Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ -I- Friðjón Sig- ' urðsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 16. mars 1914. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurð- ur Ingimundar- son, skipstjóri og útgerðarmaður, Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum, f. 22. maí 1879, d. 3. apríl 1962, og Hólmfríður Jónsdóttir, hús- freyja, Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum, f. 7. ágúst 1879, d. 9. ágúst 1965. Systkini Frið- jóns voru fimm: 1) Arný Hanna er lést 12 ára gömul; 2) Július skipsljóri; 3) Krist- inn, slökkviliðsstjóri í Vest- mannaeyjum; 4) Sigríður, húsfreyja í Vestmannaeyjum, og 5) Pálmi skipstjóri. Friðjón kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Áslaugu Siggeirsdóttur 7. nóvember 1936. Áslaug er fædd 25. nóv- ember 1917, dóttir Siggeirs Helgasonar, bónda að Teigi í Fljótshlíð, og konu hans Guð- bjargar Jónsdóttur. Synir þeirra Friðjóns og Áslaugar: 1) Ásgeir Bergur héraðsdóm- ari, f. 22. 5. 1937 í Reykjavík, d. 29. 9. 1992. Eftirlifandi kona Ásgeirs er Kolfinna Gunnarsdóttir fulltr. og eign- uðust þau þrjú börn: Gunnar Má, Friðjón og Kolfinnu Mjöll. 2) Sigurður Hólmgeir Ph.D., f. 4. maí 1943 á Hólmavík. 3) Jón Gunnlaugur, prófessor við H.Í., f. 24.8. 1944. Kona hans er Herdís Svavarsdóttir Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi vísuorð úr Hávamálum '"•sem lifað hafa með þjóðinni í ár- hundruð öðlast nýtt líf í hugum okkar sem minnumst tengdaföður sem nú er genginn á vit feðra sinna. Öll deyjum við og dauðinn gerir engan mannamun en orðspor góðs manns lifir og á hvort tveggja við um tengdaföður okkar. Heimili Friðjóns og Áslaugar stóð okkur opið frá fyrstu kynnum. Þannig lögðu þessi einstaklega samhentu hjón grunn að samskipt- um sem einkenndust af fórnfýsi og hjálpsemi þeirra. Sumar okkar tengdadætranna byijuðu búskap í Skaftahlíðinni í skjóli tengdafor- eldranna. Þau deildu kjörum sínum , með sonum sínum, tengdadætrum 'og barnabörnum á þann hátt að aldrei gleymist. Ósjaldan kom fjölskyldan saman í Skaftahlíðinni yfir góðgjörðum Áslaugar og við þau tækifæri voru ætíð fjörugar umræður um mál líðandi stundar. Skoðanir Friðjóns á mönnum og málefnum byggðust á góðri þekkingu og traustum rök- um. Hann kom gjarnan auga á sjónarhorn sem aðrir höfðu ekki komið auga á. Þannig var heimili Friðjóns og Áslaugar ekki aðeins falleg umgjörð og notalegur staður ^►að hittast á heldur sannkallað menningarheimili. Friðjón var aldrei margmáll um sjálfan sig og ekki heldur eftir að hann varð veill fyrir hjarta. Hann var lokaður að eðlisfari, en barna- börnin fundu alltaf leiðina að hjarta Friðjóns. Hluti af gildismati Friðjóns byggðist á traustum fjöl- skyldutengslum og þess fengum við tengdadæturnar að njóta. hjúkrunarfr. og eiga þau þrjá syni: Friðjón Eirík, Bergstein Þór og Egil Bjarka. 4) Ingólfur lögmað- ur, f. 11.5. 1951. Kona hans er Sig- rún Benediktsdótt- ir frkvstj. og eiga þau tvær dætur: Áslaugu Björk og Ólöfu Björk. Dæt- ur Sigrúnar af fyrra hjónabandi eru Bjarney og Berglind. 5) Frið- jón Örn hrl., f. 19.5. 