Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ ^48 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 AÐSEIMDAR GREINAR „Reykja- neshrað- brautin“ REYKJANES- BRAUTIN sem hluti af þjóðvegi nr. 41 hef- ur lengstum verið í hugum landsmanna skilgreind sem leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar og umræðan oftast snúist um hættur samfara akstri á þeirri leið. Reykjanesbraut- in er þó miklum mun lengri og nær allt frá mörkum Miklubrautar og Sæbrautar í Reykjavík, þaðan til Kópavogs, Garðabæj- *' ar, Hafnarfjarðar og vegna Á 2. Kristján Pálsson til Reykjanesbæjar og Keflavíkur- flugvallar. Þessi braut nær því að vera einn umferðarþyngsti innan- bæjarvegur landsins, einn umferð- arþyngsti tengivegur landsins frá Breiðholtsbraut til Hafnarfjarðar og umferðarþyngsti landsbyggðar- þjóðvegur landsins frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar og Keflavíkur- flugvallar. Nauðsynlegar vegaframkvæmdir Þegar rætt er um Reykjanes- brautina er því nauðsynlegt að átta sig á því hvaða kafla brautarinnar er verið að ræða um. Þessi braut er eins og flestir vita þreföld og jafnvel fjórföld í gegnum Reykjavík en einföld eftir að komið er út úr Reykjavík. Mikilla úrbóta er þörf á Reykjanesbrautinni og ljóst að ekki verður undan því vikist við afgreiðslu næstu vegaáætlunar á Alþingi að framkvæmdir á þessari leið fái forgang. í þessari umfjöllun um Reykja- nesbrautina ætla ég til hægðar- auka að skipta henni í -þrjá hluta, 1. hluti frá mótum Miklubrautar og Sæbrautar að Breiðholtsbraut, 2. hluti frá mörkum Breiðholts- brautar og Kópavogs að Hvamma- braut í Hafnarfirði og 3. hluti frá Hvammabraut til Keflavíkurflug- vallar. Vegakerfinu á allri þessari leið þarf að gjörbreyta vegna gríðar- legs umferðarálags þó að aðgerðir til úrbóta séu mismunandi eftir aðstæðum. Á 1. hluta þarf fyrst og fremst að byggja upp mislæg gatnamót við Bústaðaveg, Stekkj- arhvamm og Breiðholtsbraut til að losna við þær miklu tafir sem verða uppi á umferðinni umferðarljósa. kafla er umferðin orð- in 15-20 þús. bílar á dag sem er miklu meiri umferð en vegurinn ber og því nauðsynlegt að tvöfalda hann ásamt byggingu mis_- lægra gatnamóta. Á 3. kafla er umferðar- þunginn og umferðar- hraðinn svo mikill að framúrakstur er mjög áhættusamur. Mikil hætta skapast einnig á þessum kafla þar sem venjubundið við- hald dugir ekki til að þeim öryggiskröfum PCIbmogfúguefni wm 1« Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 567 4844 halda sem eru nauðsynlegar. SV-hornið eitt atvinnusvæði Þegar rætt er um úrbætur á Reykjanesbrautinni þarf að átta sig á atvinnuuppbyggingu svæðis- ins og framtíðinni á því sviði. Mikilla úrbóta er þörf á Reykjanesbrautinni. Kristján Pálsson telur ljóst að ekki verði undan þeim vikist við af- greiðslu næstu vega- áætlunar á Alþingi. Atvinnuhagsmunir íbúa á Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- inu hafa um langan tima verið sameiginlegir og höfuðborgarbúar sótt vinnu til Suðurnesja og Suður- nesjamenn sótt vinnu í borgina. Um 600 höfuðborgarbúar starfa á Keflavíkurflugvelli; hjá varnarlið- inu, viðhaldsskýli Flugleiða, í Leifsstöð og hjá verktökunum og keyra á milli