Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 46

Morgunblaðið - 23.10.1997, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kínaog Davíð „djarfi“ ÞAÐ ER vel þekkt fyrirbrigði, að almenningur hefur gaman af djarfleik. Hitt er aftur umdeilt, hvort betra er að vera „fífldjarfur“ eða gerhugull. Og síðan taka áhættuna. Sá fífl- djarfi hugsar sig venjulega ekki lengi um. Hann stekkur og hrópar á athygl- ina með „style“. Gerhyglin ígrundar og gerir samanburð á áhættu og tapi, fórn eða ávinningi. Fífldirfsk- an velur áhættuna og óvissuna um ávinninginn. Komi hann vel út er enn meira gaman. Mannkynssagan greinir okkur í mörgum dæmum frá fífldirfsku. Stundum hefur árangur náðst, en mjög oft er skellurinn mikill. Ger- hyglin er seinvirkari. Skilar hægfara árangri Sumar þjóðir hugsa í öldum, meðan aðrar flýta sér á tíma. Við erum í seinni hópnum. Okkur liggur oft æði mikið á og hvatvísi er vel þekkt hér. Flestir muna eftir því að um margra áratuga skeið var einræði í nokkrum löndum í Evrópu og það með mjög mismun- andi hætti. Samt sem áður var það hrein lífs- nauðsyn að hafa við- skipti við þessar þjóðir. Fremur lítill ágreining- ur var um það. For- ustumenn hvað varðar stefnumörkun á _þtssu sviði voru t.d. Olafur Thors, Bjarni Bene- diktsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Ekki verður sagt að lífsviðhorf þessara ágætu manna hafi ver- ið hliðstæð. En þeir áttu það sameiginlegt að skilja að íslendingar hafa mjög opið hag- kerfí og vilja frjáls við- skipti við sem flestar þjóðir og blanda sér ekki í innanríkismál þeirra. Þetta hefur bor- ið góðan árangur og beinlínis bjargaði okk- ur, er Bjarni Bene- diktsson lagði grund- völlinn að viðskiptum við Sovét-Rússland 1953. Þá var Stalín ofar moldu. Enginn hælir honum í dag fyr- ir umburðarlyndi. Svo virðist sem mikill meirihluti manna sjái ekkert athugavert við Jón Ármann Héðinsson ÚOtd 8 0 0 ri ú m e r i ri, v e g ri d þ e s s dö 1 þ d u e r u gjaldfrjáls.“ ÓlöfJóna Signrgeirsdóttir simadama og húsmóðir 800 NÚMER 800 númerin eru auðþekkjanleg á því að þau byrja öll á 800. Þú borgar ekkert fyrir símtölin, hvar sem þú ert staddur á landinu. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar nýtt sér 800 númerin til að auðvelda viðskiptavinum sínum leið að þjónustu og upplýsingum. Sérstakur listi með þeim aðilum sem bjóða upp á gjald- frjáls þjónustunúmer fylgdi síðasta símreikningi en einnig er hægt að hringja í Þjónustumiðstöð símans í 800 7000 og biðja um að fá hann sendanheim. /-^ 800 NÚMERIN ERU GJALDFRJÁLS og góð leið til að nálgast upp- lýsingar eða panta þjónustu. ATH. Hringing úrfarsíma í 800 númsk er áfarsímagjaldi. nHa BYKJUNIN Á GÓÐU SAMBANDl PÓSTUR OG SÍMIHF s d m b d n d i v i d þ i g Markmið Kínveija, segir Jón Armann Héðins- son , miðast ekki við augnabliks fífldirfsku. boð Davíðs Oddssonar í sumarhús ríkisstjómar íslands (okkar allra?) á helgasta stað þjóðarinnar. Ég er alls ekki þessu sammála. Einfalt hefði verið fyrir Davíð að hitta ferðamenn frá Taiwan á mörgum öðrum stöðum og án þess að það væri básúnað út. Hamagangurinn olli uppnámi hjá Kínveijum og er það vel skiljanlegt. Þeir, sem nú eru á Taiwan, eru um 22 milljónir og langflestir flóttamenn frá megin- landinu eða með öðrum orðum Kín- veijar. Þeir komu á „sjálfstæði" á móti Maó-ríkisstjórninni. Með hreinum fjáraustri frá Bandaríkjum Norður- Ámeríku til Taiwans er efnahagur þeirra þokkalegur í dag. í alllangan tíma hafa ýmsir unn- ið að því að tengja meira_ saman viðskipti héðan við Kína. Árangur er ekki mikill ennþá, en væntingar góðar. Margar aðrar þjóðir hafa lagt mjög mikið á sig til að ná marg- milljarða viðskiptasamningum og skammast sín ekkert fyrir það. Skyldu leiðtogar þeirra í pólitík og viðskiptum vera „fífldjarfir“ eða „gerhugulir"? Svari nú hver fyrir sig. Allt frá barnæsku minni hefur Kína verið sem draumaland að fara til, enn hefur ekki orðið af Því. Sennilega eru nú öll sund lokuð og verða það fram yfir aldamót. Kín- veijar hafa nægan tíma og næg verkefni. Þeirra markmið miðast ekki við augnabliks fífldirfsku. Kína-stjórnin ber ábyrgð á nálægt fjórðu hverri persónu á þessari jörð og skylda hennar er að sjá svo um að menn hafi í sig og á. Látum þá velja sér sitt form til þess og hátta- lag. Ég hefí verið í fimm gömlum einræðisríkjum meira og minna síð- an 1950 í Evrópu, Afríku og S-Ameríku. Þegnarnir nutu auðæfa lands síns afar misjafnlega. En það er einnig svo nú í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Eftir útkomu á skýrslu um misskiptingu auðs og valda þar, kemur í ljós að um 3% þjóðarinnar fara með og „velta" um 75% af auðnum og um 46 milljónir manna búa við kjör, sem þeir sjálf- ir kalla „neðan við afkomumörk". Sagt er að í Bandaríkjunum sé gott lýðræði. Það má öllu gefa nafn. Fréttir herma, að taiwanski ferðamaðurinn hafi ekki fengið það, sem hann óskaði eftir í Austurríki eða á Spáni. Hvers vegna ekki? Svari hver fyrir sig. Væri ekki gaman að semja upp á nýtt ævintýrið um Ríkharð ljóns- hjarta og Hróa Hött? Höfundur erfyrrv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.