1956. Kona hans er Margrét Sigurð- ardóttir kennari og eiga þau fjögur börn: Áslaugu írisi, Tómas Sigurð, Krístínu Mar- íellu og Alexander Örn. Friðjón varð stúdent frá MR árið 1934 og cand. juris frá Háskóla íslands árið 1941. Hann var settur sýslum. í Strandasýslu 15. sept. 1941 fram í sept. 1943; starfsmaður Skömmtunarskrifstofu ríkis- ins frá 20. sept. 1943 til 1. mars 1944 er hann var settur fulltrúi á skrifstofu Alþingis. Hann var skipaður fulltr. þar 1. mars 1945 og skipaður skrifstofuslj. Alþingis 5. apríl 1956, veitt lausn frá starfi fyrir aldurs sakir 1. septem- ber 1984. Hann var ritari hjá íslandsdeild Alþjóðaþing- mannasambandsins frá 1956 og hjá íslandsdeild Norður- landaráðs frá okt. 1957; starfsmaður landskjörstjórn- ar frá 1959. Útför Friðjóns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Þegar staldrað er við og leitað á vit minninganna virðist mannsæ- vin stutt. Kynslóð Friðjóns lifði djúptækar breytingar á íslensku samfélagi og veruleika á ótrúlega skömmum tíma. Friðjón var heil- steyptur persónuleiki sem ætíð var trúr skoðunum sínum og gildis- mati þrátt fyrir allar þær breyting- ar sem hans kynslóð lifði. Friðjón var farsæll í einkalífi sínu og það átti hann ekki síst konu sinni að þakka sem studdi hann dyggilega og sá jafnframt um stórt heimili þar sem öll barna- börnin voru heimagangar. Við kveðjum tengdaföður okkar með söknuði og virðingu og biðjum góðan Guð að blessa Áslaugu og styðja hana í sorg sinni. Tengdadætur. Alltaf var hann afi okkar jafnró- legur, það var alveg sama hvernig við krakkarnir létum hjá afa og ömmu í Skaftahlíð, öllu var tekið með ró. Við barnabörn hans feng- um líka að njóta gjafmildis þeirra hjóna í Skaftahlíð. Friðjón var einnig mikill Mímisbrunnur og það var alveg einstaklega skemmtilegt við hann að ræða um heima og geima og aldrei kom nokkur að tómum kofunum hjá honum varð- andi hin ýmsu málefni. Nú er hann farinn og það er með söknuði og hryggð sem við kveðjum hann afa, en eitt sinn verða allir menn að deyja. Hann afi lifði langa og farsæla ævi og gaf okkur miklu meira en hann nokkru sinni þáði. Það voru okkur einstök forréttindi að fá að um- gangast slíkan heiðursmann. Við vitum að hann hvílir nú í friði þess manns sem deyr sáttur við sína ævi og það má hann svo sann- arlega vera. Friðjón, þér munum við aldrei gleyma. Bræðurnir Laugalæk. Við fráfall Friðjóns Sigurðsson- ar er mér ljúft að minnast þess mæta manns. Kynni okkar hófust haustið 1971 þegar ég settist fyrst á Alþingi. Næstu þrettán árin átt- um við margvísleg samskipti, eða allt til þess er hann lét af starfi skrifstofustjóra Alþingis haustið 1984. Því starfi hafði hann gegnt með miklum sóma frá árinu 1956, eða í 28 ár, en verið starfsmaður á skrifstofu Alþingis í 40 ár. Engin stofnun hefur haft meiri áhrif á fyrstu 40 ár lýðveldisins en Alþingi. Og enginn einn maður í stjórnsýslu þingsins hefur fylgst þar meira með eða haft meiri áhrif en Friðjón Sigurðsson. Á þessum árum var ekki margt í starfsliði þingsins og þeir sem unnu hina eiginlegu skrifstofuvinnu teljandi á fingrum annarrar handar. Þessu starfi stjórnaði Friðjón og vann sjálfur helstu verkin, færði bók- haldið, greiddi út reikninga, fram- kvæmdi