daglega. Umsvifin á Keflavíkurflugvelli eru mikil og til marks um það þá fór rúmlega 1 milljón farþega á síðasta ári um flugvöllinn. Vöru- flutningar voru um 23.300 tonn á 8.1. ári, þar af voru 14.100 tonn flutt úr landi, mest fiskur, og er vöxturinn í þessum þætti starfsem- innar á vellinum um 40% á síðustu tveim árum. Eins og þessar tölur bera með sér þá eru borgaraleg umsvif á Keflavíkurflugvelli veruleg og hafa verið vaxandi á síðustu árum. Ef áform Flugleiða um stóraukin um- svif í flugrekstri ganga eftir eykst starfsemin á Keflavíkurflugvelli enn hraðar en áður. Umferð um Reykjanesbrautina hefur aukist um 10% á s.l. þrem árum sam- kvæmt úrtakskönnun. Þeir sem hafa kynnt sér kosti Reykjanes- fyrir steinsteypu. Léttir meðfærilegir viöhaldslitlir. ^Ávallt tyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. "Cö Þ. Þ0RGBÍMSS0N & C0 Ármúla 29, simi 38640 FYRIRLIGGJAHDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLðfl - Vönduð Iramleiflsla. kjördæmis til uppbyggingar á at- vinnurekstri vita að möguleikar svæðisins eru stórlega vannýttir og vil ég nefna hér nokkur dæmi þar um. Nýting Keflavíkurflugvallar hef- ur verið sáralítil miðað við þá möguleika sem þar eru til staðar. Orkunýting á orkusvæði Hitaveitu Suðurnesja gæti verið miklu meiri bæði í gufu- og rafmagnsöflun. Stóriðjumöguleikar eru á Keilisnesi og í Höfnum og liggur þar fyrir hönnun á álveri og magnesíum- verksmiðju, möguleikar á salt- og efnaframleiðslu í Saltverksmiðj- unni á Reykjanesi eru einnig mjög miklir. Allir þessir möguleikar verða nýttir fyrr en síðar enda býr stærstur hluti þjóðarinnar á SV- horni landsins. Sameiginlegir at- vinnuhagsmunir höfuðborgarbúa og Suðurnesjamanna verða því enn meiri á komandi árum. Tvöföldun réttlætanleg Umferðin um Reykjanesbraut- ina frá Hafnarfirði til Keflavíkur- flugvallar (3. kafli) er í dag um 6 þús. bílar á sólarhring að meðal- tali allt árið. Að sumra mati er það ekki nægjanlega mikil umferð til að réttlæta tvöföldun kaflans. Samkvæmt stöðlum frá Bandaríkj- unum þarf umferðin að vera um 8-14 þús. bílar til þess. Umferðarþunginn er mjög mikil á þessari leið og álagspunktarnir miklir á vinnutíma, allt upp í 15.000 bílar miðað við heilan sólar- hring. Umferðin er einnig mjög hröð og því ekkert sem má útaf bregða svo ekki fari illa og má segja að lýsing brautarinnar hafi bjargað því að ekki hafa orðið al- varlegri óhöpp á brautinni en raun ber vitni síðasta ár. Fyrir fólk sem ekur varlega þá getur þessi leið þó verið hrein martröð, stöðugur framúrakstur sem skapar einnig mikla hættu fyrir mótumferðina, bílar klessa sig alveg að næsta bíl og langar bílalestir myndast. Þessi mikla og hraða umferð er jafnt að vetrinum sem sumrinu og veldur það mjög miklu sliti á brautinni eftir nagladekkin. Þetta veldur því að ekki hefst undan að endurnýja malbikið eins og þeir sjá sem keyra brautina í votviðri, vatnsrásir myndast mjög fljótt í nýlagt mal- bikið og því stöðug hætta á því að bílarnir fari á flot. í amerískum stöðlum er ekki gert ráð fyrir nagladekkjum né þeim misjöfnu veðurskilyrðum sem hér eru. Af öryggisástæðum og vegna umferð- arþungans eru því full rök fyrir tvöföldun brautarinnar á kafla 3 