex daga, áður en þeim var kastað í fljótið Rón. Nú skyldu menn halda að kristnir menn hefðu sýnt þessum píslarvottum trúarinnar samstöðu, samúð og virðingu. Það gerðist ekki. Þessi skefjalausa grimmd vakti ótta leiðtoganna í kristnum söfnuðum og þeir brugðu á það ráð að fordæma Blandínu, Sanctus og alla hina sem höfðu látið lífíð með þessum skelfílega hætti. Þeir lýstu því yfír að þeir væru sammála níð- ingunum. Þeir lýstu því yfir að þetta fólk væri villutrúarfólk og upp frá þessu var það fordæmt og útskúfað úr söfnuðinum. Það var byijað að kalla þetta fólk með þessar skoðan- ir trúvillinga. Með þessum hætti reyndu kristnir söfnuðir að komast hjá frekari ofsóknum. Þannig urðu öfl fjandsamleg kristinni kirkju til þess að styrkja og efla svokallaðan „rétttrúnað" innan kirkjunnar. Og upp frá þessu hafa náðargáfur heii- ags anda verið fordæmdar og eru það enn á íslandi í lok annars árþús- undsins eftir Krist. Þetta kristna fólk sem varð að þola þessi skelfilegu níðingsverk í Róndalnum árið 177 hafði í háveg- um það sem Páll kirkjufaðir kallar náðargáfur heilags anda, en and- stæðingar kristninnar kölluðu Helgar kýr svonefnds rétttrúnaðar ganga enn um götur Reykjavíkur, segir Gunnar Dal, og spyr: Mega þær ekki fara að hverfa? galdra og fordæðuskap. Kristnir menn breyta afstöðu sinni til þessa kjarna kristninnar í frumkristni af illri nauðsyn. Lífsnauðsyn í bókstaf- legri merkingu. Það eru til margar sögur af því, að menn hafí ekki látið þessar grimmilegu pyntingar hafa áhrif á trú sína og skoðanir. En það er augljóst að hin dæmin eru margfalt fleiri þar sem menn reyna að bjarga sér frá þessum ægilegu grimmdarverkum og reyna að bjarga lífi sínu með því að sverja það af sér sem andstæðingar kristn- innar sögðu þá seka um: Kristnir leiðtogar semja kennisetningar sem ganga beint gegn Páli kirkjuföður, sem ganga beint gegn eðli kristinn- ar trúar og Kristi sjálfum. Þær verða til af illri nauðsyn. Síðar verða þær heilagar kýr, sem ekki má hrófla við og þær verða grundvöllur ótölulegra grimmdarverka innan kristninnar. Það er augljóst sam- Gunnar Dal band milli þessara nýju kennisetn- inga og þeirra ofsókna sem kristnir menn beita síðar gegn svokölluðum trúvillingum. Galdrabrennumar koma síðar í kjölfarið. Það má segja að þessi óheillabraut rannsóknar- réttanna, galdrabrenna og ofsókna hafí í fyrstu skapast af öflum sem voru fjandsamleg kristinni trú. Það hefur aldrei verið sýnt fram á að raunverulegar nornir hafi nokkurn tíma verið til. Á miðöldum voru þær líka að mestu látnar í friði. Ofsóknirnar beindust fyrst og fremst gegn fólki sem ekki var sam- mála leiðtogum kirkjunnar í einu og öllu. En þjónar kirkjunnar bjuggu síðar til sérstök nornafræði, með því að pynta fólk og fá það til þess að játa fáránlegustu hluti. Karlamagnús til dæmis samdi lög sem bönnuðu nornaveiðar. Hann taldi að rétt væri að líta á þessar sögur alþýðunnar sem hindurvitni trúgjarnra kvenna og gamlan heið- inn arf. Þetta breyttist allt á 13. öld með tilkomu rannsóknarréttar dóminíkana. Og á 14. og 15. öld urðu þær ábatasamur atvinnuveg- ur, þar sem eigur sakborninganna voru yfírleitt gerðar upptækar. Þetta fé rann til rannsóknarréttar- ins, svo hægt væri að launa fjöl- mörgum starfsmönnum hans. En þjóðbraut ofsóknanna á hendur kristnum mönnum af hálfu kirkj- unnar sjálfrar var þó trúvillan. Og það var eins með trúvillingana, sem voru líflátnir, að eigur þeirra runnu alfarið og óskiptar til þessara heið- ursmanna. í Þýskalandi voru helstu forystumenn þessa rannsóknarrétt- ar dóminíkana Heinrich Kramer og Jakop Sprender. Þeir tóku að sér að skrifa stórmerkilega bók sem varð helsta metsölubók þessara tíma. Hún var einhvers konar norna-alfræðibók og nefndist Mall- eus Maleficareum. Með því að lesa þessa bók vandlega, urðu menn sérfræðingar í nornaveiðum og í þeirri list að fá menn til að játa á sig galdra og skoðanir sem þeir alls ekki höfðu. Þessir tveir höfð- ingjar í Þýskalandi sömdu bókina á þann hátt að pynta gamalmenni og böm, konur og karla og fá þau til að játa alls konar furðulegar sögur og ótrúlegustu athafnir. Aðalað- ferðin var sú að orð voru lögð í munn