ákvarðanir þingforseta, sá um flesta hluti. Auðvitað oftast í samvinnu við góða samstarfs- menn. En ábyrgðin var hans. Hann var óvenju kappsamur maður en leyndi því með einkar hógværri framkomu. Nú vinna miklu fleiri þessi verk, ekki vegna þess að þar séu af- kastaminni verkmenn á ferð, held- ur hefur starfið aukist vegna breyttra tíma og því aðrar kröfur gerðar til athafna þingsins. En mér er til efs að aðrir hafi axlað meiri ábyrgð eða unnið líkt sem Friðjón gerði á sínum langa emb- ættisferli. Sem nefndarformaður og þing- flokksformaður þau ár sem við Friðjón áttum saman í Alþingi þurfti ég oft að leita ráða hans. Þau ráð voru ljúflega látin í té og þekking hans á öllu sem laut að þingstörfum var óbrigðul. Friðjón hafði ótrúlegt minni. Hann gat svarað held ég flestum spruningum sem beint var til hans og vörðuðu þingsköp, hvenær þetta eða hitt atvikið hefði átt sér stað sem fordæmi hafði skapað, hvenær tilteknir menn hefðu átt sæti á Alþingi og hveijir hefðu átt sæti í ríkisstjórnum á hveijum tíma. Meðan ég var formaður íslands- deildar Þingmannasambands Atl- antshafsríkjanna á árunum 1975- 1984 fórum við Friðjón margar ferðir saman til útlanda. Hann var einkar þægilegur ferðafélagi og hjálpsamur á þessum fundum. Þegar ég tók sæti S Norðurlandar- áði árið 1983 fór Friðjón með mér í mína fyrstu ferð á þeim vett- vangi, til Þrándheims í Noregi. Allir þekktu Friðjón á hinum nor- ræna samstarfsvettvangi, enda hafði hann verið ritari Islands- deildarinnar frá 1957. Saga Norð- urlanda var Friðjóni hugleikin og hann þekkti þá sögu betur en flest- ir að ég tel. Áhugamál Friðjóns voru mörg. Starfið fram til sjötugs var þar í öndvegi. Samtímis og síðar var hann mikill áhugamaður um skák og sjálfur góður skákmaður. Sá áhugi er og ríkjandi hjá flestum sona hans, svo að ekki sé nú minnst á eftirmann hans í stóli skrifstofustjóra, Friðrik Ólafsson. Friðjón sagði mér nokkru eftir að hann hætti störfum að hann tefldi gjarnan við skáktölvur og hefði ánægju af. Sonur hans einn hefur sagt mér að Friðjón hafi lagt að velli hina öflugu tölvu „Mefisto". Það gera engir aukvisar. Friðjón hafði Iíka mikinn áhuga á íþróttum alla tíð. Hann fylgdist sérstaklega með knattspyrnu og kunni góð skil á getu hinna ein- stöku kappliða, erlendra sem inn- lendra, og þekkti nöfn hinna fær- ustu kappa. Hann var góður stærðfræðingur og fylgdist með í þeim fræðum alla tíð. Starfslokin urðu Friðjóni erfið fyrst í stað. Hann fékk hjartaáfall árið 1985 og var þá hætt kominn. Hann gekkst undir uppskurð og náði furðu góðri heilsu að því er virtist. Þó grunar mig að hann hafi verið veikari en hann vildi vera láta. Hvorki í þessu né öðru bar hann tilfinningar sínar á torg. Þrátt fyrir bága heilsu þykist ég vita að Friðjón hafi átt farsæl ár eftir starfslok. Hann fór í gönguferðir daglega. Hann var útivistarmaður og naut þar sam- vista við fjölskylduna, fór jafnvel í fjallgöngur með henni fram á síðustu ár, svo sem hann hafði gert á árum áður. Hann var fyrst og síðast mikill fjölskyldumaður. Hann fékk einstakrar eiginkonu, Áslaugu Siggeirsdóttur, sem reyndist manni sínum hin mesta stoð í meira en sextíu ára hjóna- bandi. Þau eignuðust fimm syni, sem allir bera foreldrum sínum fagurt vitni. Þau urðu fyrir þung- bærri sorg er elsti sonurinn lést fyrir nokkrum árum. Fyrir rúmum mánuði hitti ég þau hjónin í mannfagnaði. Mér virtist Friðjón hress, og glaðvær var hann. Hann sagði mér að hann fylgdist daglega með störfum Al- þingis í sjónvarpinu. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart að hann fylgdist með sínum gamla vinnu- stað, svo ríkan þátt sem Alþingi átti í hans_ lífsstarfi. Alþingi íslendinga þakkar Frið- jóni Sigurðssyni fjörutíu ára dygga þjónustu. Persónulega þakka ég liðlega aldarfjórðungs vináttu og samstarf. Ég bið Áslaugu, sonun- um og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Megi minningin um góðan mann genginn sefa söknuðinn. Ólafur G. Einarsson. Engin stofnun eða fyrirtæki getur skilað árangri nema að hafa góðu starfsfólki á að skipa. Al- þingi íslendinga er þar engin und- antekning. Ekki er nóg að þjóðin vandi val á þingmönnum, heldur verður að búa þeim aðstöðu og umhverfi til að vinna þjóðinni gagn. Starfsfólk Alþingis hefur átt mikinn þátt í að gera störf þingsins skilvirkari og viðhalda reisn þess. Friðjón Sigurðsson var skrif- stofustjóri Alþingis um langan tíma og vakti yfir velferð og virð- ingu Alþingis af alúð og metnaði. Mér er minnisstætt þegar ég kom fyrst til þings ungur og reynslu- laus í þingstörfum hversu Friðjón var boðinn og búinn að liðsinna og leiðbeina nýjum þingmönnum. Þegar litið er til baka er með ólík- indum hvað Friðjón hafði víðtækt starfssvið. Samskiptin við þing- menn voru því mikil. Á þeim tíma var tölvan ekki komin til sögunn- ar. Friðjón hafði þetta allt í höfð- inu og hélt utan um sérhvern þráð og lét ekkert framhjá sér fara. Þegar við þingmenn þurftum að fá greidda reikninga gengum við inn á skrifstofu Friðjóns, sem dró tékkhefti upp úr skúffu sinni, lagði það á fágað skrifborðið og skrifaði ávísun eftir vandlega skoðun. Frið- jón sá jafnframt um allt alþjóða- samstarf og ferðaðist því með þingmönnum á marga fundi er- lendis. Hann sá til þess að allt væri „korrekt" eins og hann komst gjarnan að orði. Mér er sérstak- lega minnisstætt samstarfið við hann á vettvangi Norðurlandaráðs sem hann gegndi af mikilli trú- mennsku. Hann vildi forðast að fjölga starfsfólki Alþingis mikið og var aðhaldssamur. Auðvitað þýddi það að nauðsynlegt var að velja og hafna. Með hans hjálp tókst hins vegar að skila viðfangs- efnunum með fullum sóma og til- tölulega litlum kostnaði. Kæmi upp álitamál í þingstörfunum var Friðjón hinn óskeikuli hæstiréttur. Friðjón Sigurðsson hafði mót- andi áhrif á störf Alþingis. Starf hans við að byggja upp þessa mik- ilvægu stofnun, sjálfan grundvöll lýðræðis í landinu, var ómetan- legt. Friðjóni var afar annt um sjálfstæði Alþingis og tók því ekki vel ef utanaðkomandi voru að reyna að ráðskast með málefni þess. Frístundir hans voru fáar og ekki nokkur vafi að málefni Al- FRIÐJÓN SIG URÐSSON þingis voru í fyrirrúmi. Það fór " ekki framhjá neinum að Áslaug Í kona hans stóð með honum alla tíð og lagði mikið af mörkum til að hann gæti sinnt málefnum Al- þingis sem best. Á kveðjustund minnumst við