strax. Hraðbraut með „skuggagjaldi“ Þær framkvæmdir sem hér hafa verið nefndar á 1., 2. og 3. kafla Reykjanesbrautarinnar kosta um 5,2 milljarða króna sem skiptast þannig, að 1. kafli er áætlaður kosta 1,3 milljarða kr., 2. kafli 2,1 milljarð og 3. kafli 1,8 milljarða króna samkvæmt áætlun Vega- gerðar ríkisins. Það er Ijóst að svo kostnaðarsöm framkvæmd verður ekki fjármögnuð á einni vegaáætl- un sem er aðeins til fjögurra ára. Til að dreifa þessum kostnaði svo hægt sé að vinna allt verkið í einum áfanga, má nota aðferð sem þekkt er erlendis frá, þ.e. að semja við verktaka um byggingu og fjár- mögnun framkvæmdanna, sem yrðu endurgreiddar á næstu 20 árum af vegaáætlun með svo- nefndu „skuggagjaldi“. Það felur í sér að endurgreiðslur til verktak- ans verði miðaðar við Qölda bíla sem fara um hvern kafla brautar- innar á ári. Með þessu móti má gera ráð fyrir því að 1. kafli greið- ist á 5-10 árum, 2. kafli á 10-15 árum og 3. kafli á 15-20 árum. Þessi aðferð raskar ekki vegafram- kvæmdum í öðrum kjördæmum. Þar verður komin hin eiginlega hraðbraut Islendinga inn í 21. öld- ina, „Reykjaneshraðbrautin“. Höfundur er alþingisirmdur Sjálfstæðisflokksins í Reykjancskjördæmi. Orkurannsókn- ir í áratugi Á ÞESSU ári er þess minnst á Orku- stofnun að 30 ár eru liðin frá setningu gildandi orkulaga en á grundvelli þeirra var stofnunin sett á laggirnar. Jafnframt hafa skipulagðar vatnamælingar og j arðhitarannsóknir verið stundaðar í 50 ár. Af þessu tilefni gengst Orkustofnun á morgun, föstudaginn 24. okt., fyrir ráð- stefnu undir heitinu Orkuvinnsla í sátt við umhverfið. Þar munu ýmsir talsmenn stofn- ana sem vinna að orku- og um- hverfismálum skýra sjónarmið sín, en iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Finnur Ingólfsson, mun setja ráðstefnuna með ávarpi. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin á Grand Hótel Reykjavík og hefst hún kl. 9 og lýkur um kl. 17. Upphaf orkuvinnslu á íslandi Saga orkuvinnslu á íslandi er um aldargömul. Jarðhiti var fyrst nýttur til upphitunar um aldamót- in síðustu, en það var á Sturlu- reykjum í Reykholtsdal. Fyrsta vatnsaflsvirkjunin til rafmagns- framleiðslu var reist í Hafnarfirði 1904. Hægt miðaði þó áfram framan af öldinni. Stærstu skref- in á fyrri hluta aldarinnar voru stigin með lagningu hitaveitu í Reykjavík um og fyrir seinna stríð og með Sogsvirkjunum, en sú fyrsta, Ljósafossvirkjun, tók til starfa 1937. Stórstíg aukning á orkuvinnslu varð þegar hafist var handa við virkjun jökulvatna með Búrfells- virkjun 1966 og víðfeðmri hita- veituvæðingu sem fylgdi í kjölfar olíukreppanna á áttunda og níunda áratuginum. Orkurannsóknir Rannsóknir á orkulindunum hafa verið nokkuð samhliða þróun- inni í nýtingu þeirra. Vatnamæl- ingar eru undirstaða virkjunar vatnsfalla. Slíkar athuganir voru fyrst gerðar hérlendis sumarið 1881 af norskum manni. Síðan liðu nær fjórir áratugir þar til lands- verkfræðingi var fengið þetta verkefni, en skikkur komst ekki á vatnamælingar fyrr en raforku- málastjóraembættið var sett á lag- girnar eftir seinna stríð undir for- ystu Jakobs Gíslasonar. Vatna- mælingar á vegum þess embættis hófust fyrir hálfri öld, 1947. Á sama tíma