fórnardýrsins og það var pínt til að endurtaka þau. Þar með hafði það játað. Brátt gátu lærðustu menn sannfært sig um sannleiks- gildi þessarar miklu bókar, Malleus Malefícareum. Hún byggðist öll á endurtekinni reynslu og staðreynd- um að dómi lærðustu þjóna réttvís- innar og kirkjunnar. Þessi göfuga iðja var stunduð jafnt af kaþólsku kirkjunni og mótmælendum. Lúter taldi t.d. rétt að brenna nornir jafn- vel þótt þær hefðu aldrei gert nokkmm manni mein. Það var nóg ef menn þóttust vita að þær hefðu selt sig skrattanum. Og auðvitað tókst þessum prelátum ævinlega að fínna einhvern ritningarstað í Biblíunni sem skipaði þeim að fremja illvirkin. Eftir að þijátíu ára stríðið hófst 1618 komst öll þessi vitleysa í al- gleyming. Trúarbragðastríð milli kaþólskra og mótmælenda hafði það í för með sér að ásakanir um trúvillu margfölduðust af skiljan- legum ástæðum. Allir trúarlegir andstæðingar voru villutrúarmenn og meðferðin sömu ættar og með- ferðin á Blandínu í Róndalnum í Frakklandi árið 177. Á sínum tíma lét kaþólska kirkjan strika heilagan Kristófer út af lista sínum yfir dýrl- inga. Ástæða til þess að heilagur Kristófer var strikaður út var ein- faldlega sú að fræðimenn Páfa- garðs komust að raun um að hann hefði aldrei verið til. Ennþá eru til margar kenningar sem upphaflega voru samþykktar af valdníðingum á kirkjuþingum en síðar sagðar sönn og upphafleg kristni. Ennþá eru þessar illu samþykktir boðaðar af þjónum kirkjunnar þó að þær gangi í berhögg við allt sem Kristur boðaði og Páll kirkjufaðir staðfesti. Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðkirkjan striki þær út? Þessar helgu kýr rétttrúnaðarins, sem enn- þá ganga um götur Reykjavíkur, mega þær ekki fara að hverfa? Höfundur er rithöfundur. Utanríkisstefna o g umhverfismál ÞAÐ ER á ábyrgð stjórnvalda að skil- greina hagsmuni ís- lands á alþjóðavett- vangi og kynna utan- ríkisstefnu landsins á trúverðugan hátt. Allsheijarþing Sam- einuðu þjððanna er kjörinn vettvangur til að kynna stefnu og áherslur íslands. Ræða Halldórs Ás- grímssonar á allshetj- arþingi Sameinuðu þjóðanna þann 26. . . september sl. er til marks um hversu háan sess umræða um um- hverfismál skipar á alþjóðlegum vettvangi. Margt kom fram í ræðu utanríkisráðherra um þau mál og ber þar hæst afdráttarlaus yfirlýs- ing hans um að brýna nauðsyn beri ti! að ná fram alþjóðlegu sam- komulagi um takmörkun og bann við losun þrávirkra lífrænna efna í hafíð (Persistent Organic Pollut- ants). Um er að ræða lífshagsmuni fiskveiðiþjóða, enda hafa íslending- ar verið í fararbroddi innan SÞ um ^ framgang málsins. Grunntónn ræðunnar er alþjóða- hyggja og kemur t.d. fram í ríkum stuðningi við Sameinuðu þjóðimar. Því ber að fagna. Utanríkisráðherra fataðist þó flugið í umfjöllun sinni um umhverfismál eins og fram kem- ur í eftirfarandi orðum hans: „Um leið og nauðsynlegt er að ríkisstjórnir heims starfi með sjálf- stæðum félagasamtök- um er full þörf á að láta ekki undan óvönduðum þrýstingi frá óábyrgum vernd- unarsamtökum sem vilja ijúfa hin mikil- vægu tengsl milli um- hverfisverndar og auð- lindanýtingar.“ (Þýð- ing Morgunblaðsins 27. sept. 1997.) Með „sjálfstæðum félagasamtökum" er átt við frjáls félaga- samtök (non-govern- mental organizations). Það eru félagasamtök sem vinna óháð stjórn- völdum að umhverfis- friðar-, kven- réttinda-, barnaverndunar-, eða þróunarmálum, svo dæmi séu nefnd. Þann 16. desember 1996 sam- þykkti allshetjarþing SÞ að halda sérstakt aukaþing um umhverfís- og þróunarmál til að meta þann árangur sem náðst hefur á þeim fimm árum sem liðin eru síðan SÞ héldu ráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. I samþykkt sinni undirstrikaði alls- heijarþingið jafnframt nauðsyn þess að efla þátttöku fijálsra fé- lagasamtaka við undirbúning og framkvæmd aukaþingsins. Þetta var mikilsverð viðurkenning SÞ á framlagi umhverfisverndarsam- taka á borð við Greenpeace, World Wide Fund for Nature (WWF), sem og hundruða annarra smærri sam- taka sem láta sig starf SÞ að um- hverfísmálum skipta. Það kom og í hlut dr. Thilo Bode, framkvæmda- stjóra Greenpeace International, að ávarpa aukaþingið