Siguijóna með hlýhug ánægju- legra samverustunda með þeim heiðurshjónum. Við vottum Ás- laugu og öllum aðstandendum : samúð okkar og biðjum Guð að j styrkja þau og blessa um alla framtíð. í Sigurjóna og Halldór Ásgrímsson. Friðjón Sigurðsson var minnis- stæður maður. Hann var grann- vaxinn og nettur og virtist í fyrstu afskiptalaus og þurr á manninn en í honum bjó ótrúlegur styrkur ' og þrek. { Friðjón var dagfarsprúður ( stjórnandi á stórum vinnustað. Hann hafði yfir hópi starfsmanna að segja en jafnframt þurfti hann að hafa hnökralaus samskipti við þingheim og af sjálfu leiðir að þar eru ýmsir sem vilja ráða og eru ekki sérstaklega leiðitamir. Framganga Friðjóns var slík að þetta vandasama hlutverk leysti hann aðdáanlega vel af hendi. Þrátt fyrir að í hópi þingmanna 1 hafi ætíð verið, og eigi að vera, . menn kappsamir og fastir fyrir hlíttu allir ráðum Friðjóns og úr- skurðum um þingsköp, þingvenjur og einnig um lögfræði'ieg álita- mál. Ég minnist þess ekki þann tíma er við störfuðum saman á Alþingi að nokkur þingmaður mót- mælti úrskurði sem Friðjón hafði undirbúið. Þó voru þeir oft ekki rökstuddir í löngu máli, stundum örfáar setningar, en slíkt var afl Friðjóns og þeirrar virðingar naut hann að þingmenn gerðu sér ætíð að góðu að beygja sig fyrir því áliti sem hann hafði látið uppi. Friðjón hafði afdráttarlausar skoðanir á stjórnmálum og einnig einstökum þingmönnum en aldrei varð ég þess var að vild eða óvild markaði álitsgerðir hans. Hann var embættismaður af gamla skólanum og þrátt fyrir mikið skap stjórnaði hann því ætíð. Þingmenn virtu heiðarleika hans og Jþekkingu. Á skrifstofu Alþingis vildi Frið- jón ráða og ráða einn. Hann hélt öllum þráðum í hendi sér og vildi ekki sleppa þeim. Stundum hefur sjálfsagt þeim sem unnu næst honum verið þörf á lipurð og þolin- mæði en aldrei urðu áberandi árekstrar. Friðjón var mikill áhugamaður um norræna samvinnu og var rit- ari íslandsdeildar Norðúrlanda- ráðs um langan aldur. Á þeim vettvangi kynntist ég honum einn- ig vel. Hann naut vináttu og virð- ingar starfsbræðra sinna á Norð- urlöndum svo og þeirra þingmanna er með honum störfuðu að erlend- um samskiptum en með öllum þeim samskiptum hafði hann umsjón. Mér fannst Friðjóni falla það nokkuð þungt að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Hann hafði átt annasaman starfsdag á Alþingi og vildi ógjarnan beygja sig fyrir Elli kerlingu. Það var þó lán hans að létta umsvifum sjötugur því skömmu síðar fékk hann alvarlegt hjartaáfall og var um tíma milli heims og helju. Með eðlislægum viljastyrk reif hann sig upp úr veikindum sínum og átti á annan áratug góða ævi með bærilegri heilsu. Friðjón var mjög vel giftur Ás- laugu Siggeirsdóttur hinni mæt- ustu konu og varð þeim auðið fimm sona. Gafst honum eftir að hann lét af starfi skrifstofustjóra góður tími til að rækja hugðarefni sín. Friðjón var t.d. skákmaður góður og hafði yndi af tafli og tefldi manna fyrstur við tölvu á landi hér. Við brottför Friðjóns úr starfi á Alþingi urðu margháttaðar breyt- ingar. Sást þá best hvílíkur af- kastamaður Friðjón hafði verið. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.