tók jarðhitadeild til starfa við raforkumálastjóra- embættið. Því má segja að skipu- lagðar rannsóknir á jarðhita eigi sér jafnlanga sögu, en áður hafði Rannsóknarráð ríkisins þó sinnt þeim málum. Orkustofnun Ný orkulög voru sett 1967. Með þeim og annarri löggjöf var gerð umfangsmikil breyting á öllum orkumálum, sem fól í sér aðskilnað framkvæmda og rekstrar frá rann- sóknum og ráðgjöf. í þessu skyni var Landsvirkjun sett á fót, Raf- magnsveitur ríkisins aðskildar frá raforkumálaskrifstofunni og skrif- stofunni breytt í Orkustofnun. Umsvif Orkustofnunar hafa verið mikil þessi 30 ár, en þó breytileg: Mest voru þau þegar hitaveituvæðingin gekk yfir og virkjað var við Kröflu. Árið 1983 störfuðu þannig um 150 manns við stofnunina og ársveltan var nær 600 m.kr. á núgildandi verð- lagi. Um þessar mundir starfa um 90 manns við stofnunina, en ársveltan nemur um 400 m.kr. Skipulagi Orku- stofnunar var breytt um sl. áramót með það að meginmarkmiði að skilja framkvæmd rannsókna frá ráð- gjafar- og stjórnsýslu- hlutverki stofnunar- innar. Orkustofnun hefur þannig verið aðlöguð nútímalegum sjónarmiðum um opin- beran rekstur. í þeim búningi vonast stofnunin til að geta hér eftir sem hingað til verið stjórnvöldum og orkurekstri lands- manna að gagni við heilladijúga nýtingu á hinum miklu auðlindum sem felast í fallvötnum landsins og hitanum í iðrum jarðar. Orkustofnun minnist 30 ára afmælis síns með ráðstefnu um orku- vinnslu í sátt við um- hverfið, segir Þorkell Helgason, þar sem ýmsir talsmenn stofn- ana sem vinna að orku- og umhverfísmálum skýra sjónarmið sín. Þrír menn hafa veitt Orkustofn- un forstöðu: Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri varð fyrsti orku- málastjórinn, en 1972 tók Jakob Björnsson við því embætti, sem hann gegndi í nær aldarfjórðung, en núverandi orkumálastjóri, Þor- kell Helgason, tók við af honum fyrir ári. „Orkuvinnsla í sátt við umhyerfið“ Nú er svo komið í orkuvinnslu okkar að 85% landsmanna njóta jarðvarma til hitunar og nánast allir aðrir hafa kost á rafmagni í sama skyni. Raforkuframleiðsla íslendinga mun innan tveggja ára verða sú mesta í heimi m.v. íbúa- tölu. Engu að síður hefur aðeins rúmur tíundi hluti hagkvæmrar vatnsorku verið virkjaður og sára- lítill hluti háhita, sem þó er talinn vera a.m.k. hálfdrættingur á við vatnsorkuna. Ekki þarf að nýta nema þriðj- ung þessarar orku í orkufrekum iðnaði til þess að útflutningsverð- mæti afurða hans verði meiri en allra sjávarafurða landsmanna. En orkuvinnsla sem og aðrar athafnir mannsins lætur hið nátt- úrulega umhverfi ekki með öllu ósnortið. Hvað viljum við ganga langt i þessum efnum? Hvað er það sérstaklega í náttúrunni sem vernda ber? Hvernig skal meta og forgangsraða í þeim efnum? Þetta er meðal þeirra spurninga sem fyallað verður um á afmælisráð- stefnu Orkustofnunar á morgun. Það er von Orkustofnunar að með þessari ráðstefnu verði stuðl- að að fijórri og málefnalegri um- ræðu um hvernig fara megi saman skynsamleg nýting hinna auðugu orkulinda landsins til atvinnusköp- unar og umhyggja fyrir mikilúð- ugri náttúru landsins. Höfundur er orkumálastjóri. Þorkell Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.