fyrir hönd um- hverfisverndarsamtaka. Með öðrum orðum, kjósi Halldór Ásgrímsson að gera starfsemi fijálsra félagasamtaka að umræðu- efni á allsheijarþinginu, kemst hann illmögulega hjá því að viðurkenna nauðsyn þess að ríkisstjórnir heims vinni með slíkum samtökum. Það telst jú ófínt að misvirða samþykkt- ir allsheijarþingsins og slíkt gerir ekki sá sem lýsir yfír jafn afdráttar- lausum stuðningi við starfsemi SÞ og Halldór gerði. Hann á hins vegar um sárt að binda og vill minna SÞ á að til séu „óábyrg verndunarsam- tök“. Hugtak sem hann skilgreinir ekki nánar. Athugasemd Halldórs er afar óheppileg þegar rýnt er í yfirlýs- ingu hans um nauðsyn þess að nýta næsta ár - sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað hafínu - til að vekja almenning til vitundar um nauðsyn þess að vernda vistkerfí sjávar mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna. Það er jú kunnara en frá þurfi að segja að þau fijálsu félagasam- tök sem ætla má að Halldór sé mest í nöp við (varla á hann við Rauða krossinn eða Amnesty Inter- national), eru einmitt þau samtök sem leggja hvað mest af mörkum til að vekja athygli almennings á þeirri ógn sem að lífríki sjávar staf- ar af völdum þrávirkra lífrænna Árni Finnsson efna. Þeir sem vilja sannreyna þessa fullyrðingu geta kynnt sér heimasíður Greenpeace Internat- ional (http://www.greenpeace.org) og WWF (http://www.panda.org). Hið dapurlega og niðurdrepandi við orðræðu sem þessa er að í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um ræðu utanríkisráðherra á allsheij- arþinginu - einni helstu kynningu á utanríkis- og umhverfísmála- stefnu íslands - verður umræða um umhverfismál undir í áróðurs- stríði Halldórs Ásgrímssonar. Athugasemd Halldórs er afar óheppileg, segir Arni Finnsson, þegar rýnt er í yfirlýsingu hans um nauðsyn þess að nýta næsta ár til að vekja almenning til vit- undar um nauðsyn þess að vernda vistkerfi sjávar. Þannig var fyrirsögn Morgunblaðs- ins þann 27. sept. sl.: „Ekki á að láta undan þrýstingi óábyrgra verndunarsamtaka." í litlu sem engu gat blaðið þess sem utanríkis- ráðherra sagði um mengun sjávar. Blaðamaður Morgunblaðsins hefur líklega ætlað sem svo að allir vissu hvað við væri átt, en spyija má hvort lesendur eigi ekki kröfu á vandaðri umfjöllun um ræðu utan- ríkisráðherra? Yfirskrift fréttar sjónvarpsins var á sömu leið. Fréttamaður sjón- varps lét þó fylgja með ummæli utanríkisráðherra um mengun sjáv- ar, en það segir sína sögu að sjón- varpið þýddi hugtakið „Persistent Organic Pollutants" sem „skipu- lega lífræna mengun“. Ég hygg að ég geri engum bylt við þó ég segi að umfjöllun fréttastofu sjón- varps um hnattræn umhverfismál hafí oftar en ekki einkennst af upphrópunum af því tagi sem utan- ríkisráðherra gerði sig sekan um. I niðurlagi ræðu sinnar hvatti utanríkisráðherra Sameinuðu þjóð- irnar til að sóa ekki tíma sínum í langdregnar gamalkunnar kapp- ræður, heldur grípa þau tækifæri sem nú gefast til endurbóta og efl- ingar samtökunum. Náttúruvernd- arsamtök íslands taka heilshugar undir þetta, en benda jafnframt á að hið sama má segja um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart al- þjóðlegum náttúruverndarsamtök- um. Það er löngu tímabært að utan- ríkisráðherra grafi stríðsöxina og hjálpi til við að brúa það bil sem myndaðist milli íslendinga og slíkra samtaka vegna hvalveiðideilunnar. Sú deila hefur allt of lengi varpað skugga á þá staðreynd að hags- munir íslands fara um margt sam- an við markmið þessara samtaka. Því til staðfestingar má benda á að í ræðu sinni hvatti Halldór Ás- grímsson aðildarríkin til að full- gilda Úthafsveiðisáttmála SÞ. Þann 4. september sl. gáfu samtökin World Wide Fund for Nature (WWF) út sams konar yfírlýsingu ásamt upplýsingum um hvaða ríki hefðu fullgilt sáttmálann, þ.m.t. ísland. Árangur strangra aðhalds- aðgerða við stjórnun fiskveiða hér við land gefur íslenskum fyrirtækj- um kjörið tækifæri til að styðjast við baráttu alþjóðlegra náttúru- verndarsamtaka í markaðssetningu sinni á íslenskum sjávarafurðum. Höfundur er talsmaður Náttúruverndarsamtaka íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.